Fara yfir á efnisvæði

Ófullnægjandi upplýsingar vegna neytendalána Brúar lífeyrissjóðs

15.12.2017

Neytendastofu barst kvörtun frá Hagsmunasamtökum heimilanna vegna markaðssetningar Brúar lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga. Snéri kvörtunin að ófullnægjandi upplýsingagjöf í kynningum Brúar lífeyrissjóðs á neytendalánum, annars vegar í fréttabréfi og hins vegar á vefsíðu sinni.

Niðurstaða Neytendastofu var sú að Brú lífeyrissjóður hafi brotið gegn lögum með því tilgreina ekki árlega hlutfallstölu kostnaðar eða þá heildarfjárhæð sem neytandi þarf að greiða og fjárhæð afborgana, ásamt lýsandi dæmi. Háttsemin var einnig talin fela í sér villandi viðskiptahætti þar sem Brú lífeyrissjóður lét hjá líða að greina frá upplýsingum sem almennt skipta máli fyrir neytendur.
Ennfremur var Brú lífeyrissjóður talinn hafa brotið gegn lögum með því að hafa ekki aðgengilegar upplýsingar um úrskurðar- og réttarúrræði ef ágreiningur rís milli sjóðsins og neytenda um neytendalán.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér

TIL BAKA