Fara yfir á efnisvæði
Fréttasafn

Fréttir og tilkynningar

20.4.2021

BL ehf innkallar 81 Renault Master lll bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um að innkalla þurfi 81 Renault Master III bifreiðar af árgerð 2018 - 2019. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að skipta þurfi um eldsneytislögn.
Nánar
14.4.2021

Innköllun á klifurgrind/Pikler hjá Amarg.is

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá vefsíðunni Amarg.is um innköllun á klifurgrind eða Pikler sem vefverslunin var með í sölu. Var klifurgrindin framleidd af fyrirtækinu Fjalla Steini ehf.
Nánar
8.4.2021

Verðlækkun Deal happy villandi

Neytendastofu bárust ábendingar frá neytendum vegna tilboða sem auglýst voru á vefsíðunni dealhappy.is. Í ábendingunum var kvartað yfir að á vefsíðunni væru vörur auglýstar með afslætti þrátt fyrir að hafa aldrei verið til sölu á auglýstu fyrra verði enda hefði vefsíðan fyrst verið tekin í notkun skömmu áður en tilboð voru auglýst. Við skoðun Neytendastofu á vefsíðunni kom einnig í ljós að klukka
Nánar
7.4.2021

Markaðssetning Ísbúðar Garðabæjar á skálum og drykkjum

Neytendastofu barst kvörtun frá Ísey Skyr Bar vegna markaðssetningar S.G. Veitinga, sem rekur Ísbúð Garðabæjar, á skálum og drykkjum. Í kvörtuninni kom fram að Ísey Skyr Bar telji markaðssetninguna brjóta gegn góðum viðskiptaháttum þar sem uppskriftir og heiti réttanna séu mjög lík vörum Ísey Skyr Bars sem og kynning á heimasíðu Ísbúðar Garðabæjar.
Nánar
6.4.2021

Líftækni innkallar dr. Frei andlitsgrímur

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Líftækni ehf. um innköllun á andlitsgrímum sem markaðssettar voru sem CE merktar persónuhlífar framleiddar af fyrirtækinu Medtex Swiss ltd. Grímurnar hafa verið seldar undir vörumerkinu dr.Frei Protect og eru af gerðinni FFP2, sjá meðfylgjandi myndir. Andlitsgrímurnar voru fluttar inn af Líftækni ehf. og seldar í apótekum Lyfju, Lyf og heilsu, Apótekarans, Lyfjavals og Lyfjavers.
Nánar
29.3.2021

Innköllun á Cooper dekkjum

Innkölluð dekk frá Cooper
Neytendastofu barst tilkynning um innköllun á bíldekkjum frá framleiðandanum Cooper Tire & Rubber Company ("Cooper") vegna hættu sem skapast getur í tengslum við öryggi bifreiða. Um er að ræða vandamál við framleiðslu dekkja á tímabilinu 1. febrúar 2018 til 1. desember 2019.
Nánar
26.3.2021

Rekstrarvörur innkalla KN95/FFP2 andlitsgrímur, vörunúmer 10KN95.

Mynd með frétt
Neytendastofu barst tilkynning frá Rekstrarvörum um innköllun á KN95/FFP2 andlitsgrímum, vörunúmer 10KN95, sem seldar voru í 10 stykkja pakkningum, þar sem þær stóðust ekki prófanir. Andlitsgrímurnar voru seldar sem CE merktar persónuhlífar af gerðinni FFP2.
Nánar
22.3.2021

Auðkennið JÚMBÓ

Neytendastofu barst kvörtun frá Veganmat ehf. og Oatly AB þar sem kvartað var yfir notkun Sóma ehf. á auðkenninu JÚMBÓ í nýlega breyttri mynd. Í kvörtuninni er rakið að Veganmatur og Oatly telji JÚMBÓ svo líkt auðkennunum JÖMM og OATLY sameiginlega að neytendur gætu ruglast á þeim. Töldu Veganmatur og Oatly jafnframt að viðskiptahættir Sóma væru til þess fallnir að hafa áhrif á ákvörðun neytenda um viðskipti og raska verulega fjárahagslegri hegðun þeirra. Sómi hafnaði þessum athugasemdum og vísaði m.a. til þess að takmörkuð samkeppni væri milli þeirra
Nánar
19.3.2021

Auðkennið BRÚIN

Neytendastofu barst kvörtun frá Hótel Grindavíkur ehf. þar sem kvartað var yfir notkun Alex Airport Hotel ehf. á auðkenninu BRÚIN. Í kvörtuninni var rakið að Hótel Grindavík hafi frá árinu 2011 notað auðkennið BRÚIN veitingahús sem heiti á veitingahúsi sínu og nú hafi Alex Airport Hotel tekið í notkun auðkennið BRÚIN fyrir veitingahús sitt sem sé staðsett í Marriott Cortyard hóteli fyrirtækisins í Keflavík. Taldi Hótel Grindavík að notkun Alex Airport Hotel á auðkenninu væri villandi, veitingastaðirnir á sama markaðssvæði og notkunin myndi leiða til þess að neytendur myndu ruglast á fyrirtækjunum.
Nánar
18.3.2021

BL ehf. innkallar 1157 Hyundai Tucscon bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um að innkalla þurfi 1157 Hyundai Tucscon bifreiðar af árgerð 2015-2020. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að hætta er á skammhlaupi í HECU tölvu sem getur leitt til íkveikju og þar af leiðandi eldi í vélarrými bifreiðarinnar.
Nánar
17.3.2021

Askja ehf innkallar 7 bifreiðar af tegundinni Mercedes-Benz Sprinter

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Öskju ehf um að innkalla þurfi 7 Mercedes-Benz Sprinter bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að bakkljós virki ekki sem skyldi vegna hugbúnaðarvillu. Viðkomandi bifreiðareigandum verður tilkynnt um innköllunina símleiðis.
Nánar
15.3.2021

Skorkort neytendamála sýnir að neytendur vilja umhverfisvænar vörur

Neytendastofa vekur athygli á að í dag er evrópski neytendadagurinn. Í tilefni hans hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins birt niðurstöður könnunar á aðstæðum neytenda sem sýnir m.a. áhrif COVID-19 faraldursins á neytendur og auknar vinsældir „grænna“ valkosta. Þannig má t.d. sjá að 42% svarenda hugðust fresta öllum stórum innkaupum og 80% svarenda hyggjast ekki gera ráðstafanir um ferðalög fyrr en aðstæður vegna COVID-19 eru orðnar eðlilegar í heimaríki.
Nánar
12.3.2021

Bílabúð Benna innkallar Opel Ampera

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílabúð Benna ehf um að innkalla þurfi 50 Opel Ampera bifreiðar af árgerð 2016-2019.
Nánar
10.3.2021

Brimborg innkallar MX-30

vörumerki Mazda
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf um að innkalla þurfi 24 Mazda MX-30 bifreiðar af árgerð 2020.
Nánar
10.3.2021

BL innkallar Nissan

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um að innkalla þurfi 4 Nissan eNV-200 bifreiðar af árgerð 2019.
Nánar
2.3.2021

Rafrettueftirlit í 42 matvöruverslunum og bensínstöðvum

Neytendastofa fór í 42 matvöruverslanir og bensínstöðvar í febrúar þar sem athugað var hvort seldar væru ólöglegar rafrettur og áfyllingar og hvort slíkar vörur væru sýnilegar viðskiptavinum. Rafrettur og áfyllingar mega ekki vera sýnilegar viðskiptavinum verslunar og þurfa að vera geymdar í t.d. lokuðum skáp eða skúffu. Athugaðar voru um 60 tegundir og reyndust þær allar vera í lagi. En aftur á móti kom í ljós að í 48% verslananna voru rafrettur og áfyllingar sýnilegar.
Nánar
24.2.2021

Samanburðarauglýsingar Múrbúðarinnar

Neytendastofu barst kvörtun frá Húsasmiðjunni hf. vegna auglýsinga Múrbúðarinnar ehf. Kvörtun Húsasmiðjunnar laut að auglýsingum sem fram komu á fésbókarsíðu Múrbúðarinnar þar sem Colorex málning var auglýst með 20% afslætti fram að páskum. Í auglýsingunni var gerður verðsamanburður á Colorex málningu frá Múrbúðinni og Lady 10 málningu frá Húsasmiðjunni og þau verð borin saman við verð á málningu erlendis. Var það mat Húsasmiðjunnar að auglýsingar Múrbúðarinnar og þær fullyrðingar sem þar komu fram væru villandi og að um ólögmætar samanburðarauglýsingar væri að ræða.
Nánar
24.2.2021

Bílaumboðið Askja ehf innkallar 132 Mercedes-Benz Actros/Atego

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 132 Mercedes-Benz Actros/Atego bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að loftpúðar bílanna virki ekki sem skildi.
Nánar
22.2.2021

Askja innkallar Mercedes-Benz C-Class

lógó bílaumboðið Askja
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 40 Mercedes-Benz C-Class, GLE og EQC. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að raflögn fyrir rafmagnsstýrið hafi ekki verið framleitt samkvæmt kröfum framleiðanda.
Nánar
18.2.2021

Flying Tiger Copenhagen innkallar tréleikfangabíla

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Flying Tiger Copenhagen um að innkalla þurfi tréleikfangabíla. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að tengipinni getur losnað og valdið köfnunarhættu. Ekkert slys hefur átt sér stað vegna þessarar vöru og innköllun gerð í forvarnarskyni.
Nánar
18.2.2021

Brimborg ehf innkallar 44 Ford Mondeo bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf um að innkalla þurfi 44 Ford Mondeo bifreiðar af árgerð 2014-2016. Ástæða innköllunarinnar er Ford Motor Company hefur sent Brimborg upplýsingar um að gæðaeftirlit hafi leitt í ljós að nauðsynlegt er að skipta um bolta sem halda hjálparmótor. Umræddir boltar geta gefið sig vegna tæringar.
Nánar
17.2.2021

Toyota á Íslandi ehf innkallar 51 Toyota Proace bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi ehf um að innkalla þurfi 51 Toyota Proace bifreiðar af árgerð 2016 - 2019. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að tímareim getur slitnað fyrir áætlaðan líftíma.
Nánar
11.2.2021

Um helmingur „grænna“ fullyrðinga fyrirtækja órökstuddar

Mynd með frétt
Neytendastofa vill vekja athygli á fréttatilkynningu frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um niðurstöður úr fyrstu samræmdu skimun á vefsíðum þar sem fram koma fullyrðingar um umhverfisvænar vörur og/eða þjónustu. Verkefnið var unnið í samstarfi við systurstofnanir Neytendastofu í Evrópu. Neytendastofa tók þátt í verkefninu líkt og stofnunin hefur gert undanfarin ár.
Nánar
11.2.2021

Bílasmiðurinn innkallar Recaro bílstóla

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning um innköllun á bílstólum frá Recaro. Um er að ræða 17 stóla, Recaro Tian Core og Recaro Tian Elite sem gætu verið með gallaðar festingarólar. Umræddir stólar voru framleiddir frá júní 2020 og til október 2020. Kaupendur umræddra stóla eru hvattir til að skila þeim til Bílasmiðsins og fá nýja stóla.
Nánar
5.2.2021

Fullyrðingar Kiwisun um virkni ljósabekkja

Neytendastofu barst ábending vegna kynninga Kiwisun sólbaðsstofu um virkni ljósbekkja fyrirtækisins. Var þar fullyrt að 3UV ljósin í ljósabekkjunum verndi húðina gegn bruna, auki endorfín og hjálpi til við að jafna húðina. Einnig kom fram að 3UV ljósin veiti meira D-vítamín auk þess sem græni liturinn á ljósinu geti dregið úr streitu og veiti þannig afslöppun og hugarróandi reynslu.
Nánar
28.1.2021

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Neytendastofu barst kvörtun yfir notkun Aftur-nýtt á auðkenninu AFTUR. Stofnunin taldi ekki tilefni til að banna notkunina þar sem heildarmat stofnunarinnar á aðstæðum félaganna leiði til þess að lítil hætta sé á að neytendur ruglist á auðkennunum tveimur.
Nánar
26.1.2021

BSI á Íslandi er nýr löggildingaraðili voga

Mynd með frétt
Neytendastofa hefur veitt BSI á Íslandi ehf. Skipholti 50c, umboð til að löggilda sjálfvirkar vogir og ósjálfvirkar vogir upp í 3.000 kg hámarksgetu. BSI á Íslandi veitir þessa þjónustu um allt land og stefnir að því að hafa fastar starfstöðvar á Norðurlandi og Austfjörðum. Tæknilegur stjórnandi sviðsins er Hrafn Hilmarsson sem hefur áralanga reynslu á sviði löggildinga.
Nánar
20.1.2021

BL innkallar 86 Land Rover bifreiðar

Land Rover
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um að innkalla þurfi 86 Land Rover Discovery Sport MHEV og Range Rover Envoqe MEHV bifreiðar af árgerð 2019 - 2020.
Nánar
11.1.2021

BL Hyundai ehf. innkallar 16 Hyundai bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL Hyundai ehf um að innkalla þurfi 16 Hyundai OS PE, OS PE HEV/EV, TM PE, PE HEV/PHEV, BC3, NX4e bifreiðar af árgerð 2020. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að hugbúnaðarvilla valdi því að skráningarnúmer bílsins sé ekki sent til neyðarþjónustu ef loftpúði spryngur út. Viðgerð felst í hugbúnaðaruppfærslu.
Nánar
8.1.2021

Villandi viðskiptahættir Bílainnflutnings frá Evrópu

Neytendastofu barst kvörtun frá Toyota á Íslandi hf. vegna viðskiptahátta Bílainnflutnings frá Evrópu. Gerðar voru athugasemdir við auglýsingar um sölu á nýjum og óskráðum Toyota Land Cruiser bifreiðum með 5 ára verksmiðjuábyrgð. Í kvörtuninni kom fram að verksmiðjuábyrgð á Toyota bifreiðum væri aðeins 3 ár og að bifreiðarnar sem auglýstar væru til sölu væru skráðar erlendis áður en þær væru fluttar til Íslands. Því væru þær ekki nýjar þó ekki endilega væri búið að aka þeim.
Nánar
8.1.2021

Brimborg ehf. innkallar 33 Volvo bifreiðar.

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf um að innkalla þurfi 33 Volvo V40 og V40CC bifreiðar af árgerð 2015-2017. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að lofttappi getur myndast við áfyllingu kælivökva. Gerist það, leiðir það til ófullnægjandi kælingar á velarhlutum og jafnvel valdið eldhættu. Viðgerð felst í uppfærlsu á kælihosum milli forðabúrs og vatnskassa.
Nánar
7.1.2021

BL Hyundai ehf. innkallar 49 Hyundai KONA EV bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL Hyundai ehf um að innkalla þurfi 49 Hyundai KONA EV bifreiðar af árgerð 2018-2020. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að hugbúnaðarvilla valdi því að bremsupetali verður þungur. Viðgerð felst í hugbúnaðaruppfærslu.
Nánar
6.1.2021

Booking.com og Expedia laga viðskiptahætti sína

Neytendastofa vill vekja athygli á fréttatilkynningu frá framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins um samkomulag sem gert hefur verið við Booking.com og Expedia. Í tilkynningunni kemur fram að Booking.com og Expedia hafi samþykkt að breyta því hvernig leitarniðurstaða á gistingu birtist á vefsíðum síðum auk þess að gera grein fyrir þáttum sem hafa áhrif á röðun niðurstaðna. Með breytingunum eiga neytendur að fá skýrari upplýsingar svo auðveldara sé að bera saman gistimöguleika.
Nánar
5.1.2021

Vaxtahækkun Arion banka var óheimil

Neytendastofu barst erindi vegna skilmála fasteignaláns sem tekið var árið 2005 með vaxtaendurskoðunarákvæði frá Frjálsa fjárfestingarbankanum. Erindið beindist að Arion banka þar sem lánið hefur verið framselt Arion banki og hann þar með tekið yfir réttindum og skyldum sem nýr kröfuhafi. Kvartað var yfir upplýsingagjöf af því að í greiðsluáætlun og útreikningum með láninu hafði ekki verið tekið tillit til verðbóta.
Nánar
30.12.2020

Sýnið varúð um áramótin

Mynd með frétt
Neytendastofa hefur í samstarfi með lögreglunni farið í eftirliti á 17 sölustöðum skotelda. Neytendastofa setti tímabundið sölubann á nokkrum stöðum vegna magn púðurs í skotkökum en við nánari skoðun reyndust kökurnar uppfylla öll skilyrði og því var bönnunum aflét
Nánar
30.12.2020

Auðkennið NORDIC CAMPERS

Neytendastofu barst kvörtun frá Nordic Campers AS og Nordic Campers ehf. þar sem kvartað var yfir notkun Nordic Car Rental ehf. á auðkenninu NORDIC CAMPERS. Í kvörtuninni er rakið að Nordic Campers telji notkun Nordic Car Rental á auðkenninu villandi, brjóta gegn vörumerkjarétti Nordic Campers og sé til þess fallin að neytendur ruglist á fyrirtækjunum.
Nánar
29.12.2020

Innköllun og sölubann á leikföngum hjá Extrakaup

Neytendastofa hefur bannað sölu og afhendingu á leikföngunum bleik og blá Hello Kittý, „Double Decker“ tréleikfangi, „SUPER HERO“ hömrum, með mynd af The Avengers, „SUPER HERO“ leikfangakall sem lítur út eins og Black Panther ofurhetja og „LAUNCHING MISSILE“ leikfangaköllum sem voru seld í versluninni Extrakaup við Hverfisgötu.
Nánar
28.12.2020

Viðskiptahættir Borgunar ekki taldir villandi

Neytendastofu barst kvörtun frá Valitor vegna rangra og villandi staðhæfinga í tilkynningu Borgunar sem send var viðskiptavinum. Í tilkynningunni kom fram að hætt yrði að taka á móti nokkrum tegundum greiðslukorta með tilteknum posa frá Valitor og því þyrfti að skipta um posa til þess að tryggja áframhaldandi móttöku kortanna. Þá kvartaði Valitor einnig yfir röngum og villandi fullyrðingum í auglýsingu Borgunar á Já.is þar sem fullyrt var að Borgun væri eina fyrirtækið á landinu sem bjóði upp á heildarlausn í greiðslumiðlun.
Nánar
28.12.2020

Fiskars Brands innkalla toppsög

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Fiskars Brands Inc. um að innkalla þurfi toppsagir frá fyrirtækinu. Um er að ræða toppsagir sem notaðar eru til að snyrta trjátoppa. Varan sem hér um ræðir hefur módelnúmerið 9440. Umræddar toppsagir voru í sölu hjá Costco á árinu 2019 og 2020.
Nánar
23.12.2020

Gleðilega hátið

Mynd með frétt
Starfsfólk Neytendastofu óskar öllum gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári. Um leið viljum við vekja athygli á að stofnunin er lokuð á aðfangadag og gamlársdag.
Nánar
23.12.2020

Duldar auglýsingar bannaðar

Neytendastofa hefur bannað duldar auglýsingar á samfélagsmiðlum í tengslum við vöru frá Sætum Syndum. Neytendastofu bárust ábendingar um færslur á samfélagsmiðlinum Instagram, þar sem að hugsanlega væri um duldar auglýsingar að ræða. Í færslunum var fjallað um vöruna „High tea“ frá Sætum Syndum ýmist með myndum af vörunni eða öðrum að njóta vörunnar. Við meðferð málsins kom fram að varan var gjöf frá Sætum Syndum en færslurnar voru hvorki merktar sem auglýsing né að um væri að ræða kostaða umfjöllun. Það eina sem gefa átti til kynna að um gjöf væri að ræð var að Instagram síða Sætra Synda var tengd við fyrstu færsluna.
Nánar
22.12.2020

Fullyrðingar Dælunnar bannaðar

Neytendastofa hefur bannað fullyrðingar sem notaðar voru í markaðsherferð Dælunnar um lægsta meðalverð íslenskra olíufélaga og besta mögulega eldsneytisverð hverju sinni þar sem stofnunin taldi þær ósannaðar. Neytendastofa taldi framsetningu auglýsinganna og afdráttarlausar fullyrðingarnar
Nánar
21.12.2020

Innköllun á bangsagalla vegna kyrkingahættu

innkallaðir bangsagallar
Neytendastofa vill benda á innköllun Palmas ehf., rekstraraðila vefverslunarinnar ronjaverslun.is, á vörunni „Bangsagalli“ frá Baby Powder. Hættan felst í því að bönd í hettum eða í hálsmáli geta valdið hættu á kyrkingu. Er varan samansett af hettupeysu og buxum fyrir börn
Nánar
21.12.2020

Hættuleg pikkler leikfangaklifurgrind innkölluð

Mynd með frétt
Neytendastofa hefur fyrirskipað innköllun og bannað sölu- og afhendingu á leikfangaklifurgrind (pikkler) frá Sigurði Valgeirssyni. Við prófun á klifurgrindinni kom í ljós að leikfangið er ekki öruggt fyrir börn vegna hönnunargalla. Leikfangið felur í sér hengingarhættu þar sem börn geta fest höfuðið á milli rimla á klifurgrindinni, auk þess er grindin völt og getur við notkun oltið á hliðina. Leikfangið var ekki CE merkt né með aðrar viðeigandi merkingar eða leiðbeiningar. Þá var ekki hægt að sjá að klifurgrindin hefði verið prófuð til að athuga hvort að leikfangið uppfylli allar öryggiskröfur sem gerðar eru til leikfangaklifurgrinda.
Nánar
18.12.2020

Ekki versla leikföng sem eru ekki CE merkt

naghringur með löngum böndum
Neytendastofa vill ítreka að það getur verið á markaðnum hættuleg leikföng. Neytendastofa hefur fengið mikið af ábendingum um leikföng sem eru ekki CE merkt og þó nokkuð hefur verið um að innkölluð leikföng hafa verið seld á erlendum vefsíðum eins og ebay og Amazon
Nánar
16.12.2020

Innköllun á „3M“ andlitsgrímum

3M grímur ekki frá 3M
Neytendastofa vekur athygli á innköllun á andlitsgrímum sem hafa meðal annars verið seldar í Lyf og heilsu, Apótekaranum og Lyfju. Innflutningsaðili vörunnar hér á landi er S. Gunnbjörnsson ehf. Svo virðist sem maskarnir séu ranglega merktir fyrirtækinu 3M.
Nánar
16.12.2020

Sameiginlegt átak neytendastofnanna í Evrópu með öryggi barnaleikfanga

Mynd með frétt
Neytendastofa tók þátt í evrópsku samstarfsverkefni á árinu þar sem skoðuð voru um 7500 leikföng sem eru kreist (e. squeeze toys), fingramálning og blöðrur. Markmiðið verkefnisins var að skoða hvort að það væru leikföng til sölu sem innihéldu of hátt hlutfall nítrósamína eða efna sem geta umbreyst í nítrósamínur en slík efni eru talin mjög krabbameinsvaldandi. Þá voru merkingar á umbúðum varanna athugaðar.
Nánar
10.12.2020

Partýbúðin innkallar gular blöðrur

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Partýbúðinni um innköllun á gulum „Premium Line – Yellow“ blöðrum frá Amscan. Eftir að Neytendastofa lét prófa blöðrurnar kom í ljós að þær innihéldu of mikið af nítrósamínum sem eru efni sem geta valdið krabbameini komist það í snertingu við húð. Neytendastofa lét kanna fleiri liti frá sama framleiðanda sem voru í lagi. Vörunúmer blaðranna sem um ræðir er. INT995509, og lotunúmerið er 19105.
Nánar
10.12.2020

Toyota innkallar 149 Hilux

Lógó toyota
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi ehf um að innkalla þurfi 149 Toyota Hilux bifreiðar af árgerð 2018-2019. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að bremskukerfi
Nánar
8.12.2020

Nordic Games innkallar þrjú þroskaleikföng

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Nordic Games ehf. um innköllun á þremur þroskaleikföngum úr tré vegna köfnunarhættu. Tvö þeirra eru frá framleiðandanum JANOD, myndavél og hund sem hægt er að draga áfram í bandi. Smáir hlutir geta losnað af leikföngunum og valdið köfnunarhættu. Einnig er þroskaleikfang frá framleiðandanum Jouratoys innkallað af Sophie gíraffa
Nánar
7.12.2020

Reglur um verðmerkingar og verðsamanburð á orkugjöfum fyrir bifreiðar

Neytendastofa hefur birt nýjar reglur um verðmerkingar og verðsamanburð á orkugjöfum fyrir bifreiðar. Reglurnar koma í stað eldri reglna um verðmerkingar á eldsneyti fyrir bifreiðar auk þess sem þær innleiða tilskipun 2014/94/ESB og reglugerð (ESB) 2018/732 þar sem fjallað er um verðsamanburð og merkingar.
Nánar
4.12.2020

Góð ráð við val á leikföngum

Mynd með frétt
Leikföng eru vinsælar jólagjafir handa börnum enda eru þau hluti af þroskaferli þeirra. Til þess að leikur barna geti orðið hvað ánægjulegastur og öryggi þeirra tryggt er mikilvægt að neytendur hafi í huga að velja leikfang sem hæfir barninu og að það uppfylli þær öryggiskröfur sem til þess eru gerðar. Því vill Neytendastofa benda fólki á að hafa eftirfarandi í huga þegar velja á leikföng:
Nánar
3.12.2020

Samfélagsgrímur eiga ekki að vera CE-merktar

Mynd með frétt
Neytendastofa vill vekja athygli á að andlitsgrímur eru mismunandi eftir tegundum. Þær sem eru algengastar eru svokallaðar samfélagsgrímur. Andlitsgrímur sem eru búnar til úr textíl eins og bómull eða pólýester eru dæmi um samfélagsgrímur. Slíkar grímur uppfylla ekki kröfur um öryggi til samræmis við CE merktar grímur þó svo að um marglaga grímur sé að ræða.
Nánar
30.11.2020

34 nýir vigtarmenn

Námskeið vigtarmanna, almennt grunnnámskeið og endurmenntunarnámskeið, sem frestað hafði verið í október voru haldin í nóvember. Neytendastofa sá til þess að farið var eftir sóttvarnaraðgerðum. Einungis sex af 34 þátttakendum á almenna grunnnámskeiðinu sátu í kennslustofu Neytendastofu í Reykjavík en námskeiðinu síðan streymt á ellefu aðra staði víðsvegar um landið.
Nánar
24.11.2020

Áfrýjunarnefnd staðfesti ákvörðun Neytendastofu.

Neytendastofa tók ákvörðun gagnvart Íslandsbanka vegna upplýsinga sem fram koma í lánssamningi og stöðluðu eyðublaði. Þar komst stofnunin að þeirri niðurstöðu að brotið væri gegn lögum um neytendalán með ófullnægjandi upplýsingum m.a. um það hvaða þættir geti haft áhrif á vaxtabreytingar.
Nánar
24.11.2020

Áfrýjunarnefnd staðfestir ákvörðun Neytendastofu

Neytendastofa bannaði Sýn birtingu fullyrðingar um að Stöð 2 Maraþon væri stærsta áskriftarveita landsins með ákvörðun nr. 57/2019.
Nánar
19.11.2020

Auðkennið NORÐURHÚS

Neytendastofu barst kvörtun yfir yfir notkun á auðkenninu NORÐURHÚS á vefsíðunni nordurhus.is og facebook síðunni www.facebook.com/nordurhus. Í kvörtuninni kemur fram að Norðurhús hafi átt skráð og notað firmaheitið frá árinu 1999 . Auðkennið sé ítrekað notað á vefsíðunni nordurhus.is og facebook síðunni án þess að nokkuð komi fram sem aðgreini það frá firmanafni Norðurhús. Notkunin feli í sér rugling eða möguleika á ruglingi þar sem að um orðrétta nýtingu á firmaheitinu sé að ræða.
Nánar
19.11.2020

Askja ehf innkallar 40 Mercedes-Benz bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 40 Mercedes-Benz bifreiðar af tegundunum, C-Class, GLC og EQG. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að möguleiki e rfyrir því að raflögn fyrir rafmagnsstýrið hafi ekki verið framleitt samkvæmt kröfum framleiðanda. Skemmdir í raflögnum geta valdið truflunum á rafmangnsstýrinu.
Nánar
11.11.2020

Innköllun á leikfanga lúðrinum „Confetti Trumpet“

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Nordic Games um innköllun á leikfanga lúðrinum „Confetti Trumpet“ frá framleiðandanum Juratoys (sjá myndir með frétt). Nordic Games er innflytjandi vörunnar. Umræddur lúður var í sölu hjá Hagkaup, Heimkaup, Margt og Mikið og Bókaverslun Breiðarfjarðar.
Nánar
10.11.2020

Hyundai á Íslandi innkallar bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Hyundai á Íslandi um að innkalla þurfi 420 Hyundai Kona EV bifreiðar af árgerð 2018- 2020. Innköllun fellst í ísetningu á nýjum hugbúnaði fyrir háspennurafhlöðu bílsins
Nánar
9.11.2020

Upplýsingar á vefverslunum ekki í lagi

Neytendastofa tók þátt í samræmdri skoðun Evrópusambandsins (s.k. sweep) á vefsíðum vefverslana sem selja fatnað, húsgögn eða raftæki. Könnunin snéri m.a. að því hvort fram kæmu með nægilega skýrum hætti upplýsingar um þjónustuveitanda, vörur og þjónustu, verð og samningsskilmála á vefsíðunum.
Nánar
6.11.2020

Drög að reglum um verðmerkingar og verðsamanburð á bifreiðaeldsneyti

Neytendastofa birtir hér til umsagnar drög að reglum um verðmerkingar og verðsamanburð á bifreiðaeldsneyti. Í regludrögunum er fjallað um verð og verðsamanburð á mismunandi bifreiðaeldsneyti auk merkinga á áfyllingarlokum og handbókum bifreiða. Reglur þessar innleiða 7. gr. tilskipunar 2014/94/ESB og reglugerð (ESB) 2018/732.
Nánar
28.10.2020

Askja innkallar 22 Mercedes-Benz A-Class

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 20 Mercedes-Benz X-Class bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að vökvastýrisleiðsla leki. Viðkomandi bifreiðareigandum verður tilkynnt um innköllunina símleiðis.
Nánar
27.10.2020

Brimborg innkallar 14 Volkwagen Crafter bifreiðar.

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf um að innkalla þurfi 14 Volkswagen Crafter bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að möguleiki er á því að rúða í afturhurð gæti losnað. Viðkomandi bifreiðareigandum verður tilkynnt um innköllunina bréfleiðis.
Nánar
27.10.2020

Askja innkallar 87 Soul EV (PS EV) bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 87 Soul EV (PS EV) bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er að uppfæra þarf hugbúnað vegna rafmagnshandbremsu. Viðkomandi bifreiðareigandum verður tilkynnt um innköllunina bréfleiðis.
Nánar
26.10.2020

Askja innkallar 24 Mercedes-Benz A-Class

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 24 Merceds-Benz A-Class. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að affallshosa fyrir miðstöðina sé ekki tengd. Viðkomandi bifreiðareigandum verður tilkynnt um innköllunina símleiðis.
Nánar
21.10.2020

UNICEF á Íslandi innkallar hettupeysur í barnastærð

Neytendastofa vill benda á innköllun UNICEF á Íslandi á hettupeysum í barnastærð sem settar voru í sölu sem hluti af fjáröflun fyrir starfsemi samtakanna. Hættan felst í því að bönd í hettum eða í hálsmáli geta valdið hættu á kyrkingu. Varðar innköllunin aðeins þær peysur sem eru í barnastærð.
Nánar
20.10.2020

Drög að reglum um upplýsinga- og aðvörunarskyldu erlendra lána

Neytendastofa birtir hér til umsagnar drög að reglum um upplýsinga- og aðvörunarskyldu vegna fasteignalána sem tengjast erlendum gjaldmiðlum. Í regludrögunum er fjallað um og nánar útfærðar skyldur lánveitenda í samræmi við ákvæði 33. gr. laga nr. 118/2016, um fasteignalán til neytenda
Nánar
20.10.2020

Íþróttavöruverslanir sektaðar

Neytendastofa hefur tekið ákvarðanir gagnvart íþróttavöruverslunum sem þurftu að koma verðmerkingum í verslunum og upplýsingum um þjónustuveitanda á vefsíðum sínum í lögmætt horf. Ákvarðanirnar eru teknar í kjölfar átaks Neytendastofu þar sem kannaðar voru annars vegar verðmerkingar á sölustað og upplýsingar á vefsíðum.
Nánar
19.10.2020

Auglýsingar Augljós laser augnlækninga villandi

Neytendastofu bárust ábendingar um að Augljós laser augnlækningar ehf. hefði auglýst fjörutíu þúsund króna afslátt á laseraðgerð lengur en í sex vikur á Facebook vefsíðu Augljós. Við eftirgrennslan Neytendastofu kom í ljós að verslunin hafði auglýst umrædda verðlækkun þjónustunnar í maí, júní og júlí. Þá var upprunalegt verð aðgerðarinnar án afsláttarins ekki tilgreint. Með ákvörðuninni var fyrirtækinu bönnuð frekari birting auglýsinganna.
Nánar
16.10.2020

Ófullnægjandi andlitsgrímur

Mynd með frétt
Neytendastofa fær fjölda ábendinga og fyrirspurna um andlitsgrímur á hverjum degi. Nokkrar ábendingar og kassi af grímum bárust vegna vöru sem merkt er fyrirtækinu 3M Chile S.A. Grímurnar eru gerðar úr tveimur gegnsæjum lögum sem sía lítið sem ekkert. Neytendastofa hefur ekki upplýsingar um hver er dreifingaraðili vörunnar hér á landi eða í hvaða verslunum þær er seldar.
Nánar
16.10.2020

Auglýsingar Poulsen bannaðar

Neytendastofu bárust ábendingar um viðskiptahætti fyrirtækisins Poulsen. Annars vegar beindust ábendingarnar að tilboðsbæklingi með yfirskriftinni „AFMÆLISTILBOГ. Komu þar fram þríþættar athugasemdir; í fyrsta lagi að verðlækkun hafi varað lengur en í sex vikur, í öðru lagi að fyrra verð væri ekki birt í bæklingnum og í þriðja lagi að þrátt fyrir fyrirvara um takmarkað magn væri ekki tilgreint hversu mörg eintök væru í boði á lækkuðu verði. Hins vegar beindust ábendingarnar að auglýsingum félagsins á fríum rúðuþurrkublöðum með hverri framrúðuísetningu.
Nánar
16.10.2020

Sölubann á leikfangabílum hjá Kids Cool Shop

Neytendastofa hefur sett sölubann á leikfangabílana Lamborghini Aventador, New Ford Ranger og Volkswagen Beetle Dune hjá Kids Cool Shop þar sem ekki var sýnt fram á öryggi varana og að þær væru í samræmi við gildandi lög og reglugerðir.
Nánar
6.10.2020

Ísbúðir sektaðar

Neytendastofa hefur tekið ákvarðanir gagnvart ísbúðum sem þurftu að koma upplýsingum um þjónustuveitanda á vefsíðum sínum í lögmætt horf. Ákvarðanirnar eru teknar í kjölfar átaks Neytendastofu þar sem kannaðar voru annars vegar verðmerkingar á sölustað og upplýsingar á vefsíðum.
Nánar
29.9.2020

Hekla hf innkallar 14 VW Crafter bifreiðar

Volkswagen vörumerkið
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu hf um að innkalla þurfi 14 VW Crafter bifreiðar af árgerð 2018. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að rúða í afturhurð gæti losnað. Viðkomandi bifreiðareigandum verður tilkynnt um innköllunina bréfleiðis.
Nánar
25.9.2020

3 M andlitsgrímur innkallaðar

Mynd með frétt
Neytendastofa vekur athygli á innköllun á andlitsgrímum sem hafa meðal annars verið seldar í verslunum Krambúðarinnar, Nettó, Kjörbúðarinnar og Iceland. Ekki er vitað hver framleiðandi vörunnar er en fyrir ofan strikamerki á umbúðum stendur „3 M 100 maskar“. Framan á umbúðum stendur jafnframt „Disposable face masks two ply 100 pieces“.
Nánar
18.9.2020

Innköllun á 578 Hyundai Santa Fe CM

Lógó Hyundai
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL Hyundai á Íslandi um að innkalla þurfi 578 Hyundai undirtegund Santa Fe CM bifreiðar af árgerð 2005 - 2009. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að skammhlaup getur myndast í skriðvarnarkerfi bifreiðarinnar.
Nánar
17.9.2020

BL innkallar Renault Espace

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um að innkalla þurfi 13 Renault Espace V bifreiðar af árgerð 2017 - 2019. Ástæða innköllunarinnar er að skoða þarf spoiler á afturhlera á umræddum bifreiðum.
Nánar
16.9.2020

Neytendastofa tekur þátt í mælifræðisamstarfi ríkja á norðurslóðum.

Mynd með frétt
Neytendastofa tekur nú þátt í samstarfi Norðurlanda og Eystrasaltslanda í mælifræði. Samstarfshópurinn heitir EMN (European Metrology Network) og er hlutverk hans að efla samstarf á milli landanna með því að miðla hugmyndum og þekkingu.
Nánar
15.9.2020

Rekstrarvörur taka andlitsgrímur úr sölu

Andlitsgrímur hætt sölu
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Rekstrarvörum um að hætt hafi verið sölu á einnota andlitsgrímum. Framleiðandinn er Zhongshan Zhiteng clothing co. og heiti vörunnar er KN95.
Nánar
15.9.2020

Skilmálabreytingar Reebok Fitness óréttmætar

Neytendastofu bárust kvartanir yfir skilmálabreytingum sem Reebok Fitness gerði þegar líkamsræktarstöðvar þurftu að loka tímabundið vegna samkomutakmarkana. Breytingin fólst í því að í stað þess að segja upp ótímabundinni áskrift rafrænt á vefsíðu Reebok Fitness, eins og áður hafði verið, þurftu neytendur að mæta á skrifstofu félagsins á tilteknum tíma dags.
Nánar
14.9.2020

Geymslum gert að birta upplýsingar á heimasíðu

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun gagnvart Geymslum ehf. vegna tveggja vefsíða fyrirtækisins, geymslur.is og geymsla24.is.
Nánar
14.9.2020

Askja innkallar Mercedes-Benz X-Class

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 20 Mercedes-Benz X-Class bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að Active Brake Assist kerfið virki ekki sem skyldi.
Nánar
11.9.2020

BL innkallar 160 Discovery

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um að innkalla þurfi 160 Land Rover Discovery af árgerð 2017-2019. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að Þegar afturhurðum er lokað er hætta á að þær lokist ekki tryggilega.
Nánar
9.9.2020

Bíumbíum innkallar hettupeysur

Bíumbíum innköllun peysa
Neytendastofa vill benda á innköllun Bíumbíum á How to kiss a frog hettupeysu sem fengist hefur í versluninni. Hættan felst í því að bönd í hettum eða í hálsmáli geta valdið hættu á kyrkingu. Um er að ræða vöruna Gola Hoodie Dress in Powder velvet, vörunúmer AW1930-2Y.
Nánar
8.9.2020

Front-X tekur andlitsgrímur úr sölu

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Front-X um að hætt hafi verið sölu á einnota andlitsgrímum. Framleiðandinn er Wuxi Gery Energy Conservation Technology og á kassanum stendur “Disposable Protective Mask”. Grímurnar voru seldar á vefsíðu www.frontx.is.
Nánar
7.9.2020

Fyrra verð á tilboðsvörum Carson

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun gagnvart bílasölunni Carson ehf., vegna kynningar fyrirtækisins á lækkuðu verði.
Nánar
4.9.2020

Kvarðanir þrýstimæla liggja niðri

Mynd með frétt
Meðal þeirra kvarðana sem boðið er upp á hjá kvörðunarþjónustu Neytendastofu eru kvarðanir þrýstimæla. Kvörðunargeta stofnunarinnar er allt upp í 100 bar þrýsting og fást kvarðaðir bæði stafrænir og hliðrænir mælar. Fjölmörg fyrirtæki og stofnanir nýta sér þessa þjónustu og koma þau úr ýmsum geirum íslensks iðnaðar og þjónustu.
Nánar
27.8.2020

Sala á rafrettum á netinu óviðunandi

Neytendastofa gerði könnun á sölu rafrettna hjá átta vefsíðum. Samhliða því skoðaði Neytendastofa hvort veittar væru upplýsingar um þjónustuveitanda og rétt neytenda til að falla frá samningi. Vefsíðurnar reyndust allar óviðundandi.
Nánar
25.8.2020

Verðmerkingar í gleraugnaverslunum

Neytendastofa gerði athugun á ástandi verðmerkinga í 22 gleraugnaverslunum í lok júlí og byrjun ágúst s.l. Athugað var hvort verðmerkingar á vörum og á þjónustu væru sýnilegar í verslun og á vefsíðum fyrirtækjanna þar sem skylt er að gefa upp verð bæði þar sem þjónusta er kynnt og seld. Á vefsíðum var einnig athugað hvort upplýsingar um þjónustuveitanda væru fullnægjandi, svo sem kennitala, heimilisfang, netfang, virðisaukaskattsnúmer og hvort fyrirtækið er ehf., slf. eða hf.
Nánar
25.8.2020

Lín design innkallar barnasmekki

Mynd með frétt
Neytendastofa vekur athygli á innköllun frá Lín design á hvítum barnasmekkum með mynd af Hugga hrút.
Nánar
24.8.2020

Kæru SI vísað frá áfrýjunarnefnd neytendamála

Neytendastofu barst kvörtun frá Samtökum iðnaðarins yfir viðskiptaháttum verktakafyrirtækis sem samtökin töldu brjóta gegn góðum viðskiptaháttum. Snéri kvörtunin að því að fyrirtækið kynnti í markaðssetningu sinni að það byði upp á þjónustu á sviði skrúðgarðyrkju án þess að nokkur einstaklingur innan fyrirtækisins hefði tilskilin réttindi til þess.
Nánar
21.8.2020

Ákvörðun Neytendastofu staðfest að hluta

Neytendastofa bannaði Arnarlandi notkun á auðkenninu SUPERDRY og öðrum auðkennum sem svipuðu til þess, með ákvörðun nr. 39/2019.
Nánar
19.8.2020

Askja innkallar Mercedes-Benz bifreiðar

lógó bílaumboðið Askja
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 20 Mercedes-Benz X-Class bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er að hámarksþyngd ofan á þaki bifreiðarinnar er ekki rétt skv. handbók í bifreiðinni.
Nánar
18.8.2020

Brimborg innkallar 22 Ford Kuga PHEV bifreiðar

Brimborg vörumerkið
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf um að innkalla þurfi 22 Ford Kuga PHEV bifreiðar af árgerð 2019-2020. Ástæða innköllunarinnar er að rannsóknir Ford hafa leitt í ljós að við afar sjaldgæfar aðstæður getur drifrafhlaða bílsins þurft að losa sig við heitar lofttegundir til þess að minnka þrýsting og hita.
Nánar
13.8.2020

Automatic bönnuð notkun auðkennisins FILTERTÆKNI

Neytendastofu barst erindi Filtertækni ehf. þar sem kvartað var yfir að fyrirtækið Automatic ehf. notaði auðkennið FILTERTÆKNI sem leitarorð í símaskrá Já.is. Í svari Automatic var því hafnað að fyrirtækin tvö störfuðu á sama markaði og talið eðlilegt að fyrirtæki sem sérhæfi sig í síum styðjist við leitarorðið „filtertækni“ á Já.is.
Nánar
7.8.2020

Brimborg innkallar þurfi 56 Volvo S80, S60, V70, XC70, S60CC, V60, XC60, V60CC, V40 og V40CC bifreiðar

Brimborg vörumerkið
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf. um að innkalla þurfi 56 Volvo S80, S60, V70, XC70, S60CC, V60, XC60, V60CC, V40 og V40CC bifreiðar af árgerðum 2014-2017. Bifreiðarnar eru fjögurra strokka díselvélar. Ástæða innköllunarinnar er að áfylling á kælivökva á vél getur haft í för með sér að lofttappi myndast í kælikerfinu sem getur leitt til ófullnægjandi kælingar á íhlutum vélarinnar.
Nánar
5.8.2020

Brimborg innkallar Ford Kuga PHEV bifreiðar

Brimborg vörumerkið
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf. um að innkalla þurfi Ford Kuga PHEV bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er að skoða þarf tengi í tölvu fyrir hybrid rafhlöðu en tengið gæti orsakað of mikinn hita í rafhlöðu bílanna.
Nánar
4.8.2020

Verðskrá og upplýsingar á vefsíðum efnalauga ábótavant.

