Fara yfir á efnisvæði

Fréttir og tilkynningar

05/02/2025

Auglýsingar Happyworld á fisflugi bannaðar

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun gagnvart Happyworld ehf. vegna auglýsinga á fisflugi. Mál Neytendastofu hófst með ábendingu frá Samgöngustofu þar sem tekið var fram að óheimilt væri að fljúga fisi nema til skemmtunar og íþrótta. Þá er einnig óheimilt að fljúga fisi í atvinnuskyni, til flutninga- og verkflugs, sem og til annarra starfa að frátöldu flugi til kennslu, þjálfunar og próftöku. Í umræddri auglýsingu félagsins var hins vegar boðið upp á útsýnisflug með fisi gegn gjaldi sem samkvæmt framangreindu er óheimilt.

03/02/2025

Merkingar auglýsinga á samfélagsmiðlum

Neytendastofa tók þátt í samræmdri skoðun neytendayfirvalda í Evrópu á því hvort rétt væri staðið að merkingum auglýsinga á samfélagsmiðlum. Neytendastofa hefur nú lokið fimm ákvörðunum tengdum skoðuninni.

Skoða eldri fréttirRSS Rss