Fara yfir á efnisvæði

Logo Neytendastofu

Merkið samanstendur af mjúkri hreyfingu þriggja hringlaga tákna. Hringurinn er eitt af grunnformum náttúrunnar. Hér er hann notaður til að tákna keðju þar sem hvað styður annað; stjórnvaldið, atvinnulífið og neytandinn. Ekkert þeirra getur án hins verið. Falleg miðja undirstrikar burðinn í starfinu – kjarnann sem myndar Neytendastofu.

Merkið er stílhreint og virðulegt og hentar vel á hvaða kynningargögn sem er; t.d. vef, bréfsefni, nafnspjöld, umslög, reikninga og faggildingarbréf. Auk þess fellur það vel að nauðsynlegum upplýsingum á löggildingarmiða.

 

Hönnun merkis: PR [pje-err] • Guðjón Davíð Jónsson

TIL BAKA