Neytendastofa gerði könnun núna í júlí á vefsíðum 19 efnalauga. Skoðað var hvort verðskrá og upplýsingar um þjónustuveitanda væru aðgengilegar á vefsíðum þeirra. Athugasemdir voru gerðar við allar efnalaugarnar þar sem engin vefsíða var með kennitölu né virðisaukaskattsnúmer skráð, þá voru aðeins tvær efnalaugar með birta verðskrá.
Nánar
31.7.2020

Spilavinir innkalla Crazy Aarons leikfangaslím

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning í gegnum Safety Gate kerfið um hættulegt leikfangaslím frá Crazy Aarons. Um er að ræða slímin Mini Electric Thinking Putty og Mini Hypercolour Thinking Putty. Þegar leikfangið var prófað kom í ljós að það innihélt of mikið magn af bórati.
Nánar
30.7.2020

Thule innkallar Thule Sleek barnakerrur

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Thule AB vegna innköllunar á Thule Sleek barnakerrum með tegundarnúmerum 11000001 - 11000019. Barnakerrurnar sem verið er að innkalla voru framleiddar á tímabilinu maí 2018 til september 2019.
Nánar
29.7.2020

Askja innkallar Mercedes-Benz bifreiðar

lógó bílaumboðið Askja
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf. um að innkalla þurfi Mercedes-Benz E-Class, S-Class, AMG-GT og G-Class bifreiðar.
Nánar
29.7.2020

Tuskudýr

Bangsi með umbúðir
Neytendastofa tók þátt í evrópsku samstarfsverkefni ásamt níu öðrum ríkjum þar sem athugað var öryggi tuskudýra. Tuskudýr er eitt af þeim leikföngum sem þurfa að uppfylla kröfur fyrir alla aldurshópa þar með talið ungbarna. Því var sérstaklega kannað hvort að tuskudýrin stæðust togprófanir.
Nánar
28.7.2020

Íþróttavöruverslanir þurfa að bæta verðmerkingar

Neytendastofa gerði, dagana 8. til 9. júlí sl. könnun á ástandi verðmerkinga hjá 18 íþróttavöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu.
Nánar
23.7.2020

Leyfi til notkunar þjóðfána í vörumerki

Mynd með frétt
Neytendastofa hefur fengið þó nokkuð af fyrirspyrnum um hvort að það megi merkja vörur með íslenska fánanum. Samkvæmt lögum um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldamerkið er fyrirtækjum heimilt að nota íslenska þjóðfánann í markaðssetningu og merkingum umbúða ef vara uppfyllir skilyrði laganna um að teljast íslens
Nánar
22.7.2020

Kvörðunarþjónustan lokuð 27. - 31. júlí vegna sumarleyfa

Mynd með frétt
Kvörðunarþjónusta Neytendastofu verður lokuð dagana 27. - 31. júlí næstkomandi vegna sumarleyfa starfsmanna.
Nánar
17.7.2020

Heimild Icelandic Water Holdings hf til að e-merkja framleiðslu sína framlengd

Mynd með frétt
Neytendastofa framlengdi á dögunum eftir úttekt heimild fyrirtækisins Icelandic Water Holding hf til e-merkingar.
Nánar
15.7.2020

Barnaköfunarbúnaður innkallaður

Barnaköfunarbúnaður  Gul Tetra
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Sports Direct vegna innköllunar á barnaköfunarbúnaði. Búnaðurinn heitir Gul Tetra 10 – Children´s mask & snorkel með vörunúmerinu 882001.
Nánar
13.7.2020

Auðkennið RÖRVIRKI

Neytendastofu barst kvörtun yfir notkun Rörviki sf. á auðkenni sínu. Í kvörtuninni kemur fram að kvartandi hafi skráð einkafirma í eigin nafninn hjá Sýslumanninum í Hafnarfirði árið 1982 undir heitinu Rörvirki. Fjórum árum síðar hafi félagið Rörvirki sf. verið skráð.
Nánar
13.7.2020

Sala stoppuð á dúkku

Innkölluð dúkka frá Happy People
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá HB Heildverslun um að þeir séu hættir sölu á dúkku frá Happy people. Dúkkan hefur verið seld í verslanir frá árinu 2016 og er vörunúmerið 50383
Nánar
10.7.2020

Máli Ecommerce 2020 gegn Neytendastofu vísað frá dómi í Danmörku

Neytendastofa tók ákvörðun gagnvart Ecommerce 2020 á síðasta ári um að félagið hafi brotið gegn lögum um neytendalán með því að krefjast of mikils kostnaðar af lánum sem það veitir. Ecommerce 2020, bauð íslendingum lán frá 1909, Hraðpeningum, Kredia, Múla og Smálán.
Nánar
10.7.2020

Tíu ísbúðir þurfa að bæta verðmerkingar

Neytendastofa gerði könnun á ástandi verðmerkinga hjá 30 ísbúðum á höfuðborgarsvæðinu, dagana 23. til 26. júní sl. Samhliða því skoðaði Neytendastofa vefsíður 17 ísbúða til að athuga hvort þar væru veittar upplýsingar um fyrirtækin.
Nánar
8.7.2020

Apótek sektuð fyrir verðmerkingar

Neytendastofa skoðaði ástand verðmerkinga í apótekum á höfuðborgarsvæðinu og hefur nú lagt stjórnvaldssektir á fjögur þeirra. Skoðunin tók til 49 apóteka á höfuðborgarsvæðin
Nánar
1.7.2020

15 ára afmæli Neytendastofu

Mynd með frétt
Í dag 1. júlí fagnar Neytendastofa 15 ára afmæli sínu. Á þessum tímamótum hefur Neytendastofa opnað nýja gátt þar sem neytendur geta athugað á einfaldan hátt annað hvort með bílnúmeri eða vin-númeri bílsins hvort að í gildi sé öryggisinnköllun fyrir viðeigandi bifreið.
Nánar
23.6.2020

Ferðamenn eiga að fá sendan pakkaferðasamning

Neytendastofa hefur sent ferðaskrifstofum, sem hafa leyfi frá Ferðamálastofu til sölu pakkaferða, bréf þar sem áréttuð er skylda fyrirtækjanna til upplýsingagjafar
Nánar
16.6.2020

Bönd í 17.júní blöðrum

Blöðrur
Þjóðhátíðardagurinn 17.júní er framundan og hátíðarhöldin sem honum fylgja. Ýmis skemmtun er í boði fyrir börnin og er dagurinn þeim mikið tilhlökkunarefni. Til að tryggja að dagurinn verði sem ánægjulegastur er mikilvægt að tryggja öryggi barnanna. Búast má við blöðrum út um land allt og eru álblöðrur þar áberandi. Á þær eru gjarnan sett bönd eða spottar sem eru mjög sterkir og erfitt er að slíta þá. Blöðrurnar eru síðan afhendar börnum og þær eru oft bundnar við vagna eða úlnliði barna. Þetta getur skapað hættu fyrir ung börn og er þess vegna mikilvægt að vera undir eftirliti fullorðinna.
Nánar
15.6.2020

Rúnbrá innkallar hringlu

Rúnbrá barnahringla
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Rúnbrá vegna innköllunar á hringlu fyrir börn. Hringlan er með viðar perlum, gíraffa og með hvítri plast bjöllu á. Plastið í bjöllunum er gallað þar sem það er þynnra en það á að vera. Hætta er á að barn getur gleypt bjölluna eða hluta úr henni ef hún skyldi klofna við högg/álag/þrýsting. Allar hringlur án bjöllu eru í lagi.
Nánar
12.6.2020

Auðkennið Ferðaskrifstofa eldri borgara

Neytendastofu barst kvörtun frá Félagi eldri borgara í Reykjavík og nágrenni (FEB) yfir notkun Niko ehf. á auðkenninu Ferðaskrifstofa eldri borgara. Í kvörtuninni er því líst að FEB telji notkun Niko á auðkenninu til þess fallið að valda ruglingi þannig að félagsmenn FEB telji starfsemina tengjast FEB. Niko hafnaði þessu athugasemdum og lagði áherslu á að um almennt heiti væri að ræða en auk þess væri starfsemi aðilanna gerólík.
Nánar
12.6.2020

Fullyrðingar FEEL ICELAND

Neytendastofu barst kvörtun frá Protis yfir fullyrðingum og upplýsingum á umbúðum og í markaðssetningu Ankra, rekstraraðila FEEL ICELAND, á Amino Marine Collagen Powder. Snéri kvörtunin að því að með villandi hætti væri gefið til kynna að um íslenska vöru væri að ræða þegar raunin væri sú að aðvinnsla færi fram erlendis.
Nánar
9.6.2020

Askja ehf innkallar 14 Mercedes- Benz G-Wagon bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 14 Mercedes-Benz G-Wagon bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er að merking barnalæsinga í afturhurðum gæti valdið misskilningi.
Nánar
8.6.2020

Auðkenni Málmaendurvinnslunnar

Neytendastofu barst erindi fyrirtækisins Málma ehf. þar sem kvartað var yfir notkun Málmaendurvinnslunnar ehf. á auðkenninu Málmaendurvinnslan og léninu malma.is. Í erindinu er rakið að Málmar telji nafn Málmaendurvinnslunnar, auglýsingar
Nánar
28.5.2020

Toyota innkallar 30 RAV4

Lógó toyota
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi ehf um að innkalla þurfi 30 Toyota RAV4 bifreiðar af árgerð 2019. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að stýrisarmar bifreiðanna séu gallaðir.
Nánar
20.5.2020

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Neytendastofa tók í maí 2019 til skoðunar neytendalán Ecommerce 2020, sem bauð íslendingum lán frá 1909, Hraðpeningum, Kredia, Múla og Smálán. Skoðað var hvort kostnaður lána frá félaginu bryti gegn hámarki á árlegri hlutfallstölu kostnaðar og hvort upplýsingar í stöðluðu eyðublaði og lánssamningi væru í samræmi við kröfur laga.
Nánar
15.5.2020

Auðkennið SKRIFSTOFUVÖRUR

Neytendastofu barst kvörtun frá Skrifstofuvörum yfir notkun Egilsson á auðkenninu SKRIFSTOFUVÖRUR í auglýsingum sínum fyrir verslunina A4. Töldu Skrifstofuvörur að notkunin bryti gegn einkarétti félagsins til auðkennisins og væri til þess fallið að valda ruglingi fyrir neytendur.
Nánar
15.5.2020

Askja innkallar 115 Mercedes-Benz Sprinter

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 115 Mercedes-Benz Sprinter bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að bremsuslöngur að framan komist í snertingu við frambrettin
Nánar
14.5.2020

Hættulegir leikfangaboltar innkallaðir

Neytendastofa hefur fyrirskipað innköllun á Kaloo leikfangabolta sem fengist hefur í versluninni Margt og mikið. Kom í ljós við prófun að leikfangaboltinn er ekki öruggur fyrir börn.
Nánar
13.5.2020

Bauhaus sektað

Neytendastofa hefur lagt stjórnvaldssekt á Bauhaus vegna viðskiptahátta tengdum verðvernd félagsins. Stofnuninni barst kvörtun frá Húsasmiðjunni um að skilmálar og fullyrðingar í auglýsingum Bauhaus tengdum verðvernd félagsins brytu gegn góðum viðskiptaháttum. Taldi Húsasmiðjan jafnframt að brotið væri gegn ákvörðun Neytendastofu um sama efni frá árinu 2012, þrátt fyrir breytta fullyrðingu. Við meðferð málsins breytti Bauhaus skilmálum verðverndarinnar eins og þeir eru birtir á vefsíðu félagsins.
Nánar
13.5.2020

BL innkallar Isuzu D-Max, Crew Cab og 4x2 HR/4x4

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um að innkalla þurfi 13 Isuzu D-Max, Crew Cab, 4x2 HR/4x4 model bifreiðar af árgerð 2018 til 2019.
Nánar
12.5.2020

Áfyllingar fyrir rafrettur bannaðar vegna of mikils nikótínmagns

Neytendastofa fór í eftirlit hjá Söluturninum Hraunbergi sem selur rafrettur og áfyllingar í þær. Lagt var sölubann á 16 tegundir af áfyllingum fyrir rafrettur. Kom í ljós að innsigli var rofið á 10 tegundum áfyllinga fyrir rafrettur og samkvæmt upplýsingum frá starfsmanni verslunarinnar innihéldu þær áfyllingar nikótín. Neytendastofa taldi áfyllingarnar ekki öruggar, þar sem ekkert var vitað um innihald áfyllinganna og bannaði því sölu á þeim.
Nánar
1.5.2020

Sölubann á áfyllingar hjá Drekanum

Neytendastofa fór í eftirlitsferðir í Drekann, Njálsgötu sem er í eigu Urriðafoss ehf. Kom í ljós að 51 tegundir áfyllinga höfðu ekki verið tilkynntar til Neytendastofu. Þá báru sex áfyllingar tvo límmiða á umbúðum um nikótínstyrkleika
Nánar
30.4.2020

Sala á partíbyssu bönnuð hjá Slysavarnarfélaginu

Neytendastofa fór í eftirlit á skoteldamarkað Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Grandagarði 1. Kom í ljós að partíbyssa var markaðssett án þess að vera með réttar merkingar. Var í framhaldi óskað eftir gögnum um vörurnar þar sem auk merkinga þá mega skoteldar ekki samkvæmt skoteldastöðlum vera að formi til eins og byssa.
Nánar
29.4.2020

Hagkaup shop innkallar leikfangaslím

Mynd með frétt
Í kjölfar markaðseftlitlitsátaks EU/EES landanna hefur Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Hagkaup um að innkalla þurfi leikfangaslím sem heita "Creepy Slime" og "Whoopee Putty" frá framleiðandanum Toi-toys. Ástæða innköllunarinnar er að rannsóknir leiddu í ljós of hátt boron gildi í vörunni.
Nánar
28.4.2020

Kids Cool shop innkallar leikfangaslím

Mynd með frétt
Í kjölfar markaðseftlitlitsátaks EU/EES landanna hefur Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Kids Cool Shop um að innkalla þurfi leikfangaslím sem heitir "Gas Maker" frá framleiðandanum Robetoy . Ástæða innköllunarinnar er að rannsóknir leiddu í ljós of hátt boron gildi í vörunni.
Nánar
27.4.2020

A4 innkallar leikfangaslím

Mynd með frétt
Í kjölfar markaðseftlitlitsátaks EU/EES landanna hefur Neytendastofu hefur borist tilkynning frá A4 ehf um að innkalla þurfi leikfangaslím sem heitir "Shimmagoo Green" frá framleiðandanum Goobands . Ástæða innköllunarinnar er að rannsóknir leiddu í ljós of hátt boron gildi í vörunni.
Nánar
27.4.2020

Askja innkallar A-Class vegna Takta loftpúða.

lógó bílaumboðið Askja
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 93 Mercedes-Benz A-Class bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er að við ákveðin loftslagsskilyrði gætu loftpúðar frá Takata ekki virkað sem skyldi.
Nánar
24.4.2020

Askja innkallar Mercedes-Benz

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 17 Mercedes-Benz bifreiðar af C-Class, CLK, E-Class og CLS gerð. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að líming á topplúgu sé ófullnægjand
Nánar
22.4.2020

Neytendastofa kannaði leikfangaslím

Flabby Funky Slime - Boron of mikið
Neytendastofa fylgdi eftir evrópsku samstarfsverkefni sem gert var árið 2019 þar sem skoðað var öryggi leikfangaslíms. Fulltrúi Neytendastofu kannaði markaðinn á leikfangaslími og skoðaði um 80 tegundir. Skoðaðar voru merkingar, umbúðir en tilgangur þessa verkefnis var að sannprófa innihaldslýsingar leikfangaslíma
Nánar
21.4.2020

Auðkennið ATARNA

Neytendastofu barst kvörtun frá Atarna slf. yfir notkun Hljómsveitarinnar Atarna á auðkenninu ATARNA. Í kvörtun kom fram að félagið teldi ruglingshættu milli aðilanna enda hafi félagið komið að ýmsum tónlistartengdum verkefnum.
Nánar
20.4.2020

Merkingar á vörum Espiflatar

Neytendastofa barst kvörtun frá Félagi atvinnurekanda vegna notkunar garðyrkjustöðvarinnar Espiflatar á íslenskri fánarönd í markaðssetningu á blómvöndum. Taldi Félag atvinnurekanda að um villandi markaðssetningu væri að ræða þar sem finna mætti jurtir og blöð í vöndunum sem væru ekki íslensk.
Nánar
15.4.2020

Hættulegar innkallaðar vörur enn til sölu!

Neytendastofa vill vekja athygli á að þrátt fyrir að Kids2 vöggu/stóll hafi verið innkallaður á síðasta ári í kjölfar frétta af 73 dauðsföllum á kornabörnum reyndist hann enn vera til sölu á þremur vefsíðum. Stóllinn var innkallaður vegna hættu á köfnun hjá ungabörnum. Nú á að vera búið að loka á sölu á vörunni.
Nánar
7.4.2020

Hættuleg BIBS snuð

BiBS snuð
Neytendastofa hefur fengið fjölda ábendinga út af BIBS snuðum. Snuðin hafa verið seld án umbúða, viðvarana og leiðbeininga sem eiga að fylgja snuðunum. Verslanir sem Neytendastofa hefur haft vitneskju um að selt hafi snuðin hafa tekið þau úr sölu. Neytendastofu berast þó en ábendingar um verslanir sem eru að selja snuðin.
Nánar
7.4.2020

Fyrra verð á vefsíðunni tunglskin.is

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun gagnvart Padel Ísland ehf., rekstraraðila vefsíðunnar tunglskin.is, vegna kynningar fyrirtækisins á lækkuðu verði. Neytendastofu bárust ábendingar frá neytendum þar sem kvartað var yfir því að vörur á vefsíðunni hafi aldrei verið til sölu á verði sem kom fram sem fyrra verð. Í svari Padel Ísland kom m.a. fram að félagið gæti ekki fært sönnur fyrir því að vörur á vefsíðu félagsins hafi verið seldar á tilgreindu fyrra verði.
Nánar
3.4.2020

Ákvarðanir um pakkaferðir á tímum COVID-19

Neytendastofa hefur tekið þrjár ákvarðanir um réttindi ferðamanna gagnvart Ferðaskrifstofu Íslands, Feria (Vita) og Heimsferðum Í þeim er til umfjöllunar kom hvort ferðamenn gætu afpantað ferðir hjá félögunum án greiðslu þóknunar. Ferðirnar sem til álita koma í ákvörðununum voru allar til Spánar á þeim tíma sem Spánn hafði verið skilgreint sem hááhættusvæði, útgöngubann var í gildi á Spáni og ljóst var að ferðamenn yrðu að sæta tveggja vikna sóttkví við heimkomu.
Nánar
2.4.2020

Pakkaferðir – leiðbeiningar Neytendastofu vegna aflýsingar pakkaferða vegna COVID-19

Neytendastofa hefur gefið út leiðbeiningar um afpöntun og aflýsingu pakkaferða vegna COVID-19. Með leiðbeiningum þessum vill Neytendastofa skýra stöðu ferðamanna og ferðaskipuleggjenda eða smásala pakkaferða vegna afpöntunar eða aflýsingar pakkaferða vegna COVID-19
Nánar
2.4.2020

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Neytendastofa sektaði Húsasmiðjuna um 400.000 kr. með ákvörðun nr. 42/2019 fyrir að tilgreina ekki prósentuhlutfall afsláttar í Tax Free auglýsingum sínum.
Nánar
31.3.2020

Neytendastofa innkallar leikfangakörfu og bannar sölu

Neytendastofu barst ábending um að vefverslun Mosibutik.is hefði til sölu „Gersemi körfu“ sem ekki var CE-merkt en seld sem leikfang. Í körfunni mátti finna raksápubursta, álvír, sigti, tréskífur, plastkeðju ásamt fleiri smáhlutum. Einnig barst ábending um sölu á snudduböndum sem ekki væru í lagi.
Nánar
31.3.2020

Toyota innkallar 53 bifreiðar

Lógó toyota
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um að innkalla þurfi 53 Toyota bifreiðar af ýmsum tegundum. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að bensíndæla getur verið gölluð.
Nánar
30.3.2020

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu með bréfi, dags. 17. október 2019, að ekki væri ástæða til aðgerða vegna viðskiptahátta Icelandair í tengslum við kauptilboð í uppfærslu á miðum úr Economy Standard í Saga Premium.
Nánar
27.3.2020

Askja innkallar Mercedes-Benz Artos og Acros.

lógó bílaumboðið Askja
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 3 Mercedes-Benz Actros og Arcos bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að A-stýfa rifni. Við skoðun er athugað hvort bifreiðin sé með stýfu frá BOGE Rubber 6 Plastics.
Nánar
27.3.2020

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Neytendastofa komst með ákvörðun nr. 26/2019 að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til aðgerða vegna kvörtunar Akt ehf. á notkun Ekils ehf. á auðkennunum netökuskóli og netökuskólinn.
Nánar
25.3.2020

Kæru vísað frá áfrýjunarnefnd

Kæru vegna neikvæðrar umsagnar Neytendastofu á innflutningi á leikfangabílum hefur verið vísað frá áfrýjunarnefnd neytendamála með úrskurði í máli nr. 8/2019.
Nánar
23.3.2020

Leiðbeiningar Neytendastofu um inneignarnótur og breytingar pakkaferða vegna útbreiðslu kórónaveirunnar.

Áhrif kórónaveirunnar á veitingu ferðatengdrar þjónustu eru nú orðin veruleg. Stjórnvöld víðs vegar um heim hafa gripið til margvíslegra aðgerða til að hefta útbreiðslu veirunnar sem hafa m.a. falist í ferðabanni þar sem ferðamönnum er ýmist meinuð koma eða íbúum meinað að ferðast frá sínum heimalöndum. Þessar ráðstafanir hafa haft afgerandi áhrif á samgöngur og aðra ferðatengda þjónustu.
Nánar
20.3.2020

Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa tekur til starfa.

Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur tekið til starfa, en um er að ræða sjálfstæða úrskurðarnefnd sem úrskurðar í ágreiningsmálum milli neytenda og seljenda um flestar gerðir samninga um kaup á vöru og þjónustu. Markmið nefndarinnar er að tryggja neytendum aðgang að skilvirkri og faglegri málsmeðferð við úrlausn ágreinings utan dómstóla. Neytendur geta sent inn kvörtun til nefndarinnar á vefnum kvth.is og í gegnum Ísland.is.
Nánar
20.3.2020

Innköllun á BeSafe iZi Go X1 bílstólnum

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning um innköllun á BeSafe iZi Go X1 frá bílstólaleigunni barnabilstolar.is sem festir eru á isofix base. Innköllunin á aðeins við um bílstóla sem festir eru á ISOfix base. Í tilkynningunni kemur fram að öruggt sé að nota stólinn þegar hann er festur með bílbelti.
Nánar
19.3.2020

Volvo innkallar XC40, S/V/XC60, S/V/XC90 með Intellisafe búnaði

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf um að innkalla þurfi 338 Volvobifreiðar af ýmsum gerðum. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að rannsóknir hafa leitt í ljós að sjálfvirk helmlun getur við ákveðin skilyrði ekki virkað sem skyldi vegna villu í hugbúnaði.
Nánar
17.3.2020

Endurgreiðslur pakkaferða

Mynd með frétt
Neytendastofu hafa borist fjölmargar fyrirspurna frá ferðamönnum sem eiga bókaðar pakkaferðir, um það hvort þeir eigi rétt til að afpanta ferð gegn fullri endurgreiðslu.
Nánar
17.3.2020

Askja innkallar G-Class

lógó bílaumboðið Askja
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 2 Mercedes-Benz G-Class. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að olíufæðislögn við túrbínu leki.
Nánar
16.3.2020

Innköllun á LMC hjólhýsum árgerð 2017

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Útilegumanninum ehf um að innkalla þurfi 6 LMC hjólhýsi af gerðunum Musica (2 eintök), Maestro (3 eintök) og Style (1 eintak)
Nánar
13.3.2020

BL Hyundai innkallar 276 Hyundai I30 og Elantra Neos bifreiðar

Lógó Hyundai
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL Hyundai um að innkalla þurfi 276 Hyundai I30 og Elantra Neos bifreiðar af árgerðunum 2007 til 2012. Ástæða innköllunarinnar er að stillingar í loftpúðaheila eru ófullnægjand
Nánar
6.3.2020

Upplýsingar frá Evrópusambandinu um pakkaferðatilskipun vegna COVID-19

Neytendastofa vill vekja athygli á að Evrópusambandið hefur sett upp vefsvæði þar sem nálgast má ýmsar almennar upplýsingar vegna COVID-19 veirunnar.
Nánar
5.3.2020

BL innkallar Isuzu

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um að innkalla þurfi 13 Isuzu D-Max, Crew Cab, 4x2 HR /4x4 model bifreiðar af árgerð 2018-2019. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að festingar á fjaðrablöðum geta brotnað.
Nánar
4.3.2020

Tesla Motors innkallar Tesla Model X

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Tesla Motors Iceland ehf  um að innkalla þurfi 3 Tesla Model X bifreiðar af árgerð 2014 til 2016
Nánar
2.3.2020

Askja innkallar Díselbíla.

Vörumerki Honda
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 427 Honda Civic, 5D, Civic Tourer, CR-V Diesel, CR-V DTEC, HR-V bifreiðar af árgerð 2015 - 2016 - 2017 - 2018.
Nánar
28.2.2020

BL innkallar Subaru

Subaru vörumerki
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um að innkalla þurfi 705 Subaru Legacy / Outback / Forester / Impreza bifreiðar af árgerð 2003 - 2014.
Nánar
26.2.2020

Afpöntun og aflýsing pakkaferðar

Neytendastofa hefur eftirlit með þeim ákvæðum pakkaferðalaga sem snúa að afpöntun og aflýsingu pakkaferðar. Að gefnu tilefni vill stofnunin vekja sérstaka athygli á þeim reglum sem um þetta gilda. Ferðamenn eiga alltaf rétt á að afpanta pakkaferð, hvenær sem er áður en ferð er farin. Seljandi á þó rétt á að halda eftir þóknun eða staðfestingargjaldi í samræmi við skilmála ferðarinnar. Á því er undantekning ef óvenjulegar og óviðráðanlegar aðstæður eru á ferðastað sem geta t.d. verið farsótt eða sjúkdómar.
Nánar
26.2.2020

Skráningarskylda lánveitenda og lánamiðlara neytendalána

Neytendastofa sinnir eftirliti með lögum neytendalán og samkvæmt breytingum sem gerðar hafa verið á þeim skulu lánveitendur og lánamiðlarar skrá sig hjá stofnuninni. Skráningarskyldan tekur til þeirra sem ekki hafa jafnframt heimild til lánveitinga til neytenda samkvæmt sérlögum
Nánar
25.2.2020

Askja innkallar Mercedes-Benz

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 26 Mercedes-Benz bifreiðar af gerðunum C-Class, E-Class, GLC, CLS, AMG GT og G-Class.
Nánar
25.2.2020

Auðkennin HEITURPOTTUR.IS og KALDURPOTTUR.IS

Neytendastofu barst kvörtun frá Fiskikónginum yfir notkun fyrirtækisins Hornsteins á auðkennunum HEITURPOTTUR.IS og KALDURPOTTUR.IS. Taldi kvartandi notkunina brjóta gegn einkarétti sínum til auðkennisins.
Nánar
24.2.2020

Askja innkallar Mercedes-Benz G-Class

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi sjö Mercedes-Benz G-Class bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að raflangnir í framhurðum hafi ekki verið settar rétt í bílinn.
Nánar
13.2.2020

Hekla innkallar Skoda Superb

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu hf. um að innkalla þurfi 2 Skoda Superb bifreiðar af árgerð 2015. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að stjórntölva í loftpúðakerfi gæti bilað.
Nánar
13.2.2020

Áfyllingar fyrir rafrettur bannaðar vegna of mikils nikótínmagns

Neytendastofa fór í eftirlit hjá Dzien Dobry, Hólagarði, sem selur rafrettur og áfyllingar í þær. Lagt var sölubann á 14 tegundir af áfyllingum fyrir rafrettur. Sjö tegundir áfyllinga fyrir rafrettur innihéldu nikótínvökva umfram leyfilegan hámarksstyrkleika. Á umbúðum þriggja áfyllinga voru tveir límmiðar
Nánar
10.2.2020

Suzuki bílar ehf innkalla 275 Suzuki Grand Vitara

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Suzuki bílum ehf um að innkalla þurfi 275 Suzuki Grand Vitara af árgerð 1998 til 1999 Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að mögulega getur líknarpúði fyrir bílstjóra verið gallaður sem gæti orsakað það að dreifing hans væri ófullnægjandi þegar hann verður virkur.
Nánar
7.2.2020

Bílaumboðið Askja innkallar 8 Mercedes-Benz Citan

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 8 Mercedes-Benz Citan bifreiðar af árgerð 2019 Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er fyrir því að ekki nægileg hersla sé á hjólnöfum og bremsukjömmum að aftan.
Nánar
6.2.2020

Brimborg innkallar 86 Volvo S/N/CX60 og S/N/CX80 bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf um að innkalla þurfi 86 Volvo S/V/CX60 og S/V/XC90 bifreiðar af árgerð 2019 og 2020 Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að villa í hugbúnaði getur valdið því að við vissar aðstæður er ekki hægt að gangsetja bifreiðina.
Nánar
6.2.2020

BL innkallar 16 BMW X6 bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um að innkalla þurfi 16 BMW X6 bifreiðar af árgerð 2014-2016. Ástæða innköllunarinnar er að ISOFIX festingar fyrir barnasæti eru ekki nógu sterkar og það þarf að styrkja þær. Viðkomandi bifreiðareigandum verður tilkynnt um innköllunina bréfleiðis.
Nánar
5.2.2020

Ófullnægjandi upplýsingar í vefverslunum

Neytendastofa tekur árlega þátt í samstarfsverkefni þar sem skoðaðar eru vefsíðum sem selja neytendum vörur eða þjónustu á Evrópska efnahagssvæðinu. Skoðanirnar eru gerðar til þess að kanna hvort neytendum séu veittar nægar upplýsingar fyrir kaup og hvort réttindi neytenda séu brotin Nýjasta skoðuninni var gerð í nóvember 2019 og nú hefur framkvæmdastjórn Evrópu birt fyrstu niðurstöður hennar.
Nánar
4.2.2020

Tilboðsauglýsingar BL og Brimborgar

Neytendastofu tók til meðferðar mál vegna tilboðsauglýsinga BL og Brimborgar. Samkvæmt útsölureglum er litið svo á að þegar vara hefur verið auglýst á lækkuðu verði í sex vikur sé lækkaða verðið orðið venjulegt verð. Þegar vara hefur verið auglýst á tilboði í sex vikur er því ekki hægt að segja að hún sé á tilboðsverði.
Nánar
29.1.2020

Sala á áfyllingum sem höfða til barna ekki heimil

Mynd með frétt
Neytendastofa hefur fengið ábendingar um að verið sé að selja áfyllingar fyrir rafrettur sem höfða til barna. Neytendastofa vill því árétta að það er bannað að selja rafrettuvökva þar sem umbúðirnar eru litríkar, skrautlegar myndir, teiknimyndapersónur, tákn eða jafnvel einhvers konar heiti eða slagorð sem gætu hvatt til notkunar barna á rafrettum.
Nánar
21.1.2020

BYKO innkallar hættulega dúkku

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Byko vegna innköllunar á dúkku frá Qmei Toys Factory. Dúkkan var seld í Byko árið 2019 og er 30 cm löng, með vörunúmerið 303817. Komið hefur í ljós að smáir hlutir losna auðveldlega af dúkkunni.
Nánar
15.1.2020

IKEA innkallar TROLIGTVIS ferðabolla

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá IKEA vegna innköllunar á TROLIGTVIS ferðabollum sem merktir eru „Made in India“. Samkvæmt tilkynningunni sýna nýlegar prófanir að varan losar hugsanlega meira af efnasamböndum en sett viðmið segja til um. Því eru eigendur þessara tilteknu ferðabolla hvattir til að skila þeim í IKEA þar sem þeir verða að fullu endurgreiddir.
Nánar
13.1.2020

Neytendastofa kannaði barnarúm

Mynd með frétt
Neytendastofa fylgdi eftir átaksverkefni sem gert var árið 2015 þar sem skoðað var öryggi barnarimlarúma og barnaferðarúma. Verkefnið var evrópskt samstarfsverkefni. Foreldar verða að geta treyst því að rúm sem valin eru fyrir börn séu örugg. Rúm eru einn af fáum stöðum þar sem börn eiga að geta verið skilin eftir án eftirlits í einhvern tíma. Niðurstöður úr átakinu 2015 kom ekki vel út þar sem 80% rúmanna voru talin hættuleg börnum og helmingur þeirra voru svo stórhættuleg að þau voru innkölluð.
Nánar
8.1.2020

Bílaumboðið ASKJA innkallar 77 KIA bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 77 KIA Sorento bifreiðar af árgerð 2019 og 2020. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að hugbúnaðarvilla í MFE myndavél (Muliti Function Camera) gæti valdið truflunum í öryggisbúnaði bílsins
Nánar
8.1.2020

Sölubann á 98 áfyllingar fyrir rafrettur

Neytendastofa fór í markaðseftirlit hjá Lukku Láka söluturni sem selur rafrettur og áfyllingar fyrir þær. Reyndust 63 tegundir áfyllinga sem innihéldu nikótín ekki hafa verið tilkynntar til Neytendastofu. Auk þess kom í ljós að innsigli var rofið á 35 tegundum áfyllinga fyrir rafrettur og nikótíni hafði verið bætt við.
Nánar
6.1.2020

Vaxtabreytingar húsnæðislána LSR og LV

Neytendastofu bárust kvartanir yfir vaxtabreytingum húsnæðislána Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Af því tilefni óskaði Neytendastofa eftir afriti lánsskilmála hjá sjóðunum til þess að yfirfara hvort upplýsingaskylda laga væri uppfyllt og hvort vaxtabreytingarnar ættu sér stoð í samningum.
Nánar
3.1.2020

Fullyrðingar Sýnar um efnisveituna Stöð 2 Maraþon

Neytendastofu barst kvörtun frá Símanum vegna fullyrðinga Sýnar um efnisveituna Stöð 2 Maraþon. Í fullyrðingunum kom fram að efnisveitan sé stærsta efnisveita landsins með íslensk sjónvarpsefni, bjóði upp á mesta úrval íslensk efnis og sé stærsta áskriftarveita landsins.
Nánar
3.1.2020

Ný lög um úrskurðaraðila á sviði neytendamála

Lög um úrskurðaraðila á sviði neytendamála tóku gildi 1 janúar 2020. Neytendum er nú með lögum tryggt úrræði til þess að fá aðgang að skilvirkri og faglegri málsmeðferð utan dómsmála komi upp ágreiningur í viðskiptum þeirra við seljendur á vörum eða þjónustu.
Nánar
2.1.2020

Seljendur á Íslandi þekkja best rétt neytenda

Neytendastofa rýndi í skorkort neytendamála sem er fyrir ESB ríkin, Noreg og Ísland fyrir árið 2019 alls 30 ríkjum. En skorkortið er mælitæki sem notað er til að fylgjast með hvernig aðstæður neytenda eru í þessum löndum. Að þessu sinni var gerð könnun hjá bæði neytendum og seljendum á þremur meginþáttum: þekkingu og trausti, samhæfingu og eftirfylgni með lögum um vöruöryggi og neytendarétt, kvörtunum og úrlausn deilumála.
Nánar
2.1.2020

Sölubann á áfyllingar fyrir rafrettur

Neytendastofa fór í eftirlit hjá Póló söluturni, Bústaðarvegi sem selur rafrettur og áfyllingar í þær. Kom í ljós að innsigli var rofið á 146 tegundum áfyllinga fyrir rafrettur og nikótíni hafði verið bætt við. Neytendastofa taldi áfyllingarnar ekki öruggar, þar sem ekkert var vitað um innihald áfyllinganna og bannaði því sölu á þeim.
Nánar
30.12.2019

Toyoto innkallar 261 Proace

Lógó toyota
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi ehf um að innkalla þurfi 261 Toyota Proace bifreiðar af árgerð 2016 - 2018.
Nánar
30.12.2019

Gleðilegt ár

Mynd með frétt
Starfsfólk Neytendastofu óskar landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs. Við viljum vekja athygli á að móttaka Neytendastofu verður lokuð þriðjudaginn 31. desember og 1. janúar 2020.
Nánar
27.12.2019

Booking.com samþykkir að gera breytingar á viðskiptaháttum sínum

Neytendastofa vill vekja athygli á fréttatilkynningu frá framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins um samkomulag sem gert hefur verið við Booking.com. Í tilkynningunni kemur fram að samkomulagið feli í sér að Booking.com muni fara að kröfum framkvæmdarstjórnarinnar og neytendayfirvalda í Evrópu
Nánar
27.12.2019

Toyota innkallar 261 Proace bifreiðar

Lógó toyota
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi ehf um að innkalla þurfi 261 Toyota Proace bifreiðar af árgerð 2016 - 2018. Um er að ræða fjölþætta innköllum sem snýr að mismunandi orsökum. Um er að ræða mögulegt slit í bremsuslöngu.
Nánar
20.12.2019

Gleðileg Jól

Starfsmenn Neytendastofu óska landsmönnum gleðilegra jóla. Afgreiðsla Neytendastofu er lokuð 23. og 24. desember.
Nánar
20.12.2019

Villandi Tax Free auglýsingar Heimkaup

Neytendastofa gerði athugasemdir við Tax Free auglýsingar Heimkaup sem birtust m.a. á facebook síðu Heimkaup í september s.l. Athugasemdirnar voru gerðar vegna stærðar og staðsetningar á prósentuhlutfalli afsláttarins.
Nánar
19.12.2019

Sölubann á áfyllingar fyrir rafrettur sem innihalda nikótín

Neytendastofa fór í eftirlitsferð í Laugarásvape sem er í eigu Famfam ehf. Kom í ljós að 38 tegundir áfyllinga fyrir rafrettur voru með rofin innsigli. Sýni voru send til rannsóknar og reyndust þau öll innhalda nikótín. Neytendastofa óskaði eftir skýringum og gögnum hjá Famfam sem sýndu fram á innihald allra áfyllingana.
Nánar
18.12.2019

Danco innkallar dúkku vegna köfnunarhættu

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Danco, heildverslun, um innköllun á dúkku af gerðinni Cute Baby frá Toi Toy, vörunúmer 02090 vegna slysahættu. Ástæða innköllunar er að varan uppfyllir ekki öryggiskröfur sem gerðar eru til leikfanga
Nánar
17.12.2019

Hirzlan sektuð fyrir villandi útsöluauglýsingar

Neytendastofu barst kvörtun frá Pennanum yfir villandi útsöluauglýsingum Hirzlunnar. Kvörtunin snéri annars vegar að því að vörur hafi verið boðnar á útsölu lengur en í sex vikur og hins vegar að því að vörur hafi verið boðnar á rýmingarsölu en síðar verið til sölu á venjulegu verði.
Nánar
11.12.2019

Sala á 200 kg lóðum

Mynd með frétt
Neytendastofa auglýsir eftir tilboðum í 10 stykki steypujárnlóð í nákvæmnisflokki M1, hvert um sig 200 kg. Lóðin seljast öll í einu, eða eftir samkomulagi og verða afhent kvörðuð, með óvissu upp á +/- 5,0 g.
Nánar
10.12.2019

Átak í öryggi klifurbúnaðar

kona að klifra klett
Neytendastofa tók þátt í átaksverkefni á öryggi klifurbúnaðar í samstarfi við önnur eftirlitsstjórnvöld á EES svæðinu. skoðaði Neytendastofa öryggi klifurbúnaðar. Valdar voru fimm vörutegundir sem framleiddar eru sérstaklega til að nota við klifur þ.e. línur, hjálmar, karabínur, klifurbelti og álagsminnkandi útbúnaður
Nánar
5.12.2019

Askja innkallar vegna vindskeiða

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 17 Mercedes-Benz bifreiðar af undirgerðinni E-class, sem framleiddar voru milli 29. september 2016 og 23. maí 2019.
Nánar
4.12.2019

Askja innkallar Mercedes Benz Sprinter bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 25 Mersedes Benz Sprinter bifreiðar af ótilgreindum árgerð Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að boltar sem halda húddlæsingu séu ekki nægilega vel hertir. Viðgerð felst í yfirferð á herslu.
Nánar
2.12.2019

Landsréttur staðfestir ákvörðun Neytendastofu.

