Fara yfir á efnisvæði

Fréttir og tilkynningar

26/06/2024

Ákvarðanir um brot gegn auglýsingabanni nikótínvara og rafretta

Neytendastofa hefur haft til skoðunar auglýsingar á nikótínvörum, rafrettum og áfyllingum fyrir rafrettur. Lagði stofnunin sérstaka áherslu á auglýsingar á samfélagsmiðlum, vefsíðum og utan á verslunum. Hefur stofnunin nú birt ákvarðanir gagnvart sex fyrirtækjum um brot gegn auglýsingabanni, þ.e. Djákninn, FVN, Gryfjan, Innflutningur og dreifing, Nicopods og SH Import.

Skoða eldri fréttirRSS Rss