Fara yfir á efnisvæði

Stefna

Upplýsingar og fræðsla til aðila í atvinnulífi og almennings um réttindi og skyldur stuðlar að virðingu og góðri framkvæmd á lögum er miða að öryggi og vernd neytenda. Stjórnvaldsúrræðum skal beitt aðeins þegar nauðsyn krefur svo unnt sé að tryggja lögvarin réttindi neytenda og neytendavernd almennt. Góð þekking á reglum um öryggi og réttindi neytenda er undirstaða þess að hámarks árangri verði náð í viðskiptum fyrirtækja og fagmanna við neytendur. Ánægja viðskiptavina og góð neytendavernd er allra hagur. Hlutverk Neytendastofu er því að stunda upplýsingamiðlun til aðila í atvinnulífi um skyldur þeirra og réttindi gagnvart neytendum.
Samningur er við ráðuneyti með helstu markmiðum en tilgangur samnings er að festa í sessi ákveðið samskiptaferli aðila og skerpa áherslur um stefnuferli aðila við stefnumótun, framkvæmd verkefna og áætlunargerð. Helstu markmið og áherslur eru:

    •    Ísland verði í fremstu röð meðal evrópskra þjóða m.t.t. skorkorts neytendamála í Evrópu varðandi stöðu neytenda almennt og á einstaka mörkuðum.

    •    Efling þekkingar á réttindum og skyldum á sviði neytendaréttar og upplýsingum miðlað til neytenda svo til verði virkir og öflugir neytendur í viðskiptum á markaði.

    •    Virk upplýsingamiðlun til aðila í atvinnulífi um skyldur þeirra og réttindi gagnvart neytendum svo til verði „gegnsær og réttlátur“ markaður.

    •    Hafa virkt frumkvæðiseftirlit og fylgja eftir ábendingum um brot á lögum sem falla undir eftirlit Neytendastofu


 

TIL BAKA