Fara yfir á efnisvæði

Tinder skuldbindur sig til að veita neytendum skýrar upplýsingar um persónusniðin verð

10.04.2024

Í kjölfar samráðs við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og neytendayfirvöld hefur Tinder skuldbundið sig til að upplýsa neytendur um að afslættir sem félagið býður af verði úrvalsþjónustu sinnar séu persónusniðnir með sjálfvirkum hætti. Tinder notar sjálfvirkar aðferðir til að finna notendur sem hafa lítinn eða engan áhuga á úrvalsþjónustunni og býður þeim persónusniðinn afslátt. Það hefur verið metið ósanngjarnt að persónusníða afslætti án þess að upplýsa neytendur sérstaklega um það þar sem það getur komið í veg fyrir að neytendur hafi möguleika á að teka upplýsta ákvörðun.

Neytendayfirvöld komust að þeirri niðurstöðu að Tinder beitti slíkum persónusniðnum verðum án þess að neytendur væru upplýstir, sem er brot á neytendalöggjöf ESB. Þar til í apríl 2022 bauð Tinder þar að auki lægra verð fyrir úrvalsþjónustu eftir aldri notenda án þess að upplýsa þá um slíkt.

Neytendayfirvörld í Evrópu hófu athugun á viðskiptaháttum Tinder í júlí 2022. Málinu var stýrt af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og leitt af sænskum og hollenskum neytendayfirvöldum. Tinder hefur skuldbundið sig til að ljúka eftirfarandi aðgerðum um miðjan apríl 2024:

• að beita ekki persónusniðinni verðlagningu á grundvelli aldurs án þess að upplýsa neytendur um slíkt á skýran hátt fyrirfram,
• að upplýsa neytendur með skýrum hætti um að afsláttur af verði fyrir úrvalsþjónustu sé persónusniðinn með sjálfvirkum hætti og
• að upplýsa neytendur um hvers vegna þeim hafi boðist persónusniðinn afsláttur, t.d. vegna þess að þeir voru ekki reiðubúnir að kaupa úrvalsþjónustu á venjulegu verði.

Næstu skref
Neytendayfirvöld í Evrópu (CPC) munu fylgjast með því hvernig Tinder fylgir skuldbindingum sínum og framfylgja neytendareglum með sektum, ef nauðsyn krefur.

Bakgrunnur
Árið 2022 sýndi rannsókn frá sænsku neytendasamtökunum að Tinder rukkaði notendur um mismunandi verð en ekki væri að sjá skýrt mynstur um hvaða breytur réðu verðunu.

Samkvæmt reglum ESB verða fyrirtæki að veita neytendum réttar upplýsingar og forðast að villa um fyrir neytendum til að hafa áhrif á ákvörðun þeirra um viðskipti. Tilskipunin um óréttmæta viðskiptahætti gerir ráð fyrir að seljendur þurfi að veita mikilvægar upplýsingar um verð á skýran og skiljanlegan hátt. Ákvæði tilskipunar um réttindi neytenda skuldbindur fyrirtæki til að upplýsa neytendur um persónusniðin verð sem byggð er upp á sjálfvirkan hátt.

Fyrir frekari upplýsingar (á ensku)
Fréttatilkynning ESB í heild sinni
Tilskipun um óréttmæta viðskiptahætti
Tilskipun um óréttmæta skilmála í neytendasamningum
Neytendayfirvöld í Evrópu
Meiri upplýsingar um aðgerðir á sviði neytendamála

TIL BAKA