Neytendastofa tók ákvörðun gagnvart E-content í nóvember árið 2016 vegna kostnaðar félagsins af lánum sem það veitti neytendum. Með ákvörðuninni komst Neytendastofa að þeirri niðurstöðu að E-content ætti að fara með kaupverð rafbóka eins og kostnað þegar reiknaður væri út heildarlántökukostnaður og árleg hlutfallstala kostnaðar. Í ákvörðuninni var einnig talið að E-content hafi ekki fullnægt upplýsingaskyldu sinni. Neytendastofa lagði 2.400.000 kr. stjórnvaldssekt á félagið fyrir framangreind brot á lögum um neytendalán.
Nánar
29.11.2019

Auðkennið AFTUR

Neytendastofu barst kvörtun yfir notkun Aftur-nýtt á auðkenninu AFTUR. Taldi kvartandi notkunina brjóta gegn einkarétti sínum til auðkennisins.
Nánar
29.11.2019

Modus hárstofa villir ekki um fyrir neytendum

Neytendastofu barst kvörtun frá Samtökum iðnaðarins um að neytendum væru veittar villandi upplýsingar af Modus hárstofu þar sem hún væri ekki rekin undir forstöðu meistara í hársnyrtiiðn eins og krafa er gerð um í iðnaðarlögum.
Nánar
28.11.2019

Upplýsingagjöf Íslandsbanka ófullnægjandi

Neytendastofa hefur skoðað upplýsingar Íslandsbanka í tengslum við neytendalán bankans. Fólst skoðunin í því að yfirfara hvort annars vegar staðlað eyðublað sem afhenda á neytendum fyrir samningsgerð og hins vegar lánssamningur væru í samræmi við lög
Nánar
26.11.2019

Duldar auglýsingar á samfélagsmiðlum bannaðar

Neytendastofu bárust ábendingar vegna færslna á Instagram síðu tveggja áhrifavalda þar sem fjallað var um margvíslegar vörur og þjónustu fyrirtækja án þess að það kæmi fram að um auglýsingu var að ræða
Nánar
25.11.2019

Fullyrðingar Innnes um Extra tyggjó

Neytendastofu barst kvörtun vegna fullyrðinga Innnes um að Extra tyggjó sé orðið betra fyrir tennurnar og tannheilsu en áður. Í svörum Innnes kom fram að umræddar fullyrðingar hafi ekki verið réttar og hafi ekki gefið fyllilega rétta mynd af umræddu Extra tyggjói og eiginleikum þess.
Nánar
25.11.2019

BL ehf. innkallar 55 Subaru XV

Subaru vörumerki
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um að innkalla þurfi 55 Subaru XV bifreiðar af árgerð 2017 til 2019. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er að útfelling sé sýnilega á bremsuslöngum bifreiðar að framan og aftan. Viðgerð felst í því að skipt verður umbremsuslöngur
Nánar
21.11.2019

Faggilding kvörðunarþjónustu gagnvart ISO 17025:2017

Mynd með frétt
Allt frá stofnun Neytendastofu hefur mælifræðisvið stofnunarinnar boðið upp á margvíslega þjónustu tengda kvörðunum mælitækja. Vottorð fyrir kvarðanir fylgja kröfum alþjóðlega staðalsins ISO 17025 (Almennar kröfur og hæfni prófunar- og kvörðunarstofa) og allt frá árinu 2005 hefur stofnunin verið faggilt í kvörðun lóða og voga ásamt raf- og glerhitamæla.
Nánar
20.11.2019

Volvo innkallar 7 FH vörubifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf um að innkalla þurfi 7 Volvo FH vörubifreiðar af árgerð 2018. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að sjálfvirkar útherslur á bremsudælum virki ekki sem skyldi.
Nánar
19.11.2019

Úrskurður áfrýjunarnefndar neytendamála

Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu með ákvörðun nr. 19/2019 að Guide to Iceland hefði brotið gegn lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu með fullyrðingum um stöðu fyrirtækisins á markaði.
Nánar
18.11.2019

BL ehf. innkallar 587 Subaru Forrestar

Subaru vörumerki
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um að innkalla þurfi 587 Subaru Forrester bifreiðar af árgerð 2015 til 2018 Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að skynjarn í farþegasæti virki ekki sem skyldi
Nánar
15.11.2019

Krambúðin Borgartúni hættir sölu á tveimur rafrettum

Rafrettur sem hætt er sölu á
Neytendastofu hefur borist tilkynning um að Samkaup hafi hætt sölu tveggja tegunda rafrettna í Krambúðinni, Borgartúni 26. Önnur rafrettan er frá Innokin og heitir Endura T18 og hin heitir Stick V8 Kit frá framleiðandanum Smok.
Nánar
14.11.2019

BL ehf. innkallar Nissan Micra árgerð 2018

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um að innkalla þurfi 10 Nissan Micra bifreiðar af árgerð 2018. Ástæða innköllunarinnar er að rangar upplýsingar á eru VIN númerum viðkomandi bifreiða. Um er að ræða upplýsingar sem varða þyngd og COC pappíra.
Nánar
14.11.2019

Fairvape hættir sölu á rafrettuvökvum sem höfða til barna

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning um að verslanir Fairvape, Royal Vape Shop og Grand Vape Shop hafi tekið rafrettuvökva úr sölu þar sem þeir geta vakið áhuga og athygli barna.
Nánar
13.11.2019

BL innkallar 87 Subaru XV

Subaru vörumerki
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um að innkalla þurfi 87 Subaru XV bifreiðar af árgerð 2017 til 2019
Nánar
12.11.2019

Brimborg innkallar Volvo XC40

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf um að innkalla þurfi 21 Volvo XC40 bifreiðar af árgerð 2018 til 2020
Nánar
5.11.2019

Kvörðunarþjónustan lokuð 6. - 11. nóvember vegna námskeiða

Mynd með frétt
Kvörðunarþjónusta Neytendastofu verður lokuð dagana 6. - 11. nóvember vegna námskeiða sem starfsmenn sækja á þessum dögum. Vinsamlega athugið að þetta á einungis við um kvörðunarþjónustuna, önnur starfsemi stofnunarinnar helst óbreytt á meðan. Vonum við að þetta valdi sem minnstum vandræðum.
Nánar
1.11.2019

Fairvape innkallar rafrettuvökva

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning um innköllun rafrettuvökva sem seldur var í verslunum Fairvape, Royal Vape Shop og Grand Vape Shop. Vökvinn heitir Nasty Ballin og er frá framleiðandanum Nasty Juice. Ástæða innköllunar er sú að það er ekki barnalæsing á loki vökvans. Þar af leiðandi eiga börn auðvelt með að opna vökvann, sem er í litríkum flöskum.
Nánar
31.10.2019

Barnaloppan innkallar snuddubönd

Innkallað snudduband Barnaloppan
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Barnaloppunni um innköllun á snudduböndum vegna slysahættu. Snudduböndin eru ekki merkt en hafa verið seld í bás 16.
Nánar
30.10.2019

Endurupptaka ákvörðunar

Neytendastofa mun endurupptaka ákvörðun sína nr. 44/2019, Rangar og villandi staðhæfingar í markaðssetningu FEEL ICELAND á vörunni Amino Marine Collagen Powder, í ljósi þess að rangar upplýsingar komu fram í niðurstöðukafla ákvörðunarinnar og í frétt um ákvörðunina. Í ákvörðuninni og í fréttinni kom ranglega fram að sá hluti framleiðslu Feel Iceland sem fari fram erlendis fari fram í Kína.
Nánar
29.10.2019

Úrskurður áfrýjunarnefndar neytendamála

Neytendastofa tók þá ákvörðun að vaxtaendurskoðunarákvæði fasteignaláns útgefnu af Frjálsa fjárfestingarbankanum væru ófullnægjandi.
Nánar
28.10.2019

Skanva sektað fyrir brot gegn ákvörðun

Neytendastofa hefur lagt 500.000 kr. stjórnvaldssekt á Skanva ehf. fyrir brot gegn ákvörðun stofnunarinnar. Með fyrri ákvörðuninni var Skanva bannað að veita villandi upplýsingar um verðlækkun.
Nánar
25.10.2019

Innköllun á leikfangahringlu hjá Fífu

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Fífu barnavöruverslun um innköllun á leikfangahringlu með uglu frá Smallstuff
Nánar
25.10.2019

Kvörðun rennimála hafin á ný

Algengt mælitæki sem finna má á flestum verkstæðum og mörgum vinnustöðum eru svokölluð rennimál, en það eru handhæg og nokkuð nákvæm tæki til að mæla lengd. Tvær tegundir slíkra mælitækja eru til, annars vegar með rafeindabúnaði sem auðvelt er að lesa af og hins vegar gamaldags rennimál með kvarða. Eigendur slíkra tækja vita kannski ekki allir að hægt er að fá slík tæki kvörðuð hérlendis, en þegar tæki er kvarðað fær eigandi vottorð sem segir til um skekkju mælitækisins.
Nánar
21.10.2019

Subaru Forrester innkallaðir

Subaru vörumerki
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um að innkalla þurfi 587 Subaru Forrester bifreiðar af árgerð 2015 til 2018. Ástæða innköllunarinnar er að skynjari í farþegasæti getur bilað.
Nánar
15.10.2019

Toyota innkallar Landcruiser, Avensis, C-HR og Auris

Lógó toyota
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um að innkalla þurfi 20 Toyota Landcruiser bifreiðar af árgerð 2019 og 5 Toyota Avensis, C-HR og Auris bifreiðar af árgerð 2016-2017.
Nánar
14.10.2019

Neytendastofa sektar Húsasmiðjuna

Neytendastofa gerði athugasemdir við auglýsingu Húsasmiðjunnar, sem birtist í Fréttablaðinu þann 18. júní 2019, þar sem auglýstur var Tax Free afsláttur án þess að tilgreint væri prósentuhlutfall afsláttarins.
Nánar
10.10.2019

Auglýsingar um Tax Free afslátt

Neytendastofa tók til meðferðar mál vegna Tax Free auglýsinga Húsfélagsins Fjarðar og Ellingsen. Í báðum tilvikum var auglýstur Tax Free afsláttur án þess að tilgreint væri prósentuhlutfall afsláttarins. Bæði fyrirtækin sögðust þekkja þær reglur sem giltu en vegna mistaka hefði prósentuhlutfall afsláttarins ekki komið fram í öllum auglýsingum.
Nánar
8.10.2019

Póló innkallar rafrettuvökva

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning um innköllun rafrettuvökva sem seldur var í verslun Póló. Vökvinn heitir Nasty Ballin og er frá framleiðandanum Nasty Juice.
Nánar
30.9.2019

IKEA innkallar bláa og rauða MATVRÅ smekki

Mynd með frétt
Neytendastofa vekur athygli á innköllun IKEA bláum og rauðum MATVRÅ smekkum sem seldir eru 2 í pakka. Samkvæmt tilkynningu IKEA er viðskiptavini sem eiga þessa vöru hvattir til að skila henni til IKEA og fá hana endurgreidda að fullu. Kvittun er ekki skilyrði fyrir endurgreiðslu.
Nánar
27.9.2019

Ferskar kjötvörur fá heimild til að e-merkja forpakkaðar vörur.

Mynd með frétt
Neytendastofa veitti nú í mánuðnum fyrirtækinu Ferskar kjötvörur ehf. heimild til að e-merkja ákveðnar vörur frá þeim. Um er að ræða nautgripahakk og nokkrar stærðir að hamborgurum. Notkun á e-merki á forpakkaðar vörur er einungis heimil þeim fyrirtækjum sem uppfylla ákvæði reglugerðar nr. 437/2009 um e-merktar forpakkningar.
Nánar
26.9.2019

Auðkennið SUPERDRY

Neytendastofu barst erindi frá DKH Retail LTD. þar sem kvartað var yfir notkun Arnarlands ehf. á auðkenninu SUPERDRY og öðrum sambærilegum auðkennum.
Nánar
25.9.2019

Samanburðarauglýsingar Sýnar villandi

Neytendastofu barst kvörtun frá Símanum yfir samanburðarauglýsingum Sýnar. Í auglýsingunni, sem beint var til viðskiptavina með Risapakkann frá Stöð 2, var fullyrt að viðkomandi gæti sparað verulegar fjárhæðir á hverju ári með því að færa fjarskipti sín í þjónustuna Heima sem Vodafone býður.
Nánar
20.9.2019

Blandaðar nikótínáfyllingar

Neytendastofa hefur fengið ábendingar um söluaðila sem selja nikótínáfyllingar sem þeir blanda sjálfir. Um er að ræða tilfelli þar sem nikótíni er bætt út í nikótínlausa vökva sem seldir eru í verslunum.
Nánar
19.9.2019

BL ehf. innkallar Nissan Micra

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um að innkalla þurfi 144 Nissan Micra bifreiðar af árgerð 2016 - 2017. Ástæða innköllunarinnar
Nánar
17.9.2019

Bannaðar „heilsu“ rafrettur

Neytendastofa vill af gefnu tilefni minna á að það er bannað að selja einnota rafrettur, hylki eða áfyllingar fyrir rafrettur sem gefa til kynna að varan hafi heilsubætandi eiginleika, lækningamátt, eða lífsþrótt. Neytendastofa hefur þegar haft merkingar á vöru til skoðunar sem gefa í skyn að um „heilsu“ áfyllingu fyrir rafrettur sé að ræða.
Nánar
13.9.2019

Forstjórar norrænna neytendaeftirlita ákveða nánara samstarf

Mynd með frétt
Samstarf neytendaeftirlita á Norðurlöndunum er til þess fallið að styrkja mjög eftirlit, svo sem varðandi villandi fullyrðingar fyrirtækja um sjálfbærni að umhverfisáhrif sem ekki eiga við rök að styðjast. Einnig verður lögð áhersla á eftirlit með neytendalánum og duldum auglýsingum samkvæmt niðurstöðu af fundi forstjóra norrænna neytendaeftirlita sem fram fór í Kaupmannahöfn. Fundinn sótti Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu.
Nánar
11.9.2019

Dagsektir lagðar á dekkjaverkstæði

Neytendastofa gerði könnun í aprílmánuði 2019, á upplýsingagjöf dekkjaverkstæða. Skoðaðar voru vefsíður 15 dekkjaverkstæða á höfuðborgarsvæðinu. Könnunin snéri að ástandi verðmerkinga á vefsíðum fyrirtækjanna þar sem skylt er að gefa upp verð bæði þar sem þjónusta er kynnt og seld.
Nánar
11.9.2019

Litrík úlpa er ekki nóg

Neytendastofa hvetur fólk til að huga að endurskinsmerkjum nú þegar dagurinn fer að styttast og skólarnir að byrja. Að ýmsu þarf að huga þegar valin eru endurskinsmerki því þetta er ein af þeim vörum sem ekki er hægt að meta hvort sé í lagi með því einu að horfa á hana.
Nánar
9.9.2019

Askja innkallar Sprinter vegna ljósrofa

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 21 Mercedes-Benz Sprinter bifreiðar af árgerð 2019
Nánar
6.9.2019

Törutrix sekt fyrir brot á ákvörðun

Neytendastofa hefur lagt 150.000 kr. stjórnvaldssekt á Törutrix ehf. fyrir brot gegn ákvörðun. Með fyrri ákvörðun Neytendastofu var Törutrix bönnuð birtingu fullyrðinga um virkni vörunnar SKINNYCOFFEECLUB þar sem ekki tókst að sanna þær. Í banninu fólst m.a. að Törutrix skyldi fjarlægja fullyrðingarnar úr vefverslun sinni.
Nánar
5.9.2019

Fullyrðingar Fitness Sport um Sweet Sweat vörur bannaðar

Neytendastofu barst ábending vegna fullyrðinga Fitness Sport í auglýsingum félagsins á Sweet Sweat geli og belti. Neytendastofa óskaði eftir sönnunum fyrir fullyrðingum um að vörurnar m.a. brenni fitu á ákveðnum svæðum líkamans, örvi fitubrennslu
Nánar
5.9.2019

Ákvörðun Neytendastofu felld úr gildi

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Neytendastofu um að veita Djúpavogshöfn ekki undanþágu fyrir vigtarmenn frá hæfisreglum.
Nánar
4.9.2019

Toyota innkallar 185 Proace

Lógó toyota
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi ehf um að innkalla þurfi 185 Toyota Proace bifreiðar af árgerðum 2016 - 2019. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að öryggisbelti farþegamegin virki ekki sem skyldi við ákveðnar aðstæður
Nánar
3.9.2019

Bílaumboðið Askja innkallar Mercedes-Benz GLE

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 10 Mercedes-Benz GLE bifreiðar af árgerð 2019.
Nánar
29.8.2019

Bílaumboðið Askja innkallar Mercedes-Benz Citan

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 24 Mercedes-Benz Citan.
Nánar
28.8.2019

Suzuki innkallar bifhjól

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning fráSuzuki umboðinu ehf um að innkalla þurfi Suzuki GSX mótorhjól af árgerð 2017 til 2018.
Nánar
26.8.2019

Kostnaður lána og upplýsingagjöf Ecommerce 2020

Neytendastofa tók til skoðunar neytendalán Ecommerce 2020, sem býður íslendingum lán frá 1909, Hraðpeningum, Kredia, Múla og Smálán. Skoðað var hvort kostnaður lána frá félaginu bryti gegn hámarki á árlegri hlutfallstölu kostnaðar og hvort upplýsingar í stöðluðu eyðublaði og lánssamningi væru í samræmi við kröfur laga.
Nánar
21.8.2019

Hekla innkallar Audi Q3

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu um að innkalla þurfi 4 Audi Q3 bifreiðar af árgerð 2017
Nánar
20.8.2019

Hekla innkallar Polo

Volkswagen vörumerkið
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu hf. um að innkalla þurfi 2 Volkswagen Polo bifreiðar af árgerð 2015
Nánar
19.8.2019

Bernhard innkallar 1078 Honda bifreiðar.

Vörumerki Honda
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bernhard ehf um að innkalla þurfi Honda bifreiðar af árgerðunum 2001 til 2012. Um er að ræða 1078 bifreiðar af gerðunum Accord, Jazz, Civic, Steam og CR-V.k. Ástæða innköllunarinnar er sú að loftpúðar bifreiðanna gætu verið gallaðir.
Nánar
16.8.2019

Hekla innkallar 14 Volkswagen T6 bifreiðar

Volkswagen vörumerkið
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu hf um að innkalla þurfi 14 Volkswagen T6 bifreiðar af árgerðunum 2015 til 2019. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að við háþrýstiþvott á hægri hliðgetur vatn komist inn í stjórnbox fyrir afturhlera og valdið skammhlaupi. Í verstu tilfellum gæti eldur kviknað.
Nánar
16.8.2019

Brimborg innkallar 376 Volvo bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf um að innkalla þurfi 376 Volvo bifreiðar ýmsum gerðum sem framleiddar voru á árunum 2014 til 2019 Ástæða innköllunarinnar er að komið hefur í ljós að í sjaldgæfum tilfellum getur plasthluti soggreinar í vél bifreiðarinnar bráðnað og afmyndast. Í verstu tilfellum er möguleiki á að eldur kvikni á afmörkuðu svæði.
Nánar
15.8.2019

Toyota á Íslandi innkallar bifreiðar

Lógó toyota
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi ehf um að innkalla þurfi 44 lexus og Toyota bifreiðar. Um er að ræða 28 Toyota Rav4. 5 Toyota Camry. 8 Toyota Prius og 3 Lexus UX. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að bremsukerfi umræddra bifreiða sé mögulega gallað.
Nánar
14.8.2019

Hekla hf innkallar 127 Audi Q5

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu hf um að innkalla þurfi 127 Audi Q5 bifreiðar af árgerð 2015 til 2018 . Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er að hjólbogalistar geta með tímanum losnað og gætu skapað hættu fyrir aðvífandi umferð. Viðgerð tekur um það bil 1,5 klst og felst í því að bætt verður við festingu við hjólbogalista
Nánar
13.8.2019

Hekla hf innkallar 19 Mitsubishi L 200

Vörumerki Mitsubishi
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu hf um að innkalla þurfi 19 Mitsubishi L200 bifreiðar af árgerð 2016. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að hnoð í festingum fyrir stigbretti geta ryðgað í sundur. Gerist það gæti stigbrettið losnað af og skapað slysahættu. Viðgerð felst í því að hnoð eru fjarlægð og boltar og rær settar í stað þeirra.
Nánar
6.8.2019

Askja innkallar Kia Optima

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 11 Kia Optima bifreiðar af árgerðum 2019 og 2020. Ástæða innköllunarinnar er að hugbúnaðarvilla í MFC myndavél sem getur valdið truflunum á öryggisbúnaði bifreiðanna.
Nánar
6.8.2019

Innköllun á Stokke ungbarnastólum

Stokke ungbarnastóll
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Fífu barnavöruverslun um innköllun á Steps Bouncer og Newborn sætum frá Stokke. Komið hefur fram öryggisgalli sem tengist læsingu á ungbarnasætunum á Stokke steps stólunum. Það getur gerst að ungbarnasætið festist ekki á stólinn þrátt fyrir að lásinn sýni að sætið sé fastur. Steps Bouncer og Nerborn sætið getur því oltið ef einhver rekst utan í hann.
Nánar
2.8.2019

Lagfæra þarf vöggur frá Blindravinnustofunni

Mynd með frétt
Neytendastofa barst tilkynning um að bast barnavöggur frá Blindravinnustofunni hafi verið teknar tímabundið úr sölu. Neytendastofa hafði fengið ábendingar um að vöggurnar væru óstöðugar og að að dýnan sem seld er með vöggunni væri of lítil.
Nánar
1.8.2019

Neytendastofa sektar Heimkaup

Neytendastofa gerði athugasemdir við auglýsingar Heimkaupa þar sem auglýstur var Tax Free afsláttur í tilefni af 17. júní án þess að tilgreint væri prósentuhlutfall afsláttarins. Með ákvörðun Neytendastofu nr. 13/2018 hafði stofnunin bannað Heimkaup að auglýsa Tax Free afslátt með þessum hætti .
Nánar
31.7.2019

Auglýsing Hreyfingar

Neytendastofu bárust ábendingar vegna auglýsingar Hreyfingar um árskort. Í auglýsingunni sagði m.a. „ÆFÐU FRÍTT Í SUMAR!“ og „Þú æfir frítt til 1. ágúst 2019[...]“ þrátt fyrir að svo virtist sem skilyrðið fyrir því hafi verið að aðili kaupi árskort hjá félaginu.
Nánar
30.7.2019

Viðskiptahættir Bílaumboðsins Öskju

Neytendastofu barst erindi Neytendasamtakanna vegna markaðssetningar Bílaumboðsins Öskju á DRIVE WiSE aksturstækni Kia Optima Plug-in Hybrid bifreiða.
Nánar
30.7.2019

BL ehf. innkallar Renault Traffic III

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um að innkalla þurfi 25 Renault Traffic III bifreiðar af árgerð 2018. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að handbremsa virki ekki sem skild
Nánar
25.7.2019

Toyota innkallar Yaris árgerð 2018-2019

Lógó toyota
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um að innkalla þurfi 37 Toyota Yaris bifreiðar af árgerðunum 2018 til 2019.
Nánar
23.7.2019

Ákvörðun Neytendastofu um innköllun á snjallúrum staðfest

Neytendastofa tók ákvörðun gagnvart Hópkaup í desember 2018 vegna ENOX Safe-Kid-One krakka snjallúra. Komst Neytendastofa að þeirri niðurstöður að alvarlegir öryggisgallar væru á snjallúrinu
Nánar
22.7.2019

Brimborg innkallar Volvo

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf um að innkalla þurfi 165 Volvo XC90 bifreiðar af árgerð 2016. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að kælivatnshosa morkni vegna hita og rakabreytinga
Nánar
17.7.2019

Fífa innkallar HeroHolder snuddubönd

snudduband HeroHolder
Neytendastofu barst tilkynning frá Fífu barnavöruverslun um innköllun á snuddubandinu HeroHolder frá Herobility. Borist hafa kvartanir um að klemman á snuddubandinu, sem er notuð til að festa bandið á börnin
Nánar
15.7.2019

Fisher Price innkallar Ultra-Lite Day & Night svefn og leikgrind

Mynd með frétt
Neytendastofa vekur athygli á nýrri innköllun Mattel á Fisher Price Ultra-Lite Day & Night leikgrind með svefnaðstöðu fyrir ungabörn. Ástæðan er að svefnaðstaðan er ekki örugg fyrir börnin þegar þau eru farin að velta sér
Nánar
12.7.2019

Airbnb gerir verðframsetningu skýrari

Neytendastofa vill vekja athygli á fréttatilkynningu frá Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um samkomulag sem hefur verið gert við Airbnb.
Nánar
10.7.2019

Kvörðunarþjónustan lokuð 15. - 23. júlí vegna sumarleyfa

Mynd með frétt
Kvörðunarþjónusta Neytendastofu verður lokuð dagana 15. - 23. júlí vegna sumarleyfa starfsmanna. Vinsamlega athugið að þetta á einungis við um kvörðunarþjónustuna, önnur starfsemi stofnunarinnar helst óbreytt. Þeim tækjaeigendum sem þurfa að nálgast tæki sem þegar hafa verið kvörðuð er vinsamlegast bent á að hafa samband við afgreiðsluna. Gleðilegt sumar.
Nánar
25.6.2019

Hættulegar svefnvöggur eða svefnstólar á markaði

Mynd með frétt
Neytendastofa vill vekja athygli á hættulegum vöggum fyrir kornabörn. Að minnsta kosti 50 börn hafa látist í þessum vöggum eða stólum. Nýlega innkallaði Mattel, framleiðandi Fisher Price, allar vöggur af tegundinni Rock‘n Play.
Nánar
19.6.2019

Vaxtaendurskoðunarákvæði ófullnægjandi

Neytendastofu barst erindi vegna skilmála fasteignaláns sem tekið var árið 2005 með vaxtaendurskoðunarákvæði frá Frjálsa fjárfestingarbankanum, nú Arion banka.
Nánar
18.6.2019

Heimkaup innkallar á Stiga barnahjálma

Hættulegur Stiga barnahjálmur
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Vetararsól um innköllun á Stiga barnahjálmum af gerðinni Sum XI. Barnahjálmarnir hafa verið til sölu í netverslun Heimkaups.
Nánar
12.6.2019

Auðkennin Netökuskóli og Netökuskólinn

Neytendastofu barst kvörtun Akt ehf. vegna notkunar Ekils ehf. á auðkennunum netökuskóli og netökuskólinn. Í kvörtuninni kemur fram að Akt sé eigandi orð- og myndmerkisins NETÖKUSKÓLINN og vörumerkið væri skráð hjá Einkaleyfastofunni. Var krafist að Ekli yrði bönnuð öll notkun á auðkenninu.
Nánar
12.6.2019

Jaguar innkallar 48 bifreiðar

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um að innkalla þurfi 48 Jaguar I-Pace bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er að nauðsynlegt er að endurforrita þurfi vélartölvu vegna reikningsskekkju sem varðar bremskukerfi bifreiðanna. Viðkomandi bifreiðareiganda verður tilkynnt um innköllunina símleiðis.
Nánar
11.6.2019

Suzuki innkallar 490 bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Suzuki Bílar ehf um að innkalla þurfi 490 Suzuki Swift bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er að sökum forritunargalla í tölvu fyrir líknarbúnað (Air-Bag) getur búnaðurinn orðið virkur ef afturhurð er skellt aftur.
Nánar
7.6.2019

Bílaumboðið Askja innkallar Mercedes-Benz

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi Mercedes-Benz bifreið. Um er að ræða afturhjóladrifna bifreið með rafmagsstýri. Rannsóknir benda til þess að við ákveðið högg á hjólbarða getur ró á stýrismaskínu brotnað.
Nánar
7.6.2019

Bílabúð Benna innkallar Opel Vivaro-B

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílabúð Benna ehf um að innkalla þurfi Opel Vivaro-B bifreið. Ástæða innköllunarinnar er að handbremsubarki getur veirð gallaður. Viðkomandi bifreiðareiganda verður tilkynnt um innköllunina símleiðis
Nánar
4.6.2019

Bílaumboðið Askja innkallar Mercedes-Benz Sprinter

lógó bílaumboðið Askja
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi Mercedes-Benz Sprinter bifreiðar. Um er að ræða 2 bifreiðar.
Nánar
28.5.2019

Fyrra verð á útsölu Byggt og búið

Neytendastofu bárust ábendingar þar sem kvartað var yfir því að kaffivélar hafi ekki verið seldar á því verði sem var tilgreint sem fyrra verð á raftækjadögum Byggt og búið. Í svörum Byggt og búið kom fram að vegna mikilla gengisbreytinga hafi félagið þurft að hækka verð.
Nánar
27.5.2019

Lengd útsölu hjá ILVU

Neytendastofa hefur bannað versluninni Ilvu að hafa vörur á útsölu lengur en í sex vikur. Fyrirtæki mega aðeins auglýsa verðlækkun ef hún er raunveruleg. Hluti af þeirri reglu eru takmörk fyrir því hversu lengi í senn fyrirtæki geta auglýst verðlækkun.
Nánar
22.5.2019

Auðkennið EKILL

Neytendastofu barst erindi ökuskólans Ekils ehf. þar sem kvartað var yfir að ökuskólinn Akt ehf. notaði auðkennið EKILL sem leitarorð á leitarvefnum Google. Í svari Akt var því hafnað að Ekill nyti einkaréttar á orðinu þrátt fyrir að Ekill hefði skráð það hjá Einkaleyfastof
Nánar
20.5.2019

Innköllun á KIA Niro

lógó bílaumboðið Askja
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi KIA Niro bifreiðar. Um er að ræða 132 bifreiðar af undirtegundunum DE, HEV og PHEV
Nánar
16.5.2019

Innköllun á SMOK tanki fyrir rafrettur.

SMOK tanki fyrir rafrettur
Neytendastofu hefur borist tilkynning um innköllun á SMOK The Cloud Beast - TFV8 tanki fyrir rafrettur í gegnum Safetygate kerfið. Tankur á rafrettum er sá hluti rafrettunnar þar sem vökvinn er geymdur, hitaður og breytt í gufu
Nánar
9.5.2019

Hekla innkallar Audi A3

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu hf um að innkalla þurfi Audi A3 Saloon bifreiðar af árgerð 2018. Um er að ræða 2 bifreiðar.
Nánar
7.5.2019

Bílaumboðið Askja innkallar Mercedes-Benz

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Askja ehf um að innkalla þurfi Mercedes-Benz X-Class. Um er að ræða 8 bifreiðar
Nánar
7.5.2019

Hekla innkallar 246 Volkswagen Polo

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu hf um að innkalla þurfi Volkswagen Polo bifreiðar af árgerð 2018 og 2019. Um er að ræða 246 bifreiðar
Nánar
2.5.2019

Hættuleg vagga

Mynd með frétt
Neytendastofa vill ítreka tilkynningu um innköllun Mattel á Fisher Price vöggum fyrir ungbörn. Samkvæmt upplýsingum sem stofnunin hefur fengið frá Amazon hefur ein vagga Rock 'n Play verið send til Íslands.
Nánar
2.5.2019

BL ehf. innkallar 109 BMW bifreiðar

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um að innkalla þurfi BMW bifreiðar af árgerðunum 2000 til 2003. Um er að ræða 109 bifreiðar af 3 series E39 og 5 series E53
Nánar
2.5.2019

Brimborg innkallar Ford Mustang og Ford GT

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf um að innkalla þurfi Ford Mustang og Ford GT bifreiðar af árgerðunum 2005 til 2014. Um er að ræða 44 bifreiðar
Nánar
30.4.2019

SUNDVIK skiptiborð/kommóða IKEA geta verið hættuleg

Skiptiborð IKEA
Neytendastofa vekur athygli á tilkynningu frá IKEA um mögulega hættu ef SUNDVIK skiptiborð/kommóða ef hún er er notað á rangan hátt. Í tilkynningunni kemur fram að IKEA hafa borist þrjár tilkynningar um atvik þar sem skiptiborðið/platan hefur losnað og barn dottið af skiptiborðinu.
Nánar
30.4.2019

Múrbúðin innkallar þrefaldan SAN tröppustiga

Stigi frá Múrbúðinni
Neytendastofu hefur borist tilkynning um innköllun á þreföldum SAN Tröppustiga frá Múrbúðinni. Komið hefur í ljós að í einni sendingu af SAN þreföldum tröppu-stigum vantaði öryggisband á einhverja stiga.
Nánar
29.4.2019

Ford innkallar Mustang, Edge, Ranger og Lincoln MKX

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf um að innkalla þurfi Ford bifreiðar af árgerðunum 2007 til 2010.
Nánar
26.4.2019

BL ehf. innkallar Isuzu D-Max

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um að innkalla þurfi Isuzu D-Max bifreiðar af árgerð 2018. Um er að ræða 17 bifreiðar.
Nánar
24.4.2019

BL ehf innkallar Nissan Qashgai bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um að innkalla þurfi Nissan Qashqai bifreiðar af árgerð 2018. Alls er um að ræða 10 bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að þéttir fyrir stýringu kæliviftu getur bilað. Viðgerð felst í því að skipt verður um kæliviftu umræddra bifreiða. Viðkomandi bifreiðareigendum verður tilkynnt um innköllunina bréfleiðis.
Nánar
24.4.2019

BL innkallar Subaru

Subaru vörumerki
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um að innkalla þurfi Subaru bifreiðar af árgerðunum 2011 til 2014. Um er að ræða 189 bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er sú að loftpúðar bifreiðanna gætu verið gallaðir.
Nánar
23.4.2019

Toyota innkallar Toyota og Lexus bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um að innkalla þurfi Toyota og Lexus bifreiðar af árgerð 2019. Um er að ræða 74 Toyota Corolla bifreiðar, 63 Toyota Rav4 Bifreiðar og 2 Lexus UX bifreiðar
Nánar
17.4.2019

Fullyrðingar Guide to Iceland um mesta úrval ferða og lægsta verðið

Neytendastofu barst ábending vegna fullyrðinga á heimasíðu Guide to Iceland. Um var að ræða fullyrðingar um stöðu fyrirtækisins á markaði. Neytendastofa fór fram á að fyrirtækið sannaði fullyrðingar um að það biði upp á mesta úrval ferða á Íslandi og lægsta verðið. Guide to Iceland sendi ekki fullnægjandi sönnunargögn fyrir fullyrðingunum og komst Neytendastofa því að þeirri niðurstöðu að þær væru ósannaðar og veittu rangar upplýsingar um stöðu félagsins á íslenskum markaði.
Nánar
17.4.2019

Facebook breytir skilmálum sínum og skýrir notkun á gögnum

Að kröfu framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins og neytendayfirvalda í Evrópu hefur Facebook breytt skilmálum sínum og skýrt fyrir neytendum notkun sína á gögnum um þá. Krafan var gerð í kjölfar rannsóknar á notkun Facebook á gögnum.
Nánar
16.4.2019

Auðkennið PRENTLIST

Neytendastofu barst erindi Prentlistar sf. þar sem kvartað var yfir notkun einkafirmans Plakats á auðkenninu PRENTLIST á vefsíðunni prentlist.is. Prentlist taldi hættu á að starfsemi fyrirtækjanna yrði ruglað saman. Auðkennin væru samskonar og báðir aðilar starfandi á skyldum mörkuðum, þ.e. prentþjónustu. Plakat hafnaði kröfum Prentlistar og taldi auðkennið vera of almennt og lýsandi fyrir starfsemina. Auk þess væri starfsemi fyrirtækjanna og markhópar gjörólíkir.
Nánar
16.4.2019

Tilboðsauglýsingar husgögn.is

Neytendastofu bárust ábendingar um að Barnaheimilið ehf., rekstraraðili vefverslunarinnar husgogn.is, hefði auglýst barnakerrurnar Baby Jogger Elite ásamt fylgihlutum með afslætti í meira en sex vikur. Við eftirgrennslan Neytendastofu kom í ljós að verslunin hafði auglýst umræddan afslátt á heimasíðu sinni samfellt í a.m.k. 12 vikur.
Nánar
15.4.2019

Verðmerkingar hjá 18 af 33 dekkjaverkstæðum í lagi

Mynd með frétt
Neytendastofa gerði, daganna 1. til 5. apríl sl., könnun á ástandi verðmerkinga hjá 33 dekkjaverkstæðum á höfuðborgarsvæðinu. Afdráttarlaus skylda hvílir á seljendum að birta verð því neytendur eiga að geta séð verðskrá þar sem kemur fram hvað þjónustan kostar og geta út frá því borið saman verð á milli fyrirtækja.
Nánar
15.4.2019

Fisher Price innkallar hættulegar Rock ‘n Play vöggur

Mynd með frétt
Neytendastofa vekur athygli á innköllun Mattel á Fisher Price vöggum fyrir ungbörn. Ástæðan er að vöggurnar eru ekki öruggar þegar börn fara að hreyfa sig. Tilkynnt hefur verið um 30 ungbörn sem hafa látið lífið við það að vaggan valt. Slysin hafa orðið þegar barn snýr sér á hliðina eða veltir sér.
Nánar
15.4.2019

Base Capital gert að greiða dagsektir

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun um að Base Capital skuli greiða dagsektir kr. 100.000 á dag þar til félagið gerir viðeigandi breytingar á markaðsefni sínu og upplýsingum á vefsíðu. Þetta er önnur sektarákvörðunin sem stofnunin tekur vegna sömu viðskiptahátta Base Capital.
Nánar
12.4.2019

Askja innkallar Mercedes-Benz X-Class

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi Mercedes Benz X-Class bifreiðar af árgerð 2017 og 2018. Um er að ræða 15 bifreiðar.
Nánar
12.4.2019

Bílaumboðið Askja innkallar Mercedes Benz X-Class

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi Mercedes Benz X-Class bifreiðar af árgerð 2017 og 2018. Um er að ræða 15 bifreiðar.
Nánar
9.4.2019

Fifa innkallar hættuleg barnahreiður

Barnahreiður BabyDan
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Fífu barnavöruverslun um innköllun á barnahreiðrinu Cuddle Nest Ergo frá Baby Dan vegna köfnunarhættu
Nánar
8.4.2019

Duldar auglýsingar bannaðar

Neytendastofa hefur bannað Heklu og tónlistarmanni að nota duldar auglýsingar á Instagram og facebook. Neytendastofu bárust ábendingar um færslur Heklu og tónlistarmanns á samfélagsmiðlunum Instagram og facebook þar sem hugsanlega væri duldar auglýsingará AudiQ5 bifreið. Neytendastofa krafði Heklu um upplýsingar um hvort endurgjald hefði komið fyrir umfjöllunina og hver aðkoma fyrirtækisins hefði verið að umfjölluninni.
Nánar
5.4.2019

Einkainnflutningur á rafrettum og áfyllingum sem innihalda nikótín

Neytendastofu hafa borist fjölmargar fyrirspurnir og ábendingar á síðustu dögum frá einstaklingum sem flytja sjálfir inn rafrettur eða áfyllingar fyrir þær sem innihalda nikótín. Er því rétt að skýra þá stöðu sem komin er upp eftir gildistöku nýrra laga um rafrettur og áfyllingar fyrir þær, sem tóku gildi 1. mars 2019.
Nánar
5.4.2019

Neytendastofa bannar Ice-co foods hagnýtingu atvinnuleyndarmála

Neytendastofu barst kvörtun Boðtækni og Íslandsfisks vegna hagnýtingar Ice-co Foods á atvinnuleyndarmálum Íslandsfisks. Neytendastofa taldi gögn málsins sýna fram á að Ice-co Foods hafi fært sér í nyt upplýsingar frá fyrrverandi starfsmanni Íslandsfisks sem teljast atvinnuleyndarmál.
Nánar
2.4.2019

Hættulegir barnaburðarpokar

Barnaburðarpoki Little lofe
Neytendastofa vekur athygli á innköllun á hættulegum barnaburðarpoka frá Little Life. Barnaburðarpokinn heitir All Terrain S2. Neytendastofa tekur þátt í sameiginlegu átaki eftirlitsstofnana í Evrópu í að skoða barnaburðarpoka. Komið hefur í ljóst að All Terrian S2 burðarpokinn getur verið hættulegur í notkun
Nánar
29.3.2019

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Neytendastofa komst, með ákvörðun nr. 18/2018, að þeirri niðurstöðu að Frjálsi Fjárfestingarbankinn hafi brotið gegn lögum um neytendalán með því að tilgreina ekki heildarlántökukostnað og árlega hlutfallstölu kostnaðar á fasteignaláni í erlendri mynt. Ennfremur hafi fyrirtækið brotið gegn lögum með því að tilgreina ekki í skilmálum um endurskoðun vaxtaálags við hvaða aðstæður vaxtaálag geti breyst.
Nánar
28.3.2019

Staða ferðamanna vegna rekstrarstöðvunar flugfélaga

Réttarstaða flugfarþega er ólík eftir því hvort flugið er hluti af pakkaferð eða hvort keyptur hefur verið stakur flugmiði. Um sölu pakkaferða gilda lög um um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun nr. 95/2018. Neytendastofu er falið eftirlit með lögunum að öðru leyti en því sem snýr að tryggingaskyldu. Hér er stutt umfjöllun um réttarstöðu þeirra ferðamanna sem keypt hafa pakkaferð.
Nánar
25.3.2019

Lénið eydirinn.is

Neytendastofu barst erindi Meindýraeyðis Íslands þar sem kvartað var yfir notkun fyrirtækisins Meindýraþjónustan á léninu eydirinn.is og netfanginu meindyr@eydirinn.is. Taldi Meindýraeyðir Íslands að að hætta væri á ruglingi milli fyrirtækjanna, en Meindýraeyðir Íslands er með lénið eydir.is og netfangið meindyr@eydir.is
Nánar
22.3.2019

Hættulegur barnaburðarpoki innkallaður

Bieco´s burðarpoki
Neytendastofa hefur fyrirskipað innköllun og bannað sölu- og afhendingu á barnaburðarpoka frá Bieco´s sem fengist hefur í verslun Ólavía og Oliver. Kom í ljós við prófun að burðarpokinn er ekki öruggur fyrir börn.
Nánar
22.3.2019

Kvarðanir hitamæla liggja tímabundið niðri

Mynd með frétt
Til að tryggja rekjanleika þeirra kvarðana sem kvörðunarþjónusta Neytendastofu býður upp á er nauðsynlegt að búnaður hennar sé kvarðaður af faggiltum prófunarstofum og/eða landsmælifræðistofnunum.
Nánar
21.3.2019

Fífa innkallar barnaburðarpoka

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Fífu barnavöruverslun um innköllun á barnaburðarpokum frá Mini monkey. Um er að ræða tvær tegundir Sling Unlimited 4 in 1 og Sling unlimited 7 in 1. Barnaburðarpokarnir geta verið hættulegir þar sem þeir geta rifnað.
Nánar
14.3.2019

Bílabúð Benna innkallar 8 bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílabúð Benna ehf um að innkalla þurfi Porsche bifreiðar af tegundunum Macan og Cayanne bifreiðar af árgerðunum 2017 til 2018. Um er að ræða 8 bifreiðar.
Nánar
14.3.2019

BL innkallar 429 bifreiðar.

Subaru vörumerki
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um að innkalla þurfi Subaru Forester og Impreza XV bifreiðar af árgerðunum 2012 til 2015. Um er að ræða 429 bifreiðar.
Nánar
11.3.2019

Húsgagnaheimilið innkallar barnaburðarpoka

Innkallaður barnaburðarpoki
Neytendastofa vekur athygli á innköllun frá Húsgagnaheimilinu á hættulegum barnaburðarpoka frá Child Wheels by Childhome. Á pakkningunni stendur 3-way baby carriers og þeir heita Childhome Superstar. Framleiðandinn tilkynnti um innköllun eftir að í ljós kom að burðarpokinn væri hættulegur í notkun fyrir barnið.
Nánar
8.3.2019

Toyota innkallar Lexus

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um að innkalla eina Lexus bifreið af árgerð 2018.
Nánar
6.3.2019

BL ehf. Innkallar Subaru Legacy og Outback

Subaru vörumerki
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um að innkalla þurfi Subaru Legacy og Outback bifreiðar af árgerðunum 2018. Um er að ræða 37 bifreiðar.
Nánar
4.3.2019

Bílaumboðið Askja innkallar Mercedes-Benz Actros

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi Mercedes-Benz Actros vörubifreiðar af gerðunum 963 og 964. Um er að ræða 13 vörubifreiðar.
Nánar
1.3.2019

Ný lög um rafrettur

Neytendastofa fer með markaðseftirlit með nýjum lögum um rafrettur og áfyllingar sem taka gildi í dag. Héðan í frá má aðeins flytja inn og selja rafrettur sem eru með barnalæsingu og teljast öruggar, þannig að þær leki ekki og að í þeim sé búnaður sem tryggir áfyllingu án leka
Nánar
28.2.2019

Brimborg innkallar 155 Ford bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf um að innkalla þurfi Ford bifreiðar af árgerðunum 2016 til 2018. Um er að ræða 155 bifreiðar af gerðunum Kuga, FOcus, C-MAX, S-MAX, Mondeo, Galacy og Transit Connect.
Nánar
28.2.2019

Kallað eftir skýrum og greinargóðum upplýsingum um verð og afslætti í netviðskiptum

Mynd af köku sem sýnir hlutfall
Neytendastofa tekur reglulega þátt í samræmdum skoðunum (e. sweep) á vefsíðum sem selja neytendum vörur eða þjónustu á Evrópska efnahagssvæðinu. Þessar skoðanir eru gerðar til þess að kanna hvort löggjöf sem tryggir réttindi neytenda sé brotin og, ef svo er, að koma málum í betra horf.
Nánar
26.2.2019

Fyrra verð á útsölu Húsgagnahallarinnar

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun gagnvart Húsgagnahöllinni vegna kynningar fyrirtækisins á lækkuðu verði án þess að geta sýnt fram á raunverulega verðlækkun. Neytendastofa bárust ábendingar þar sem kvartað var yfir því að sófi hafi ekki verið til sölu á því verði sem var tilgreint sem fyrra verði
Nánar
25.2.2019

Neytendastofa sektar Elko

Neytendastofa hefur lagt stjórnvaldssekt á Elko vegna ófullnægjandi upplýsinga í auglýsingum félagsins um vaxtalaus lán. Í lögum um neytendalán segir með skýrum hætti hvaða upplýsingar eiga að koma fram um lán þegar þau eru auglýst. Þegar neytendur eru upplýstir um vexti eða kostnað láns þurfa því þær
Nánar
20.2.2019

Hekla innkallar Skoda

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu hf um að innkalla þurfi Skoda bifreiðar af árgerðunum 2018 (maí) til 2018 (júlí). Um er að ræða 45 bifreiðar. Níu Karoq bifreiðar og 36 Octavia.
Nánar
18.2.2019

Brimborg innkallar Mazda BT-50

vörumerki Mazda
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf um að innkalla þurfi Mazda bifreiðar af árgerðunum 2006 til 2011. Um er að ræða 23 bifreiðar af gerðinni BT-50. Ástæða innköllunarinnar er sú að loftpúðar bifreiðanna gætu verið gallaðir.
Nánar
14.2.2019

Hagkaup innkallar Squish-Dee-Lish kreisti fígúrur

Squish-Dee-Lish  kreisti fígúru
Neytendastofu hefur borist tilkynning um hættulegt leikfang frá safety Gate kerfinu. Um er að ræða kreisti fígúrur sem kallast Squish-Dee-Lish. Prófanirnar leiddu í ljós að smáhlutir sem festir eru við leikfangið geta auðveldlega losnað af og valdið köfnunarhættu.
Nánar
12.2.2019

Úrskurður áfrýjunarnefndar neytendamála

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Neytendastofu nr. 17/2018. Með ákvörðuninni taldi Neytendastofa að Arion banki hefði brotið gegn þágildandi lögum um neytendalán með því að byggja vaxtaendurskoðun neytendaláns á samningsskilmálum sem tilgreindu ekki við hvaða aðstæður vextir breytist.
Nánar
8.2.2019

Hættulegt prumpuslím í verslunum hérlendis

Mynd með frétt
Neytendastofu hafa borist tilkynning í gegnum Safety Gate kerfið um hættulegt leikfangaslím sem heitir Noise Putty. Þegar leikfangið var prófað kom í ljós að það innihélt of mikið magn af bórati. Bórat getur borist inn í líkamann við handfjötlun í gegnum húð.
Nánar
7.2.2019

Innköllun á Honda bifreiðum

Vörumerki Honda
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bernhard ehf um að innkalla þurfi Honda bifreiðar af árgerðunum 2010 til 2015. Um er að ræða 576 bifreiðar af gerðunum Accord, Jazz og CR-V.k.
Nánar
5.2.2019

Dagsektir lagðar á tannlæknastofur

Neytendastofa gerði könnun í júlímánuði 2018, á upplýsingagjöf hjá tannlæknastofum landsins. Skoðaðar voru vefsíður 22 tannlæknastofa á landinu. Könnunin snéri að ástandi verðmerkinga á vefsíðum fyrirtækjanna þar sem skylt er að gefa upp verð bæði þar sem þjónusta er kynnt og seld.
Nánar
4.2.2019

Heimkaup innkallar barnaburðarpoka

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heimkaup um innköllun á barnaburðarpokum frá Mini monkey. Um er að ræða tvær tegundir Sling Unlimited 4 in 1 og Sling unlimited 7 in 1. Barnaburðarpokarnir geta verið hættulegir þar sem þeir geta rifnað.
Nánar
1.2.2019

Pönnukökupönnur innkallaðar.

