04/03/2025
Ákvarðanir um brot gegn auglýsingabanni nikótínvara og rafretta
Neytendastofa hefur haft til skoðunar auglýsingar á nikótínvörum, rafrettum og áfyllingum fyrir rafrettur. Lagði stofnunin sérstaka áherslu á auglýsingar á samfélagsmiðlum, vefsíðum og utan á verslunum. Hefur stofnunin nú birt ákvarðanir gagnvart þremur fyrirtækjum um brot gegn auglýsingabanni, þ.e. Skýjaborgum ehf., Zolo og dætrum ehf. og Samkaupum hf.