Fréttir og tilkynningar

13/08/2020

Automatic bönnuð notkun auðkennisins FILTERTÆKNI

Neytendastofu barst erindi Filtertækni ehf. þar sem kvartað var yfir að fyrirtækið Automatic ehf. notaði auðkennið FILTERTÆKNI sem leitarorð í símaskrá Já.is. Í svari Automatic var því hafnað að fyrirtækin tvö störfuðu á sama markaði og talið eðlilegt að fyrirtæki sem sérhæfi sig í síum styðjist við leitarorðið „filtertækni“ á Já.is.

Mynd með frétt - 2
07/08/2020

Brimborg innkallar þurfi 56 Volvo S80, S60, V70, XC70, S60CC, V60, XC60, V60CC, V40 og V40CC bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf. um að innkalla þurfi 56 Volvo S80, S60, V70, XC70, S60CC, V60, XC60, V60CC, V40 og V40CC bifreiðar af árgerðum 2014-2017. Bifreiðarnar eru fjögurra strokka díselvélar. Ástæða innköllunarinnar er að áfylling á kælivökva á vél getur haft í för með sér að lofttappi myndast í kælikerfinu sem getur leitt til ófullnægjandi kælingar á íhlutum vélarinnar.

Skoða eldri fréttirRSS Rss