Pönnukökupanna
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Svanhóli ehf. um innköllun á gölluðum pönnukökupönnum. Kemur fram að í verslanir fóru óvart um 100 stk. pönnukökupönnur þar sem halli handfangs er ekki réttur. Þessi galli veldur því að erfitt er að handleika pönnuna við bakstur
Nánar
31.1.2019

Iceland innkallar hættulegt leikfangaslím

Leikfangaslím
Neytendastofu hafa borist fjölda tilkynninga um Safety Gate kerfið um hættulega slím sem börn eru að leika sér með. Eitt af þeim er tvílitað leikfangaslím frá Toi-Toys. Þegar leikfangið var prófað
Nánar
31.1.2019

Fullyrðingar um ódýrast og frítt hjá BaseParking

Neytendastofa hefur lagt 250.000 kr. stjórnvaldssekt á Base Capital ehf. vegna BaseParking, fyrir að brjóta gegn fyrri ákvörðun stofnunarinnar. Með ákvörðun Neytendastofu nr. 1/2018 bannaði stofnunin BaseParking m.a. að birta fullyrðingar um ódýrustu bílastæðin.
Nánar
30.1.2019

Fyrra verð á skanva.is villandi

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun gagnvart Skanva ehf., rekstraraðila vefsíðunnar skanva.is, vegna kynningar fyrirtækisins á lækkuðu verði án þess að geta sýnt fram á raunverulega verðlækkun. Neytendastofu bárust ábendingar frá neytendum þar sem kvartað var yfir því að vörur á vefsíðunni hafi ekki verið til sölu á fyrra verði.
Nánar
28.1.2019

Hættulegur leikfangahljóðnemi innkallaður

Innkallaður hljóðnemi leikfang
Neytendastofa hefur fyrirskipað innköllun og bannað sölu- og afhendingu á leikfangahljóðnemanum “Microphone with light”, vörunr. 29389 hjá versluninni Leikfangalandi. Kom í ljós við prófun að varan brotnaði auðveldlega og við það gátu litlar hnapparafhlöður dottið úr.
Nánar
25.1.2019

Hekla ehf. innkallar Volkswagen

Volkswagen vörumerkið
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu hf um að innkalla þurfi 20 Volkswagen Golf og Volkswagen T-Roc bifreiðar sem framleiddar voru á árið maí til ágúst 2018
Nánar
22.1.2019

Ákvörðun Neytendastofu felld úr gildi

Neytendastofa bannaði Íslenska gámafélaginu notkun á auðkenninu „Örugg eyðing gagna“ með ákvörðun nr. 6/2018.
Nánar
21.1.2019

Fullyrðingar um virkni Lifewave vara

Neytendastofa barst ábending vegna fullyrðinga á Facebook síðunni Betri heilsa án lyfja um Lifewave vörur. Auk þess var um að ræða fullyrðingar í auglýsingabæklingi á vörunum.
Nánar
21.1.2019

Toyota innkallar 2245 bifreiðar

Lógó toyota
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um að innkalla þurfi Toyota bifreiðar af árgerðunum 2003 til 2008 og 2015 og 2018. Um er að ræða 2245 bifreiðar af gerðunum Yaris árg 2015 -2018 (1556 eintök), Hilux árg 2015 til 2018 (176 eintök), Auris árg 2003 til 2008 (317 eintök) og Corolla árg 2003 til 2008(23 eintök). Ástæða innköllunarinnar er sú að loftpúðar bifreiðanna gætu verið gallaðir.
Nánar
16.1.2019

Opinbert samráð til að afla upplýsinga um framkvæmd tilskipunar um neytendalán

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins er með opinbert samráð til að safna upplýsingum um virkni neytendalánatilskipunarinnar (2008/48 / EB). Tilskipunin tryggir neytendum rétt til að falla frá lánssamninginn innan 14 daga, rétt til greiðslu fyrir gjalddaga og leggur á lánveitendur skyldu til að meta lánshæfi áður en samningur er gerður. Tilskipunin tryggir einnig að allir neytendur í Evrópusambandinu fái staðlað eyðublað, sem auðvelt er að nota til þess að bera saman helstu eiginleika mismunandi lánstilboða áður en samningur er gerður.
Nánar
15.1.2019

Fullyrðingar Törutrix um virkni Golden Goddess andlits serum

Neytendastofu barst ábending vegna fullyrðinga fyrirtækisins Törutrix ehf. um virkni vöru á þeirra vegum. Um var að ræða fullyrðingar í auglýsingum á vörunni Golden Goddess andlits serum.
Nánar
14.1.2019

Bílaumboðið Brimborg innkallar Citroén C1

Brimborg vörumerkið
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg um að innkalla þurfi 10 Citroén C1 bifreiðar sem framleiddar voru á árunum 2006 til 2007. Ástæða innköllunar er sú að líming afturrúðu gæti verið óþétt.
Nánar
11.1.2019

BL Hyundai innkallar KONA EV

Lógó Hyundai
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL Hyundai Kauptúni 1 í Garðabæ, að innkalla þurfi 66 Hyundai KONA EV bifreiðar sem framleiddar voru árið 2018.
Nánar
9.1.2019

Villandi auglýsingar Sölufélags Garðyrkjumanna ehf.

Neytendastofu barst erindi Innnes ehf. þar sem kvartað var yfir auglýsingaherferð Sölufélags garðyrkjumanna á innlendu grænmeti og ávöxtum. Eiga auglýsingarnar það sammerkt að viðskiptavinur gengur um verslun, tekur upp grænmeti eða ávöxt sem á stendur „Imported“ (ísl. innflutt),
Nánar
8.1.2019

Tölvutek sektað vegna villandi viðskiptahátta

Neytendastofa hefur lagt 250.000 kr. stjórnvaldssekt á Tölvutek fyrir villandi fullyrðingar í auglýsingum.
Nánar
4.1.2019

Sölubann sett á Wonlex krakka snjallúr.

Neytendastofa kannaði snjallúr í samstarfi við Póst- og fjarskiptastofnun og Persónuvernd. Í framhaldi af því hefur Neytendastofa bannað sölu og afhendingu á Wonlex krakka snjallúrum
Nánar
4.1.2019

Fullyrðingar Artasan ehf. um virkni varanna Rosalique, Effitan og Brizo bannaðar

Neytendastofu bárust ábendingar vegna nokkurra fullyrðinga í auglýsingum fyrirtækisins Artasan ehf. um virkni vara á þeirra vegum. Um var að ræða fullyrðingar í auglýsingum á kreminu Rosalique, flugnafælunni Effitan og fæðubótarefninu Brizo.
Nánar
3.1.2019

Bílaumboðið Askja innkallar Mercedes-Benz

lógó bílaumboðið Askja
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf.um að innkalla þurfi þrjár Mercedes-Benz bifreiðar af tegundunum Setra og Tourismo sem framleiddar voru á árunum 2016 til 2018
Nánar
2.1.2019

Áfrýjunarnefnd neytendamála staðfestir ákvörðun Neytendastofu

Neytendastofa lauk ákvörðun gagnvart Toyota á Íslandi hf. í júní s.l. vegna auglýsinga um að Toyota Hybrid bifreiðar væru 50% rafdrifnar. Komst Neytendastofa að þeirri niðurstöðu að auglýsingar væru villandi þar sem skilja mætti fullyrðinguna með tvennum hætti
Nánar
28.12.2018

Skjalasaga í 100 ár til Þjóðskjalasafns Íslands

Mynd með frétt
Þann 14. nóvember 1917 staðfesti Kristján tíundi konungur Danmerkur lög nr. 78/1917 um mælitæki og vogaráhöld sem tóku gildi 1. janúar 1919. Í lögunum var kveðið á um að setja skyldi á stofn „löggildingarstofu“ í Reykjavík sem skyldi annast einkasölu og löggildingu mælitækja, einnig verklegt eftirlit með mælitækjum hér á landi.
Nánar
27.12.2018

Auðkennið BOX

Neytendastofu barst erindi Boxins verslunar þar sem kvartað var yfir notkun fyrirtækisins RSF ehf. á heitinu „BOX“ í auglýsingum á vegum félagsins. Taldi Boxið verslun að notkun RSF ehf. á heitinu væri til þess fallið að valda ruglingi milli fyrirtækjanna.
Nánar
21.12.2018

Nova boltar bannaðir

Innkallaðir Nova boltar
Neytendastofa hefur bannað afhendingu á NOVA boltum í kjölfar ábendingar um að boltarnir gætu verið hættulegir ungum börnum. Kom fram að boltarnir væru ekki CE-merktir og saumar boltans hefðu rifnað. Við það hafi innihald boltans orðið aðgengilegt börnum.
Nánar
20.12.2018

Afturköllun og sölubann á snjallúrum ætluð börnum

Mynd með frétt
Neytendastofa hefur bannað sölu- og afhendingu á krakka snjallúrunum ENOX Safe-Kid-One, sem voru seld og markaðssett í netverslun hjá Hópkaup. Stofnunin hefur einnig gert kröfu um að Hópkaup innkalli úrin frá kaupendum. Fyrirtækið skal einnig birta fréttatilkynningu um innköllunina.
Nánar
18.12.2018

Hekla innkallar Mitsubishi

Vörumerki Mitsubishi
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu hf.um að innkalla þurfi Mitsubishi ASX árgerð 2011 – 2012. Outlander og Lancer árgerð 2008 – 2012 með 2.0 lítra og 2.4 lítra bensínvél
Nánar
11.12.2018

Toyota innkallar 4021 bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um að innkalla þurfi Toyota bifreiðar af árgerðunum 2000 til 2007. Um er að ræða 4021 bifreiðar af gerðunum Avensis (1654 eintök), Corolla (2159 eintök), Verso (185 eintök) og Yaris (23 eintök).
Nánar
11.12.2018

Harley Davidson mótorhjól, innköllun frá Safty gate kerfinu

Neytendastofa vekur athygli á innköllunum frá Safety gate kerfinu um Harley Davidson mótorhjól sem kunna að vera til á Íslandi. Umrædd mótorhjól eru ekki með eiginlegan þjónustuaðila á Íslandi en gætu hafa verið flutt til landsins af einstaklingum.
Nánar
4.12.2018

Hekla innkallar 957 Mitsubishi

Vörumerki Mitsubishi
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Hekla hf um innköllun á 957 Mitsubishi bifreiðum af árgerðunum 2017 til 2019. Um er að ræða tegundirnar ASX, (árgerðir 2018 - 2019), Eclipse Cross (árgerðir 2018) Outlander (árgerðir 2017 - 2018) og Outlander PHEV (árgerðir 2017 - 2018).
Nánar
3.12.2018

Hekla innkallar 1611 Mitsubishi bifreiðar

Vörumerki Mitsubishi
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Hekla hf um innköllun á 1611 Mitsubishi bifreiðum af árgerðunum 2017 til 2018. Um er að ræða tegundirnar ASX, Eclipse (árgerð 2018) , Outlander og Outlander PHEV (árgerðir 2017 - 2018).
Nánar
29.11.2018

Toyota innkallar 761 Aygo bifreiðar

Lógó toyota
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um að innkalla þurfi Toyota Aygo bifreiðar af árgerðunum 2005 til 2014. Um er að ræða 761 bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er sú að möguleiki er fyrir hendi að rúða við afturhlera getur losnað að hluta vegna ófullnægjandi límingar.
Nánar
27.11.2018

IKEA innkallar GLIVARP stækkanlegt borð

IKEA borð
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá IKEA vegna innköllunar á GLIVARP stækkanlegu borði vegna hættu á að stækkunarplata losni. Í tilkynningu IKEA kemur fram að borist hafa tilkynningar um að stækkunarplatan losni úr brautinni sem henni er rennt eftir og detti af. IKEA hvetur alla viðskiptavini sem eiga hvítt GLIVARP borð til að skila því í IKEA og fá að fullu endurgreitt eða nýtt borð. Ekki er nauðsynlegt að sýna greiðslukvittun.
Nánar
15.11.2018

Hvernig er best að versla á netinu

Mynd með frétt
Neytendastofa tekur þátt í átaksverkefni Efnahags og framfarastofnunar OECD sem miðar að því að hjálpa neytendum að versla öruggar vörur á netinu. Verslun á netinu verður sífellt algengari meðal Íslendinga og annarra þjóða. Þessari breyttu kauphegðun fylgja margskonar áskoranir. Þó að margar netverslanir séu til fyrirmyndar eru til dæmi um hið gagnstæða.
Nánar
15.11.2018

Auðkennið RVK EVENTS

Neytendastofu barst erindi RVK Studios ehf. og Sögn ehf. þar sem kvartað var yfir notkun RVK Events ehf. á heitinu RVK Events. RVK Studios og Sögn töldu hættu á að starfsemi fyrirtækjanna yrði ruglað saman.
Nánar
14.11.2018

Neytendastofa sektar Tölvulistann

Neytendastofa hefur lagt stjórnvaldssekt á Tölvulistann vegna fullyrðinga um „lægra verð“, „betra verð“ og „60 gerðir“ í auglýsingum Tölvulistans.
Nánar
13.11.2018

Brimborg innkallar Ford Edge

Brimborg vörumerkið
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf að innkalla þurfi dísel Ford Edge bifreiðar af árgerðunum 2015 til 2018. Um er að ræða 113 bifreiðar.
Nánar
6.11.2018

Ótilkynntar rafrettur verða ólöglegar 1. mars 2019

Nú eiga allir sem hyggjast flytja inn og selja rafrettur og áfyllingar með nikótíni, eftir 1. mars. 2019, að tilkynna vörurnar til Neytendastofu
Nánar
29.10.2018

Efna- og köfnunarhætta af squishies

Mynd af squishies, kreisti-leikfang
Fyrr á árinu birti umhverfisstofnun í Danmörku niðurstöður úr prófunum á 12 mismunandi „Squishies“ kreisti leikföngum. Reyndust allar vörurnar innihalda skaðleg efni, sem gátu m.a. valdið ófrjósemi og krabbameini. Sjá má myndir af þeim hér: https://mst.dk/media/150400/squishe-der-advares-imod.pdf. Í framhaldi voru tvær tegundir af leikföngum innkallaðar hér á landi
Nánar
26.10.2018

Bílabúð Benna ehf. innkallar Opel Astra og Opel Mokka.

Mynd með frétt
Að beiðni Opel hefur Bílabúð Benna innkallað 88 Opel Astra bifreiðar af árgerðunum 2016 og 2017 og 18 Opel Mokka bifreiðar af árgerðunum 2017 og 2018. Um er að ræða bifreiðar með 1.4L bensínvélum.
Nánar
16.10.2018

Villandi fullyrðingar

Neytendastofu barst ábending vegna fullyrðingar um virkni fótboltadróna sem fyrirtækið Vidcom Ísland ehf. selur. Utan á umbúðum drónans stendur: „Náðu margra klukkustunda skemmtun með fótbolta-drónanum – fljúgandi, upplýsti dróninn sem þú stjórnar með höndunum“.
Nánar
16.10.2018

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Með ákvörðun Neytendastofu í bréfi komst Neytendastofa að því að ekki væri tilefni til aðgerða vegna kvörtunar neytanda tengdum kaupum á bátsvél og markaðssetningarefni á téðum bátsvélum.
Nánar
15.10.2018

Auðkennið MY LETRA

Neytendastofu barst erindi Hvergilands ehf. f.h. verslunarinnar Myconceptstore, þar sem kvartað var yfir notkun vefverslunarinnar My Letra á auðkenninu My Letra yfir skartgripi sem væru til sölu hjá vefversluninni. Vísaði Myconcepstore m.a. til þess að fyrirtækið hefði framleitt skartgripi undir heitinu MY Letter frá árinu 2015.
Nánar
8.10.2018

Nettó innkallar “Chalk-a-doos” krítarleikfangapakka

Innkallaðar krítar Nettó
Neytendastofa vekur athygli á innköllun Nettó á krítarleikfangapakkanum “Chalk-a-doos”, sem verslunin hafði til sölu fyrir stuttu. Alls seldust um 18 eintök af pökkunum.
Nánar
5.10.2018

Villandi auglýsingar á orkudrykknum Ripped bannaðar

Neytendastofu bárust ábendingar um fullyrðingar í auglýsingum Fitness Sport á orkudrykknum Ripped. Fullyrðingarnar vörðuðu annars vegar meintan heilsufarslegan ávinning af neyslu orkudrykkjarins og hins vegar vinsældir hans. Í kjölfar ábendinganna óskaði Neytendastofa eftir skýringum Fitness Sport.
Nánar
5.10.2018

Fyrirkomulag gjaldtöku vegna markaðssetningar á rafrettum sem innihalda nikótín

Velferðarráðuneytið hefur á vefsíðu sinni tilkynnt hvernig fyrirkomulagi við gjaldtöku vegna markaðssetningar á rafrettum sem innihalda nikótín verður háttað. Þar kemur fram að samkvæmt þeirri útfærslu við gjaldtöku sem Neytendastofa vinni að, sé ekki gert ráð fyrir að tilkynningargjald leggist á smásala, nema í þeim tilvikum sem viðkomandi smásali kjósi sjálfur að tilkynna vöru á markað.
Nánar
3.10.2018

BL ehf. innkallar Subaru

Subaru vörumerki
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf að innkalla þurfi Subaru Legacy og Subaru Outback bifreiðar af árgerðunum 2010 til 2014. Um er að ræða 137 bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er að þéttir og segulhringur í stjórnb
Nánar
2.10.2018

Duldar auglýsingar bannaðar

Neytendastofa hefur bannað fyrirtækjunum Origo hf., Sahara Media ehf. og tveimur bloggurum á trendnet.is að nota duldar auglýsingar. Neytendastofu bárust ábendingar vegna bloggfærslna á vefsíðunni Trendnet þar sem fjallað var um vöru Origo hf. Ábendingarnar lutu að því að hugsanlega væri um markaðssetningu að ræða en slíkt væri hins vegar ekki tekið fram.
Nánar
1.10.2018

Toyota innkallar Avensis árgerð 2006

Lógó toyota
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi að innkalla þurfi tvær Toyota Avensis bifreiðar af árgerðinni 2006. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að hliðarloftpúðar í framsætum virki ekki sem skyldi.
Nánar
27.9.2018

Ertu með alvöru endurskinsmerki?

Það er sérstaklega mikilvægt að vera áberandi og vel merktur þegar farið er að skyggja. Neytendastofa vill brýna fyrir neytendum að skoða allar merkingar á endurskinsmerkjum áður en þau eru notuð.
Nánar
25.9.2018

Innköllun á Kia Picanto TA

lógó bílaumboðið Askja
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju að innkalla þurfi 64 Kia Picanto TA bifreiðar af árgerðinni 2011-2012.
Nánar
21.9.2018

Auðkennið Veiðimaðurinn

Neytendastofu barst erindi Bráðar ehf. þar sem kvartað var yfir notkun Veiðimannsins ehf. á heitinu „Veiðimaðurinn“. Vísaði Bráð til þess að félagið ætti skráð orð- og myndmerkið VEIÐIMAÐURINN 1940 og hefði forgangsrétt til heitisins
Nánar
18.9.2018

Upplýsingar á vefsíðum fjarskiptafyrirtækja ekki í lagi

Neytendastofa tók þátt í samræmdri skoðun Evrópusambandsins (s.k. sweep) á vefsíðum fjarskiptafyrirtækja. Könnunin snéri m.a. að því hvort fram kæmu með nægilega skýrum hætti upplýsingar um þjónustuveitanda, vörur og þjónustu, verð og samningsskilmála á vefsíðunum.
Nánar
17.9.2018

Honda innkallar bifhjól af gerðinni CRF100FA

Vörumerki Honda
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bernhard ehf að innkalla þurfi Honda bifhjól af gerðinni CRF100FA bifreiðar af árgerðinni 2016. Ástæða innköllunar er að pinni í standara getur brotnað sem gæti valdið að standarinn detti niður í akstri eða haldi ekki þegar hjólinu er lagt
Nánar
14.9.2018

Húsasmiðjan innkallar barnarólu.

Innkölluð barnaróla
Neytendastofa vekur athygli á innköllun Húsasmiðjunnar á barnarólum. Rólurnar voru selda í þremur litum blá, rauð og gul. Í leiðbeiningum frá framleiðanda sem fylgja með rólunni kom fram að varan var fyrir börn eldri en 3 ára og undir 40kg
Nánar
13.9.2018

Tilkynningareyðublað fyrir innflytjendur á rafrettum og áfyllingar fyrir þær sem innihalda nikótín

Rafræn eyðublöð vegna tilkynninga á rafrettum og áfyllinga fyrir þær sem innihalda nikótín hafa nú verið tekin til notkunar hjá Neytendastofu. Innflytjendum og framleiðendum að slíkum vörum er skylt að tilkynna vöruna sex mánuðum fyrir markaðssetningu
Nánar
12.9.2018

GG Sport innkallar Apollo klifurbelti

Mynd með frétt
Neytendastofa vekur athygli á innköllun GG Sport á Apollo klifurbelti frá Grivel vegna slysahættu.
Nánar
11.9.2018

Bílaumboðið Askja innkallar Kia Picanto TA

lógó bílaumboðið Askja
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju að innkalla þurfi 64 Kia Picanto TA af bifreiðar af árgerðinni 2011-2012. Ástæða innköllunarinnar er að eldsneytishosur milli eldsneytistanks og áfyllingarrörs
Nánar
10.9.2018

Toyota á Íslandi að innkallar 329 Toyota bifreiðar

Lógó toyota
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi að innkalla þurfi 329 Toyota bifreiðar af tegundunum Prius, Prius Plug-in og C-HR Hybrid sem framleiddar voru á árabilinu 2015 til 2018. Um er að ræða 14 Prius Plug-in bifreiðar, 39 Prius bifreiðar og 276 C-HR bifreiðar.
Nánar
7.9.2018

Auðkennið ORG

Neytendastofu barst erindi ORG-Ættfræðiþjónustunnar ehf. þar sem kvartað var yfir notkun verslunarinnar ORG Reykjavík á auðkenninu ORG. ORG-Ættfræðiþjónustan vísaði m.a. til þess að OR
Nánar
6.9.2018

Auglýsingar Öryggismiðstöðvar Íslands hf.

Neytendastofu bárust ábendingar um auglýsingar á Snjallöryggi Öryggismiðstöðvarinnar þar sem boðin væri frí uppsetning. Tilboðið hafi verið í gangi í sjö mánuði þrátt fyrir að í auglýsingunni komi fram að það gildi í mánuð. Í kjölfar ábendinganna óskaði Neytendastofa eftir skýringum Öryggismiðstöðvarinnar.
Nánar
5.9.2018

Nýkaup bannað að villa um fyrir neytendum

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun gagnvart 2211 ehf., rekstraraðila Nýkaup og vefsíðunnar nykaup.is, vegna kynningar fyrirtækisins á lækkuðu verði án þess að geta sýnt fram á raunverulega verðlækkun.​
Nánar
4.9.2018

Fyrra verð á netdill.is villandi

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun gagnvart Netdíl ehf., rekstraraðila vefsíðunnar netdill.is, vegna kynningar fyrirtækisins á lækkuðu verði án þess að geta sýnt fram á raunverulega verðlækkun. Neytendastofu bárust ábendingar frá neytendum þar sem kvartað var yfir því að vörur á vefsíðunni hafi ekki verið til sölu á fyrra verði
Nánar
4.9.2018

Fyrra verð og skilyrði fyrir verðhagræði á vefsíðunni gamatilbod.is

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun gagnvart Stratton ehf., rekstraraðila vefsíðunnar gamatilbod.is, vegna kynningar fyrirtækisins á lækkuðu verði án þess að hafa sýnt fram á verðlækkun. Neytendastofu bárust ábendingar frá neytendum þar sem kvartað var yfir því að vörur á vefsíðunni hafi ekki verið til sölu á fyrra verði
Nánar
31.8.2018

Tilkynningarskylda um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur sem innihalda nikótín

Ný lög um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur sem innihalda nikótín munu taka gildi 1. mars á næsta ári. En nú í september tekur gildi samkvæmt bráðabirgðaákvæði laganna tilkynningarskylda. Samkvæmt henni verða framleiðendur og innflytjendur að tilkynna rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur sem innihalda nikótín til Neytendastofu.
Nánar
29.8.2018

Hyundai innkallar IONIQ PHEV

Lógó Hyundai
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Hyundai á Íslandi að innkalla þurfi 2 Hyundai IONIQ PHEV af bifreiðar af árgerðinni 2015-2017.
Nánar
28.8.2018

Innköllun á Nissan Juke og Nissan NV200

Mynd með frétt
eytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf að innkalla þurfi 15 Nissan Juke bifreiðar og 2 Nissan NV200 sem framleiddar voru 2017.
Nánar
23.8.2018

Bann við óréttmætri mismunun eftir þjóðerni í netviðskiptum

Ný reglugerð ESB gerir seljendum vöru og þjónustu á netinu skylt að veita öllum neytendum rétt til viðskipta á Evrópska efnahagssvæðinu. Mörg dæmi eru þekkt um að neytendur hafa ekki getað fengið vöru eða þjónustu keypta nema þeir séu búsettir á því landi sem netverslunin er starfrækt eða seljandi hefur einhliða ákveðið að selja til ákveðinna landa.
Nánar
22.8.2018

Sölu- og afhendingarbann á JA-RU leikföngum

Mynd með frétt
Í kjölfar ábendingar sem Neytendastofu barst nýlega fóru fulltrúar á vegum stofnunarinnar til að kanna leikföng frá framleiðandanum JA-RU sem seld voru í verslunum hér á landi. Við skoðun kom í ljós að leikföngin voru ekki með viðeigandi merkingar sem eiga að sýna neytendum að varan sé í lagi. Í framhaldinu lagði Neytendastofa sölu- og afhendingarbann á vöruna.
Nánar
15.8.2018

Bílaumboðið Askja innkallar Kia Niro Hybrid

lógó bílaumboðið Askja
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Ösku að innkalla þurfi 125 KIA Niro Hybrid bifreiðar af árgerðinni 2016-2017.
Nánar
6.8.2018

Hekla innkallar Mitsubishi ASX

Vörumerki Mitsubishi
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu hf. að innkalla þurfi Mitsubishi ASX bifreiðar af árgerðinni 2013-2015. Ástæða innköllunar er að vatn getur komist í kúluliði á þurrkunum og valdið tæringu
Nánar
3.8.2018

Ófullnægjandi upplýsingar um fasteignalán til neytanda

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun vegna ófullnægjandi upplýsingagjafar Frjálsa Fjárfestingarbankans hf. um fasteignalán til neytanda í erlendri mynt. Mál þetta hófst með kvörtun frá neytanda vegna tveggja lánssamninga við félagið sem höfðu verið framseldir til Arion banka.
Nánar
2.8.2018

Auðkennið Iceland Highlights

Neytendastofu barst erindi M&T Investment ehf. þar sem kvartað var yfir notkun Iceland Highlights Travel ehf. á auðkenninu Iceland Highlights. M&T Investment vísaði m.a. til þess að einn stofnandi M&T Investment hafi skráð lénið iceland-highlights.com þann 9. nóvember 2015.
Nánar
30.7.2018

Ólögmætt vaxtaendurskoðunarákvæði

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun gagnvart Arion banka hf. vegna ákvæðis um vaxtaendurskoðun veðskuldabréfa Frjálsa Fjárfestingarbankans hf. sem framseld höfðu verið til Arion banka
Nánar
24.7.2018

Ófullnægjandi upplýsingagjöf við lánveitingu

Neytendastofa hefur tekið ákvarðanir gagnvart þremur fyrirtækjum sem veita neytendalán vegna skorts á upplýsingum við lánveitingu.
Nánar
20.7.2018

Airbnb verður að tilgreina fullt verð á gistingu

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ásamt neytendayfirvöldum í Evrópu hafa verið að skoða samningsskilmála Airbnb og verðframsetningu á vefnum út frá löggjöf um neytendavernd.
Nánar
17.7.2018

Pandoro Hobby innkallar squishies

Innkallað skvísleikfang
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Pandoro Hobby í Smáralind. Tilkynningin er tilkomin vegna athugunar Neytendastofu í kjölfar fréttar um skaðleg efni í svokölluðum „Squishies“. Í verslun Pandoro Hobby höfðu tvær tegundir af squishies leikföngum verið seldar, þ.e. skjaldbaka og franskar kartöflur
Nánar
16.7.2018

Neytendastofa sektar Heimkaup vegna TAX FREE auglýsinga

Neytendastofu bárust ábendingar vegna TAX FREE auglýsinga Heimkaupa sem voru dagana 27. maí til 2. júní 2018. Í auglýsingu sem birtist á vefmiðlinum Kjarnanum þann 30. maí 2018,
Nánar
16.7.2018

Sölu- og afhendingarbann á sex tegundir skotelda

Mynd af Innkölluðum skoteldum
Neytendastofa hefur lagt sölu- og afhendingarbann á sex tegundir skotelda. Við eftirlit Neytendastofu um áramótin kom í ljós að skoteldar frá þremur söluaðilum væru ekki í lagi.
Nánar
11.7.2018

IKEA innkallar LURVIG vatnsskammtara fyrir gæludýr

Neytendastofa vekur athygli á innköllun á LURVIG vatnsskammtara fyrir gæludýr frá IKEA vegna hættu á að hundar eða kettir festi höfuðið í honum. Í tilkynningunni kemur fram að IKEA hvetji viðskiptavini til að hætta notkun á vatnsskammtaranum og skila honum.
Nánar
10.7.2018

Nýjar reglur tryggja betri vernd ferðamanna

Þann 1. júlí tóku gildi í Evrópu reglur sem auka rétt ferðamanna sem bóka pakkaferð. Reglurnar hafa verið innleiddar hér á landi en taka ekki gildi fyrr en 1. janúar 2019.
Nánar
10.7.2018

Bílaumboðið Askja innkallar Mercedes-Benz

lógó bílaumboðið Askja
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá bílaumboðinu Öskju hf. um innköllun á 2 Mercedes-Benz bifreiðum af gerðunum C-class og E-class. Innköllunin er vegna þess að Möguleiki er fyrir því að stýristúpa sé ekki nógu jarðtengd.
Nánar
5.7.2018

Hekla innkallar Volkswagen bifreiðar

Volkswagen vörumerkið
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Hekla hf. um innkallanir á 93 Volkswagen up! og Volkswagen Polo bifreiðum árgerð 2016 og 2017, sem framleiddir voru á tilteknu tímabili.
Nánar
2.7.2018

IKEA innkallar PENDLA rafhlaupahjól vegna hættu á að það brotni

Innkallað hlaupahjól
Neytendastofa vekur athygli á innköllun á PENDLA rafhlaupahjóli frá IKEA vegna hættu á að brettið sem staðið er á brotni og valdi slysum. Í tilkynningunni kemur fram að IKEA hvetur viðskiptavini til að hætta notkun á hlaupahjólinu og skila því í verslunina
Nánar
2.7.2018

Innköllun á eldflaug

Innkallað mjúk eldflaug frá Tiger
Neytendastofu hefur borist tilkynning í gegn um RAPEX um innköllun á mjúkdýri sem selt hefur verið í verslunum Söstrene Grene.
Nánar
29.6.2018

Auglýsingar Toyota villandi

Neytendastofa fór fram á að Toyota sannaði fullyrðingu í auglýsingum sínum um að Hybrid bifreiðar væru 50% rafdrifnar. Kom það til í kjölfar ábendinga og kvarta frá neytendum.
Nánar
28.6.2018

Hillumerkingar jurtavara ekki villandi

Neytendastofu barst kvörtun frá Sambandi afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) þar sem kvartað var yfir því hillumerkingum jurtavara. Taldi SAM að merkingarnar væru villandi þar sem notast væri við afurðaheiti mjólkur, s.s. möndlumjólk, hnetusmjör o.fl
Nánar
27.6.2018

Tölvulistanum bönnuð birting fullyrðingarinnar „Aldrei aftur blekhylki“

Neytendastofu barst kvörtun yfir fullyrðingunni „Aldrei aftur blekhylki!“ í auglýsingu Tölvulistans á Epson prentara. Kvörtunin snéri að því að þrátt fyrir þessa fullyrðingu noti prentarinn blek.
Nánar
26.6.2018

Auðkennið Örugg eyðing gagna

Neytendastofu barst erindi Gagnaeyðingar ehf. þar sem kvartað var yfir notkun Íslenska gámafélagsins ehf. á auðkenninu „Örugg eyðing gagna“. Gagnaeyðing vísað til þess að félagið hafi notað slagorðið frá á árinu 1998 og að það hafi verið notað með markvissum hætti frá árinu 2008.
Nánar
19.6.2018

Innköllun á Subaru

Subaru vörumerki
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um innköllun á 2112 Subaru bifreiðum. Um er að ræða Legacy og Outback af árgerðunum 2004 til 2009 og Impreza af árgerðunum 2008 til 2010. Ástæða innköllunarinnar er að spennufall getur myndast í tengi fyrir bensíndælu
Nánar
7.6.2018

Duldar auglýsingar Domino‘s og Íslandsbanka bannaðar

Neytendastofa hefur bannað fyrirtækjunum Pizza-Pizza ehf. og Íslandsbanka hf. að nota duldar auglýsingar. Neytendastofu bárust ábendingar vegna færslna einstaklings á samfélagsmiðlinum Snapchat þar sem fjallað
Nánar
6.6.2018

Áfrýjunarnefnd neytendamála staðfestir ákvörðun Neytendastofu

Í febrúar 2017 kvartaði Ergoline Ísland ehf. yfir samskiptum Pennans ehf. við Íslandsbanka hf. í tengslum við útboð vegna kaupa bankans á húsgögnum. Taldi Ergoline að fullyrðingar Pennans við Íslandsbanka um tiltekin húsgögn væru villandi og fælu í sér óréttmæta viðskiptahætti.
Nánar
5.6.2018

Bílaumboðið Askja innkallar Mercedes-Benz

lógó bílaumboðið Askja
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá bílaumboðinu Öskju hf. um innköllun á 2 Mercedes-Benz bifreiðum af undigerðinni GLE.
Nánar
1.6.2018

Toyota innkallar Corolla og Auris

Lógó toyota
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um endurinnköllun á 65 Corolla og Auris bifreiðum af árgerðunum 2006 til 2010.
Nánar
30.5.2018

Samstarf norræna neytendastofnana stuðlar að öflugri neytendavernd

Mynd með frétt
Neytendastjórnvöld í Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð hittust í Reykjavík 23.-25. maí til að ræða sameiginlegar áskoranir á sviði neytendamála og til að samræma eftirlitsáherslur. Norrænt samstarf verður þróað frekar til að stöðva óréttmæta viðskiptahætti og ósanngjarna samningsskilmála á Norðurlöndunum.
Nánar
29.5.2018

Auglýsingar um Felix tómatsósu bannaðar

Neytendastofu barst erindi Innnes ehf. þar sem kvartað var yfir fullyrðingum í auglýsingum Ásbjörns Ólafssonar ehf. um Felix tómatsósu. Auglýsingarnar sýndu myndskeið þar sem sett var saman máltíð og útlistað hvað færi í hverja máltíð. Í lokin var sýndur háls af tómatsósuflösku og tómatsósa sett út á máltíðna og var þá lesið yfir orðið „sykurleðja“.
Nánar
28.5.2018

Hekla innkallar Volkswagen Polo

Volkswagen vörumerkið
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu hf. um innkallanir á 140 Volkswagen Polo bifreiðum árgerð 2018. Ástæða innköllunar er vegna hættu á að beltislás fyrir vinstra aftursæti getur opnast
Nánar
25.5.2018

Innköllun á hvolpasveitarbúningi hjá Hagkaup, Toys‘r‘us og Partýbúðinni

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning í gegn um RAPEX um innköllun á Bessa hvolpasveitarbúningnum, með vörunúmer 610501. Búningurinn hefur verið seldur í verslunum Hagkaups, Toys‘r‘us og Partýbúðinni.
Nánar
24.5.2018

IKEA innkallar SLADDA reiðhjól

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá IKEA vegna innköllunar á SLADDA reiðhjólum vegna ófullnægjandi öryggis beltadrifsins, sem kemur í stað hefðbundinnar keðju á hjólinu. Beltadrifið getur slitnað fyrirvaralaust og þannig leitt til falls. IKEA innkallar því SLADDA reiðhjólið í varúðarskyni og hvetur viðskiptavini til að hætta notkun þess. IKEA hafa borist ellefu tilkynningar um óhöpp, engin þeirra á Íslandi.
Nánar
22.5.2018

Klettur sala og þjónusta innkallar Scania vörubifreiðar

Scania vörumerkið
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Kletti sölu og þjónustu ehf um innköllun á 11 Scania vörubifreiðum af ágerðum 2014 – 2017. Ástæða innköllunarinnar er að hlífar fyrir metan gaskúta eru ekki fullnægjandi sem getur valdið því að yfirborð gaskútana gætu skemmst.
Nánar
21.5.2018

Bílaumboðið Askja innkallar Mercedes-Benz

lógó bílaumboðið Askja
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju hf. að innkalla þurfi 27 Mercedes-Benz GLC allir skráðir 2018
Nánar
18.5.2018

Bæta þarf upplýsingar á vefsíðum fjarskiptafyrirtækja

Neytendastofa tók þátt í samstarfsverkefni evrópskra neytendayfirvalda sem bjóða fast- eða farsímaþjónustu, internetþjónustu eða hljóð- eða myndstreymi. Neytendastofa skoðaði vefsíður sjö íslenskar fjarskiptafyrirtækja en alls voru skoðaðar 207 síður.
Nánar
18.5.2018

Hekla innkallar Volkswagen

Volkswagen vörumerkið
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Hekla hf. um að innkalla þurfi 9 Volkswagen bifreiðar árgerð 2018. Ástæða innköllunar er sú að framleiðslugalli í stýringu fyrir höfuðpúða á framsætum getur valdið því að höfuðpúðinn losni ef bíllinn lendir í árekstri.
Nánar
15.5.2018

Innköllun á Ford Ranger bifreiðum

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Rapexkerfinu um innköllun á Ford Ranger bifreiðum sem framleiddar voru á tímabilinu 07/10/2016 til 17/11/2016.
Nánar
11.5.2018

Bílaumboðið Askja innkallar Kia Rio bifreiðar

lógó bílaumboðið Askja
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju hf. varðandi innköllun á 132 Kia Rio bifreiðum, árgerð 2016 til 2018.
Nánar
8.5.2018

Innköllun á Britax Römer DUALFIX

Mynd með frétt
Neytendastofu barst tilkynning í gegnum RAPEX kerfið, um innköllun á barnabílstólum frá Britax Römer sem heita DUALFIX og voru seldir á tímabilinu 3. nóvember 2017 - 22. mars 2018
Nánar
7.5.2018

Bílaumboðið ASKJA innkallar KIA Optima

lógó bílaumboðið Askja
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju hf. að innkalla þurfi 32 Kia Optima (JF) plug-in Hybrid bifreiðar árgerð 2016 til 2018.
Nánar
4.5.2018

Verðmerkingar í timbursölum

Neytendastofa gerði athugun á ástandi verðmerkinga í timbursölum á höfuðborgarsvæðinu dagana 26. og 27. maí s.l. Farið var í sex timbursölur hjá verslunum Byko, Húsasmiðjunnar og Bauhaus.
Nánar
3.5.2018

Auðkennið Matarboxið

Neytendastofu barst erindi Boxið verslun ehf. þar sem kvartað var yfir notkun fyrirtækisins Matarboxið ehf. á heitinu „boxið“. Taldi Boxið verslun að notkun Matarboxins á heitinu væri til þess fallið að valda ruglingi milli fyrirtækjanna. Neytendastofa taldi að litir leturgerð og myndræn framsetning auðkenna fyrirtækjanna skildi þau að verulegu leyti að og að ólíklegt væri að neytendur teldu tengsl milli fyrirtækjanna
Nánar
30.4.2018

Hekla innkallar Mitsubishi Outlander

Vörumerki Mitsubishi
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu hf. að innkalla þurfi 167 Mitsubishi Outlander bifreiðar árgerð 2006 til 2012
Nánar
26.4.2018

Innköllun á snudduböndum frá Dr. Brown´s

Mynd með frétt
Neytendastofa vekur athygli á innköllun á hættulegum snudduböndum frá Dr. Browns. Þegar snudduböndin voru prófuð kom í ljós að keðjan slitnar auðveldlega
Nánar
25.4.2018

Innköllun á Nissan Qashqai

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innkallanir á Nissan Qashqai. Umræddir bílar voru framleiddar á sex mánaða tímabili árið 2017 og 2018.
Nánar
16.4.2018

A4 innkallar neonlitað GOOBANDS GOOGOO leikfangaslím

Mynd með frétt
Neytendastofu barst í síðustu viku barst tilkynning í gegnum Rapexkerfið um neonlitað (gult, bleikt og grænt) leikfangaslím frá GOOBANDS GOOGOO, sem stóðst ekki prófanir sem gilda um efnainnihald. Slímið inniheldur efnið boron sem er að finna í fjölmörgum matvörum og hreinlætisvörum. Boron er talið skaðlegt ef það er í of miklu magni og getur þá valdið ertingu í maga, lifur og nýrum.
Nánar
10.4.2018

Innköllun á Suzuki Swift

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Suzuki bílum um innkallanir á Suzuki bifreiðum. Um er að ræða Suzuki Swift bifreiðum sem framleiddar voru árið 2017 til 2018. Um er að ræða 17 bifreiðar.
Nánar
6.4.2018

BaseParking bönnuð birting fullyrðinga um ódýrustu bílastæðin

Neytendastofu barst kvörtun frá Isavia yfir fullyrðingum í markaðssetningu BaseParking og ófullnægjandi upplýsinga um þjónustu BaseParking á vefsíðu félagsins.
Nánar
4.4.2018

Hættulegt bað og skiptiborð

Mynd með frétt
Neytendastofu barst tilkynning frá systurstofnun Neytendastofu í Frakklandi sem varðaði innköllun á skiptiborði því komið hafði í ljós alvarlegur hönnunargalli. Bilið milli skiptiborðsplötunnar og baðsins sem er undir henni var of breitt svo að hætta var á að barn festi höfuð sitt á milli. Slíkt getur valdið alvarlegum slysum.
Nánar
20.3.2018

Suzuki innkallar bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Suzuki bílum um innkallanir á Suzuki bifreiðum. Um er að ræða SHVS bifreiðar af gerðunum Swift, Baleno, Ignis og Solio sem framleiddar voru árið 2016 til 2018. Á ökutækjum sem knúinn eru fleiri en einum orkugjafa (Hybrid)
Nánar
19.3.2018

Rapex innköllun á mótorhjólum

Neytendastofa vekur athygli á innköllunum frá Rapex-kerfinu um mótorhjól sem kunna að vera til á Íslandi. Umrædd mótorhjól eru ekki með eiginlegan þjónustuaðila á Íslandi en gæti hafa verið flutt til landsins af einstaklingum.
Nánar
15.3.2018

Alþjóðlegur dagur neytendaréttar - World Consumer Rights Day

Í dag 15. mars 2018 er haldinn alþjóðlegur dagur neytendaréttar. Þema dagsins í ár er aukið traust neytenda í rafrænum viðskiptum og er stuðst við myllumerkið #betterdigitalworld.
Nánar
15.3.2018

Suzuki innkalla GSXR1000/R L7 og L8 bifhjól

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Suzuki bílum um innkallanir á Suzuki bifhjólum. Ástæða innköllunar er að sökum ófullnægjandi forritunar á vélartölvu getur það gerst þegar skipt er milli fyrsta og annars gírs og ökumanni mistekst að tengja annan gír á engin gírsstaða á sér stað.
Nánar
14.3.2018

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Neytendastofa lagði stjórnvaldssekt að fjárhæð 1 milljón á Tölvutek fyrir að brjóta eldri ákvörðun stofnunarinnar. Málið snéri að fullyrðingu um að Tölvutek sé stærsta tölvuverslun landsins.
Nánar
8.3.2018

Hekla hf. Innkallar bifreiðar

Volkswagen vörumerkið
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu um innkallanir á Volkswagen bifreiðum. Um er að ræða fimm Passat og Sharan bifreiðar sem framleiddar voru árið 2011 á tímabilinu mars og júlí.
Nánar
6.3.2018

BL ehf. skoðar Pathfinder bifreiðar

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Nissan varðandi tæringu í grindum Pathfinder bifreiða.Komið hafa upp tilfelli þar sem um er að ræða óeðlilega tæringu í grindum eldri bifreiða svipað og með Nissan Navara en ekki í eins miklum mæli.
Nánar
19.2.2018

Vigtarmannanámskeið: Fleiri tengimöguleikar fyrir fjarfundarbúnaðinn.

