Fara yfir á efnisvæði

Tilboðsvaran uppseld

Engar reglur eru til um hversu mörg eintök þurfa að vera til af vöru sem auglýst er á tilboðsverði.

Í útsölureglum er fjallað um að ef auglýst er takmarkað magn af tilboðsvörum þurfi að koma fram hversu mikið magn af vörunum sé í boði á tilboðinu. Ef ekki er greint frá því að magnið sé takmarkað verður verslun að sjá til þess að varan sé í boði á meðan á tilboðinu stendur.
Sú skylda að eiga vöruna til sölu á tilboðstímabilinu á hins vegar ekki við um útsölu og rýmingarsölu þegar tilgangur verðlækkunarinnar er sá að losa vöruna úr sölu.


TIL BAKA