Réttindi neytenda
Neytendur njóta ýmissa réttinda samkvæmt lögum um fasteignalán. Þannig eiga þeir að fá allar nauðsynlegar upplýsingar um lánssamninginn, í auglýsingum, fyrir samningsgerð og í lánssamningnum sjálfum auk þess sem lánveitandi á að útskýra samninginn fyrir neytandanum. Tilgangurinn með því að neytandi fái upplýsingar í auglýsingum og fyrir samningsgerð er svo hann geti borið saman lánstilboð frá ólíkum lánveitendum til þess að komast að því hvað sé hagstæðast fyrir hann.
Réttur til að falla frá samningi
Neytendur hafa 14 daga frest til að hætta við lántöku án þess að þurfa að gefa lánveitanda nokkra skýringu á því. Fresturinn er talinn annað hvort frá þeim degi sem lánssamningur er gerður eða þeim degi þegar neytanda berast lánsskilmálar, ef sá dagur er seinna.
Neytandi sem nýtir sér þennan rétt þarf ekki að greiða uppgreiðslugjald. Ef lánið hefur verið greitt út þarf hann að endurgreiða það innan 30 daga auk vaxta og, eftir atvikum, verðbóta, sem fallið hafa á lánið frá því það var greitt út og þar til það er endurgreitt.
Breytingar á vöxtum, gjöldum eða kostnaði
Lög um fasteignalán koma ekki í veg fyrir að samið sé um að vexti, gjöld eða kostnaður taki breytingum á lánstímanum. Í þeim tilvikum þarf að koma fram hverjir vextir og gjöld eru þegar samningurinn er gerður og við hvaða viðmiðunarvexti eða viðmunargengi er miðað þar sem það á við. Ef breytilegir vextir byggja ekki á opinberum viðmiðunarvöxtum eða viðmiðunargengi þarf að gera skýrlega grein fyrir skilyrðum og málsmeðferð við breytingu.
Þegar til vaxtabreytinga kemur skal neytanda tilkynnt um það með 30 daga fyrirvara. Ef vextir eru tengdir viðmiðunarvöxtum, viðmiðunargengi eða vísitölu mega lánveitandi og neytenda koma sér saman um að lánveitandi tilkynni það með reglulegu millibili.
Greiðsla fyrir gjalddaga
Neytendur eiga alltaf rétt á að endurgreiða lán eða greiða aukalega inn á það hvenær sem er á lánstímanum. Þessi heimild hefur verið til staðar í mörg ár en heimild lánveitenda til að taka uppgreiðslugjald hefur breyst nokkuð í gegnum tíðina. Ef neytandi ætlar að endurgreiða lánið sitt fyrir áætlaðan tíma þarf hann því fyrst að skoða hvenær lánið var tekið og hvaða reglur voru í gildi þá. Í öllum tilvikum þarf að koma skýrt fram í lánssamningi að neytandi þurfi að greiða uppgreiðslugjald og hversu hátt það gjald er eða hvernig það verði reiknað út. Þrátt fyrir að greiða þurfi uppgreiðslugjald getur borgað sig fyrir neytendur að greiða lánið upp fyrr en áætlað var því þá þarf ekki að greiða vexti eða annan kostnað sem hefur ekki þegar fallið á lánið. Áfallnar verðbætur þarf alltaf að greiða.
Til ársins 2008 voru engin takmörk á því hvenær mætti innheimta uppgreiðslugjald eða hversu hátt gjald mætti taka og reyndar var löng hefð fyrir því að lánveitendur gerðu enga kröfu um uppgreiðslugjald.
Hafi lán verið tekið á tímabilinu frá 28. maí 2008 til 31. október 2013 má ekki krefjast uppgreiðslugjalds ef lánið er með breytilegum vöxtum og upphaflegur höfuðstóll er lægri en 50 milljónir kr. Á þessu tímabili var ekki kveðið á um hámark uppgreiðslugjalds.
Fyrir lán sem tekin voru á tímabilinu frá 1. nóvember 2013 til 31. mars 2017 gildir að uppgreiðslugjald má ekki vera meira en 1% af þeirri fjárhæð sem greidd er, ef lengra en eitt ár er eftir af samningnum. Uppgreiðslugjald má ekki vera meira en 0,5% ef styttra en ár er eftir af lánstíma.
Ef lán er tekið 1. apríl 2017 eða síðar má uppgreiðslugjald að hámarki vera 0,2% af þeirri fjárhæð sem greidd er, fyrir hvert ár sem eftir er af fastvaxtatímabili samningsins. Þetta þýðir að ef samningsvextir eru fastir til 5 ára í senn og þegar uppgreiðsla á sér stað þegar 3 ár eru fram að næstu vaxtabreytingu má lántaki krefjast 0,6% uppgreiðslugjalds af fjárhæðinni sem greidd er upp. Gjaldið má þó aldrei vera hærra en 4%. Þegar minna en eitt ár er eftir af samningstímanum má ekki krefjast uppgreiðslugjalds
Frá 1. nóvember 2013 hafa reglur verið með þeim hætti að ekki má krefjast uppgreiðslugjalds í eftirfarandi tilvikum:
• ef uppgreiðslan er gerð samkvæmt vátryggingasamningi sem ætlað er að tryggja endurgreiðslu lánsins,
• ef um yfirdráttarheimild er að ræða
• ef lán ber breytilega vexti
• ef ástæða uppgreiðslunnar er gjaldfelling láns af hálfu lánveitanda, sem leiðir til nauðungarsölu fasteignar eða
• ef uppgreiðslan er lægri en 1.000.000 kr. á ársgrundvelli
Réttur til að falla frá samningi
Neytendur hafa 14 daga frest til að hætta við lántöku án þess að þurfa að gefa lánveitanda nokkra skýringu á því. Fresturinn er talinn annað hvort frá þeim degi sem lánssamningur er gerður eða þeim degi þegar neytanda berast lánsskilmálar, ef sá dagur er seinna.