Námskeið til löggildingar vigtarmanna var haldið 15. – 17 janúar. Í húsakynnum Neytendastofu að Borgartúni 21 í Reykjavík sátu 10 þátttakendur námskeiðið en samtímis sátu 8 þátttakendur á Þórshöfn og 6 á Reyðarfirði námskeiðið með aðstoð fjarfundarbúnaðar.
Nánar
15.2.2018

Söstrene Grene innkalla 725 barnahnífapör

Mynd með frétt
Neytendastofa vekur athygli á innköllun á barnagöfflum hjá versluninni Söstrene Grene vegna hættu á köfnun. Hnífapörin voru seld í versluninni árið 2017 og í janúar 2018.
Nánar
1.2.2018

Markaðseftirlitsáætlun 2018

Neytendastofu er í lögum nr. 134/1995, um öryggi vöru og opinbera markaðsgæslu, falið að vinna að heildarskipulagningu opinberrar markaðsgæslu í samvinnu við önnur eftirlitsstjórnvöld.
Nánar
29.1.2018

Hekla innkallar Mitsubishi ASX

Vörumerki Mitsubishi
Hekla hf. kallar inn 23 Mitsubishi ASX bifreiðar árgerð 2016. Ástæða innköllunar er að möguleiki er á að hurðarlæsing virki ekki rétt við hátt hitastig
Nánar
16.1.2018

Mjólkursamsalan ehf fær vottun til e-merkingar

Neytendastofa veitti fyrirtækinu Mjólkursamsalan ehf á síðasta ári vottun til e-merkingar. Vottunin gildir fyrir framleiðslulínu fyrirtækisins á skyri í 170 g og 500 g pakkningum sem það selur erlendis.
Nánar
12.1.2018

N1 hættir sölu á endurskinsprey

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá N1 um að búið sé að taka úr sölu endurskinsprey frá ALBEDO, þar sem komið hefur í ljós að varan uppfyllir ekki kröfur sem gerðar eru til endurskins.
Nánar
12.1.2018

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest ákvörðun Neytendastofu nr. 27/2017. Í ákvörðun Neytendastofu lagði stofnunin 500.000 króna stjórnvaldssekt á Norðursiglingu ehf. fyrir brot gegn fyrri ákvörðun stofnunarinnar.
Nánar
11.1.2018

Úrskurður áfrýjunarnefndar

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Neytendastofu nr. 16/2017. Með ákvörðuninni komst Neytendastofa að þeirri niðurstöðu, í kjölfar kvörtunar Fabrikkunnar sem selur ís í smásölu undir nafninu Fabrikkuís, að Gjóna ehf. væri heimil notkun á auðkenninu „Ísfabrikkan“.
Nánar
10.1.2018

Vigtarmannanámskeið: almennt og endurmenntunarnámskeið

Neytendastofa mun daganna 15. – 17. janúar standa fyrir almennu námskeiði fyrir vigtarmenn. Námskeiðið er haldið í húsakynnum Neytendastofu í Reykjavík en verður einnig tengt með fjarfundarbúnaði við Menntasetrið á Þórshöfn og Austurbrú á Reyðarfirði. Námskeiðið veitir þeim sem ljúka því réttindi til að starfa sem löggildir vigtarmenn. Endurmenntunarnámskeið vigtarmanna verður haldið þann 18. janúar. Löggilding vigtarmanna gildir í 10 ár og þarf að sitja endurmenntunarnámskeið til að framlengja réttindin. Tengin með fjarfundarbúnaðnum verður við Höfn í Hornafirði.
Nánar
9.1.2018

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Neytendastofa lauk ákvörðun gagnvart Toyota á Íslandi í desember 2016 vegna Toyota Flex samninga. Málið snéri að því hvort Toyota Flex samningar falli undir gildissvið laga um neytendalán nr. 33/2013 eða ekki.
Nánar
4.1.2018

Flugeldar og niðurstöður átaksverkefnis 2015-2017

Neytendastofa tók þátt í sameiginlegri aðgerð eftirlitsstjórnvalda frá 9 aðildarríkjum á EES-svæðinu sem fara með öryggi og eftirlit með skoteldum. Alls voru 424 vörutegundir sendar til prófunar eða tæplega 5000 sýni alls eftir sýnatöku um áramót 2015-16 og 2016-17
Nánar
3.1.2018

Kvörðun þrýstimæla liggur niðri

Mynd með frétt
Neytendastofa hefur hingað til boðið upp á kvarðanir þrýstimæla á bilinu -1 ... +100 bar og er þar um að ræða loftmæla. Nú liggur sú þjónusta niðri þar sem komið hefur upp alvarleg bilun í kvörðunarbúnaði stofnunarinnar.
Nánar
30.12.2017

Sölubann á skotelda

Mynd með frétt
Neytendastofa hefur lagt sölubann á skotelda hjá Stjörnuljós ehf. Fulltrúi Neytendastofu gerði könnun á útsölustöðum skotelda á höfuðborgarsvæðinu, þar sem skoðaðar voru leiðbeiningar og viðvörunarmerkingar og hvort að vörurnar voru CE merktar.
Nánar
29.12.2017

Sölubann á skotelda.

Mynd með frétt
Neytendastofa gerði könnun á skoteldum á höfuðborgarsvæðinu. Skoðað var hvort að merkingar væru í lagi og hvort að skoteldarnir væru ekki örugglega CE merktir. Merkið táknar að framleiðandinn ábyrgist að varan sé í lagi og samræmist viðeigandi Evrópskum öryggiskröfum. Þegar hefur Neytendastofa lagt sölubann á fjórar tegundir, sem reyndust ekki CE-merktar og
Nánar
28.12.2017

Samtengdar skotkökur

Mynd með frétt
Neytendastofa hefur fengið fjölda ábendinga vegna fréttaflutnings um samtengdar kökur. Vegna þess viljum við koma því á framfæri að það er með öllu óheimilt að breyta skoteldum, hvort sem um er að ræða samtengingu á kökum eða breytingu á púðurmagni. Það er eingöngu framleiðandinn sem getur framleitt samtengdar kökur
Nánar
21.12.2017

Snudduband frá Elodie Details

Mynd með frétt
Neytendastofa hefur fengið tilkynningu í gegn um Rapex eftirlitskerfið um hættuleg snuddubönd frá Elodie Details. Plasthringur sem er á enda snuddubandsins getur auðveldlega brotnað. Einnig kom í ljós við prófun á vörunni að klemma á snuddubandinu er ekki í lagi og getur verið hættuleg börnum
Nánar
20.12.2017

Tillögur um takmörkun litarefna í húðflúrlitum (tattú)

Mynd með frétt
Húðflúr (tattú) hefur undanfarin ár notið mikilla vinsælda og talið að um 12% neytenda á EES svæðinu hafi fengið sér húðflúr og væntanlega um helmingi fleiri á aldrinum 18- 35 ára. Um litarefnin gilda ekki samræmdar reglur og af þeirri ástæðu óskaði framkvæmdastjórn ESB eftir því að Evrópska efnafræðistofnunin (ECHA) myndi gera úttekt á þeirri áhættu sem fylgir notkun litarefna
Nánar
20.12.2017

Hekla hf. innkallar Amarok

Volkswagen vörumerkið
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu um innkallanir á Volkswagen Amarok bifreiðum árgerð 2017 og 2018. Ástæða innköllunar er að slanga fyrir vökvastýri getur skemmst vegna nudds við hosuklemmu.
Nánar
19.12.2017

BL ehf. innkallar Nissan Navara

Lógó BL
​Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innkallanir á Nissan Navara D40 árgerð 2005-2012. Um er að ræða 517 bifreiðar. Innköllunin felst í því að skoðuð og mæld er grind bifreiðanna, þ.e. hvort styrkleiki grindarinnar sé nægilegur miðað við staðla
Nánar
19.12.2017

Bílaumboðinu Öskju gert að breyta auglýsingum sínum

Neytendastofu bárust ábendingar frá neytendum vegna auglýsinga Bílaumboðsins Öskju um 7 ára ábyrgð á nýjum Kia bifreiðum. Ábendingarnar snéru að því að í auglýsingunum kæmi ekki fram að til þess að njóta ábyrgðarinnar þurfi að fara með bifreiðina í reglulega þjónustuskoðun og greiða sérstaklega fyrir hverja skoðun. Neytendastofa taldi ástæðu til að skoða markaðssetninguna nánar og gerði við það tilefni einnig athugasemdir við upplýsingar í auglýsingunum sem snéru að neytendalánum.
Nánar
18.12.2017

Snuddubönd frá Sebra Interior for kids

Mynd með frétt
Neytendastofa vill beina þeim tilmælum til foreldar að fylgjast vel með hvort snuddubandið sem verið er að nota sé í lagi. Við skoðun þarf að kanna hvort að einhverjar skemmdir eru á snuddubandinu, hvort að sprunga er á festingum og hvort klemmur eru farnar að gefa eftir. Ef smáir hlutir losna af snuddubandinu getur það skapað köfnunarhættu. Slysin gerast fljót
Nánar
15.12.2017

Ófullnægjandi upplýsingar vegna neytendalána Brúar lífeyrissjóðs

Neytendastofu barst kvörtun frá Hagsmunasamtökum heimilanna vegna markaðssetningar Brúar lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga. Snéri kvörtunin að ófullnægjandi upplýsingagjöf í kynningum Brúar lífeyrissjóðs á neytendalánum, annars vegar í fréttabréfi og hins vegar á vefsíðu sinni.
Nánar
15.12.2017

Dagsektir lagðar á fasteignasala

Neytendastofa gerði könnun árið 2016 á upplýsingagjöf hjá fasteignasölum landsins. Skoðaðar voru vefsíður 109 fasteignasala á landinu ásamt því að kanna sölustaði þeirra sem staðsettar voru á höfuðborgarsvæðinu. Könnunin snéri að ástandi verðmerkinga á sölustað og á vefsíðum fyrirtækjanna þar sem skylt er að gefa upp verð bæði þar sem þjónusta er kynnt og seld.
Nánar
14.12.2017

Hagkaup innkallar Ty marglita mjúkdýr

Mynd með frétt
Neytendastofu vekur athygli á innköllun á hjá Hagkaup á Ty marglita mjúkdýr sem lítur út eins og púddluhundur. Komið hefur fram galli í saumum á Ty mjúkdýrinu samanber mynd (The Beanie Boo´s collection/rainbow).
Nánar
13.12.2017

BL innkallar Range Rover

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL um innkallanir á Range Rover og Range Rover Sport árgerð 2017. Um er að ræða 18 bifreiðar.
Nánar
11.12.2017

Leysibendar sem leikföng

Neytendastofa vill vekja athygli á frétt á heimasíðu Geislavarna ríkisins sem einnig má sjá hér að neðan. Við viljum benda fólki á að hafa samband við Neytendastofu ef það telur að verið sé að selja hér á landi vöru sem er hættuleg fólki. Ef varan heyrir ekki undir eftirlit Neytendastofu þá munum við koma ábendingunni á réttan stað.
Nánar
4.12.2017

Gagnaveita Reykjavíkur sektuð vegna ummæla framkvæmdastjóra

Síminn hf. kvartaði til Neytendastofu vegna blaðagreinar framkvæmdastjóra Gagnaveitu Reykjavíkur ehf. sem birtist í Fréttablaðinu þann 16. nóvember 2016. Í blaðagreininni var fjallað um ljósleiðaravæðingu og þjónustu Símans og Gagnaveitunnar.
Nánar
27.11.2017

BL ehf . innkallar Nissan

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf ehf um innköllun á Nissan bifreiðum sem framleiddar voru á árabilinu 2001 - 2013.
Nánar
23.11.2017

Svartir föstudagar

Víða má sjá auglýsingar verslana um fyrirhugaða tilboðsdaga fyrir jólainnkaup, svonefnda svarta föstudaga eða „Black Friday“ sem eru að bandarískri fyrirmynd. Þessi siður er einnig að ryðja sér til rúms hjá nágrannaþjóðum okkar. Nýlega lauk danski umboðsmaður neytenda aðgerðum gagnvart stórverslunum vegna villandi markaðssetningar á svörtum föstudegi í Danmörku. Vörurnar höfðu í flestum tilfellum verið boðnar með villandi verðhagræði, ýmist með hækkun fyrra verðs rétt fyrir tilboðsdagana eða með röngum fyrri verðum.
Nánar
20.11.2017

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest ákvörðun Neytendastofu nr. 26/2017. Í ákvörðun Neytendastofu lagði stofnunin 10 milljóna króna stjórnvaldssekt á E – content fyrir brot gegn fyrri ákvörðun stofnunarinnar. E-content er rekstraraðili smálánafyrirtækjanna Kredia, Smálán, 1909, Múla og Hraðpeninga.
Nánar
16.11.2017

Neytendastofa skoðar Snuð

Mynd með frétt
Neytendastofa hefur síðustu árin lagt mikla áherslu á að skoða vörur ætlaðar börnum. Í kjölfar þessara skoðana hefur komið í ljós að hérlendis hafa verið til sölu vörur sem hafa ekki verið í lagi, og jafnvel hættulegar börnum. Í samstarfi við eftirlitsstjórnvöld á Evrópska efnahagssvæðinu voru nú síðast skoðuð snuð og snuðbönd.
Nánar
13.11.2017

Brimborg innkallar Ford Kuga

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf um innköllun á Ford Kuga bifreiðum sem framleiddar voru á árabilinu 2012 - 2014.
Nánar
8.11.2017

Hekla hf innkallar Mitsubishi

Vörumerki Mitsubishi
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu um innkallanir Mitsubishi bifreiðum. Um er að ræða þrjár innkallanir:
Nánar
6.11.2017

Innköllun á Hino Vörubílum

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Rapex vörueftirlitskerfinu um að innköllun á Hino vörubifreiðum. Um er að ræða vörubifreiðar sem framleiddar voru á árunum 2007 til 2014. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að handbremsa sé ekki í lagi.
Nánar
1.11.2017

Sölubann á 89 tegundir af þyrilsnældum

Mynd með frétt
Neytendastofa hefur lagt sölubann á 89 tegundir af þyrilsnældum (e. spinner) sem fluttar voru inn af BSV ehf. og seldar voru í verslun Heimkaupa. Innflytjandi leikfanganna gat ekki sýnt fram á gögn um að leikföngin væru framleidd í samræmi við viðeigandi kröfur. Margar af þyrilsnældunum voru merktar þannig að þær væru fyrir börn á öllum aldri.
Nánar
30.10.2017

G.Á.P. innkallar endurskinsprey

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá G.Á.P. um að búið sé að taka út sölu og verið sé að innkalla ALBEDO 100 endurskinsprey Sparkling Gey, þar sem komið hefur í ljós að varan uppfyllir ekki kröfur sem gerðar eru til endurskins
Nánar
26.10.2017

Vigtarmannanámskeið

Námskeið til löggildingar vigtarmanna var haldið 9. – 11 október. Í húsakynnum Neytendastofu í Reykjavík sátu 13 þátttakendur námskeiðið en samtímis sátu 11 þátttakendur í Vestmannaeyjum námskeiðið með aðstoð fjarfundarbúnaðar. Endurmenntunarnámskeið vigtarmanna var haldið þann 12. október.
Nánar
24.10.2017

mjúkdýr innkallað

Mynd með frétt
Neytendastofu barst tilkynning um hættulega vöru í gegnum Rapex viðvörunarkerfið. Þar var á ferðinni mjúkdýr sem eru frá fyrirtækinu Ty sem fást víða á Íslandi. Um er að ræða krúttlegt mjúkdýr í regnbogalitunum.
Nánar
23.10.2017

BL ehf. Innkallar Dacia Duster bifreiðar

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um innköllun á Dacia Duster bifreiðum. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á flauta hætti að virka vegna spennumismunar
Nánar
20.10.2017

Mía snudduband

Mynd með frétt
Neytendastofa hefur borist tilkynning um að sölu hafi verið hætt á Mía snudduböndum
Nánar
18.10.2017

Festu það!

Mynd með frétt
Neytendastofa tekur þátt í átaksverkefni OECD sem kallast Festu það! En stutt er síðan vinsælar kommóður voru innkallaðar vegna dauðaslysa eftir að hafa fallið á börn. Húsgögn og sjónvörp eru ein af mest földu slysagildrum á heimilum fyrir börn. Á hverjum klukkutíma eru að meðaltali 3 börn í Bandaríkjunum sem fara á slysdeild þar sem kommóður, sjónvörp eða eitthvað annað húsgagn hefur dottið á þau.
Nánar
13.10.2017

Hæstiréttur staðfestir ákvörðun um neytendalán

Neytendastofa tók ákvörðun þann 23. september 2014 um að Íslandsbanki hefði brotið gegn ákvæðum eldri laga um neytendalán. Áfrýjunarnefnd neytendamála staðfesti ákvörðun Neytendastofu en Íslandsbanki stefni stofnuninni og vildi að ákvörðunin yrði felld úr gildi. Hæstiréttur hefur nú sýknað Neytendastofu af kröfum bankans og stendur því ákvörðun hennar.
Nánar
9.10.2017

Celsus braut gegn ákvörðun Neytendastofu

Neytendastofa hefur lagt 150.000 kr. stjórnvaldssekt á Celsus fyrir að brjóta gegn fyrri ákvörðun stofnunarinnar. Með ákvörðun Neytendastofu nr. 14/2015 bannaði stofnunin Celsus m.a. að birta fullyrðingar um að Proderm sólarvörn væri langvirk án þess að fram kæmi hvað átt væri við með fullyrðingunni.
Nánar
6.10.2017

Tölvulistinn sektaður

Neytendastofa hefur lagt 700.000 kr. stjórnvaldssekt á Tölvulistann fyrir að brjóta gegn útsölureglum. Málið hófst með þríþættri kvörtun Tölvutek yfir háttsemi Tölvulistans í tengslum við verðlækkanir. Í fyrsta lagi var kvartað yfir villandi framsetningu á verðlækkun á borðtölvum og að þær hafi verið boðnar á lækkuðu verði lengur en í lögboðnar sex vikur. Í öðru lagi að auglýsingar um allt að 70% verðlækkun væru villandi því um væri að ræða örgjörva frá árinu 2010 sem í öllu falli hafi ekki verið seldur á tilgreindu fyrra verði um nokkurra ára skeið. Í þriðja, og síðasta, lagi yfir villandi framsetningu á verðlækkun á tiltekinni fartölvu og að hún hafi verið boðin á lækkuðu verði lengur en í sex vikur.
Nánar
5.10.2017

Sektað vegna brota á ákvörðunum

Neytendastofa hefur lagt 1 millj. kr. stjórnvaldssekt á Úranus ehf. og 300.000 kr. stjórnvaldssekt á Stóru bílasöluna ehf. vegna auglýsingar um 5 ára ábyrgð á bifreiðum. Með ákvörðun Neytendastofu nr. 43/2014 komst stofnunin að þeirri niðurstöðu að auglýsingarnar væru villandi og brytu gegn lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu þar sem ábyrgðartími byrjaði að líða við innflutning en ekki afhendingu. Var birting þeirra því bönnuð.
Nánar
5.10.2017

Brimborg innkallar Citroén og Peugeot

Brimborg vörumerkið
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg um innköllun á Citroén C5 og Peugeot 3000 bifreiðum sem framleiddar frá apríl til júní árið 2016
Nánar
4.10.2017

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Áfrýjunarnefnd Neytendamála hefur staðfest ákvörðun Neytendastofu nr. 2/2017. Niðurstaða Neytendastofu var sú að ekki væri ástæða til aðgerðar vegna kvörtunar Brúar Venture Capital vegna notkunar Brúar lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga á auðkenninu BRÚ.
Nánar
4.10.2017

NUK snuðkeðjur innkallaðar

Mynd með frétt
Neytendastofa vill vekja athygli á innköllun Halldórs Jónssonar ehf. á NUK snuðkeðjum. Við prófun á keðjunum kom í ljós NUK snuðkeðjur (art no. 101256.329) með strikamerki 4008600177012 eru of langar og geta því verið hættulegar börnum. NUK snuðkeðjurnar hafa verið til sölu í verslunum og apótekum.
Nánar
3.10.2017

Sekt fyrir brot á ákvörðun

Neytendastofa hefur lagt 500.000 kr. stjórnvaldssekt á N1 hf. fyrir að hafa brotið gegn ákvörðun stofnunarinnar nr. 1/2017. Með fyrri ákvörðun Neytendastofu var N1 bönnuð birting auglýsinga þar sem sagði:
Nánar
29.9.2017

Snuð með nafni

Neytendastofu hafa borist þó nokkrar tilkynningar um snuð, þar sem túttan er að losna af eða er við það að losna. Þessi tegund af snuði er pöntuð á netinu á breskri síðu og er hægt að biðja um að þau séu merkt.
Nánar
21.9.2017

Mitsubishi Motors innkallar Mitsubishi Pajero

Vörumerki Mitsubishi
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu um innköllun á Mitsubishi Pajero árgerð 2007 til 2012 vegna öryggispúða frá framleiðandanum Takata.
Nánar
20.9.2017

Tímabundið sölubann á 89 tegundum af „spinnerum“

Neytendastofa hefur lagt tímabundið bann við sölu og afhendingu á 89 tegundum af þyrilsnældum (e. fidget spinners) hjá innflytjanda hér á landi. Innflytjandinn hefur ekki enn sýnt fram á að varan sé örugg fyrir börn en hefur fjórar vikur til að sýna fram á að varan sé í lagi.
Nánar
14.9.2017

Victoria‘s Secret innkallar farsímahulstur

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Victoria‘s Secret um innköllun á farsímahulstrum fyrir IPhone. Hulstrin eru gerð úr plasti sem innihalda vökva og glimmer. Samkvæmt tilkynningunni geta hulstrin auðveldlega brotnað með þeim afleiðingum að terpentína (e. white spirit) lekur úr hulstrinu
Nánar
13.9.2017

Innköllun á Maserati

Maserati vörumerkið
Neytendastofa vekur athygli á evrópskri innköllun á Maserati bifreiðum. Þessi bílategund hefur engan umboðs eða þjónustuaðila á Ísland og málið því af öðrum toga en flestar bifreiðainnkallanir Neytendastofu. I
Nánar
12.9.2017

Bílaumboðið Askja innkallar 17 Mercedes-Benz vörubíla

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju varðandi innköllun á Mercedes-Benz vörubílum. Um er að ræða gerðirnar: Axor Econic, Actros, Antos og Arocs.
Nánar
8.9.2017

Sölubann á „spinnera“ hjá Hagkaup

Mynd með frétt
Neytendastofa hefur sett sölubann á þyrilsnældur (e. spinner) hjá Hagkaup þar sem ekki var sýnt fram á öryggi vörunnar og að hún væri í samræmi við gildandi lög og reglugerðir.
Nánar
8.9.2017

BL. ehf innkallar Nissan Micra

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. varðandi innköllun á Nissan Micra, framleiðsluár 2016-2017. Ástæða innköllunar er að sá möguleiki er staðar að samsetning teng
Nánar
4.9.2017

Lindex innkallar Disney Frozen sokkapakka

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Lindex um að eitt par (þeim með myndinni af Önnu) í Disney Frozen pakkanum með vörunúmeri 833 7410285 5170 1611 uppfylli því miður ekki kröfur Lindex um gæði. Sokkarnir innihalda kemískt efni sem sé bannað í allri framleiðslu Lindex.
Nánar
1.9.2017

BL ehf. Innkallar Hyundai bifreiðar

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. varðandi innköllun á 269 Hyundai bifreiðum. Um er að ræða Santa FE bifreiðar framleiddar á árnunum 2012-2016.
Nánar
30.8.2017

Bílasmiðurinn innkallar Recaro barnabílstóla

Mynd með frétt
Neytendastofa vekur athygli á innköllun á Recaro barnabílstólum frá Bílasmiðnum. Um er að ræða Recaro Zero 1 bílstól fyrir 0-18 kg og Recaro Optia bílstól fyrir 9-18 kg með smart click og Recaro Fix.
Nánar
25.8.2017

Toyota innkallar 314 Toyota Hilux

Lógó toyota
Neytendastofu hefur borist tilkynning um að Toyota muni innkalla 314 Toyota Hilux á Íslandi framleidda á tímabilinu apríl 2016 til febrúar 2017. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að í einstaka bílum geti festing sem heldur rafleiðslum aftan við stýrisöxul verið laus.
Nánar
22.8.2017

BL ehf. Innkallar Nissan bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL um innköllun á 342 Note og Tiida bifreiðar. Um er að ræða árgerð 2005 til 2013 af Note og ágerð 2007 til 2014 af Tiida.
Nánar
21.8.2017

Hagkaup innkallar Amia dúkkur

Mynd með frétt
Neytendastofu vill vekja athygli á innköllun Hagkaupa á Amia dúkkum frá þýska leikfangaframleiðandanum Vedes en dúkkurnar hafa verið seldar hér á landi undanfarnar vikur. Ástæðan er galli í framleiðsl
Nánar
18.8.2017

Bílaumboðið Askja innkallar Mercedes Benz bifreiðar

lógó bílaumboðið Askja
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um innköllun á 104 bifreiðum af gerðinni Mercedes Benz GLE, GLE Coupé og E-Class
Nánar
17.8.2017

Hekla innkallar 27 bifreiðar

Mynd með frétt
Hekla hf. tilkynnir um innköllun á Skoda Octavia og Volkswagen Scirocco, Eos, Golf, Jetta, og Caddy vegna mögulegrar bilunar í ABS/ESC stjórnboxi. Ef bilun verður virkar ekki stöðuleikastýring sem varnar því að bíllinn renni til við yfirstýringu, undirstýringu og nauðhemlun.
Nánar
9.8.2017

Má lækka kostnað við gjaldeyrisyfirfærslur?

Á Íslandi gilda reglur Evrópusambandsins á sviði fjármálaþjónustu vegna aðildar Íslands að EES samningnum. Í samræmi við aðgerðaráætlun Evrópusambandsins á sviði fjármálaþjónustu hefur nú verið sett af stað könnun þar sem leitað er álits jafnt einstaklinga sem fyrirtækja til að kanna með hvaða hætti sé hægt að lækka kostnað við yfirfærslur á gjaldeyri yfir landamæri innan Evrópska efnahagssvæðisins.
Nánar
8.8.2017

Ófullnægjandi upplýsingar hjá Boxinu verslun ehf.

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun um að Boxið verslun ehf., sem rekur vefsíðuna boxid.is, þurfi að koma upplýsingum um einingarverð og þjónustuveitanda á vefsíðunni boxid.is í lögmætt horf.
Nánar
4.8.2017

Norðursigling sektuð

Neytendastofa hefur lagt 500.000 kr. stjórnvaldssekt á fyrirtækið Norðursiglingu ehf. fyrir að hafa brotið gegn ákvörðun stofnunarinnar frá 8. febrúar 2017.
Nánar
25.7.2017

Skorkort neytendamála 2017: Þekking íslenskra neytenda á réttindum sínum eykst

Skorkort neytendamála fyrir árið 2017 hefur verið birt. Í skorkortinu, sem gefið er út af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, eru neytendamarkaðir metnir út frá þremur lykilþáttum: þekkingu og trausti; samræmi við reglur og eftirlit; kvartanir og úrlausn þeirra. Þar er einnig farið yfir framfarir á innri markaði EES út frá sjónarhóli neytenda
Nánar
21.7.2017

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest ákvörðun Neytendastofu frá 6. febrúar 2017. Með ákvörðun Neytendastofu bannaði stofnun frekari birtingu „BOOM“ auglýsinga Makklands þar sem þær brytu gegn góðum viðskiptaháttum.
Nánar
19.7.2017

ON innkallar sundkúta

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Orku náttúrunnar ehf. um að sundkútar merktir fyrirtækinu hafi verið teknir úr notkun. Ákvörðun um innköllunina var tekin í ljósi ábendingar til Neytendastofu og umfjöllunar í fjölmiðlum um að sundkútarnir væru ekki nægilega öruggir og skilyrðum laga og reglugerða sem gilda um vöruna væru ekki uppfyllt.
Nánar
19.7.2017

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest ákvörðun Neytendastofu nr. 62/2016. Ákvörðunin snéri að broti Hópkaupa á útsölureglum þar sem ekki var sýnt fram á raunverulega verðlækkun á ljósmyndanámskeiði.
Nánar
18.7.2017

Bakarí þurfa að bæta verðmerkingar

Neytendastofa gerði athugun á ástandi verðmerkinga í 39 bakaríum á höfuðborgarsvæðinu í júní s.l. Athugað var hvort verðmerkingar væru í lagi í borði, gos- og mjólkurkælum og öðrum hillum sem voru til staðar. Athugasemdir voru gerðar við 22 bakarí, sérstaklega var tekið eftir að vörur sem voru á afgreiðsluborði eða stökum borðum í versluninni voru oft óverðmerktar.
Nánar
17.7.2017

Smálánafyrirtæki sektuð

Neytendastofa hefur lagt 10 millj. kr. stjórnvaldssekt á E-content fyrir brot gegn fyrri ákvörðunum stofnunarinnar. E-content er rekstraraðili smálánafyrirtækjanna Kredia, Smálán, 1909, Múla og Hraðpeninga sem Neytendastofa hafði þegar tekið ákvörðun um að brytu gegn lögum um neytendalán með háttsemi sinni.
Nánar
12.7.2017

Neytendastofa setur sölubann á "spinnera"

Mynd með frétt
Neytendastofa hefur sett sölubann á spinnera (þyrilsnældur) hjá þremur innflytjendum þar sem þeir gátu ekki að sýnt fram á öryggi þeirra og að varan væri í samræmi við gildandi lög og reglugerðir. Auk þess sem varúðarmerkingar og upplýsingar á umbúðum voru ófullnægjandi.
Nánar
11.7.2017

Sölubann á skotelda hjá E-þjónustunni ehf.

Mynd með frétt
Neytendastofa hefur tekið ákvörðun um sölubann á þremur skoteldum sem E-þjónustan flutti til landsins. Um er að ræða flugeld (PPATA), eina skotköku (Secret gift) og stjörnuljós (Gold Sparklers).
Nánar
10.7.2017

Sölubann á skotelda hjá Stjörnuljós ehf.

Mynd með frétt
Neytendastofa hefur tekið ákvörðun um sölubann á skotkökurnar STORMUR og LITRÍKAR ÞRUMUR sem Stjörnuljós ehf. fluttu til landsins.
Nánar
7.7.2017

Tölvutek sektað

Neytendastofa hefur lagt stjórnvaldssekt að fjárhæð 1 milljón á Tölvutek fyrir að brjóta eldri ákvörðun stofnunarinnar. Málið snýr að fullyrðingu um að Tölvutek sé stærsta tölvuverslun landsins.
Nánar
6.7.2017

Toyota innkallar Toyota Proace bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um innköllun á 4 Toyota Proace sendibílum, framleiðslutímabil 2016-2017. Ástæða innköllunarinnar er að festing fyrir kælidælu í loftræsikerfi (A/C) gæti verið ranglega hert.
Nánar
28.6.2017

Fullyrðingar Símans ekki villandi

Neytendastofu barst kvörtun frá Vodafone yfir fullyrðingum Símans um hraðasta farsímanetið. Vodafone taldi fullyrðinguna villandi og gerði einnig ýmsar athugasemdir við framkvæmd prófunarinnar sem fullyrðingin byggir á og við framsetningu í auglýsingunum.
Nánar
26.6.2017

Brimborg innkallar Mazda bifreiðar

vörumerki Mazda
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf varðandi innköllun á 29 Mazda 3 bifreiðum, framleiðsluár 01.07.2015 – 18.09.2015. Á ákveðnum Mazda 3 bifreiðum þarf að athuga plastsuðu á ICV ventli á bensíntank.
Nánar
22.6.2017

Bílaumboðið Askja innkallar Mercedes Benz bifreiðar

lógó bílaumboðið Askja
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um innköllun á 6 bifreiðum af gerðinni Mercedes Benz E-Class. Ástæða innköllunarinnar er sú að á E-class bifreiðum sem koma með taxi merki frá framleiðanda er möguleiki á því að líming í merki losni.
Nánar
20.6.2017

Öryggishlið fyrir börn

Mynd með frétt
Neytendastofa hefur undanfarin ár lagt áherslu á að skoða vörur fyrir börn, eins og hjálma, leikföng, fatnað, ferðarúm og barnarimlarúm. Komið hefur í ljós að hérlendis hafa verið til sölu vörur sem ekki hafa verið í lagi og í sumum tilfellum veitt falskt öryggi fyrir forráðamenn barna og jafnvel verið hættuleg börnum.
Nánar
16.6.2017

Bönd í 17. júní blöðrum

Mynd með frétt
Nú er þjóðhátíðardagurinn 17. júní skammt undan og hátíðarhöldin sem honum fylgja. Börnum er þessi dagur oft sérstakt tilhlökkunarefni enda jafnan ýmis skemmtun í boði til að gleðja þau. Svo þessi stund verði sem ánægjulegust er mikilvægt að hugað sé að öryggi barna.
Nánar
13.6.2017

BL ehf. Innkallar Hyundai bifreiðar

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. varðandi innköllun á 14 bifreiðum af gerðinni Hyundai H1 TQ, framleiðsluár 2015-2016. Ástæða innköllunar er að upp hefur komið tilvik um leka á hráolíuslöngu við samskeyti, hráolíuleki getur komið í vélarrúmi og ef ekkert er gert þá getur lekið hráolíu.
Nánar
8.6.2017

Ný ferðatilskipun Evrópusambandsins tryggir aukin réttindi ferðamanna

Neytendastofa vekur athygli á því að atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur boðað til kynningarfundar þann 15. júní n.k. um nýja ferðatilskipun Evrópusambandsins.
Nánar
7.6.2017

Bílaumboðið Askja innkallar Mercedes Benz bifreiðar

lógó bílaumboðið Askja
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um innköllun á 86 bifreiðum af gerðinni Mercedes Benz CLA, GLA, A-Class og B-Class. Ástæða innköllunarinnar er sú að möguleiki er fyrir því að vacuum slanga frá bremsukút losni frá, valdandi þess að bremsu pedall verður mjög harður.
Nánar
1.6.2017

Tímabundið sölubann á „spinnera“

Mynd með frétt
Neytendastofa hefur lagt á tímabundið bann hjá þremur innflytendum hér á landi við sölu og afhendingu á spinnerum vegna skorts á merkingum og upplýsingum um vöruna. Spinnerarnir sem um ræðir eru ekki CE-merktir og bera ekki varúðarmerkingar í samræmi við gildandi reglur um leikföng.
Nánar
31.5.2017

Ársskýrsla Rapex

Rapex er tilkynningarkerfi fyrir hættulegar vörur innan Evrópska efnahagssvæðisins, hvert land hefur sinn tengilið, en á Íslandi er það Neytendastofa. Gefin hefur út ársskýrsla Rapex fyrir árið 2016. Samtals bárust alls 2044 tilkynningar í Rapex kerfið um hættulegar vörur. Flestar tilkynningarnar bárust vegna leikfanga (26%), bifreiða (18%) og fatnaðar og fylgihluta (14%). Algengustu hætturnar fyrir neytendur voru líkamstjón (25%), efnahætta (23%) og köfnunarhætta (11%).
Nánar
18.5.2017

BL ehf. Innkallar Land Rover bifreiðar

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. varðandi innköllun á 39 bifreiðum af gerðinni Range Rover, Range Rover Evoque, Discovery Sport, framleiðsluár 2016
Nánar
17.5.2017

Duldar auglýsingar Krónunnar og 17 sorta

Neytendastofa hefur bannað fyrirtækjunum Krónunni og 17 sortum að nota duldar auglýsingar í markaðssetningu. Neytendastofu barst fjöldi ábendinga vegna stöðufærslna einstaklinga á Instagram þar sem fjallað var um ágæti vara og vörumerkja Krónunnar og 17 sorta. Fór Neytendastofa því fram á upplýsingar um það hvort einstaklingarnir hafi fengið greitt fyrir umfjallanirnar og hvernig staðið hafi verið að markaðssetningunni.
Nánar
15.5.2017

BL ehf. Innkallar Renault bifreiðar

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. varðandi innköllun á 10 bifreiðum af gerðinni Reanult Talisman, framleiðsluár frá 2016-2017. Ástæða innköllunar er að í gæðaeftirliti Renault hefur komið ljós að bæta þarf festingu hljóðeinangrunar í mælaborði yfir pedulum bifreiðar. Þetta er gert til að minnka líkur á að hljóðeinangrun geti losnað frá.
Nánar
12.5.2017

Upplýsingar á vefversluninni pantadu.is ófullnægjandi

Neytendastofu hafa borist fjölmargra kvartanir og ábendingar frá neytendum um að þeir nái ekki í forsvarsmenn vefsíðunnar pantadu.is. Við skoðun Neytendastofu á síðunni kom í ljós að nauðsynlegar upplýsingar um þjónustuveitanda komu ekki fram. Stofnunin vakti athygli forsvarsmanns vefsíðunnar á þessu og fór fram á að upplýsingagjöfin yrði bætt.
Nánar
11.5.2017

Auðkennið Ísfabrikkan

Neytendastofu barst erindi Nautafélagsins ehf. þar sem kvartað var yfir notkun fyrirtækisins Gjóna ehf. á auðkenninu „Ísfabrikkan“. Taldi Nautafélagið að notkun Gjónu á auðkenninu væri villandi og til þess fallið að valda ruglingi milli fyrirtækjanna.
Nánar
9.5.2017

Orku bönnuð notkun lénsins cromax.is

Neytendastofu barst kvörtun frá Coatings Foreign IP Co. LL. vegna notkunar Orku ehf. á auðkenninu CROMAX og skráningar lénsins cromax.is. Í erindinu kom fram að Coatings Foreign IP væri eigandi vörumerkisins CROMAX og að hætta væri á að neytendur rugluðust á vörumerkinu og léninu cromax.is
Nánar
5.5.2017

Bílaumboðið Askja innkallar Kia bifreiðar

lógó bílaumboðið Askja
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um innköllun á 3 Kia Niro bifreiðum, framleiddar frá 23. desember 2016 – 4. janúar 2017. Ástæða innköllunarinnar er sú að Kia Motors hefur gefið það út að raftengi við stýristúpumótor gæti verið skemmt eftir samsetningu hjá birgja.
Nánar
3.5.2017

BL ehf. Innkallar BMW bifreiðar

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. varðandi innköllun á tveim bifreiðum af gerðinni BMW Alpina F10, framleiðsluár frá 2010-2011
Nánar
28.4.2017

Bílaumboðið Askja innkallar 31 Mercedez Benz bifreiðar

lógó bílaumboðið Askja
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá bílaumboðinu Askja ehf um innköllun á 31 Mercedes Benz Actros 963, Antos 963, Arocs 964, Atego 967 og Econic 956 bifreiðum.
Nánar
25.4.2017

Toyota innkallar Land Cruiser bifreiðar

Lógó toyota
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um innköllun á 296 Land Cruiser 150 bifreiðum, framleiðslutímabil 2015-2016. Ástæða innköllunarinnar er vegna hugsanlegrar bilunar í mengunarvarnarbúnaði.
Nánar
21.4.2017

Fast ráðningum bönnuð notkun auðkennisins TALENT

Talent ráðningar og ráðgjöf ehf. kvartaði yfir notkun Fast ráðninga á léninu talent.is og fór fram á að félaginu yrði bönnuð öll notkun auðkennisins TALENT. Bæði fyrirtækin starfa við starfsmannaráðningar og ráðgjöf til fyrirtækja því tengdu og eru því keppinautar á markaði.
Nánar
19.4.2017

Flugeldasalar verða að laga sölusíður sínar

Neytendastofu barst fyrir síðustu áramót nokkur fjöldi ábendinga vegna útsölu hjá flugeldasölum. Í kjölfarið kannaði Neytendastofa sölusíður og auglýsingar fjölda aðila á flugeldamarkaðnum. Neytendastofa lauk málum gagnvart sölusíðunum Gullborg, Alvöru flugeldar, Súperflugeldar, Stjörnuljós.is, Flugeldakaup.is og Flugeldasala.is með ákvörðun.
Nánar
18.4.2017

Neytendastofa gerir átak í snuðum

Mynd með frétt
Flestir foreldrar líta á snuð sem ómissandi þátt í lífi barns til jafns við bleyjur og barnavagna. Að mörgu er að gæta þegar snuð eru keypt og hafa verður í huga að þeim er ætlað að vera í munni ungra barna. Það skiptir því máli að rétt sé staðið að vali og meðferð snuða til að stuðla að öryggi barnsins.
Nánar
12.4.2017

Kids II innkallar leikfang

Mynd með frétt
Neytendastofa vekur athygli á innköllun Kids II á Oball rattle vegna slysahættu. Varan hefur verið í sölu frá 1 janúar 2016 t.d. í Toys R Us
Nánar
11.4.2017

Hekla innkallar Audi Q5 bifreiðar

Mynd með frétt
Hekla hf. kallar inn 81 bíl af gerðinni Audi Q5 með panorama sólþaki árgerð 2011 til 2016. Ástæða innköllunar er möguleg tæring í þrýstihylki fyrir höfuðlíknabelgi, sem getur orðið til þess að þeir geta blásið út án ástæðu og valdið meiðslum á farþegum í aftursætum.
Nánar
10.4.2017

Neytendastofa vigtar páskaegg

Mynd með frétt
Neytendastofa fer reglulega og vigtar forpakkaðar vörur til að sannreyna að uppgefin þyngd á umbúðum sé í samræmi við þyngd vörunnar.
Nánar
7.4.2017

Hekla innkallar Volkswagen bifreiðar

Mynd með frétt
Hekla hf. kallar inn 12 bíla af gerðinni Volkswagen Golf, Passat, Up og Transporter árgerð 2017, sem framleiddir voru á afmörkuðu tímabili
Nánar
3.4.2017

Engey ehf innkallar Tigex snudduband

Mynd með frétt
Neytendastofa vekur athygli á innköllun Engey ehf á Tigex snuddubandi vegna slysahættu. Ástæða innköllunarinnar er sú að smáir hlutir gætu losnað af snuddubandinu og valdið köfnunarhættu
Nánar
30.3.2017

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest ákvörðun Neytendastofu nr. 59/2016. Í ákvörðun Neytendastofu er fjallað um þríþætt brot E-content gegn ákvæðum laga um neytendalán.
Nánar
29.3.2017

Neytendastofa stoppar sölu á 124 leikföngum

Mynd með frétt
Neytendastofa fékk ábendingu um að mjúkdýr í versluninni Minn heimur væru ekki í lagi. Í kjölfarið var farið í verslunina og 124 mjúkdýr tekin til nánari skoðunar. Við nánari skoðun kom í ljós að það vantaði CE merkið á öll mjúkdýrin en leikföng sem markaðssett eru hér á landi eiga að vera CE merkt.
Nánar
28.3.2017

Viðskiptahættir Graníthallarinnar bannaðir

Neytendastofa hefur í kjölfar kvartana frá neytendum yfir langvarandi tilboðsauglýsingum Graníthallarinnar eins og „Vegna mikilla eftirspurnar framlengjum við „allt innifalið“ tilboðið á öllum legsteinum“.
Nánar
27.3.2017

Brimborg innkallar Citroen C4

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf varðandi innköllun á 107 Citroen bifreiðum af gerðinni C4, framleiðsluár 2011-2012. Innköllunin fellst í að skoða ástand festingu fyrir húdd.
Nánar
21.3.2017

Neytendastofa kannar hávaða í leikföngum

Mynd með frétt
Það er erfitt að gera sér grein fyrri hversu skaðleg áhrif hávaði í leikföngum hefur á heyrn barna, til lengri eða skemmri tíma. Mikilvægt er að hafa í huga að börnin koma til með að heyra hávaðann frá leikfanginu oft á dag. Heyrnaskaði meðal barna hefur aukist enda er það svo að einn afmarkaður hávaði frá leikfangi getur orsakað það að barn tapar heyrn á ákveðnu hljóðsvæði og varanlegum skaða á heyrn
Nánar
15.3.2017

Bílaumboðið Askja innkallar Mercedez Benz bifreið

lógó bílaumboðið Askja
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá bílaumboðinu Askja ehf um innköllun á einni Mercedes Benz E220 CDI bifreið, árgerð 2016. Ástæða innköllunarinnar er sú að Í gæðaferli Mercedes-Benz hefur komið upp möguleiki á því að þyngdarskynjara stjórnbox fyrir farþegasæti hafi verið vitlaust sett í
Nánar
8.3.2017

