Stjórnsýsluákvarðanir
Í samræmi við ákvæði í lögum sem Neytendastofa framfylgir ber henni að taka ýmiss konar ákvarðanir um rétt eða skyldu manna. Framangreindar ákvarðanir geta verið t.d. veiting starfsleyfis, s.s. vigtarmanna eða úrskurður um brot á lögum sem t.d. getur falið í sér bann við athöfn, afturköllun starfsleyfis, beitingu sekta o.fl. Í ýmsum tilvikum er unnt að skjóta stjórnsýsluákvörðunum Neytendastofu til áfrýjunarnefndar neytendamála en um málsmeðferð mála fer samkvæmt ákvæðum í stjórnsýslulögum nr. 37/1993 svo og ákvæðum í hlutaðeigandi sérlögum eða reglugerðum, eftir því sem við getur átt.