Neytandi sem nýtir sér þennan rétt þarf ekki að greiða uppgreiðslugjald. Ef lánið hefur verið greitt út þarf hann að endurgreiða það innan 30 daga auk vaxta og, eftir atvikum, verðbóta, sem fallið hafa á lánið frá því það var greitt út og þar til það er endurgreitt.
Breytingar á vöxtum, gjöldum eða kostnaði
Lög um fasteignalán koma ekki í veg fyrir að samið sé um að vexti, gjöld eða kostnaður taki breytingum á lánstímanum. Í þeim tilvikum þarf að koma fram hverjir vextir og gjöld eru þegar samningurinn er gerður og við hvaða viðmiðunarvexti eða viðmunargengi er miðað þar sem það á við. Ef breytilegir vextir byggja ekki á opinberum viðmiðunarvöxtum eða viðmiðunargengi þarf að gera skýrlega grein fyrir skilyrðum og málsmeðferð við breytingu.
Þegar til vaxtabreytinga kemur skal neytanda tilkynnt um það með 30 daga fyrirvara. Ef vextir eru tengdir viðmiðunarvöxtum, viðmiðunargengi eða vísitölu mega lánveitandi og neytenda koma sér saman um að lánveitandi tilkynni það með reglulegu millibili.
Greiðsla fyrir gjalddaga
Neytendur eiga alltaf rétt á að endurgreiða lán eða greiða aukalega inn á það hvenær sem er á lánstímanum. Þessi heimild hefur verið til staðar í mörg ár en heimild lánveitenda til að taka uppgreiðslugjald hefur breyst nokkuð í gegnum tíðina. Ef neytandi ætlar að endurgreiða lánið sitt fyrir áætlaðan tíma þarf hann því fyrst að skoða hvenær lánið var tekið og hvaða reglur voru í gildi þá. Í öllum tilvikum þarf að koma skýrt fram í lánssamningi að neytandi þurfi að greiða uppgreiðslugjald og hversu hátt það gjald er eða hvernig það verði reiknað út. Þrátt fyrir að greiða þurfi uppgreiðslugjald getur borgað sig fyrir neytendur að greiða lánið upp fyrr en áætlað var því þá þarf ekki að greiða vexti eða annan kostnað sem hefur ekki þegar fallið á lánið. Áfallnar verðbætur þarf alltaf að greiða.
Til ársins 2008 voru engin takmörk á því hvenær mætti innheimta uppgreiðslugjald eða hversu hátt gjald mætti taka og reyndar var löng hefð fyrir því að lánveitendur gerðu enga kröfu um uppgreiðslugjald.
Hafi lán verið tekið á tímabilinu frá 28. maí 2008 til 31. október 2013 má ekki krefjast uppgreiðslugjalds ef lánið er með breytilegum vöxtum og upphaflegur höfuðstóll er lægri en 50 milljónir kr. Á þessu tímabili var ekki kveðið á um hámark uppgreiðslugjalds.
Fyrir lán sem tekin voru á tímabilinu frá 1. nóvember 2013 til 31. mars 2017 gildir að uppgreiðslugjald má ekki vera meira en 1% af þeirri fjárhæð sem greidd er, ef lengra en eitt ár er eftir af samningnum. Uppgreiðslugjald má ekki vera meira en 0,5% ef styttra en ár er eftir af lánstíma.
Ef lán er tekið 1. apríl 2017 eða síðar má uppgreiðslugjald að hámarki vera 0,2% af þeirri fjárhæð sem greidd er, fyrir hvert ár sem eftir er af fastvaxtatímabili samningsins. Þetta þýðir að ef samningsvextir eru fastir til 5 ára í senn og þegar uppgreiðsla á sér stað þegar 3 ár eru fram að næstu vaxtabreytingu má lántaki krefjast 0,6% uppgreiðslugjalds af fjárhæðinni sem greidd er upp. Gjaldið má þó aldrei vera hærra en 4%. Þegar minna en eitt ár er eftir af samningstímanum má ekki krefjast uppgreiðslugjalds
Frá 1. nóvember 2013 hafa reglur verið með þeim hætti að ekki má krefjast uppgreiðslugjalds í eftirfarandi tilvikum:
• ef uppgreiðslan er gerð samkvæmt vátryggingasamningi sem ætlað er að tryggja endurgreiðslu lánsins,
• ef um yfirdráttarheimild er að ræða
• ef lán ber breytilega vexti
• ef ástæða uppgreiðslunnar er gjaldfelling láns af hálfu lánveitanda, sem leiðir til nauðungarsölu fasteignar eða
• ef uppgreiðslan er lægri en 1.000.000 kr. á ársgrundvelli