Toyota innkallar Corolla bifreiðar

Lógó toyota
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um innköllun á 1458 Toyota Corolla bifreiðum, framleiðslutímabil 2002-2004. Ástæða innköllunarinnar er vegna galla í öryggispúða í stýri. Við árekstur sem er nógu harður til að öryggispúðinn eigi að blása út er mögulegt að drifbúnaðurinn fyrir púðann rifni og púðinn veiti ekki þá vernd sem honum er ætlað.
Nánar
7.3.2017

Drög að reglugerð um skotelda

Neytendastofa vekur athygli á því að innanríkisráðuneytið hefur birt til umsagnar á vef sínum drög að reglugerð um skotelda. Eins og fram kemur á vef ráðuneytisins felur reglugerðin í sér heildarendurskoðun á gildandi reglugerð um skotelda þar sem tekið er mið af evrópustöðlum en Ísland hefur skuldbundið sig til að innleiða CE-merkingar á skotelda.
Nánar
3.3.2017

Drög að reglugerð um fasteignalán til neytenda

Neytendastofa vekur athygli á því að fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur birt til umsagnar á vef sínum drög að reglugerð um fasteignalán til neytenda. Eins og fram kemur á vef ráðuneytisins fjallar reglugerðin um staðlað eyðublað sem nota ska
Nánar
14.2.2017

Auðkennið Íslenska fasteignasalan

Neytendastofu barst erindi Fasteignasölu Íslands ehf. þar sem kvartað var yfir notkun keppinautarins PRO.Íslenska fasteignasalan ehf. á heitinu „Íslenska fasteignasalan“
Nánar
13.2.2017

Markaðssetning Norðursiglingar á „Carbon Neutral“

Neytendastofu barst erindi Gentle Giants Hvalaferða ehf. þar sem kvartað var yfir markaðssetningu keppinautarins Norðursiglingar ehf. Taldi Gentle Giants Hvalaferðir að notkun Norðursiglingar á slagorðinu „Carbon Neutral“ væri villandi markaðssetning.
Nánar
10.2.2017

Framadagar 2017

Mynd með frétt
Neytendastofa tók þátt í framadögum sem í þetta sinn voru hjá Háskólanum í Reykjavík. Forseti Íslands herra Guðni Th. Jóhannesson heimsótti kynningarbás Neytendastofu og kynnti sér starfsemi hennar og fékk innsýn í tillögur að lokaverkefnum fyrir háskólanema sem tengjast starfsemi stofnunarinnar og neytendavernd á Íslandi eins og sjá má á meðfylgjandi mynd
Nánar
10.2.2017

Heitið Bjössi 16 ekki bannað

Neytendastofu barst kvörtun frá Bjössa ehf. yfir því að keppinautur fyrirtækisins hafi skráð og noti firmaheitið Bjössi 16 ehf. Taldi Bjössi ehf. að brotið væri á rétti sínum og hætta væri á að ruglast yrði á fyrirtækjunum vegna líkinda heitanna. Starfsemi beggja fyrirtækja tengist akstri vörubifreiða.
Nánar
7.2.2017

Suzuki bílar hf innkalla 325 Suzuki Grand Vitara

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Suzuki bílar hf um innköllun á 325 Suzuki Grand Vitara bifreiðum af árgerðum 2008-2014.
Nánar
6.2.2017

Bílaumboðið Askja innkallar 57 Mercedez Benz bifreiðar

lógó bílaumboðið Askja
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá bílaumboðinu Askja ehf um innköllun á 57 Mercedes Benz Atego bifreiðum, framleiddir frá 2013 til 2017.
Nánar
3.2.2017

Hekla innkallar Volkswagen 144 bifreiðar

Mynd með frétt
eytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu hf um að innkalla þurfi 144 Volkswagen Golf, Touran og Passat, sem framleiddir voru á ákveðnu tímabili og eru með tiltekna hugbúnaðarútgáfu fyrir rafkerfisstjórnun.
Nánar
2.2.2017

Toyota innkallar Proace bifreiðar

Lógó toyota
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um innköllun á 34 Toyota Proace bifreiðum, framleiðsluár 2016. Ástæða innköllunarinnar er vegna hugsanlegs vatnsleka inn í bílinn frá hjólskál hægramegin að framan sem gæti skemmt rafkerfi við ABS hemlastýringatölvu
Nánar
1.2.2017

Hreingerningum bannað að nota lénið cargobilar.com

Neytendastofu barst kvörtun frá Cargo sendibílaleigu yfir notkun Hreingerninga ehf. á léninu cargobilar.com. Í erindi kom fram að Cargo sendibílaleiga hafi notast við lénið cargobilar.is frá október 2005 og notkun Hreingerninga á nákvæmlega sama léni, nema með endingunni .com valdi ruglingi milli fyrirtækjanna.
Nánar
31.1.2017

Neytendur greiði ekki fyrir óumbeðnar vörur

Neytendastofu hafa borist upplýsingar um að netverslunin Luxstyle Aps og Lux Internationla Sales Aps hafi sent neytendum óumbeðið vörur sem þeir hafa ekki pantað og krafist greiðslu fyrir. Sameiginleg eftirlitsnefnd neytendastofnana í EES - ríkjum (CPC-nefndin) fékk kvartanir frá fjölmörgum ríkjum. Fyrirtækin hafi sent neytendum vörur eftir að þeir einfaldlega höfðu skráð nafn sitt og heimilisfang á forsíðu vefverslunarinnar en höfðu hvorki pantað vöruna né gefið upp greiðslukortaupplýsingar.
Nánar
25.1.2017

Suzuki bílar hf innkalla Suzuki Kizashi

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Suzuki bílar hf um innköllun á 8 Suzuki Kizashi bifreiðum af árgerðum 2009-2012. Ástæða innköllunarinnar er sú að gæðaeftirlit sem Suzuki bifreiðar sæta af hendi framleiðanda gaf til kynna galla í gírskiptistokk fyrir sjálfskiptingu.
Nánar
24.1.2017

Brú lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga heimilt að nota auðkennið

Neytendastofu barst kvörtun frá Brú Venture Capital þar sem kvartað var yfir notkun Brúar lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga á auðkenninu BRÚ.
Nánar
24.1.2017

IKEA innkallar MYSINGSÖ strandstól vegna slysahættu

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Ikea vegna innköllunar á strandstól. Eftir að áklæðið hefur verið tekið af til að þvo það, er hægt að setja það aftur á með röngum hætti þannig að það skapi hættu á að stóllinn gefi sig eða að notandi klemmist.
Nánar
23.1.2017

Markaðssetning á Dælunni og sumarleik N1

Neytendastofu barst erindi Skeljungs hf. þar sem kvartað var yfir markaðssetningu N1 hf. á Dælunni og sumarleik N1 2016. Skeljungur taldi að slagorð Dælunnar „þrír fyrir einn á eldsneyti“ og „megahraðboðstilrýmingarsérverð“ væru villandi gagnvart neytendum.
Nánar
23.1.2017

Ákvörðun Neytendastofu felld úr gildi

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Neytendastofu nr. 33/2016. Með ákvörðuninni komst Neytendastofa að þeirri niðurstöðu að auglýsingar Verkfæralagersins væru villandi þar sem birtar væru myndir af vörum undir yfirskriftinni „verð frá“ sem væri ekki verð hinna myndbirtu vara.
Nánar
12.1.2017

Íslensk Bandarísk innkallar Jeep Renegade bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Íslensk – Bandarísk ehf um innköllun á tveimur Jeep Renegade bifreiðum, framleiðslutímabil 14.júní 2014 til og með 16. ágúst 2016.
Nánar
30.12.2016

Ólavía og Ólíver innkalla Baby Dan öryggishlið

Mynd með frétt
Neytendastofa vekur athygli á innköllun Ólavíu og Ólíver á BabyDan öryggishliði af gerðinni Danamik vegna mögulegrar slysahættu.
Nánar
29.12.2016

Gleðilegt ár

Starfsfólk Neytendastofu óskar landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs. Við viljum vekja athygli á að móttaka Neytendastofu verður lokuð eftir kl. 12.00 föstudaginn 30. desember og einnig mánudaginn 2. janúar.
Nánar
22.12.2016

BYKO innkallar leikfang

Mynd með frétt
Neytendastofa vekur athygli á innköllun BYKO ehf á dúkku að beiðni birgja, Edco í Hollandi vegna slysahættu. Dúkkan er með strikamerkinu 8711252981727 og tegundarheitinu My Baby & Me Doll, lota 2026720
Nánar
22.12.2016

Toyota innkallar Hilux bifreiðar

Lógó toyota
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um innköllun á 125 Hilux bifreiðum, framleiðsluár 2016. Ástæða innköllunarinnar er að höggdempunarpúða bakvið framstuðara getur vantað í bílana. Í tilkynningunni frá Toyota kemur fram að bilanatíðnin sé innan við 1%
Nánar
20.12.2016

Toyota innkallar Lexus bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um innköllun á 83 Lexus bifreiðum af gerðinni NX300h og NX200t, framleiðsluár 2015-2017.
Nánar
16.12.2016

Flugeldasalar mega ekki blekkja neytendur

Á síðustu árum hafa Neytendastofu borist nokkur fjöldi ábendinga vegna villandi markaðssetningar á skoteldum. Nokkuð hefur borið á því að skoteldar séu boðnir á afsláttar- og útsöluverði þrátt fyrir að hafa ekki verið seldir á tilgreindu venjulegu verði eða að þeir séu boðnir á kynningarverði sem vari lengur en venjulega verðið.
Nánar
15.12.2016

Leikföng: 12 góð ráð fyrir Jólin

Mynd með frétt
Leikföng eru vinsælar jólagjafir handa börnum enda eru þau hluti af þroskaferli þeirra. Til þess að leikur barna geti orðið hvað ánægjulegastur og öryggi þeirra tryggt er mikilvægt að neytendur hafi í huga að velja leikfang sem hæfir barninu og að það uppfylli þær öryggiskröfur sem til þess eru gerðar. Því vill Neytendastofa benda fólki á að hafa eftirfarandi í huga þegar velja á leikföng:
Nánar
13.12.2016

BL ehf. innkallar Renault bifreiðar

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. varðandi innköllun á 12 Renault bifreiðum af gerðinni Clio IV, framleiðsluár 2016. Komið hefur fram í gæðaeftirliti Renault að athuga þarf herslu á boltum á afturási bifreiðar.
Nánar
9.12.2016

BL ehf. innkallar Renault bifreiðar

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. varðandi innköllun á 101 Renault bifreiðum af gerðinni Trafic III, framleiðsluár 2014-2016. Í gæðaeftirliti Renault hefur komið ljós að athuga þarf herslu á boltum í fjöðrunarbita að aftan.
Nánar
5.12.2016

Neytendastofa vigtar vörur

Mynd með frétt
Neytendastofa fer reglulega og skoðar forpakkaðar vörur í verslunum eða hjá pökkunaraðilum. Skoðað er hvort að þyngd vörunar sé í samræmi við uppgefna þyngd á umbúðum. Unnið er samkvæmt ákveðnu verklagi þar sem skoðuð er þyngd hverrar vöru og eins meðalþyngd úrtaksins. Í síðustu skoðun Neytendastofu á forpökkuðum vörum voru skoðaðar 19 vörutegundir og reyndust tvær ekki
Nánar
2.12.2016

Sölubann á Stjörnublys

Mynd með frétt
Neytendastofa sendi handblys frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu sem heita STJÖRNUBLYS í prófun á prófunarstofu á Spáni. Niðurstaða prófunarinnar var sú að 7 blys af 10 virkuðu ekki rétt þar sem að þau uppfylltu ekki kröfur um grunngerð skotelda. STJÖRNUBLYSIN eru í flokki 1 sem eru skoteldar sem lítil hætta á að stafa af en þar sem að þau virka ekki rétt getur hætta stafað af þeim.
Nánar
30.11.2016

Veitur ehf. fá vottað innra eftirlit veitumæla.

Mynd með frétt
Neytendastofa veitti Veitum ehf. dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur í sumar, eftir úttekt, heimild til að nota innra eftirlit til að sinna reglubundnu eftirliti með veitumælum fyrirtækisins. Fljótlega eftir að Veitur ehf. keyptu af Frumherja alla veitumæla sem notaðir eru á veitusvæði þess var ákveðið að reglubundið eftirlit með veitumælunum yrði samkvæmt innra eftirliti
Nánar
24.11.2016

Neytendastofa sektar Tölvulistann

Neytendastofa hefur lagt stjórnvaldssekt á Tölvulistann fyrir brot gegn útsölureglum. Um var að ræða auglýsingabækling þar sem ranglega var gefið til kynna að allar vörur í bæklingnum væru á tilboði auk þess sem upplýsingar vantaði um fyrra verð á þeim vörum í bæklingum sem raunverulega voru á tilboði. Í tilefni brotsins lagði Neytendastofa 500.000 kr. stjórnvaldssekt á félagið.
Nánar
18.11.2016

BL ehf. innkallar Subaru bifreiðar

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. varðandi innköllun á 88 Subaru bifreiðum af gerðinni Legacy/Outback , framleiðsluár 2010-2014. Ástæða innköllunarinnar er vegna þess að hlíf á þurrkumótor getur bráðnað, skipta þarf um hlífina.
Nánar
16.11.2016

Neytendastofa sektar 1909, Múla og Hraðpeninga

Neytendastofa hefur lokið ákvörðun gagnvart E-content, rekstraraðila 1909, Múla og Hraðpeninga vegna upplýsinga um kostnað í tengslum við lán. Niðurstaða Neytendastofu var sú að brotið hafði verið gegn lögum um neytendalán og var stjórnvaldssekt því lögð á fyrirtækið.
Nánar
15.11.2016

Toyota innkallar bifreiðar vegna Takata loftpúða

Lógó toyota
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um viðbót á innköllun vegna loftpúða í stýri og hjá farþega í framsæti frá Takata.
Nánar
10.11.2016

Neytendastofa skoðar hraða nettenginga til neytenda

Neytendastofu hafa borist mörg erindi frá neytendum varðandi hraða nettenginga og auglýsingar fjarskiptafyrirtækja á netþjónustu sem þau eru að bjóða neytendum. Af þessari ástæðu hefur Neytendastofa sent Póst- og fjarskiptastofnun beiðni um að PFS upplýsi stofnunina um hvort og hvernig fyrirtæki á fjarskiptamarkaði geti veitt öllum neytendum þann hraða á Interneti eða breiðbandstengingum sem auglýstur er.
Nánar
10.11.2016

Rafræn skilríki – neytendur bera ábyrgð á PIN

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest ákvörðun Neytendastofu í máli nr. 35/2016 þar sem einstaklingur einstaklingur til Neytendastofu vegna meints öryggisgalla rafrænna skilríkja sem fyrirtækið Auðkenni gefur út til notkunar í farsímum. Í kvörtun neytanda var bent á að unnt væri að komast yfir PIN númer með ólögmætum hætti með því að fá farsíma einstaklings að láni í tvígang
Nánar
31.10.2016

Kæru vísað frá áfrýjunarnefnd

Neytendastofa bannaði Árna Stefáni Árnasyni alla notkun á léninu dyraverndarinn.is, orðmerkinu og myndmerkinu DÝRAVERNDARINN með ákvörðun sinni nr. 32/2016.
Nánar
31.10.2016

BL ehf. innkallar Renault Trafic III

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. varðandi innköllun á 15 Renault bifreiðum af gerðinni Trafic III , framleiðsluár 2014-2015. Í gæðaeftirliti Renault hefur komið ljós möguleiki á sprungumyndun á EGR röri í mengunarbúnaði á vél bifreiðar,
Nánar
28.10.2016

BL ehf. innkallar Renault Megane IV

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. varðandi innköllun á 5 Renault bifreiðum af gerðinni Megane IV, framleiðsluár 2016. Í gæðaeftirliti Renault hefur komið ljós möguleiki er á að boltar í sætislásum aftursæta losni upp, með möguleika á skrölthljóðum, víbríng eða aftengingu sætislása.
Nánar
26.10.2016

Sölu- og afhendingarbann á leikföng í versluninni Extrakaup

Mynd með frétt
Neytendastofa hefur lagt sölu- og afhendingarbann á Hello Kittý mjúkdýr og Önnu og Elsu dúkkur í versluninni Extrakaup þar sem ekki er hægt að sýna fram á að leikföngin séu í lagi.
Nánar
25.10.2016

Hekla innkallar Audi Q7

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu hf um að innkalla þurfi Audi Q7 bifreiðar með 7 sætum, framleiddar frá janúar 2015 til júlí 2016. Ástæða innköllunar er sú að aftasta sætaröðin getur færst til við árekstur. Lagfæring felst í því að bæta styrkingu við öftustu sætaröðina.
Nánar
24.10.2016

Kvennafrídagurinn í dag

Neytendastofa mun loka í dag mánudaginn 25. október klukkan 14:38 til að taka þátt í samstöðufundi á Austurvelli, kl 15:15. Við viljum vekja athygli á að bæði afgreiðsla og símsvörun er lokuð frá kl. 14:30.
Nánar
21.10.2016

Markaðssetning á Andrex salernispappír

Neytendastofu barst erindi Papco hf. þar sem kvartað var yfir markaðssetningu keppinautarins John Lindsay hf. á Andrex salernispappír. Taldi Papco að slagorðið „meira á hverri rúllu“ og merking á 12 rúllu umbúðum salernispappírsins með orðunum „3 rolls free“ væru villandi gagnvart neytendum. Þá taldi Papco að skjáauglýsingar John Lindsay væru villandi því þar kæmi ekki fram söluverð salernispappírsins.
Nánar
19.10.2016

Auðkennið Rental1

Neytendastofu barst erindi frá bílaleigunni Route1 Car Rental ehf. þar sem kvartað var yfir notkun keppinautarins Go Green Car Rental ehf. á vefsíðunni www.rental1.is. Taldi Route1 Car Rental ehf. að ruglingshætta væri milli fyrirtækjanna og að Go Green Car Rental væri að nýta sér viðskiptavild fyrirtækisins.
Nánar
18.10.2016

Toyota innkallar Prius

Lógó toyota
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um innköllun á 25 Prius bifreiðum árgerð 2016. Innköllunin er vegna spennu sem vantar í tengingu á barka í stöðuhemli
Nánar
18.10.2016

Auðkennið Super Jeep

Neytendastofu barst erindi frá ferðaþjónustufyrirtækinu Superjeep ehf. þar sem kvartað var yfir notkun keppinautarins Super Jeep Drive ehf. á orðunum Super Jeep í firmaheiti, lénaheiti og í vörumerki fyrirtækisins.
Nánar
17.10.2016

Markaðssetning iKort á greiðslukortum

Neytendastofu barst erindi Íslandsbanka hf. og Kreditkorta þar sem kvartað var yfir markaðssetningu iKort ehf. á greiðslukortinu iKort. Töldu Íslandsbanki og Kreditkort að iKort hefði brotið gegn lögum með villandi og ósanngjörnum samanburðarauglýsingum.
Nánar
14.10.2016

Auðkennið Fasteignasalan Grafarvogi

Neytendastofu barst kvörtun frá Fasteignamiðlun Grafarvogs yfir notkun Fasteignasölunnar Grafarvogi á heiti sínu. Kvörtunin snéri að því að með notkuninni væri hætta á að neytendur rugluðust á fyrirtækjunum og teldu sig vera að leita til Fasteignamiðlunar Grafarvogs en hefðu í raun samband við Fasteignasöluna Grafarvogi.
Nánar
13.10.2016

Heitið Spínatkál ekki villandi

Neytendastofa tók til meðferðar kvörtun Hollt og Gott yfir heiti vörunnar Spínatkál frá Lambhaga gróðrarstöð. Kvörtunin snéri að því að merkingar og auglýsingar vörunnar væru villandi þar sem ekki væri um spínat að ræða og því gæfi heitið villandi upplýsingar um vöruna.
Nánar
12.10.2016

Toyota innkallar Corolla

Lógó toyota
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um innköllun á 27 Toyota Corolla bifreiðum árgerð 2002 og 2003. Innköllunin er vegna hliðaröryggispúða í ökumannssæti.
Nánar
11.10.2016

Símasala DV á blaðaáskrift

Í kjölfar ábendinga og kvartana frá neytendum tók Neytendastofa til meðferðar mál vegna símasölu DV á blaðaáskriftum. Neytendur kvörtuðu yfir því að þeim hafi verið boðin fríáskrift að DV
Nánar
11.10.2016

BL ehf. innkallar Renault

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. varðandi innköllun á 8 Renault bifreiðum af gerðinni Kadjar, framleiðsluár 2015.
Nánar
10.10.2016

Sölubann á CAKE skotkökum

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun um sölubann á CAKE skoteldum frá E-þjónustunni. Við prófun kom í ljós að þegar að skotkökur af þessari tegund voru prófaðar leið of langur tími frá því að kveikt var á kveikiþræði þar til að kveiknaði á skotkökunni.
Nánar
3.10.2016

Neytendastofa sektar Grillbúðina

Neytendastofa hefur lagt 500.000 kr. stjórnvaldssekt á verslunina Grillbúðin fyrir að auglýsa grill á afmælistilboði lengur en heimilt er. Grillbúðin bauð grillin á lækkuðu verði í a.m.k. 9 vikur. Þegar vara hefur verið auglýst á tilboði í sex vikur er ekki hægt að segja að hún sé á tilboðsverði.
Nánar
30.9.2016

Neytendastofa skoðar skilmála vefverslana

Neytendastofa skoðaði 30 íslenskar vefverslanir í samevrópsku átaki eftirlitsstofnana með upplýsingum á vefsíðunum. Neytendastofa tekur þátt í slíku verkefni á hverju ári. Misjafnt er á milli ára hvaða tegundir af vefsíðum eru skoðaðar og hvaða upplýsingagjöf áhersla er lögð á.
Nánar
27.9.2016

Brimborg innkallar Volvo

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf varðandi innköllun á 176 Volvo bifreiðum af gerðinni XC90, framleiðsluár 2016 - 2017
Nánar
26.9.2016

Áfrýjunarnefnd úrskurðar um lán tengt rafbókakaupum Kredia og Smálán

Neytendastofa tók ákvarðanir í maí um að Kredia og Smálán hafi brotið gegn lögum um neytendalán við útreikning árlegrar hlutfallstölu kostnaðar og upplýsingagjöf til neytenda í tengslum við lán sem félögin veita neytendum.
Nánar
20.9.2016

Bílabúð Benna ehf innkallar Chevrolet Cruze

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílabúð Benna ehf. um innköllun á 4 Chevrolet Cruze bifreiðum, árgerð 2010. Ástæða innköllunarinnar er sú að Chevrolet hefur uppgötvað að í umræddum bílum er mögulegt að tæring geti myndast í rafgeymafestingu.
Nánar
15.9.2016

Toyota innkallar Prius og Lexus

Lógó toyota
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um innköllun á 2 Prius og 2 Lexus bifreiðum árgerð 2016. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að öryggispúði fyrir farþega í framsæti getur blásið út að ástæðulausu.
Nánar
14.9.2016

BL ehf innkallar Hyundai

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á 165 Hyundai bifreiðum. Um er að ræða Tucson TLe bifreiðar framleiddar á árunum 2015 og 2016.
Nánar
12.9.2016

Skorkort neytendamála 2016: staðan á mörkum batnar

Annað hvert ár er gerð könnun á neytendamörkuðum ESB ríkja og á Íslandi og Noregi og athugað hvernig staðan á þeim er. Kannað er traust neytenda til fyrirtækja, vandamál og kvartanir. Einnig er athugað hvernig sé fyrir neytendur að bera saman vöru og þjónustu og ánægju neytenda með fyrirtæki.
Nánar
8.9.2016

BYKO innkallar barnaöryggishlið

Mynd með frétt
Neytendastofa vill vekja athygli á innköllun BYKO á barnaöryggishliðum af gerðinni Supergate Stairway vegna mögulegrar slysahættu. Ástæða innköllunar er sú að öryggishliðið uppfyllir ekki kröfur um öryggi. Sem dæmi
Nánar
5.9.2016

Innköllun á Alva snudduböndum

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Verkefni vikunnar vegna innköllunar á Alva snudduböndum gerð úr trékúlum. Ástæða innköllunarinnar er að þau uppfylla ekki kröfur um öryggi og geta valdið slysahættu
Nánar
2.9.2016

Húsasmiðjan innkallar öryggishlið fyrir börn

Mynd með frétt
Neytendastofa vill vekja athygli á innköllun Húsasmiðjunnar á barnaöryggishliðum af gerðinni GuardMaster - Plastic Mesh Gate / Model 276 vegna mögulegrar slysahættu.
Nánar
1.9.2016

Bannað að kenna sig við konditori

Neytendastofa hefur bannað bakaríunum Okkar bakarí, Sveinsbakarí og Guðnabakarí að notast við orðið konditori í vörumerki og auglýsingum. Stofnuninni barst kvörtun frá Konditorsambandi Íslands þar sem fram kom að rekstraraðilar bakaríanna hafi ekki réttindi til þess að nota þetta lögverndaða starfsheiti.
Nánar
29.8.2016

BL ehf. innkallar bifreiðar

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á 12 Renault og Dacia bifreiðum. Um er að ræða Dacia Dokker, Renault Megane IV og Renault Talisman bifreiðar framleiddar á árinu 2016
Nánar
24.8.2016

Suzuki bílar hf innkalla 827 bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Suzuki bílar hf um innköllun á 827 Suzuki Swift bifreiðum af árgerðum 2010 til 2015. Ástæða innköllunarinnar er sú að Þegar sætishitari er notaður og hitastig hans eykst gæti límborði sem festir hitamottuna
Nánar
22.8.2016

Eftirlit með skartgripum

Fulltrúi Neytendastofu hefur í sumar kannað ástand ábyrgðastimpla vegna sölu skartgripa unnum úr eðalmálmum.Tilgangurinn var að fá yfirlit yfir hvernig staðan er varðandi lögbundna stimpla á skartgripum unnum úr gulli og silfri.
Nánar
19.8.2016

BL ehf. innkallar Land Rover

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á 120 Land Rover bifreiðum. Um er að ræða Land Rover Discovery Sport og Range Rover Evoque bifreiðar framleiddar á árinu 2016. Ástæða innköllunarinnar er sú að hætta er á að plasthlíf sem er ofaná vélinni geti rekist í eldsneytisleiðslu vélarinnar með þeim afleiðingum að gat geti komið á hana með tímanum
Nánar
17.8.2016

Suzuki bílar hf innkalla bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Suzuki bílar hf um innköllun á 86 Suzuki Swift bifreiðum af árgerðum 2014 til 2015
Nánar
16.8.2016

BL ehf. innkallar BMW

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á 125 BMW bifreiðum. Um er að ræða BMW F25 og F26 bifreiðar framleiddar á árunum 2014 til 2016.
Nánar
15.8.2016

Suzuki bílar hf innkalla bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Suzuki bílar hf um innköllun á 50 Suzuki Jimny bifreiðum af árgerðum 2013 til 2014. Ástæða innköllunarinnar er sú að sumir hemlakútar (Hjálparátak)
Nánar
11.8.2016

Vogir í verslunum

Mynd með frétt
Þegar neytendur greiða fyrir vöru eftir vigt eiga þeir að geta treyst því að mælingar séu réttar og að mælitækin sem notuð eru séu með gilda löggildingu. Kaupandinn á að sjá greinilega niðurstöður vigtunar og þá greinilega verð á þeirri vöru sem keypt er.
Nánar
8.8.2016

Neytendastofa fylgist með forpakkningum

Það er alltaf að aukast að vörur séu forpakkaðar en ekki vigtaðar að kaupanda viðstöddum. Sem dæmi um forpakkaðar vörur eru: kjötvörur, smjör, ostar, skyr, álegg, grænmeti, ávextir og heilsuvörur.
Nánar
5.8.2016

Auglýsingar um neytendalán

Mynd með frétt
Neytendastofa fylgist vel með auglýsingum um neytendalán, m.a. varðandi birtingu og útreikning árlegrar hlutfallstölu kostnaðar (ÁHK). Í mörgum tilvikum skortir upplýsingar um ÁHK og yfirleitt var útreikningur fyrirtækjanna á ÁHK rangur.
Nánar
2.8.2016

Er vínmálið í lagi!

Mynd með frétt
Neytendastofa hefur í sumar verið að kanna notkun vínmála á vínveitingastöðum. Neytendur eiga að sjá á vínseðli hvað greiða á fyrir vöruna og hve mikið magn um sé að ræða. Veitingastaðir mega ekki áætla magn heldur verða þeir að nota mælitæki sem eru í lagi til að mæla magn áfengra drykkja við sölu til neytenda
Nánar
29.7.2016

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Neytendastofa tók þá ákvörðun með bréfi dags. 8. júní 2016 að afhenda ekki gögn er varða öryggi fullgildra rafrænna undirskrifa og öryggi burðarlags fyrir fullgildar rafrænar undirskriftir í farsíma. Neytendastofa taldi að mikilvægir almanna- og einkahagsmunir krefðust þess að takmarkaður væri aðgangur að umbeðnum gögnum á grundvelli upplýsingalaga.
Nánar
26.7.2016

BL ehf innkallar Nissan X-Trail bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á 77 Nissan bifreiðum árgerð 2014- 2015, af tegundinni X-Trail. Ástæða innköllunarinnar er að komið hefur fram í gæðaeftirliti Nissan galli í ryðvörn á hlerapumpum fyrir afturhlera.
Nánar
19.7.2016

Erindi neytanda vegna rafrænna skilríkja Auðkennis ehf.

Í september 2014 kvartaði einstaklingur til Neytendastofu vegna öryggis rafrænna skilríkja sem Auðkenni gefur út. Málinu lauk án aðgerða Neytendastofu. Með úrskurði áfrýjunarnefndar neytendamála í júní 2015 var ákvörðun Neytendastofu felld úr gildi og lagt fyrir stofnunina að taka erindið til nýrrar meðferðar.
Nánar
18.7.2016

Veitingastaðurinn Silfur sektaður

Neytendastofa kannaði ástand verðmerkinga hjá veitingastaðnum Silfur í Hafnarfirði og leiddi skoðunin í ljós að matseðil vantaði við inngöngudyr auk þess sem ekki voru tilgreindar magnupplýsingar drykkja.
Nánar
14.7.2016

Toyota innkallar Auris

Lógó toyota
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um innköllun á 3 Toyota Auris bifreiðum árgerð 2013.
Nánar
8.7.2016

Toyota innkallar Prius, Auris, Corolla og Lexus

Lógó toyota
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um innköllun á 657 Toyota Corolla, 71 Prius, 119 Auris og 28 Lexus CT200h bifreiðum árgerð 2006-2014.
Nánar
7.7.2016

„Verð frá“ og vörur Verkfæralagersins

Neytendastofu bárust annars vegar ábendingar um að röng verð fylgdu ljósmyndum af þeim vörum sem kynntar voru í auglýsingum Verkfæralagersins og hins vegar að vörur hefðu ekki verið seldar á auglýstu verði sem „verð frá“.
Nánar
7.7.2016

Toyota innkallar Prius og Lexus

Lógó toyota
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um innköllun á 58 Toyota Prius, 38 Prius PHV og 20 Lexus CT200 bifreiðum árgerð 2009-2012.
Nánar
6.7.2016

Notkun á vörumerki Dýraverndarsambands Íslands

Dýraverndarsamband Íslands kvartaði til Neytendastofu vegna notkunar Árna Stefáns Árnasonar á léninu dyraverndarinn.is og myndmerki í eigu félagsins. Dýraverndarsambandið krafðist þess að Árni Stefáni yrði bönnuð notkun auðkennanna þar sem hætta væri á að villst yrði á starfsemi Árna Stefáns og starfsemi Dýraverndarsambandsins.
Nánar
5.7.2016

Hekla innkallar Skoda Octavia, Volkswagen Golf, Polo og Up!

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu hf að innkalla þurfi Skoda Octavia, Volkswagen Golf, Polo og Up! árgerð 2016, sem framleiddir voru á afmörkuðu tímabili.
Nánar
4.7.2016

BL ehf innkallar Land Rover

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á 43 Land Rover bifreiðum. Um er að ræða Discovery 4, Range Rover og Range Rover Sport bifreiðar framleiddar á árunum 2012 - 2014.
Nánar
1.7.2016

BL ehf innkallar Nissan Juke

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á 59 Nissan bifreiðum. Um er að ræða Juke bifreiðar framleiddar á árunum 2014 og 2015.
Nánar
28.6.2016

Bönd í gluggatjöldum

Mynd með frétt
Neytendastofa tekur þátt í átaksverkefni á vegum Efnahags- framfarastofnunarinnar (OECD) vegna banda á gluggatjöldum. Átakinu er ætlað að upplýsa neytendur, einkum foreldra og umönnunaraðila barna, um hættur sem tengjast böndum á gluggatjöldum. Neytendur eru hvattir til að athuga vel hvort hætta sé að börn geti komist í böndin og gera þá viðeigandi varúðarráðstafanir, ekki aðeins á heimili sínu heldur einnig á öðrum
Nánar
26.6.2016

GG Sport innkallar Osprey barnaburðarpoka

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá GG Sport vegna innköllunar á barnaburðarpoka vegna galla á sylgju. Ef þú átt Osprey barnaburðarbakpoka sem keyptur er hérlendis eða erlendis frá og með 29. janúar 2016
Nánar
24.6.2016

IKEA innkallar PATRULL öryggishlið

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Ikea vegna innköllunar á öryggishliði. IKEA hafa borist tilkynningar um hlið sem opnuðust við álag þannig að börn hafi dottið niður stiga og hlotið væg meiðsl.
Nánar
21.6.2016

Bætt umhverfi netviðskipta á EES svæðinu.

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kynnti á dögunum fyrirhugaðar aðgerðir til þess að auðvelda neytendum netviðskipti á EES svæðinu. Aðgerðirnar byggja á stefnu framkvæmdastjórnarinnar um samtengdan stafrænan innri markað EES svæðisins (e. Digital Single Market) og eru í meginatriðum þríþættar.
Nánar
16.6.2016

Bönd í 17. júní blöðrum

Mynd með frétt
Nú er þjóðhátíðardagurinn 17. júní skammt undan og hátíðarhöldin sem honum fylgja. Börnum er þessi dagur oft sérstakt tilhlökkunarefni enda jafnan ýmis skemmtun í boði til að gleðja þau. Svo þessi stund verði sem ánægjulegust er mikilvægt að hugað sé að öryggi barna
Nánar
15.6.2016

Villandi merkingar Sports Direct

Neytendastofu berast reglulega kvartanir frá neytendum vegna vefsíðunnar sportsdirect.com. Kvartanirnar snúa að því að bæði sé verðmunur og ólíkt vöruúrval í versluninni Sports Direct og á vefsíðunni. Stofnunin óskaði skýringa Sports Direct og fékk upplýsingar um að verslunin á Íslandi standi ekki að vefsíðunni
Nánar
13.6.2016

Héraðsdómur staðfestir ákvörðun Neytendastofu

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest þá niðurstöðu Neytendastofu og áfrýjunarnefndar neytendamála að smálánafyrirtækin Kredia og Smálán hafi brotið gegn lögum um neytendalán með innheimtu flýtigjalds.
Nánar
13.6.2016

Hafðu áhrif á neytendalöggjöfina

Neytendastofa vekur athygli á því að á vegum Evrópusambandsins er nú unnið að því að skoða hvort neytendalöggjöf sambandsins sé að skila tilætluðum árangri fyrir neytendur. Þær gerðir sem falla undir skoðunina eru:
Nánar
10.6.2016

Neytendastofa sektar Hótel Keflavík

Neytendastofu barst erindi frá Flughótel Keflavík þar sem kvartað var vegna neikvæðra umsagna sem skrifuð voru um hótelið á bókunarvefsíðu. Taldi Flughótel Keflavík að starfsmaður annars hótels, Hótel Keflavík, hefði ritað ummælin í tengslum við bókanir fyrir ferðamenn
Nánar
9.6.2016

Áhrif á kauphegðun barna

Mynd með frétt
Gerð hefur verið rannsókn á áhrifum markaðssetningar í gegnum samfélagsmiðla, vefleiki og leikjaöpp á kauphegðun barna. Í rannsókninni var farið yfir umfang auglýsinga og sölu í leikjum sem beint er að börnum.
Nánar
8.6.2016

Lög um neytendasamninga hafa tekið gildi

Neytendastofa hefur sinnt eftirliti með ákvæðum laga um húsgöngu- og fjarsölusamninga. Lögin hafa nú verið felld úr gildi með gildistöku nýrra laga um neytendasamninga. Megintilgangur laga um neytendasamninga er hinn sami og laga um húsgöngu- og fjarsölusamninga var, að tryggja neytendum nægar upplýsingar og ýmis réttindi við kaup á vörum og þjónustu.
Nánar
6.6.2016

Toyota innkallar 36 Yaris bifreiðar

Lógó toyota
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi að innkalla þurfi 36 Yaris bifreiðar af árgerðinni 2015. Ástæða innköllunarinnar er að við mikið álag eins og ef ekið er í djúpa holu eða upp á háan kant getur lega í demparaturni að framan brotnað.
Nánar
3.6.2016

Toyota innkallar Lexus IS og Avensis bifreiðar

Lógó toyota
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um innköllun á 89 Lexus IS bifreiðum árgerð 2005-2008 og 104 Avensis bifreiðum árgerð 2008. Ástæða innköllunarinnar er vegna galla í Takata öryggispúðum.
Nánar
2.6.2016

BL ehf innkallar Renault bifreiðar

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á 27 Renault bifreiðum árgerð 2014, af tegundinni Trafic III
Nánar
31.5.2016

Tiger innkallar flautu

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Tiger vegna innköllunar á flautu. Við reglulegt eftirlit kom í ljós að hlutinn sem býr til hljóðið í flautunni getur losnað ef togað eða ýtt er í hann.
Nánar
27.5.2016

Neytendastofa sektar fyrir verðmerkingar

Neytendastofa hefur lagt stjórnvaldssekt á níu verslanir fyrir að fara ekki að fyrirmælum stofnunarinnar um að bæta verðmerkingar hjá sér. Um er að ræða verslanir sem staðsett eru í Mjódd, Glæsibæ, Firðinum í Hafnarfirði, Holtagörðum, Smáratorgi, Spönginni, Hverafold, Korputorgi, Eiðistorgi, Garðatorgi, Grímsbæ, Hamraborg, Austurveri og Suðurveri
Nánar
26.5.2016

Neytendastofa sektar hundasnyrtistofur

Neytendastofa tók til skoðunar verðmerkingar á sölustað hundasnyrtistofa á höfuðborgarsvæðinu samhliða því sem stofnunin skoðaði vefsíður sem snyrtistofurnar halda úti.
Nánar
25.5.2016

Áfrýjunarnefnd fellir úr gildi ákvörðun Neytendastofu

Neytendastofa sektaði Heimkaup í fyrir brot gegn útsölureglum fyrir að tilgreina ekki að um kynningartilboð væri að ræða og í hversu langan tíma það gilti. Fyrir brotin lagði Neytendastofa stjórnvaldssekt að fjárhæð 250.000 kr. á félagið.
Nánar
24.5.2016

Neytendastofa leggur stjórnvaldssektir á Kredia og Smálán

Neytendastofa hefur lokið ákvörðunum gagnvart Kredia og Smálánum vegna kostnaðar í tengslum við lán sem félögin veita og upplýsingagjafar við lánveitingu.
Nánar
23.5.2016

Námskeið til löggildingar vigtarmanna verður haldið 6. - 8. júní

Neytendastofa mun daganna 6. - 8. júní standa fyrir almennu námskeiði til löggildingar vigtarmanna. Námskeiðið fer fram í húsakynnum Neytendastofu að Borgartúni 21, 105 Reykjavík. Námskeiðið veitir þeim sem ljúka því réttindi til að starfa sem löggildir vigtarmenn.
Nánar
20.5.2016

Í dag er alþjóðamælifræðidagurinn

Mælifræðidagurinn 20. maí er til að minnast undirritunar metrasamþykktarinnar árið 1875. Þessi samþykkt leggur grunninn að samræmdri alþjóðamælifræði sem er undirstaða fyrir vísindauppgötvanir og nýsköpun, iðnaðarframleiðslu og alþjóðaverslun og bætir að auki lífsgæði og verndar umhverfið.
Nánar
20.5.2016

Neytendastofa sektar Betra Bak

Neytendastofa hefur lagt 400.000 kr. stjórnvaldssekt á verslunina Betra Bak fyrir að hafa auglýst vörur á tilboðsverðum án þess að geta fært fullnægjandi sönnur á að vörurnar hafi verið seldar eða boðnar til sölu á tilgreindu fyrra verði.
Nánar
18.5.2016

Rannsókn framkvæmdastjórnar ESB á stöðu neytenda í ríkjum EES svæðisins

Markmið rannsóknar ESB á stöðu neytenda í ríkjum EES svæðisins var að kanna hversu algengt það er að neytendur standi höllum fæti í viðskiptum við fyrirtæki í ríkjum EES svæðisins og hvaða ástæður liggja þar að baki
Nánar
17.5.2016

Ársskýrsla Rapex 2015

Rapex er tilkynningarkerfi meðal landa innan Evrópska efnahagssvæðisins og tryggir með skjótum og öruggum hætti að stjórnvöld geti gripið til viðeigandi aðgerða án tafar ef að vara uppfyllir ekki þær öryggiskröfur sem gerðar eru til markaðssetningar hennar.
Nánar
12.5.2016

Sölubann og innköllun á Basson Baby barnarúmi

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun um sölubann og innköllun á Basson Baby barnarúmi af gerðinni Julia frá Ólavíu og Oliver. Ólavía og Oliver hafði áður innkallað rúmið þar sem hönnunargallar á því gerðu það að verkum að rúmið reyndist vera hættulegt börnum. Hætturnar fólust m.a. í því að af rúminu gæti stafað hengingarhætta af því hvernig horn þess væru hönnuð.
Nánar
10.5.2016

BL ehf innkallar BMW bifreiðar

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á 95 BMW bifreiðum árgerð sept 2007 - mars 2011, af tegundunum E8x E9x E60 E61 N43.
Nánar
9.5.2016

BL ehf innkallar Nissan bifreiðar

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á 14 Nissan bifreiðum árgerð 2007- 2014, af tegundinni Tiida. Ástæða innköllunarinnar er að komið hefur fram í gæðaeftirliti loftpúða framleiðandans
Nánar
20.4.2016

Fullyrðingar Vodafone

Neytendastofu barst erindi frá Símanum vegna auglýsinga Vodafone með fullyrðingum um stærsta 4G kerfið og landstærsta sjónvarpsdreifikerfið auk fullyrðingarinnar „stærstir í 4G“
Nánar
20.4.2016

Toyota innkallar 88 Lexus bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi að innkalla þurfi 88 Lexus IS og GS bifreiðar af árgerðum frá 2004-2007.
Nánar
19.4.2016

Suzuki bílar hf innkalla bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Suzuki bílar hf um innköllun á 274 Suzuki SX4 S-Cross bifreiðum af árgerðum 2013 til 2016.
Nánar
13.4.2016

Ákvörðun Neytendastofu felld úr gildi

Sýningarkerfi ehf. kærðu ákvörðun Neytendastofu frá 10. nóvember 2015 þar sem stofnunin taldi ekki ástæða til aðgerða vegna notkunar Grafíker ehf. á léninu syningakerfi.is.
Nánar
12.4.2016

Brimborg ehf innkallar Peugeot bifreið

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf. um innköllun á einni Peugeot bifreið af árgerðinni 2016. Ástæða innköllunarinnar er að leki gæti verið með túrbínubolta. Brimborg ehf mun hafa samband við bifreiðareiganda vegna þessarar innköllunar.
Nánar
12.4.2016

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest ákvörðun Neytendastofu nr. 37/2015 um auðkennið „Reykjavík Lights Apartment“.
Nánar
11.4.2016

BL ehf innkallar Nissan Pulsar

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á 117 Nissan bifreiðum árgerð 2014-2015, af tegundinni Pulsar.
Nánar
8.4.2016

Hekla innkallar Volkswagen Passat og Skoda

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu að innkalla þurfi 17 Volkswagen Passat og 6 Skoda Superb árgerð 2015 og 2016 með Panorama sólþaki. Ástæða innköllunar er sú að sólþakið skynjar ekki hindrun
Nánar
7.4.2016

Hekla innkallar Volkswagen Touareg

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu um innköllun á Volkswagen Touareg frá árgerð 2010 til 2016. Ástæða innköllunar er að öxull fyrir bremsupedala getur farið úr stýringu vegna þess að öxulsplitti getur vantað.
Nánar
6.4.2016

