Fara yfir á efnisvæði

Kína

Viðskiptaráðuneyti Íslands og Ríkisstjórnsýsla iðnaðar og viðskipta í Alþýðulýðveldinu í Kína hafa gert með sér samkomulag þar sem viðurkennt er  mikilvægi þess að auka upplýsingaskipti milli landanna á sviði neytendaverndar til að stuðla að skilvirkri framkvæmd laga í þessum löndum. Neytendastofu hefur verið falin framkvæmd samkomulagsins eftir því sem ástæða þykir til. Aðilar að samkomulaginu hyggjast m.a að skiptast á upplýsingum  varðandi ný stefnumið, lög og reglur landanna á sviði neytendaverndar. Jafnframt er markmið samkomulagsins að skiptast á upplýsingum er varða vandamál sem efst eru á baugi hverju sinni og tengjast t.d. kvörtunum neytenda eða öðrum málum sem hafa verið tekin til meðferðar. Samkvæmt samkomulaginu er lagt til grundvallar að upplýsingaskipti eigi sér stað á ensku.

Samkomulag milli Íslands og ríkisstjórnsýslu iðnaðar og viðskiptaráðuneytis í Kína í heild má lesa hér á íslensku,  á ensku og á kínversku.

TIL BAKA