Fara yfir á efnisvæði

Skipurit

Skipurit Neytendastofu og innra skipulag tekur mið af þeim lögum og reglum sem Neytendastofu eru falin framkvæmd og eftirlit með. Skipuritið skiptist í þrjár meginstoðir auk starfsmanna kærunefndar vöru- og þjónustukaupa sem heyra undir stofnunina en eru þó faglega aðskildir annarri starfsemi stofnunarinnar.

Eftirlit Neytendastofu felur í sér vernd hagsmuna neytenda. Í því felst eftirlit m.a. með óréttmætum viðskiptaháttum, neytendalánum, fasteignalánum til neytenda, pakkaferðum o.fl.

Gagnsæi markaðarins sér um skoðanir á vefsíðum sem og á sölustað. Hér er átt við skoðun á t.d. verðupplýsingum sem og öðrum almennum upplýsingum um þjónustuveitanda og þá vöru og/eða þjónustu sem neytendum er boðin.

Innlent og erlent samstarf og fræðsla tekur yfir allt samstarf stofnunarinnar við aðrar stofnanir, innlendar sem og erlendar, og ýmis hagsmunasamtök. Umsagnir um lagafrumvörp og þátttaka í nefndum heyra hér undir.

Starfsmenn kærunefndar vöru- og þjónustukaupa taka við erindum og undirbúa úrskurði nefndarinnar auk þess að svara fyrirspurnum um starfsemi nefndarinnar.

TIL BAKA