Fara yfir á efnisvæði

Fréttir og tilkynningar

20/01/2023

Neytendastofa gerir athugun á skilmálum tölvuverslana

Neytendastofa framkvæmdi nýverið athuganir á því hvort tölvuverslanir sem selja vörur sínar m.a. í gegnum vefverslanir uppfylltu kröfur um upplýsingagjöf til neytenda í samræmi við ákvæði laga um neytendasamninga nr. 16/2016. Í þetta skiptið lagði stofnunin áherslu á birtingu upplýsinga um réttinn til að falla frá samningi og skyldu til að birta upplýsingar um lögbundinn rétt neytenda þegar söluhlutur reynist gallaður. Fyrirtæki þau sem voru til skoðunar voru Origo, Epli, Tölvutek, Tölvulistinn, Elko, Kísildalur, Computer.is, Opin Kerfi og Macland.

28/12/2022

Veitingastaðir í mathöllum sektaðir

Neytendastofa hefur sektað 12 veitingastaði fyrir ófullnægjandi verðmerkingar. Í kjölfar ábendinga um að magnstærðir drykkja vantaði á matseðla margra veitingastaða í mathöllum fóru fulltrúar Neytendastofu í verðmerkingareftirlit í mathallir. Athugaðar voru almennar verðmerkingar og hvort magnstærðir drykkja kæmu fram. Slíkar upplýsingar eru mikilvægar fyrir neytendur til að meta verð drykkja þar sem þeir geta verið í mjög ólíkum magnstærðum.

Skoða eldri fréttirRSS Rss