IKEA innkallar LATTJO leðurblökuslá

Mynd með frétt
Neytendastofa vekur athygli á innköllun IKEA á LATTJO leðurblökuslá vegna þriggja tilkynninga um að börn hafi hlotið skrámur eða mar á háls eftir notkun hennar. Í þessum tilfellum sat sláin föst og losnaði ekki frá hálsi barna eins og hún á að gera við álag. Ekkert tilvik hefur verið tilkynnt hér á landi.
Nánar
6.4.2016

Tiger innkallar Snúningskubba

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Tiger vegna innköllunar á snúningskubbum. Við reglulegt eftirlit kom í ljós að kubbarnir geta losnað frá hvorum öðrum og í versta falli valdið köfnun.
Nánar
5.4.2016

Merkingar Drífu á flís- og nælonvörum

Samtök iðnaðarins kvörtuðu til Neytendastofu vegna merkinga Drífu á ullarfatnaði og flís- og nælonfatnaði. Vörurnar sem kvartað var yfir eru ýmist merktar með íslenskum fána eða merki með landfræðilegum útlínum Íslands og töldu Samtök iðnaðarins að merkingarnar gæfu ranglega til kynna að um íslenska vöru og framleiðslu væri að ræða.
Nánar
5.4.2016

Auðkennið VOCALIST

Neytendastofu barst erindi frá söngskólanum Vocal-Lísa þar sem kvartað var yfir notkun söngskólans Vocalist á auðkenninu VOCALIST. Taldi Vocal-Lísa að líkindi með heiti skólanna leiddu til þess að hætt væri á að neytendur rugluðu þeim saman.
Nánar
4.4.2016

Auglýsingar Pennans á íslenskum húsgögnum

Samtök iðnaðarins kvörtuðu til Neytendastofu vegna auglýsinga Pennans ehf. á FANSA húsgögnum. Penninn auglýsti húsgögnin sem íslensk og töldu samtökin að það væri villandi þar sem húsgögnin væru ekki að fullu framleidd á Íslandi.
Nánar
4.4.2016

Tiger innkallar Snúningsdýr Gíraffa

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Tiger vegna innköllunar á Gíröffum. Við reglulegt eftirlit kom í ljós að nokkrir af gíröffunum eru með laus horn. Það getur verið varasamt fyrir lítil börn að setja þau upp í sig og í versta falli valdið köfnun.
Nánar
1.4.2016

BL ehf. innkallar 124 Subaru bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á 124 Subaru bifreiðum árgerð 2015, af tegundinni Legacy / Outback.
Nánar
31.3.2016

Leiðbeiningar frá OECD um viðskipti á netinu

Alþjóða efnahags- og framfarastofnunin, OECD, hefur nú gefið út leiðbeiningar um viðskiptahætti á netinu, (e. E-commerce Recommendation) en þeim er ætlað að auka traust neytenda á síbreytilegum og flóknum markaði netviðskipta. Leiðbeiningarnar voru upphaflega gefnar út árið 1999 en hafa
Nánar
30.3.2016

BL ehf innkallar Subaru Leyorg

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á 16 Subaru bifreiðum árgerð 2015-2016, af tegundinni Leyorg. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á bilun í loftinntaki sem gæti orsakað til að ganga illa hægagang og missi kraft.
Nánar
29.3.2016

Ein af 109 fasteignasölum í lagi

Neytendastofa kannaði í byrjun árs vefsíður 109 fasteignasala á landinu ásamt því að kanna sölustaði þeirra sem staðsettar eru á Höfuðborgarsvæðinu. Athugað var hvort verð á öllum þjónustuþáttum væri sýnilegt á staðnum og á vefsíðum fyrirtækjanna þar sem skylt er að gefa upp verð bæði þar sem þjónusta er kynnt og seld auk þess sem sérstaklega þarf að taka fram ef annar kostnaður bætist við verðið
Nánar
23.3.2016

Menntamálastofnun innkallar 2700 endurskinsmerki

Mynd með frétt
Neytendastofa hefur tekið ákvörðun um að setja bann við afhendingu og láta innkalla 2700 merki sem Menntamálastofnun gaf leik- og grunnskólabörnum í Kópavogi. Innköllunin er sett í kjölfar tímabundins afhendingabanns Neytendastofu.
Nánar
22.3.2016

Veðmerkingar í verslunarkjörnum

Neytendastofa hefur nú til meðferðar mál vegna ófullnægjandi verðmerkinga hjá fyrirtækjum í verslunarkjörnum á Höfuðborgarsvæðinu. Kannaðar voru verðmerkingar fyrirtækja sem staðsett eru í Mjódd, Glæsibæ, Firðinum í Hafnarfirði, Holtagörðum, Smáratorgi, Spönginni, Hverafold, Korputorgi, Eiðistorgi, Garðatorgi, Grímsbæ, Hamraborg, Austurveri og Suðurveri. Í heildina var farið í 68 verslanir og þjónustufyrirtæki sem bjóða neytendum ýmsar vörur og þjónustu.
Nánar
15.3.2016

Hekla innkallar Volkswagen Passat árgerð 2015 og 2016

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu, þar sem kemur fram að þeir hafi fengið tilkynningu frá Volkswagen AG um innköllun á Passat árgerð 2015 og 2016, sem framleiddir voru á afmörkuðu tímabili. Um er að ræða 28 bifreiðar.
Nánar
14.3.2016

Toyota innkallar 1575 bifreiðar

Lógó toyota
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi að innkalla þurfi 1575 Rav4 bifreiðar af árgerðum frá 2006-2012.
Nánar
9.3.2016

Brimborg ehf innkallar Volvo

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf um innköllun á 90 bifreiðum af tegundunum Volvo XC60, V60, V60cc, S60, XC70, V70, S60cc allar af árgerðinni 2016.
Nánar
3.3.2016

Vigtarmannanámskeið

Námskeið til löggildingar vigtarmanna var haldið 18 – 20 janúar. Í húsakynnum Neytendastofu í Reykjavík sátu 13 þátttakendur námskeiðið en samtímis sátu 3 þátttakendur á Ísafirði námskeiðið með aðstoð fjarfundarbúnaðar.
Nánar
2.3.2016

BL ehf. innkallar Nissan Juke

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á 2 Nissan Juke bifreiðum árgerð 2015. Ástæða innköllunarinnar er röng kvörðunar stilling á vélarstjórnbox
Nánar
25.2.2016

BL ehf. innkallar Subaru

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á 12 Subaru bifreiðum árgerð 2015, af tegundinni Impreza / XV. Ástæða innköllunarinnar er möguleg bilun í startara sem getur komið í veg fyrir að bíll starti sér eða hljóð byrjar að heyrast í startara. Endurforrita þarf vélartölvuna.
Nánar
22.2.2016

BL innkallar sendibifreiðar

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf að innkalla þurfi 67 Renault Master III af árgerðunum 2012-2014.
Nánar
18.2.2016

Auglýsingar Úranus ehf. á Toyota bifreiðum.

Neytendastofu barst erindi Toyota á Íslandi ehf. þar sem kvartað var yfir auglýsingum Úranusar ehf. á ábyrgðartíma bifreiða. Með ákvörðun Neytendastofu frá árinu 2014 var komist að því að auglýsingar Úranusar ehf. væru villandi.
Nánar
17.2.2016

Neytendalánum ehf. gert að greiða dagsektir

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun um að Neytendalán ehf., sem rekur smálánafyrirtækin 1909, Múla og Hraðpeninga, eigi að greiða dagsektir að fjárhæð 20.000 kr. á dag þar til félagið bætir úr upplýsingagjöf á vefsíðum sínum.
Nánar
16.2.2016

Neytendastofa lætur prófa öryggi barnarúma

Mynd með frétt
Neytendastofa tók þátt í evrópsku samstarfsverkefni á síðasta ári þar sem öryggi barnaferðarúma og barnarimlarúma var skoðað. Fjöldi slysa verður á hverju ári þar sem ung börn slasast vegna barnarúma. Foreldrar eiga að geta treyst því að börnin séu örugg í barnarimlarúmum eða barnaferðarúmum
Nánar
12.2.2016

Neytendastofa sektar golfverslun fyrir verðmerkingar

Neytendastofa hefur lagt stjórnvaldssekt á eina golfverslun fyrir verðmerkingar í versluninni. Verðmerkingareftirlit stofnunarinnar fór í golfverslanir á höfuðborgarsvæðinu í nóvember sl. þar sem skoðaðar voru verðmerkingar í verslun auk þess sem verðmerkingar og upplýsingar um fyrirtækið voru skoðaðar á vefsíðum.
Nánar
5.2.2016

Könnun Neytendastofu á flugeldamarkaðnum

Mynd með frétt
Neytendastofa fór í átaksverkefni í desember 2015 og byrjun janúar 2016 vegna sölu skotelda. Sérstök áhersla var lögð á sölu skotelda á netsíðum. Átakið var gert vegna fjölda ábendinga sem bárust stofnuninni í desember sl. um að skoteldar væru seldir með miklum afslætti án þess að hafa verið seldir á tilgreindu fyrra verði.
Nánar
5.2.2016

Sameiginlegt átak í öryggi hlaupahjóla

Mynd með frétt
Neytendastofa hefur í samstarfi við eftirlitsstofnanir í Evrópu farið í átak vegna öryggis hlaupahjóla. Skoðuð voru yfir 5000 hlaupahjól, úr þeim voru valin um 700 hjól sem skoðuð voru nánar og af þeim tekin eintök sem send voru til prófunar í Frakklandi. Yfir 94% af hlaupahjólunum sem send voru til prófunar reyndust ekki í lagi.
Nánar
1.2.2016

Ákvörðun um dagsektir vegna heitisins Loftið

Neytendastofa hefur lagt dagsektir á Boltabarinn ehf. þar til fyrirtækið hefur farið að ákvörðun Neytendastofu.
Nánar
26.1.2016

Innréttingar og tæki sektað vegna útsöluauglýsinga

Neytendastofa hefur sektað Innréttingar og tæki fyrir villandi útsöluauglýsingar. Stofnuninni barst kvörtun frá Múrbúðinni þar sem félagið taldi tilboðs og útsöluauglýsingar Innréttinga og tækja andstæðar góðum viðskiptaháttum. Athugasemdirnar voru þríþættar
Nánar
21.1.2016

Aukin neytendavernd við netbókun ferða og ferðapakka

Mynd með frétt
Núgildandi EES reglur um pakkaferðir (alferðir) eiga rót að rekja allt aftur til ársins 1990. Frá þeim tíma hefur framboð á ódýrum flugfargjöldum og sala á netinu aukist stórlega og einnig hvernig að ferðamenn skipuleggja og kaupa sér orlofsferðir með ferðapökkum sem þeir sjálfir setja saman.
Nánar
19.1.2016

Ákvarðanir Neytendastofu staðfestar

Með ákvörðunum Neytendastofu nr. 30/2015 og 33/2015 var verslunum Vietnam Market ehf. og Samkaup ehf. rekstraraðila Nettó gert að greiða sektir vegna skorts á verðmerkingum í verslunum sínum.
Nánar
18.1.2016

BL ehf innkallar 247 Nissan bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á 247 Nissan Note bifreiðum. Um er að ræða bifreiðar framleiddar á tímabilinu 30.08.2005-31.12.2011 Ástæða innköllunarinnar er sú að komið hefur fram í gæðaeftirliti loftpúða framleiðandans Takata að möguleiki er á að aukinn þrýstingur komi upp þegar loftpúði virkjast, með þeim afleiðingum að púðinn rifni.
Nánar
16.1.2016

IKEA innkallar trommukjuða og tungutrommu

Mynd með frétt
Neytendastofa vekur athygli á innköllun IKEA á LATTJO trommukjuðum eða LATTJO tungutrommu vegna slysahættu. Leikföngin hafa verið í sölu hjá IKEA um allan heim síðan í nóvember 2015.
Nánar
14.1.2016

Bernhard innkallar Honda Pilot bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bernhard ehf að innkalla þurfi tvær Honda Pilot bifreiðar. Ástæða innköllunar er að við árekstur þenjast loftpúðar farþega- og /eða bílstjóramegin út og geta hugsanlega vegna óeðlilegs innri þrýstings í púðunum borist agnir úr umgjörð þeirra inn í farþegarými og í versta falli valdið meiðslum á farþegum.
Nánar
7.1.2016

Tilkynning um slysahættu vegna Neyðarkalls

Mynd með frétt
Neytendastofa vekur athygli á tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg vegna lyklakippu, Neyðarkall björgunarsveitanna, sem seld var í nóvember 2015. Í tilkynningunni kemur fram að dagana 5. – 7. nóvember sl. hafi farið fram árleg fjáröflun Slysavarnarfélagsins Landsbjargar (SL) með sölu á Neyðarkallinum.
Nánar
5.1.2016

Réttur neytenda ef vara er gölluð – 2 ár eða 5 ár

Neytendastofa vill að gefnu tilefni benda neytendum á að réttur neytenda til að bera fram kvörtun vegna vöru sem reynist gölluð er 2 ár ef um er að ræða almenna vöru
Nánar
4.1.2016

Neytendastofa leitar upplýsinga um handblys

Neytendastofa óskar eftir upplýsingum og aðstoð vegna slysa sem urðu vegna handblysa um áramótin. Í fjölmiðlum hefur komið fram að alls hafi 7 börn slasast vegna handblysa og grunur er um að þau hafi verið gölluð.
Nánar
29.12.2015

Neytendur sýni varúð

Mynd með frétt
Flugelda og skotkökur er leyfilegt að selja og nota á tímabilinu 28. desember til 6. janúar. Skoteldar eru í eðli sínu hættuleg vara sem gerir ríkar kröfur til þess að neytendur sýni aðgæslu við meðferð og notkun þeirra.
Nánar
22.12.2015

Skoðun á forpökkuðum laxi og tígrisrækjum.

Neytendastofa skoðaði í byrjun desember forpakkaðan lax frá Betri vörum og forpakkaðar tígrisrækjur frá Innnes. Ákveðið var að skoða umræddar vörur eftir að athugasemdir bárust frá neytendum um að ekki væri samræmi á milli merkinga á umbúðum og nettóþyngdar vöru. Þyngd laxins var ekki í samræmi við það sem stóð á pakkningunni heldur var 20% lægra verð.
Nánar
22.12.2015

Neytendastofa bannar tilboðsauglýsingar PEP flugelda

Neytendastofa hefur bannað birtingu auglýsingar PEP flugelda þar sem kemur fram að tilboð sé á flugeldum.
Nánar
22.12.2015

Dagsektir á Kredia og Smálán felldar úr gildi

Neytendastofa lagði dagsektir á félögin Kredia og Smálán með ákvörðun nr. 3/2015 þar sem félögin höfðu ekki farið að ákvörðun stofnunarinnar nr. 28/2014 og úrskurði áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 13/2014.
Nánar
21.12.2015

Veitingastaðir sektaðir

Neytendastofa hefur í kjölfar eftirlits með verðmerkingum á veitingastöðum í og við miðbæ Reykjavíkur sektað níu veitingastaði vegna ástands verðmerkinga hjá þeim.
Nánar
16.12.2015

Hekla innkallar Volkswagen Caddy

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Volkswagen AG um innköllun á Caddy bifreiðum sem framleiddar voru frá maí 2012 til janúar 2013. Ástæða innköllunar er sú að möguleiki er á að jarðsamband fyrir rafmagnsstjórnbox sé ekki fest með réttum hætti.
Nánar
14.12.2015

Jokumsen innkallar barnakjóla

Mynd með frétt
Neytendastofa vekur athygli á innköllun á barnafatnaði frá Jokumsen netverslun. Ástæða innköllunarinnar er sú að bönd í þremur barnakjólum samræmast ekki lögum nr. 134/1995, um öryggi vöru og opinbera markaðsgæslu og staðalinn ÍST EN 14682:2014 um öryggi barnafatnaðar. Vörurnar sem um ræðir eru fjólublár kjóll með blómum og slaufu, túrkís kjóll með pallíettum og blómi og bleikur og silfurlitaður pallíettukjól
Nánar
14.12.2015

Brimborg innkallar Volvo bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg á Íslandi varðandi innköllun á 65 Volvo XC60, V60, V60cc, S60, XC70, V70 og S60cc bifreiðum af árgerðinni 2016.
Nánar
2.12.2015

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Neytendastofa tók ákvörðun um að grípa ekki til aðgerða í tilefni af notkun Go Green ehf. á léninu gogreencars.is. Taldi Neytendastofa auðkennin innihalda almenn orð auk þess sem áhersluorðið „go“ fremst í vörumerki Go Green dragi úr hættu á ruglingi.
Nánar
30.11.2015

Áfrýjunarnefnd bannar lénið heklacarrental.is

Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að banna Guðmundi Hlyni Gylfasyni ekki að nota lénið heklacarrental.is þar sem lénið væri ekki notað í atvinnustarfsemi og engin atvinna rekin undir léninu. Þá teldi stofnunin ekki hættu á að neytendur villist á léninu og auðkennum Heklu hf.
Nánar
27.11.2015

Hópkaupum gert að greiða dagsektir

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun um að Hópkaup skuli greiða dagsektir kr. 50.000 á dag þar til félagið breytir upplýsingum á vefsíðu sinni og skilmálum. Neytendur hafa lögbundinn rétt til að skila vöru sem keypt er á netinu í 14 daga frá gerð samnings og fá endurgreiðslu kaupverðsins. Nánari upplýsingar um skilarétt má sjá hé
Nánar
26.11.2015

Endurmenntunarnámskeið vigtarmanna.

Neytendastofa mun í byrjun næsta árs bjóða upp á í fyrsta sinn í fimm ár endurmenntunarnámskeið fyrir vigtarmenn. Með útgáfu laga nr. 91/2006 um mælingar, mæligrunna og vigtarmenn var gildistími löggildingar vigtarmanna lengdur úr fimm árum í tíu ár.
Nánar
25.11.2015

Neytendastofa sektar Íslenskt meðlæti

Árið 2009 tók Neytendastofa ákvörðun um að Eggert Kristjánsson hf. hafi brotið gegn góðum viðskiptaháttum með því að veita neytendum villandi upplýsingar um uppruna frosins grænmetis sem selt er undir vörumerkinu Íslenskt meðlæti. Í kjölfar ákvörðunarinnar var bætt við upplýsingum á umbúðum vörunnar um uppruna hennar og var afskiptum Neytendastofu af málinu þar með lokið.
Nánar
23.11.2015

Heimkaup sektað fyrir brot á útsölureglum

Neytendastofa tók til skoðunar framkvæmd Heimkaupa við tilboð og útsölur. Málið snéri fyrst og fremst um það að stofnunin gengi úr skugga um að vörur hafi verið seldar á tilgreindu fyrra verði áður en afsláttur var auglýstur. Við meðferð málsins kom fram að flestar af þeim vörum sem málið snéri að höfðu ekki verið til sölu áður og var að sögn Heimkaupa um að kynningartilboð að ræða.
Nánar
20.11.2015

1909, Múla og Hraðpeningum gert að greiða dagsektir

Neytendastofa hefur nú tekið ákvörðun um að Neytendalán ehf., rekstaraðili smálánafyrirtækjanna 1909, Múla og Hraðpeningar, skuli greiða 250.000 kr. dagsektir.
Nánar
20.11.2015

Upplýsingagjöf í tengslum við neytendalán

Neytendastofa hefur tekið ákvarðanir um að Heimkaup og Elko hafi brotið gegn lögum um neytendalán með því að birta ekki fullnægjandi upplýsingar á heimasíðum sínum um lán sem veitt eru til kaupa á vörum.
Nánar
19.11.2015

Tölvuskeyti Beiersdorf til viðskiptavina Celsus

Neytendastofa hefur lokið ákvörðun vegna kvörtunar Celsus hjúkrunar- og heilsuvörur ehf. yfir fullyrðingum í tölvupósti Beiersdorf ehf. til tiltekins hóps viðskiptavina félaganna.
Nánar
18.11.2015

Hundasnyrtistofur þurfa að bæta verðmerkingar

Mynd með frétt
Neytendastofa kannaði í kjölfar ábendinga verðmerkingar í gæludýraverslunum, hundasnyrtistofum og á vefsíðum þeirra. Í byrjun nóvember var farið í 10 gæludýraverslanir og fjórar hundasnyrtistofur á höfuðborgarsvæðinu. Athugað var hvort vörur í verslununum væru verðmerktar og hvort verðskrá yfir þjónustu hundasnyrtistofa væri sýnile
Nánar
17.11.2015

Bernhard innkallar 414 Honda Jazz bifreiðar

Vörumerki Honda
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bernhard ehf að innkalla þurfi 414 Honda Jazz bifreiðar af árgerðinni 2004-2006.
Nánar
16.11.2015

Hekla hf innkallar tvær Mitsubishi Outlander bifreiðar

Vörumerki Mitsubishi
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá bílaumboðinu Hekla hf varðandi innköllun á Mitsubishi Outlander PHEV vegna möguleika á að tengistykki milli bensínrörs og hosu sé
Nánar
12.11.2015

BL ehf innkallar 186 Hyundai bifreiðar

Lógó Hyundai
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um innköllun á 186 Hyundai I30 bifreiðum, framleiddar frá 1.nóvember 2009 til 30. apríl 2010.
Nánar
9.11.2015

Neytendastofa sektar 365 miðla

Í kjölfar ábendinga frá neytendum tók Neytendastofa upp að nýju mál vegna tilkynninga í tengslum við verðbreytingar hjá 365 miðlum. Stofnunin tók árið 2009 ákvörðun um að 365 miðlar hafi brotið gegn góðum viðskiptaháttum með því að tilkynna viðskiptavinum sínum ekki með fullnægjandi
Nánar
9.11.2015

Útvarpsauglýsing Skeljungs villandi

Neytendastofu barst kvörtun frá Olíuverzlun Íslands hf. vegna auglýsinga Skeljungs á Orkulyklinum, en í auglýsingunni kom fram fullyrðingin: „[Orkulykillinn] veitir afslátt af ódýrasta eldsneytinu á Orkunni og á þjónustustöðvum Shell.“
Nánar
6.11.2015

Neytendastofa sektar fyrir ófullnægjandi verðmerkingar

Neytendastofa hefur í kjölfar eftirlits með verðmerkingum á Suðurlandi og í Reykjavík sektað sex fyrirtæki vegna ástands verðmerkinga hjá þeim. Eftirlit Neytendastofu fólst í því að skoða almennt
Nánar
4.11.2015

Verðmerkingar í verslunum og á vefsíðum golfverslana

Neytendastofa kannaði verðmerkingar og merkingar á vefsíðum golfverslana á Höfuðborgarsvæðinu. Skoðað var hjá Golfbrautin, Golfbúðin, Golfskálinn, Hole in One og Örninn Golfverslun.
Nánar
2.11.2015

Lindex innkallar barnavesti

Mynd með frétt
Neytendastofa vekur athygli á innköllun Lindex á bleiku barnavesti með vörunúmeri 7233167 sem uppfyllir ekki gæða- og öryggisskilyrði. Í tilkynningu frá Lindex kemur fram að hnapparnir hafa ekki verið festir
Nánar
30.10.2015

Ólavía og Oliver innkalla Julia barnarúm

Mynd með frétt
Neytendastofa vill vekja athygli á innköllun hjá Ólavíu og Oliver á barnarúmi frá Basson sem heitir Julia. Barnarúmið getur verið hættulegt börnum þar sem þeim getur stafað hengingarhætta af því hvernig horn rúmsins eru hönnuð.
Nánar
28.10.2015

Toyota innkallar 2249 bifreiðar

Lógó toyota
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi að innkalla þurfi 2249 Yaris, Corolla, Auris, Rav4, Urban Cruiser bifreiðar af árgerðum frá 2005-2010.
Nánar
23.10.2015

Úrskurður áfrýjunarnefndar neytendamála um loftið

Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að notkun Boltabarsins á heitinu væri til þess fallin að valda ruglingshættu við Loft Bar sem rekinn er af Farfuglum ses. Taldi Neytendastofa að líta yrði til þeirrar ríku
Nánar
22.10.2015

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest ákvörðun Neytendastofu nr. 53/2014 vegna kvörtun Norðurflugs ehf. vegna notkunar Þyrluþjónustunnar ehf. á lénunum helicopters.is, helicoptericeland.is og vörumerkinu HELO HELICOPTER SERVICE OF ICELAND
Nánar
21.10.2015

Innköllun á Silver Cross Micro kerrum

Mynd með frétt
Neytendastofa vill vekja athygli á innköllun Silver Cross Micro kerru. Ástæða innköllunarinnar er að hætta er á að barn geti skorið sig á skörpum brúnum eða klemmt
Nánar
15.10.2015

Lokun skiptiborðs Neytendastofu vegna verkfalls SFR

Skiptiborð Neytendastofu verður að óbreyttu lokað frá fimmtudeginum 15. október til miðvikudagsins 21. október vegna verkfalls félagsmanna SFR. Ekki verður brugðist við tölvupósti á netfangið postur@neytendastofa.is fyrr en að verkfalli loknu á miðvikudag.
Nánar
14.10.2015

Toyota innkallar 32 bifreiðar

Lógó toyota
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi að innkalla þurfi 32 Toyota Proace bifreiðar árgerð 2013.
Nánar
6.10.2015

Öryggi neytenda í Evrópu

Rapex er tilkynningarkerfi eftirlitsstjórnvalda á Evrópska efnahagssvæðinu þar sem fram koma ábendingar til allra ríkja um hættulegar vörur aðrar en matvæli, lækningavörur og lyf. Hlutverk þess er að miðla upplýsingum um hættulegar vörur eins fljótt og auðið er.
Nánar
5.10.2015

Hekla hf innkallar loftpúða í Mitsubishi Lancer

Mynd með frétt
Hekla hf innkallar loftpúða í Mitsubishi Lancer Neytendastofu hefur borist tilkynning frá bílaumboðinu Hekla hf varðandi innköllun á loftpúðum. Mitsubishi hefur tilkynnt um innköllun á Mitsubishi Lancer árgerðum 2003 til 2008.
Nánar
1.10.2015

Villandi samanburðarauglýsingar Gagnaveitunnar

Neytendastofu barst kvörtun frá Símanum vegna auglýsinga Gagnaveitunnar á ljósleiðara. Í auglýsingunum var vatnsglas og vatnsflaska meðal annars notuð sem myndlíking fyrir eiginleika ljósleiðara samanborið við aðra gagnaflutningstækni á markaði.
Nánar
30.9.2015

Neytendastofa sektar Símann

Neytendastofa hefur lagt 1.500 þús. kr. stjórnvaldssekt á Símann fyrir villandi og ósanngjarnar auglýsingar. Um er að ræða annars vegar fullyrðingu um að Vodafone hafi slökkt á hliðrænum útsendingum RÚV og neytendur hvattir til að flytja sjónvarpsviðskipti sín yfir til Símans. Hins vegar er um að ræða auglýsingar þar sem ýmist var fullyrt að 70% landsmanna segi Sjónvarp Símans standa framar helsta keppinaut, að 70% landsmanna velji Sjónvarp Símans eða að 70% velji Sjónvarp Símans.
Nánar
29.9.2015

Neytendastofa sektar sjö matvöruverslanir

Neytendastofa hefur sektað sjö rekstraraðila matvöruverslana fyrir að fara ekki að fyrirmælum stofnunarinnar um að bæta verðmerkingar. Voru verslanirnar sektaðar um samtals 6.050.000 kr.
Nánar
28.9.2015

Rúmfatalagerinn innkallar hluta af barnaferðarúmi

Mynd með frétt
Neytendastofa vill vekja athygli á innköllun hjá Rúmafatalagernum á skiptiborði sem fylgir barnaferðarúmi Sanibel/Nappedam vörunúmer 3902206. Varan hefur verið til sölu í öllum verslunum Rúmfatalagersins frá ágúst 2013.
Nánar
23.9.2015

Skorkort neytendamála sýnir þörf á úrlausnarleiðum utan dómstóla

Skorkort neytendamála fyrir árið 2015 sýnir að markaður fyrir rafræn viðskipti yfir landamæri hefur enn tækifæri til að stækka. Aðspurðir svörðu 61% neytenda því að þeir upplifi sig öruggari í viðskiptum í sínu ríki heldur en yfir landamæri. Skorkortið, sem einblínir að þessu sinni á rafrænan innri markaði, leiðir einnig í ljós að vantraust, landfræðilegar hindranir og mismunun í verði eru enn helstu hindranirnar fyrir rafræn viðskipti yfir landamæri.
Nánar
18.9.2015

Ilva innkallar barnarúm

Mynd með frétt
Neytendastofa vill vekja athygli á innköllun Ilvu á Malik barnarúmum vegna mögulegrar slysahættu. Ástæða innköllunar er sú að barnarúmin eru ekki nægilega örugg og uppfylla ekki kröfur um öryggi.
Nánar
16.9.2015

Námskeið vigtarmanna 5. – 7. Október

Neytendastofa mun daganna 5. - 7. október standa fyrir almennu námskeiði fyrir vigtarmenn. Námskeiðið fer fram í húsakynnum Neytendastofu að Borgartúni 21, 105 Reykjavík. Námskeiðið veitir þeim sem ljúka því réttindi til að starfa sem löggildir vigtarmenn. Námskeiðið verður einnig tengt með fjarfundarbúnaði við fræðslu- og símenntunarmiðstöðina Visku í Vestmannaeyjum.
Nánar
14.9.2015

Samanburðarauglýsingar Skjásins brutu ekki gegn lögum

Neytendastofu barst kvörtun frá 365 miðlum ehf. vegna samanburðarauglýsinga Skjásins ehf. á Skjá Einum þar sem bornar voru saman ágæti sjónvarpsáskrifta Skjásins og Stöð 2.
Nánar
11.9.2015

Neytendastofa sektar bílasölur

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun um að tvær bílasölur skuli greiða dagsektir þar til fullnægjandi úrbætur hafa verið gerðar á vefsíðum fyrirtækjanna. Neytendastofa gerði skoðun á vefsíðum allra bílasala með notaða bíla og gerði kröfur um úrbætur þar sem þörf var á.
Nánar
11.9.2015

Slæmt ástand verðmerkinga á Hellu og Hvolsvelli

Neytendastofa gerði könnun í júlí sl. á ástandi verðmerkinga hjá 15 fyrirtækjum á Hellu og Hvolsvelli. Þessari könnun var svo fylgt eftir í lok ágúst og var ástand skoðað hjá þeim sex verslunum sem stofnunin hafði gert athugasemdir við eftir fyrri heimsókn
Nánar
4.9.2015

Seinni eftirlitsferð á Selfoss og í Hveragerði

Neytendastofa gerði könnun á ástandi verðmerkinga og hvort að það væri ekki samræmi á milli hillu- og kassaverðs hjá 54 verslunum í Hveragerði og á Selfossi. Kom í ljós að verðmerkingar voru ekki í lagi í 23 fyrirtækjum. Þegar könnuninni var fylgt eftir kom í ljós að níu fyrirtæki höfðu ekki farið eftir fyrirmælum Neytendastofu um að lagfæra verðmerkingarnar hjá sér.
Nánar
2.9.2015

Ólavía og Óliver innkalla barnabók

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Ólavíu og Óliver vegna innköllunar á Heimess barnabók með áfastri snuðkeðju. Ástæða innköllunarinnar er köfnunarhætta þar sem keðjan getur fest í koki barns
Nánar
25.8.2015

Aðeins ein vefsíða í lagi

Neytendastofa gerði könnun á 15 íslenskum vefsíðum sem selja barnafatnað á netinu. Athugað var hvort vefsíðurnar uppfylltu kröfur um merkingar á fatnaði og hvort fullnægjandi upplýsingar væru að finna um viðkomandi söluaðila. Af þeim síðum sem skoðaðar voru var aðeins ein vefsíða í lagi
Nánar
21.8.2015

Ákvörðun Neytendastofu staðfest að hluta

Neytendastofa bannaði DV ehf. birtingu fullyrðingarinnar „frítt“ og „í kaupbæti“ í auglýsingum dagblaðsins á áskriftarleið með iPad spjaldtölvu. Taldi stofnunin að kostnaður vegna iPad spjaldtölvunarinnar í áskriftarleið DV
Nánar
20.8.2015

Úrskurður áfrýjunarnefndar neytendamála

Neytendastofa tók með bréfi dags. 13. mars 2015 þá ákvörðun um að taka kvörtun varðandi neytendalán ekki til efnislegrar meðferðar eða frekari afgreiðslu.
Nánar
20.8.2015

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Neytendastofa bannaði bakaríinu Reynir bakari að notast við orðið konditori í vörumerki og auglýsingum með ákvörðun 6/2015. Stofnuninni hafði borist kvörtun frá Konditorsambandi Íslands þar sem fram kom að ábyrgðaraðili bakarísins hafi ekki réttindi til að nota þetta lögverndaða starfsheiti
Nánar
19.8.2015

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Neytendastofa tók þá ákvörðun þann 29. janúar 2015 að ekki væri ástæða til aðgerða vegna viðskiptahátta Eignamiðlunar Suðurnesja ehf. við gerð samnings um söluþjónustu fasteignasala. Með úrskurði nr. 4/2015 staðfesti áfrýjunarnefnd neytendamála þá niðurstöðu.
Nánar
19.8.2015

Máli vísað frá áfrýjunarnefnd neytendamála

Kredia ehf. og Smálán ehf. kærðu til áfrýjunarnefndar neytendamála þá ákvörðun Neytendastofu að leggja dagsektir á félögin þar til farið yrði að ákvörðun Neytendastofu nr. 28/2014 um útreikning á árlegri hlutfallstölu kostnaðar.
Nánar
17.8.2015

94% neytenda vilja aðstoð Neytendastofu

Ársskýrsla Neytendastofu er komin út. Í skýrslunni er m.a. að finna niðurstöður úr þjóðmálakönnun Háskóla Íslands þar sem fram kemur að 94% neytenda vilja fá aðstoð Neytendastofu ef þeir eru ósáttir eða lenda í vandræðum í viðskiptum sínum við kaup og sölu á vörum eða þjónustu
Nánar
14.8.2015

Könnun á mat- og drykkjaseðlum í Reykjavíkur

Neytendastofa kannaði veitingastaði og kaffihús í og við miðbæ Reykjavíkur í þeim tilgangi að athuga hvort farið væri eftir reglum um verðmerkingar. Skoðað var hvort matseðill væri við inngöngudyr og hvort upplýsingar um magn drykkja kæmu þar fram
Nánar
13.8.2015

BL ehf innkallar 157 Subaru bifreiðar

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. að innkalla þurfi 79 Subaru Forester og 78 Subaru XV Impreza bifreiðar af árgerðunum 2012-2014.
Nánar
11.8.2015

Toyota innkallar 3563 bifreiðar

Lógó toyota
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi að innkalla þurfi 2899 Yaris og 664 Hilux bifreiðar af árgerðum 2006-2011. Ástæða innköllunarinnar er galli í öryggispúðum,
Nánar
5.8.2015

BL ehf innkallar 146 Land Rover bifreiðar

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. að innkalla þurfi 146 Land Rover bifreiðar af árgerðinni 2006-2012.
Nánar
31.7.2015

BL ehf innkallar Range Rover bifreiðar

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. að innkalla þurfi 29 Range Rover bifreiðar af árgerðinni 2013-2016. Ástæða innköllunarinnar er að það getur gerst að hurðir bílanna lokist ekki tryggilega
Nánar
29.7.2015

Toyota innkallar 119 Aygo bifreiðar

Lógó toyota
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi að innkalla þurfi 119 Aygo bifreiðar af árgerðinni 2014-2015.
Nánar
27.7.2015

Það þarf að bæta verðmerkingar í Vestmannaeyjum

Neytendastofu hafa í gegnum tíðina borist fjöldi ábendinga varðandi verðmerkinga í Vestmannaeyjum. Fulltrúar stofnunarinnar fóru í kjölfar þess til Vestmannaeyja í byrjun júlí og gerðu könnun á því hvort verðmerkingar hjá verslunum uppfylltu skilyrði laga og reglna.
Nánar
24.7.2015

Ástand verðmerkinga á Árborgarsvæðinu og í Hveragerði

Neytendastofa athugaði í júní sl. hvort að samræmi væri á milli hillu- og kassaverð í 20 verslunum í Árborg og Hveragerð, um leið var athugað hvort að verðmerkingar væru í lagi og hvort vogir í kjörborði matvöruverslana væru löggiltar. Farið var á 10 bensínstöðvar, þrjú apótek, fimm matvöruverslanir og tvær byggingavöruverslanir.
Nánar
23.7.2015

BL ehf innkallar 235 Renault Clio IV bifreiðar

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf að innkalla þurfi 235 Renault Clio IV bifreiðar af árgerðinni 2014-2015. Ástæða innköllunarinnar
Nánar
22.7.2015

Ástand verðmerkinga á Hellu og Hvolsvelli

Neytendastofa kannaði verðmerkingar hjá fyrirtækjum á Hellu og Hvolsvelli þann 7.júlí sl. Farið var í 15 fyrirtæki og fengu sex þeirra fyrirmæli frá Neytendastofu um að bæta ástand verðmerkinga.
Nánar
21.7.2015

Toyota innkallar 5450 bifreiðar

Lógó toyota
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi að innkalla þurfi 5450 Yaris, Corolla, Avensis og Lexus SC430 bifreiðar af árgerðum 2003-2008. Ástæða innköllunarinnar er galli í öryggispúðum, röng hleðsla í drifbúnaði öryggispúðanna
Nánar
20.7.2015

Verðmerkingar í byggingavöruverslunum og timbursölum á höfuðborgarsvæðinu

Neytendastofa kannaði verðmerkingar hjá níu byggingavöruverslunum og fimm timbursölum. Þær níu byggingavöruverslunum sem skoðaðar voru tilheyrðu Bauhaus, Byko, BYMOS, Fossberg, Húsasmiðjunni og Múrbúðinni. Kannaðar voru verðmerkingar almennt auk þess sem teknar voru 25 vörur af handahófi þar sem borið var saman hillu- og kassaverð.
Nánar
17.7.2015

Bílabúð Benna ehf. innkallar 286 Chevrolet Captivur

Lógó Chevrolet
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílabúð Benna varðandi innkallanir á 286 Chevrolet Captiva bifreiðum af árgerð 2011-2015
Nánar
17.7.2015

Verðmerkingar og vínmál í Hveragerði og á Selfoss

Neytendastofa skoðaði í Hveragerði og Selfossi verðmerkingar og hvort að vínmál á veitingastöðum væru lagi. Farið var á þrjá veitingastaði í Hveragerði og þrjá á Selfossi. Kannað var hvort matseðill væri við inngang og magnupplýsingar drykkja kæmu fram á matseðli. Af þessum sex veitingastöðum
Nánar
15.7.2015

Toyota á Íslandi innkallar 145 bifreiðar

Lógó toyota
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um innköllun á sjö Prius + bifreiðum og 138 Auris bifreiðum, árgerð 2010-2014. Ástæða innköllunarinnar er að uppfæra þarf forrit í stjórntölvu fyrir rafmótora.
Nánar
14.7.2015

Úrskurður áfrýjunarnefndar neytendamála

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur með úrskurði í máli 20/2014 komist að þeirri niðurstöðu að Íslandsbanki hafi brotið gegn ákvæðum þágildandi laga um neytendalán með skilmála um vaxtaendurskoðun
Nánar
13.7.2015

Auk neytendavernd með bílaleigubíla í Evrópu

Í dag, 13. júlí, hafa fimm stór bílaleigufyrirtæki samþykkt að endurskoða framkvæmd sína gagnvart neytendum í kjölfar sameiginlegra aðgerða neytendayfirvalda í Evrópu og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Neytendur munu hagnast af skýrari skilmálum um tryggingar og eldsneytisáfyllingar
Nánar
13.7.2015

BL ehf innkallar 75 Dacia Duster bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf að innkalla þurfi 75 Dacia Duster bifreiðar af árgerðinni 2015. Ástæða innköllunarinnar er að athuga þarf handbremsubarka hvort losnað hafi upp á þeim við handbremsuhandfang inní bíl.
Nánar
9.7.2015

Dagsektir lagðar á Define the line

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun þess efnis að vefverslunin Define the line skuli greiða dagsektir þar til upplýsingum á síðunni verður komið í lag.
Nánar
8.7.2015

Ákvörðun Neytendastofu felld úr gildi

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Neytendastofu frá 30. október 2014. Neytendastofa taldi ekki ástæðu til aðgerða vegna kvörtunar um öryggisgalla í undirskriftarbúnaði Auðkennis. Þá taldi Neytendastofa að kvartandi hafi ekki verið aðili að rannsókn stofnunarinnar í kjölfar kvörtunarinnar.
Nánar
6.7.2015

Suzuki bílar hf innkallar 221 Suzuki Ignis bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Suzuki um innköllun á 221 Suzuki Ignis bifreiðum af árgerðinni 2001-2006. Ástæða innköllunarinnar er að feiti sem notuð er á snertur kveikjulásins getur orðið leiðandi af hitamyndun sem verður við neista myndun
Nánar
1.7.2015

10 ára afmæli Neytendastofu

Mynd með frétt
Neytendastofa fagnar 10 ára stofnafmæli sínu í dag 1. júlí 2015 er lög nr. 62/2005, um Neytendastofu tóku gildi. Neytendum eru tryggð margvísleg réttindi í viðskiptum og stofnun sérstaks eftirlits með réttindum neytenda markaði þáttaskil í neytendavernd hér á landi
Nánar
30.6.2015

BL ehf innkallar Nissan Note og Nissan Leaf bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf að innkalla þurfi fimm Nissan Note og 30 Nissan Leaf bifreiðar af árgerðinni 2013-2014.
Nánar
26.6.2015

BL ehf innkallar Subaru Impreza XV bifreiðar

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf að innkalla þurfi 15 Subaru Impreza XV bifreiðar af árgerðinni 2012. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að þegar setið er í farþegasæti og aukahlutur er tengdur við 12V notenda innstungu bifreiðar t.d. Ipod eða snjallsíma og viðkomandi snertir járn íhluti bílsins sem er jarðtengdur
Nánar
24.6.2015

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Áfrýjunarnefnd neytendamála staðfesti ákvörðun Neytendastofu. Olís og Atlantsolía kvörtuðu til Neytendastofu yfir auglýsingum og kynningarefni Orkunnar þar sem fram kom að Orkan byði ávallt upp á lægsta eldsneytisverðið eða ódýrasta eldsneytið töldu félögin fullyrðingarnar ekki standas
Nánar
22.6.2015

Norræn neytendayfirvöld samhæfa aðgerðir gegn duldum auglýsingum

Á fundi norrænna neytendayfirvalda í Osló þann 15. – 16. júní síðastliðinn var meðal annars rætt að duldar auglýsingar á samfélagsmiðlum hafa aukist á undanförnum árum. Breið samstaða er um aukið norrænt samstarf og samhæfingu aðgerða á þessum vettvangi. Þetta kemur fram í sameiginlegri fréttatilkynningu norræna neytendayfirvalda sem birtist í dag.
Nánar
18.6.2015

Um 2500 tilkynningar varðandi hættulegar vörur í Evrópu

Á árinu 2014 voru samtals 2.435 tilkynningar um hættulegar vörur á heimasíðu Rapex. Þetta kemur fram í ársskýrslu Rapex sem nú hefur verið gefin út fyrir árið 2014. Flestar vörurnar voru leikföng, fatnaður, vefnaðarvörur og tískuvörur. Rapex er tilkynningarkerfi eftirlitsstjórnvalda þar sem koma fram ábendingar til allra ríkja á Evrópska efnahagssvæðinu varðandi hættulegar vörur.
Nánar
16.6.2015

Neytendastofa kannar blöðrur

Mynd með frétt
Neytendastofa fór núna á dögunum og kannaði merkingar á blöðrum. Á pakkningunni þarf að koma fram að blöðrur séu ekki fyrir átta ára og yngri til að blása upp. Farið var í Hagkaup, Nettó, Krónuna, Bónus, Rúmfatalagerinn, Partýbúðina, A4 og Megastore. Alls voru 350 blöðrur skoðaðar og voru allar merkingar á þeim í lagi.
Nánar
15.6.2015

Neytendastofa sektar bakarí

Neytendastofa hefur í kjölfar eftirlits með verðmerkingum í bakaríum á höfuðborgarsvæðinu sektað þrjú fyrirtæki vegna ástands verðmerkinga. Eftirlit Neytendastofu fólst í því að skoða ástand verðmerkinga í miklum fjölda bakaría annars vegar í febrúar og hins vegar í apríl 2015. Í seinni eftirlitsferð Neytendastofu hafði ástand verðmerkinga batnað umtalsvert
Nánar
14.6.2015

Go Green heimilt að nota gogreencars.is

Neytendastofu barst kvörtun frá bílaleigunni Green Car þar sem kvartað var yfir notkun bílaleigunnar Go Green á léninu gogreencars.is. Taldi Green Car lénið svo líkt léni Green Car, greencar.is, að hætta væri á að neytendur rugluðust á fyrirtækjunum.
Nánar
12.6.2015

Viljayfirlýsingu á milli Íslands og Alþýðulýðveldisins Kína

Innanríkisráðuneytið og Stjórnardeild Alþýðulýðveldisins Kína um gæðaeftirlit, skoðanir og sóttvarnir hafa undirritað viljayfirlýsingu á milli ríkjanna eða MOU (e. Memorandum of Understanding). Samkomulagið hefur verið í vinnslu síðan Liu Yuting, aðstoðarráðherra heimsótti Ísland árið 2013. Frá þeim tíma hafa sérfræðingar skipst á drögum sem eru nú endanleg og var yfirlýsingin undirrituð þann 11. júní síðastliðinn
Nánar
12.6.2015

Ábyrgðir þegar raftæki eru keypt á netinu

Neytendastofa tók síðast liðið haust þátt í samræmdri skoðun neytendayfirvalda á Evrópska efnahagssvæðinu á samtals 437 vefsíðum sem selja raftæki (t.d. farsíma, tölvur, myndavélar og sjónvörp). Þar af voru 12 íslenskar vefsíður skoðaðar af Neytendastofu sem valdar voru með hliðsjón af stærð og vinsældum
Nánar
11.6.2015

Tiger innkallar viðarvélmenni

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Tiger vegna innköllunar á viðarvélmenni vegna verksmiðjugalla. Þessi útgáfa af vélmennum getur verið hættuleg þar sem eyrun á hliðunum geta dottið af og valdið köfnunarhættu
Nánar
10.6.2015

Leiðbeiningar Neytendastofu um auðþekkjanlegar auglýsingar

Mega auglýsingar vera í formi „frétta“? Má borga fyrir góða umfjöllun um sig í dagblaði eða tímariti eða jafnvel fyrir slæma umfjöllun um keppinaut? Þurfa bloggarar að segja frá því þegar þeir skrifa um vörur eða þjónustu sem þeir hafa fengið gefins?
Nánar
9.6.2015

BL ehf innkallar 61 Subaru Outback bifreiðar

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf að innkalla þurfi 61 Subaru Outback bifreiðar af árgerðinni 2015.
Nánar
8.6.2015

Innköllun Apple á Beats Pill XL ferðahátalara

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist ábending um innköllun Apple á Beats Pill XL ferðahátalara. Það er mat Apple að í undantekningartilvikum geti rafhlaðan í ferðahátalaranum ofhitnað og valdið brunahættu sem ollið gæti minniháttar líkams- eða eignatjóni
Nánar
5.6.2015

Sektarákvörðun staðfest

Neytendastofa lagði 50.000 kr. stjórnvaldssekt á JR húsið, sem rekur Bíla áttuna, fyrir ófullnægjandi verðmerkingar í lok árs 2014. Bíla áttan kærði ákvörðunina til áfrýjunarnefndar og fór fram á að hún yrði felld úr gildi enda væri óeðlilegt og skjóti skökku við að leggja stjórnvaldssekt á félagið eftir að lagfæringum á verðmerkingum hafi verið lokið.
Nánar
3.6.2015

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Neytendastofa taldi ekki ástæðu til aðgerða í tilefni kvörtunar Iceland Taxi yfir notkun Iceland Taxi Tours á auðkenninu, eins og fram kom í ákvörðun stofnunarinnar nr. 52/2014.
Nánar
29.5.2015

BL ehf innkallar 98 Renault Master III og Trafic III bifreiðar

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf að innkalla þurfi 35 Renault Master III og 52 Renault Trafic III bifreiðar af árgerðunum 2014-2015. Ástæða innköllunarinnar er að athuga þarf lásfestingu fyrir ytri hurðahúna
Nánar
28.5.2015

Samanburður Augljós ekki villandi

Neytendastofu barst kvörtun frá Sjónlagi yfir samanburðarauglýsingu Augljóss þar sem borin voru saman verð á laser augnaðgerðum. Taldi Sjónlag auglýsinguna villandi og ósanngjarna bæði gagnvart neytendum og keppinautum m.a. þar sem bornar voru saman aðgerðir framkvæmdar með ólíkum aðferðum.
Nánar
27.5.2015

BL ehf innkallar 1.989 Nissan og Subaru bifreiðar

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf að innkalla þurfi 1462 Nissan Double Cab, Almera, Patrol, Terrano og X-Trail einnig 527 Subaru Impreza/WRX bifreiðar af árgerðunum 2004 - 2007.
Nánar
26.5.2015

Hvert á að leita ef flug tefst eða fellur niður vegna verkfalls?

Félagsmenn VR hafa boðað til verkfalls, m.a. í flugafgreiðslu, dagana 31. maí og 1. júní næstkomandi og allsherjarverkfalls frá 6. júní næstkomandi. Óljóst er að hvaða áhrif þetta mun hafa á flugsamgöngur en gott er fyrir neytendur að vita hvert á að leita.
Nánar
25.5.2015

Toyota á Íslandi að innkallar 1279 RAV4, Hilux og Yaris

Lógó toyota
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi að innkalla þurfi 1149 RAV4, 63 Hilux og 67 Yaris bifreiðar af árgerðum 2003 til 2005. Ástæða innköllunar er að raki geti á löngum tíma og við
Nánar
22.5.2015

Auglýsingar Proderm

Neytendastofa hefur lokið ákvörðun vegna kvörtunar Beiersdorf yfir fullyrðingum í auglýsingum Celsus á Proderm sólarvörn. Kvörtun Beiersdorf var í mörgum liðum þar sem kvartað var yfir níu fullyrðingum bæði í auglýsingum og á vefsíðu. Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að í fimm tilvikum væru neytendum veittar villandi upplýsingar og því lagt bann við birtingu fullyrðinganna í
Nánar
22.5.2015

IKEA innkallar PATRULL KLÄMMA og PATRULL SMIDIG öryggishlið

Neytendastofa vekur athygli á innköllun IKEA á PATRULL KLÄMMA og PATRULL SMIDIG öryggishliðum sem fest er með þvingum, en það getur skapast slysahætta ef hliðin eru notuð efst í stigaop.
Nánar
21.5.2015

Toyota innkallar 4309 Yaris og Corolla bifreiðar

Lógó toyota
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi að innkalla þurfi 4309 Yaris og Corolla bifreiðar af árgerðum 2001 til 2006. Ástæða innköllunarinnar er galli í öryggispúðum, röng hleðsla í drifbúnaði öryggispúðanna
Nánar
13.5.2015

Áfrýjunarnefnd neytendamála staðfestir ákvörðun Neytendastofu

Isavia ohf. hafði kvartað til Neytendastofu vegna notkunar Húsbílaleigunnar ehf. á heitinu „Keflavík Airport Car Rental“ og léninu keflavikairportcarrental.is
Nánar
12.5.2015

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Með ákvörðun nr. 32/2014 bannaði Neytendastofa Símanum hf. að auglýsa að félagið hefði yfir að ráða stærsta farsímaneti landsins án þess að nánari skýringar fylgdu með fullyrðingunni
Nánar
9.5.2015

Kæru Hagsmunasamtaka heimilanna vísað frá áfrýjunarnefnd

Hagsmunasamtök heimilanna höfðu kvartað til Neytendastofu vegna auglýsinga Samtaka atvinnulífsins. Neytendastofa vísaði kvörtun samtakanna frá þar sem Samtök atvinnulífsins séu frjáls félagasamtök sem stundi ekki viðskipti og að hinar umkvörtuðu auglýsingar snúi ekki að kynningu á vöru,
Nánar
8.5.2015

Of margar matvöruverslanir ekki í lagi

Neytendastofa kannaði nýlega ástand verðmerkinga hjá matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu. Farið var í 75 verslanir og valdar af handahófi 50 vörur í hverri verslun. Heildarúrtak könnunarinnar var því 3.750 vörur.
Nánar
7.5.2015

Öryggi stiga kannað

Mynd með frétt
Neytendastofa tók þátt í evrópsku samstarfsverkefni á síðasta ári þar sem öryggi stiga á íslenskum markaði var kannað. Á hverju ári þarf um hálf milljón manna á Evrópska efnahagssvæðinu að leita sér læknisaðstoðar vegna slysa sem verða við notkun stiga. Algengustu meiðslin eru beinbrot.
Nánar
30.4.2015

Seinni ferð Neytendastofu í bakarí

Neytendastofa fór í bakarí á höfuðborgarsvæðinu í febrúar sl. til að kanna hvort verðmerkingar væru í samræmi við lög og reglur. Því var svo fylgt eftir í núna í apríl með seinni heimsókn í þau 13 bakarí
Nánar
27.4.2015

Neytendastofa bannar auglýsingar DV á iPad áskrift

Neytendastofa hefur bannað DV ehf. birtingu fullyrðingarinnar „frítt“ og „í kaupbæti“ í auglýsingum dagblaðsins á áskriftarleið með iPad spjaldtölvu. Í auglýsingunum var til að mynda að finna eftirfarandi fullyrðingar: „Fáðu áskrift að DV og þú færð FRÍAN iPad með áskriftinni“
Nánar
21.4.2015

BL ehf innkallar 35 Land Rover bifreiðar

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf að innkalla þurfi 35 Land Rover Discovery 4 bifreiðar framleiddar á tímabilinu 2015-2016. Ástæða innköllunarinnar er að komið hefur fram í gæðaeftirliti framleiðanda að möguleiki er á að hugbúnaðarvilla sé í ABS stjórnboxinu sem getur leitt til þess að bilanameldingar komi í mælaborð
Nánar
16.4.2015

Bílaleigur í Evrópu samþykkja aðgerðir gegn verðmismunun eftir búsetu

Þar sem tími sumarleyfa er að ganga í garð og margir huga að ferðalögum erlendis vill Neytendastofa vekja athygli neytenda á að þeir njóta ýmissa réttinda innan Evrópu. Ef neytandi ætlaði að leigja bíl t.d. í Bretlandi þá gat munað miklu á milli landa hvort að bílinn var leigður af neytenda frá Ísland, Bretlandi eða Þýskaland. Þetta er búið að stoppa.
Nánar
13.4.2015

Etanólarineldstæði verði öruggari og hættuminni fyrir neytendur

Mynd með frétt
Neytendastofa hefur fengið margar tilkynningar síðustu árin um slys sem hafa orðið vegna etanólarineldstæða. Samskonar tilkynningar hafa borist öðrum systurstjórnvöldum Neytendastofa á EES-svæðinu undanfarin ár. Mörg þessara slysa eru mjög alvarleg og þeim hafa oft hlotist mikil brunasár
Nánar
13.4.2015

Askja innkallar Mercedes Benz bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Öskju ehf að innkalla þurfi þrjár Mercedes Benz bifreiðar af gerðinni E-Class (model series 212) and CLS-Class (model series 218) með motor M271, M272, M274, M276, M278, M156 or M157.
Nánar
10.4.2015

Reykjavík Motor Center innkallar BMW bifhjól

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Reykjavík Motor Center að innkalla þurfi 36 BMW bifhjól framleidd á tímabilinu 04.12.2002 - 05.04.2011. Ástæða innköllunarinnar er að komið hefur fram í gæðaeftirliti framleiðanda að við hefðbundið viðhald á bremsudisk eða umfelgun
Nánar
8.4.2015

Bílabúð Benna innkallar 20 Chevrolet Malibu

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílabúð Benna varðandi innkallanir á 20 Chevrolet Malibu bifreiðum af árgerð 2012-2015. Í tilkynningunni kemur fram að ástæða innköllunar er að Chevrolet
Nánar
8.4.2015

Ákvörðun Neytendastofu felld úr gildi

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Neytendastofu nr. 19/2014 þar sem Olíuverzlun Íslands hf. var bönnuð notkun á heitinu Rekstrarvörur í kjölfar kvörtunar Rekstrarvara ehf. Áfrýjunarnefndin
Nánar
8.4.2015

Kæru Hagsmunastaka heimilanna vísað frá áfrýjunarefnd

Neytendastofa tók ákvörðun þann 16. maí 2014, nr. 24/2014, um að ekki væri ástæða til aðgerða vegna markaðssetningar Íslandsbanka á vaxtagreiðsluþaki óverðtryggðra húsnæðislána. Hagsmunasamtök heimilanna sendu Neytendastofu kvörtun þar sem bent var á að þjónustan fæli ekki í sér raunverulega hámarksvexti heldur
Nánar
7.4.2015

Neytendastofa bannar Álftavatni ehf. notkun lénsins kexhotel.is.

Neytendastofa hefur bannað Álftavatni ehf. og Þorsteini Steingrímssyni að nota lénið kexhotel.is. Stofnuninni barst kvörtun frá Kex Hostel ehf. sem taldi að með notkun lénsins væri brotið gegn vörumerkjarétti Kex Hostel.
Nánar
7.4.2015

Aqua Spa ehf. bannað að nota auðkennið Aqua Spa og lénið aqua-spa.is.

Neytendastofa hefur bannað Aqua Spa ehf. að nota auðkennið Aqua Spa og lénið aqua-spa.is. Stofnuninni barst kvörtun frá Átak heilsurækt sem taldi að með notkuninni bryti Aqua Spa ehf. gegn vörumerkjarétti Átaks heilsuræktar.
Nánar
30.3.2015

Neytendastofa aðili að átaksverkefni OECD

Mynd með frétt
Neytendastofa tekur þátt í átaksverkefni á vegum Efnahags- framfarastofnunin (OECD) vegna þvottaefnahylkja í uppþvottavélar. Áttakinu er ætlað að upplýsa neytendur, sérstaklega foreldra hvernig öruggast er að nota og geyma þvottatöflurnar og halda þeim frá börnum.
Nánar
27.3.2015

Töfrahetjuegg Góu ekki fyrir börn yngri en þriggja ára

Mynd með frétt
Neytendastofa vill vekja athygli á að Töfrahetju eggin frá Góu eru ekki ætluð börnum undir þriggja ára þar sem leikföng sem þeim fylgja innihalda smáhluti sem geta valdið köfnunarhættu. Á umbúðir páskaeggsins vantaði varúðarmerkingar þar sem fram kemur að eggin eru
Nánar
27.3.2015

Skrifað undir árangursstjórnunarsamning Neytendastofu og innanríkisráðuneytis

Mynd með frétt
Ólöf Nordal innanríkisráðherra og Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu, skrifuðu í gær undir árangursstjórnunarsamning ráðuneytisins og Neytendastofu. Samningurinn er til fimm ára
Nánar
24.3.2015

BL ehf innkallar 88 Renault Captur bifreiðar

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf að innkalla þurfi 88 Renault Captur bifreiðar framleidda á tímabilinu janúar 2013 til nóvember 2014. Ástæða innköllunarinnar
Nánar
19.3.2015

Fyrirtæki á Akureyri sektuð vegna skorts á verðmerkingum

Neytendastofa hefur Í kjölfar eftirlits með verðmerkingum í verslunum á Akureyri sektað fjögur fyrirtæki vegna ástands verðmerkinga í verslunum þeirra.
Nánar
18.3.2015

Eftirlit Neytendastofu skilar árangri

Í febrúar sl. fór fulltrúi Neytendastofu í ritfangaverslanir á höfuðborgarsvæðinu til að kanna hvort verðmerkingar væru í samræmi við lög og reglur. Könnuninni var svo fylgt eftir núna í mars með seinni heimsókn.
Nánar
16.3.2015

BL ehf innkallar Renault Clio IV Sport bifreiðar

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf að innkalla þurfi tvær Renault Clio IV Sport bifreiðar af árgerðinni 2014. Ástæða innköllunarinnar er að komið hefur fram í gæðaeftirliti
Nánar
13.3.2015

Neytendur og fjármálalæsi

Á hverjum degi tekur þú ákvarðanir sem hafa áhrif á fjárhag þinn, heimilið, fyrirtæki og samfélagið allt. Á alþjóðlegri fjármálalæsisviku sem nú stendur yfir hefur meðal annars verið fjallað um mikilvægi þess að neytendur hafi rétt tæki og tól til þess að skilja eigin fjármál og til þess að geta tekið skynsamar og meðvitaðar ákvarðanir í fjármálum.
Nánar
12.3.2015

Bílabúð Benna ehf. innkallar 705 Chevrolet Spark

Lógó Chevrolet
Neytendastofa hefur borist tilkynning frá Bílabúð Benna varðandi innkallanir á 705 Chevrolet Spark bifreiðar af árgerð 2010-2015.
Nánar
9.3.2015

BL ehf innkallar Renault Trafic III bifreiðar

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf að innkalla þurfi 4 Renault Trafic III bifreiðar af árgerðinni 2014 og 2015. Ástæða innköllunar er að komið hefur fram í gæðaeftirliti framleiðanda að möguleiki er á sprungu
Nánar
6.3.2015

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest ákvörðun Neytendastofu nr. 8/2014 þar sem stofnunin komst að þeirri niðurstöðu að Íslandsbanki hafi brotið gegn upplýsingaskyldu sinni samkvæmt lögum um neytendalán.
Nánar
5.3.2015

Ábendingar til Neytendastofu um framkvæmd leiðréttingar á lánum

Neytendastofu hafa að undanförnu borist ábendingar og kvartanir frá neytendum þar sem þeir hafa bent á að framkvæmd leiðréttingar af hálfu fjármálafyrirtækja virðist í vissum tilvikum vera í andstöðu við gildandi lög um leiðréttinguna og ráðstöfun séreignarsparnaðar.
Nánar
27.2.2015

Tilboðsvörur ekki verðmerktar í bakaríum

Athugasemdir voru gerðar við 13 bakarí, af þeim voru fimm verslanir Bakarameistarans en þær voru Bakarameistarinn Austurveri, Glæsibæ, Húsgagnahöllinni, Smáratorgi og Suðurveri, stofnunin gerði einnig athugasemd við Jóa Fel Holtagörðum, Hringbraut, Kringlunni og Litlatúni, Kökuhornið Bæjarlind, Hverafold Bakarí, Fjarðarbakarí í Grafarholti og Sveinsbakarí Hólagörðum
Nánar
27.2.2015

Toyota innkallar 5KET-012 á 4 Yaris bifreiðum

Lógó toyota
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi að innkalla þurfi 4 Yaris bifreiðar. Ástæða innköllunar er að mögulegt er að einn eða fleiri festiboltar af fjórum fyrir hjólnaf á afturhjóli séu ekki rétt hertir og geti losnað við notkun bílsins.
Nánar
26.2.2015

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur með úrskurði í máli 10/2014 staðfest ákvörðun Neytendastofu frá 1. apríl 2014. Með ákvörðuninni komst Neytendastofa að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til aðgerða vegna kvörtunar
Nánar
25.2.2015

Reyni bakara bannað að nota konditori

Neytendastofa hefur bannað bakaríinu Reynir bakari að notast við orðið konditori í vörumerki og auglýsingum. Stofnuninni barst kvörtun frá Konditorsambandi Íslands þar sem fram kom að ábyrgðaraðili bakarísins hafi ekki réttindi til þess að nota þetta lögverndaða starfsheiti
Nánar
24.2.2015

K.Steinarssyni bannað að nota lénið heklakef.is.

Neytendastofa hefur bannað K.Steinarssyni ehf. að nota lénið heklakef.is. Stofnuninni barst kvörtun frá Heklu hf. sem taldi að með notkun lénsins bryti K.Steinarsson gegn vörumerkjarétti Heklu og rétti til firmanafns.
Nánar
23.2.2015

Samanburðarauglýsingar Pennans brutu ekki gegn lögum

Neytendastofu barst kvörtun frá A4 vegna auglýsinga Pennans á skólavörum en auglýsingarnar höfðu verið sendar meðlimum vildarklúbbs Pennans með tölvupósti. Taldi A4 að auglýsingarnar fælu í sér villandi samanburð.
Nánar
20.2.2015

Verðmerkingar í ritfangaverslunum kannaðar

Neytendastofa kannaði verðmerkingar í 16 ritfangaverslunum á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku. Í flestum verslununum var könnunin athugasemdalaus en fjórar verslanir þurfa að laga verðmerkingar hjá sér. Það eru verslanirnar Eymundsson Álfabakka, Penninn Hallarmúla, A4 Skeifunni og A4 Smáralind.
Nánar
19.2.2015

BL ehf innkallar Range Rover bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf að innkalla þurfi 5 Range Rover, Range Rover Sport og Discovery bifreiðar af árgerðinni 2015.
Nánar
18.2.2015

Villandi frétt um tilboð Hagkaupa

Á vefmiðlinum vísir.is var birt frétt sl. sunnudagskvöld sem vegna framsetningar og mynda sem þar birtust var afar villandi gagnvart neytendum, verslununum Hagkaup og Víði auk Neytendastofu.
Nánar
9.2.2015

Toyota innkallar 332 Yaris Hybrid bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi að innkalla þurfi 332 Yaris Hybrid bifreiðar af árgerðinni 2012-2014. Ástæða innköllunar er að galli í forðageymi fyrir hemlavökva getur leitt til þess að ef leki kemur að fremra hemlakerfi geta forðageymar
Nánar
6.2.2015

Bílabúð Benna ehf. innkallar 33 Chevrolet Aveo

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílabúð Benna varðandi innkallanir á 33 Chevrolet Aveo bifreiðum af árgerð 2012-2014.
Nánar
5.2.2015

Hekla innkallar 11 Volkswagen Crafter bíla árgerð 2012 og 2013

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu hf um að innkalla þurfi Volkswagen Crafter bíla af árgerðinni 2012 og 2013, framleidda á afmörkuðu tímabili.
Nánar
4.2.2015

BL ehf innkallar 13 Land Rover bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf að innkalla þurfi 13 Land Rover Defender bifreiðar með 2,2L og 2,4L vélum af árgerðinni 2011-2012. Ástæða innköllunarinnar er að komið hefur fram olíuleki
Nánar
3.2.2015

Hekla hf innkallar 445 Mitsubishi Pajero bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu hf að innkalla þurfi Mitsubishi Pajero bifreiðar af árgerðinni 2007-2014 með vélartegund 4M41. Ástæða innköllunar er að bilun í tímakeðjustrekkjara getur valdið því að hann virki ekki sem
Nánar
2.2.2015

Verðmerkingaeftirlit á Akureyri skilar árangri

Fulltrúar Neytendastofu fóru í desember á Akureyri til að athuga hvort þau 36 fyrirtæki sem höfðu fengið tilmæli um að lagfæra verðmerkingar hjá sér væru búin að því. Í heildina voru 78% fyrirtækja búin að bæta verðmerkingar sínar frá því í sumar sem sýnir að eftirlit Neytendastofu skilar árangri.
Nánar
2.2.2015

Neytendastofa sektar sundlaugar

Neytendastofa hefur Í kjölfar eftirlits með verðmerkingum í sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu sektað Reykjavíkurborg vegna ástand verðmerkinga hjá tveim sundlaugum í Reykjavík.
Nánar
30.1.2015

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest ákvörðun Neytendastofu um að smálánafyrirtækin 1909, Hraðpeningar og Múla hafi brotið gegn lögum um neytendalán með innheimtu kostnaðar fyrir flýtiafgreiðslu lánshæfismats.
Nánar
30.1.2015

Neytendastofa leggur dagsektir á Kredia og Smálán

Neytendastofa hefur lagt 250.000 kr. dagsektir á Kredia og Smálán þar til farið hefur verið að ákvörðun stofnunarinnar um gjald fyrir flýtiþjónustu.
Nánar
29.1.2015

Bernhard innkallar Peugeot 308 II bifreið

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bernhard ehf að innkalla þurfi Peugeot 308 II bifreið af árgerðinni 2013. Ástæða innköllunarinnar er að skipta þarf út læsingarhring á gírstöng
Nánar
29.1.2015

Askja innkallar 135 Mercedes Benz bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Öskju ehf að innkalla þurfi 135 Mercedes Benz bifreiðar af gerðinni Sprinter, ML, SLK, C-Class, E-Class Coupe/Conv, CLS, S-Class, CSA, GLA, A-Class og B-Class með motor OM651
Nánar
23.1.2015

Hekla hf innkallar VW Polo GP bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu hf að innkalla þurfi VW Polo GP bifreiðar af árgerðinni 2015.
Nánar
21.1.2015

BL ehf innkallar 198 Nissan Qashqai bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf að innkalla þurfi 198 Nissan Qashqai J10 bifreiðar af árgerðinni 2012. Ástæða innköllunarinnar er að styrkleika missir getur komið fram í festingu stýris
Nánar
20.1.2015

Askja innkallar 7 Mercedes Benz bifreiðar

lógó bílaumboðið Askja
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Öskju ehf að innkalla þurfi 7 Mercedes Benz Actros/Antos bíla af árgerðinni 2013-2014. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á lausri skrúfu/bolta á stífu sem tengis loftpúðafjöðrum að framan og þarf að herða á skrúfu/boltum.
Nánar
9.1.2015

Námskeið vigtarmanna 19. - 21. janúar

Neytendastofa mun daganna 19. - 21. janúar standa fyrir almennu námskeiði fyrir vigtarmenn. Námskeiðið fer fram í húsakynnum Neytendastofu að Borgartúni 21, 105 Reykjavík. Námskeiðið veitir þeim sem ljúka því réttindi til að starfa sem löggildir vigtarmenn. Námskeiðið verður einnig tengt með fjarfundarbúnaði við Þekkingarsetur Þingeyjinga á Húsavík.
Nánar
9.1.2015

Nicotinell auglýsingar ósanngjarnar

Neytendastofu barst kvörtun frá Vistor, umboðsaðila Nicorette hér á landi, yfir auglýsingum Artasan, umboðsaðila Nicotinell, þar sem því var haldið fram að auglýsingarnar væri villandi og ósanngjarnar bæði gagnvart neytendum og keppinautum.
Nánar
8.1.2015

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Neytendastofa lagði 350.000 kr. stjórnvaldssekt á Plúsmarkaðinn vegna verðmerkinga á síðasta ári. Ákvörðunin var kærð til áfrýjunarnefndar neytendamála sem nú hefur staðfest sektina. Í úrskurðinum kemur fram að það hafi verið í fullu samræmi við meðalhófsreglu að beita sektum fyrir brot
Nánar
8.1.2015

Bönd og reimar í barnafötum

Mynd með frétt
Neytendastofa tók þátt í evrópsku samstarfsverkefni á síðasta ári þar sem skoðað var hvort að bönd og reimar í barnafatnaði væru of löng. Á hverju ári verða börn fyrir slysum um allan heim vegna þess að bönd eða reimar hafa verið of löng, í fatnaði. Vegna þessa hafa þau flækst t.d. í reiðhjólum, hurðum og í leikvallartækjum.
Nánar
5.1.2015

Neytendastofa sektar hjólbarðaverkstæði fyrir ófullnægjandi verðmerkingar

Neytendastofa hefur sektað fimm hjólbarðaverkstæði í kjölfar könnunar stofnunarinnar á ástandi verðmerkinga. Neytendastofa fór í heimsóknir á hjólbarðaverkstæði á höfuðborgarsvæðinu í þeim tilgangi að skoða verðmerkingar og fengu þau fyrirtæki sem stofnunin gerði athugasemdir við fyrirmæli um að lagfæra
Nánar
29.12.2014

Veitingastaðnum Loftið bannað að nota heitið Loftið.

Neytendastofa hefur bannað veitingastaðnum Loftið sem rekinn er af Boltabarnum ehf. að nota heitið Loftið. Stofnuninni barst kvörtun frá keppinautnum Farfuglar ses sem rekur m.a. Loft Bar, þar sem fyrirtækið taldi að brotið væri gegn rétti sínum með notkun heitisins.
Nánar
29.12.2014

Neytendastofa sektar A4 vegna TAX FREE auglýsinga

A4 Skrifstofa og skóli ehf. auglýsti svonefndan TAX FREE afslátt af vörum verslunarinnar, dagana 25.-28. september 2014. Í auglýsingum A4 kom hins vegar ekki fram hver afsláttarprósenta tilboðsins væri. Með ákvörðun Neytendastofu þann 10. janúar 2013 hafði stofnunin bannað A4 að auglýsa með sama hætti,
Nánar
29.12.2014

Innköllun á Esska snuðhöldurum í Lindex

Mynd með frétt
Neytendastofa vekur athygli á að Lindex hefur innkallað snuðhaldara frá Esska, vörunúmer 7163714
Nánar
23.12.2014

Lög um neytendalán og lán tryggð með handveði

Neytendastofa vill, í tilefni umfjöllunar í fjölmiðlum um lánveitingar Kaupum allt gull, vekja athygli á gildissviði laga um neytendalán og ástæðu þess að lánveitingar Kaupum allt gull telst ekki neytendalán. Fjölmiðlar hafa greint frá því að lánveiting Kaupum allt gull teljist ekki neytendalán þar sem lánið sé aðeins veitt til þriggja mánaða í senn og endurnýist við hverja vaxtagreiðslu.
Nánar
22.12.2014

Google og Apple hafa brugðist við kröfum neytenda

Neytendastofa tekur þátt í samstarfi evrópskra eftirlitsstofnana á sviði neytendamála, svonefndu Consumer Protection Cooperation Network. Eitt af fjölmörgum viðfangsefnum hafa verið svokölluð „in-app“ kaup en með þeim er átt við rafræn kaup í smáforritum (öppum) eða tölvuleikjum. Mikill fjöldi kvartana hefur borist frá neytendum á evrópska efnahagssvæðinu vegna þessa.
Nánar
19.12.2014

Innköllun á kertum

Mynd með frétt
Neytendastofu vekur athygli á innköllun Gies á kertum vegna mögulegrar slysahættu. Í tilkynningu frá umboðsaðila Gies á Íslandi, Ölgerðinni, kemur fram að þýski kertaframleiðandinn Gies hafi ákveðið að innkalla kubbakerti vegna slysahættu. Kubbakertin eru í stærðum 100x58, 130x58, 160x58 og 200x68 og í öllum litum sem seld hafa verið í verslunum.
Nánar
19.12.2014

Firmaheitið og vörumerkið CITY TAXI

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun um að grípa ekki til aðgerða vegna notkunar City Taxi ehf. (áður Borgarleiðir ehf.), á vörumerkinu CITY TAXI og vegna skráningar á firmaheitinu City Taxi ehf.
Nánar
18.12.2014

4G auglýsingar Nova bannaðar

Neytendastofa hefur bannað frekari birtingu 4G auglýsinga Nova þar sem fram koma fullyrðingar um hraða þjónustunnar. Stofnuninni bárust kvartanir bæði frá Símanum og Tal þar sem kvartað var yfir auglýsingum Nova.
Nánar
17.12.2014

Neytendastofa kannar verðupplýsingar bílasala

Neytendastofa kannaði í haust verðmerkingar á bílasölum og vefsíðum bílasala. Farið var í 31 bílasölu á höfuðborgarsvæðinu og athugað hvort verðskrá yfir þjónustu bílasala væri sýnileg á staðnum sem dæmi þarf söluþóknun að koma skýrt fram. Gerðar voru athugasemdir við fjórar bílasölur.
Nánar
16.12.2014

Húsasmiðjan sektuð

Neytendastofa hefur lagt 700.000 kr. stjórnvaldssekt á Húsasmiðjuna vegna verðmerkinga. Um er að ræða sekt fyrir skort á verðmerkingum í verslunum félagsins í Reykjanesbæ og á Akranesi.
Nánar
12.12.2014

BL ehf innkallar 99 Nissan Leaf bíla

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf að innkalla þurfi 99 Nissan Leaf bíla af árgerðinni 2013-2014.
Nánar
11.12.2014

Tiger innkallar kertastjaka

Mynd með frétt
Tiger hefur innkallað kertastjaka með vörunúmerunum 1002960 og 1002961.
Nánar
10.12.2014

Lén og vörumerki Þyrluþjónustunnar

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun um að grípa ekki til aðgerða vegna notkunar Þyrluþjónustunnar ehf. á lénunum helicopters.is, helicoptericeland.is og vörumerkinu HELO HELICOPTER SERVICE OF ICELAND.
Nánar
9.12.2014

Seinni heimsókn Neytendastofu á dekkjaverkstæði

Neytendastofa kannaði dekkjaverkstæði höfuðborgarsvæðisins í október sl. í þeim tilgangi að athuga hvort verðskrár væri sýnileg fyrir viðskiptavini. Þessari könnun var svo fylgt eftir og var farið á þau 14 dekkjaverkstæði sem stofnunin hafði gert athugasemdir við í fyrri heimsókn.
Nánar
8.12.2014

Bernhard ehf innkallar 215 Honda bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bernhard ehf að innkalla þurfi 215 Honda bifreiðar af gerðunum CR-V, Civic, Jazz, Accord og Stream af árgerðinni 2002-2003
Nánar
5.12.2014

Heitið Iceland taxi tours

Neytendastofa hefur lokið ákvörðun í máli þar sem Iceland taxi kvartaði yfir heitinu Iceland taxi tours og léninu icelandtaxitours.is
Nánar
5.12.2014

Ákvörðun Neytendastofu staðfest af áfrýjunarnefnd neytendamála

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest ákvörðun Neytendastofu um að ekki væri ástæða til aðgerða af hálfu Neytendastofu vegna ætlaðra brota Jafnréttishúss ehf. á ákvæðum laga 57/2005.
Nánar
5.12.2014

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu í ákvörðun sinni að bæklingur Tölvuteks sem bar yfirskriftina „DESEMBER TILBOГ hefði að geyma auglýsingar sem brytu í bága við útsölureglur þar sem ekki var um verðlækkun að ræða.
Nánar
5.12.2014

Lénið gti.is

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun um að grípa ekki til aðgerða vegna notkunar lénsins gti.is.
Nánar
2.12.2014

Toyota innkallar 613 bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi að innkalla þurfi 613 Toyota bíla af gerðunum Auris, Corolla, Urban Cruiser og Yaris af árgerðinni 2008 - 2014.
Nánar
1.12.2014

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest bann Neytendastofu við birtingu Tæknivara á auglýsingu um Samsung Galaxy S4 farsíma. Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu í ákvörðun sinni að auglýsingin
Nánar
28.11.2014

BL ehf innkallar Nissan Qashqai

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á 59 Nissan Qashqai bifreiðum af árgerðinni 2013-2014. Ástæða innköllunarinnar er að í versta tilfelli getur dráttarbeisli
Nánar
26.11.2014

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest ákvörðun Neytendastofu um að smálánafyrirtækin Kredia og Smálán hafi brotið gegn lögum um neytendalán með innheimtu kostnaðar fyrir flýtiafgreiðslu lánshæfismats.
Nánar
25.11.2014

Brimborg ehf innkallar Volvo XC60

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf. um innköllun á 87 Volvo xc60 bifreiðum af árgerðinni 2013-2015. Ástæða innköllunarinnar er að bilun
Nánar
25.11.2014

Bílabúð Benna innkallar 67 Chevrolet Spark

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílabúð Benna ehf. um innköllun á 67 Chevrolet Spark árgerð 2013-2014. Chevrolet hefur uppgötvað hugsanlega bilun í gírkassapúða í viðkomandi bílum. Ef bilunarinnar verður vart þá getur gírkassinn færst til og þá gæti mögulega driföxull farið úr sambandi og bifreiðin því orðið óökuhæf. Skipt verður um
Nánar
24.11.2014

Álit EFTA dómstóls styður niðurstöðu Neytendastofu að 0% sé óheimilt

EFTA dómstóllinn hefur gefið út ráðgefandi álit um að óleyfilegt sé samkvæmt tilskipunum um neytendalán að færa inn 0% verðbólgu við útreikning á árlegri hlutfallstölu kostnaðar (ÁHK) þegar verðbólga er fyrir hendi þegar útreikningur er gerður. Í máli nr. 8/2014 komst Neytendastofa að þeirri niðurstöðu
Nánar
18.11.2014

Innköllun Bibi snuða

Mynd með frétt
Neytendastofa vill vekja athygli á innköllun nýrrar tegundar Bibi snuða frá Nuggi, All new generation soothers, snuðið er frekar gegnsætt í útliti og ekki með snuðhaldi
Nánar
17.11.2014

Lokað eftir hádegi í dag

Neytendastofa verður lokuð eftir hádegi í dag, mánudaginn 17. nóvember, vegna starfsdags. Bent er á að ábendingum má koma til Neytendastofu í gegnum Mínar síður á heimasíðu Neytendastofu.
Nánar
14.11.2014

Sölubann á Galdrasett og Galdradót Einars Mikaels

Mynd með frétt
Neytendastofa vill vekja athygli þeirra sem eiga ,,Galdrasett Einars Mikaelsʻʻ eða ,,Galdradót Einars Mikaelsʻʻ að vörurnar innihalda smáhluti sem geta fests í koki og þar með valdið köfnunarhættu hjá börnum. Vörurnar eru því ekki ætlaðar börnum yngri en þriggja ára
Nánar
12.11.2014

Jaguar innkallar bíla

Neytendastofa vill vekja athygli á Rapex innköllun frá Jaguar Land Rover Limited á Jaguar bifreiðum af gerðinni XJ, XF og F-Type. Um er að ræða bifreiðar sem framleiddar voru á ákveðnu framleiðslu-tímabili frá
Nánar
7.11.2014

Sektarákvarðanir staðfestar

Neytendastofa hefur á þessu ári sektað 29 verslanir fyrir brot gegn verðmerkingarreglum. Húsasmiðjan Skútuvogi og Kostur kærðu sektarákvarðanir sínar til áfrýjunarnefndar neytendamála og fóru fram á að sektirnar yrði felldar úr gildi.
Nánar
7.11.2014

Samkaup innkallar gölluð ilmkerti

Mynd með frétt
Neytendastofa vill vekja athygli á innköllun teljósa með ilmi. Um er að ræða teljós sem hafa verið seld í verslununum Samkaup úrval, Samskaup strax, Nettó og Kaskó. Þetta eru fjórar gerðir kerta með fjórum ilmtegundum: jarðarberja, ferskju, vanillu og lín, hafa verið seld í 25 stykkja pokum.
Nánar
6.11.2014

Sölubann og innköllun á barnafatnað frá Henson

Mynd með frétt
Neytendastofa fór í átaksverkefni til að kanna hvort að barnafatnaður væri ekki í lagi. En ákveðnar kröfur eru gerðar varðandi öryggi barnafatnaðar. Sem dæmi mega föt fyrir börn undir 7 ára ekki vera með bönd í hálsmálinu. Eitt þeirra fyrirtækja sem athugasemdir voru gerðar við var Henson. Neytendastofa hefur nú lagt sölubann á fimm mismunandi gerðir af barnafatnaði frá Henson og krafist innköllunar á þeim
Nánar
4.11.2014

Bílabúð Benna innkallar Cruze

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílabúð Benna ehf. varðandi innkallanir Chevrolet bifreiðum frá GM. Um er að ræða fjóra Chevrolet Cruze bifreiðar af árgerð 2013.
Nánar
3.11.2014

Varasöm snuddubönd á íslenskum markaði

Neytendastofa vill vekja athygli á að neytendur vari sig á að kaupa snuðkeðjur eða snuddubönd sem eru of löng. Böndin mega ekki vera lengri en 22cm.
Nánar
31.10.2014

Hekla innkallar Audi A4

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu hf um innköllun á Audi A4 fólksbifreiðum. Um er að ræða 144 bifreiðar árgerð 2012-2014
Nánar
28.10.2014

Fríhöfnin innkallar tvær gerðir af Loom böndum

Mynd með frétt
Neytendastofa vill vekja athygli á innköllun tveggja vara frá vörumerkinu Rainbow Loom sem seld voru í Fríhöfninni (Duty free versluninni). Um er að ræða tvær vörutegundir ,,Solid Bands Olive Greenʻʻ og ,,Solid Bands Mixʻʻ teygjur.
Nánar
27.10.2014

Nissan innkallar 41 Micru

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á Nissan Micra. Um er að ræða 41 bifreiða, árgerð 2010 - 2012. Ástæða innköllunarinnar er möguleg bilun í loftpúða bílanna ökumannsmegin
Nánar
23.10.2014

Bílaleigunni Öskju bönnuð notkun heitisins Askja

Neytendastofa hefur bannað Bílaleigunni Öskju að nota heitið Askja. Stofnuninni barst kvörtun frá Bílaumboðinu Öskju þar sem það taldi Bílaleiguna Öskju brjóta gegn rétti sínum með notkun á sama heiti.
Nánar
22.10.2014

A4 sektað vegna rangra fullyrðingar

Neytendastofu barst kvörtun frá Pennanum vegna auglýsinga A4 um „stærsta skiptibókamarkaðinn“ sem birtist í fjölmiðlum í lok sumars 2014. Taldi Penninn A4 ekki geta sannað fullyrðinguna auk þess sem enginn fyrirvari eða útskýringar fylgdu henni.
Nánar
17.10.2014

Toyota innkallar Lexus bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá frá Toyota á Íslandi um að innkalla þurfi 41 Lexus bifreiðar af gerðunum GS, IS og LS. Bifreiðarnar eru framleiddar á árunum 2005 til 2008
Nánar
16.10.2014

Verðskrá á dekkjaverkstæðum

Neytendastofa kannaði á dögunum verðmerkingar á dekkjaverkstæðum höfuðborgarsvæðisins. Nú fer að koma að því að landsmenn þurfi að skipta yfir á vetrardekkin og eiga neytendur rétt á því að geta gert verðsamanburð á milli verkstæða og leitað eftir bestu tilboðunum. Farið var á 35 dekkjaverkstæði og athugað hvort verðskrá yfir alla framboðna þjónustu væri sýnileg.
Nánar
13.10.2014

Brimborg innkallar Ford

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg varðandi innkallanir 392 Ford bifreiðum. Um er að ræða 381 Ford Escape bifreiðar árgerð 2008-2011 og 11 Ford Explorer framleidda á tímabilinu 11/2/2011 til 23/1/2012. Um er að ræða 381 bifreið.
Nánar
10.10.2014

Sundlaugar á höfuðborgarsvæðinu

Neytendastofa fór í sundlaugar á höfuðborgarsvæðinu núna í september sl.til að kanna hvort verðmerkingar væru í samræmi við lög og reglur. Því var svo fylgt eftir með seinni heimsókn í þær fimm sundlaugar sem stofnunin hafði áminnt eftir fyrri könnun
Nánar
9.10.2014

Suzuki bílar hf innkalla Suzuki Swift

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Suzuki um innköllun á 163 Suzuki Swift birfreiðum af framleidda árið 2013 og 2014.
Nánar
3.10.2014

Apótek Vesturlands sektað

Neytendastofa kannaði verðmerkingar í verslunum og þjónustufyrirtækjum á Akranesi og Borgarnesi og gerði kröfur um endurbætur þar sem þörf var á.
Nánar
3.10.2014

Úrskurður áfrýjunarnefnda

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Neytendastofu nr. 7/2014. Með ákvörðun Neytendastofu bannaði stofnunin notkun á auðkenninu Pizzafabrikkan og léninu pizzafabrikkan.is þar sem mikil hætta væri á ruglingi milli þess og vörumerkisins Fabrikkan sem er í eigu Nautafélagsins
Nánar
1.10.2014

Toyota innkallar Hilux

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi að innkalla þurfi eina Hilux bifreið árgerð 2011 vegna hugsanlegs galla í stýri.
Nánar
29.9.2014

IKEA innkallar barnarólu

Mynd með frétt
Neytendastofa vekur athygli á innköllun IKEA á GUNGGUNG barnarólu vegna slysahættu. Barnarólan hefur verið seld á öllum IKEA mörkuðum frá 1. apríl 2014. Í tilkynningu frá IKEA kemur fram að borist hafi tilkynningar um að festingar rólunnar standist ekki öryggiskröfur IKEA og geti valdið slysum
Nánar
26.9.2014

Ákvörðun um vaxtaendurskoðunarákvæði Íslandsbanka

Neytendastofu barst kvörtun frá neytanda yfir vaxtaendurskoðunarákvæði í lánssamningi hans hjá Íslandsbanka.
Nánar
23.9.2014

Námskeið vigtarmanna 6 - 8 október

Neytendastofa mun daganna 6 - 8 október standa fyrir almennu námskeiði fyrir vigtarmenn. Námskeiðið fer fram í húsakynnum Neytendastofu að Borgartúni 21, 105 Reykjavík. Námskeiðið veitir þeim sem ljúka því réttindi til að starfa sem löggildir vigtarmenn.
Nánar
22.9.2014

Suzuki bílar hf innkalla Suzuki Jimny

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Suzuki bílar hf um innköllun á 132 Suzuki Jimny bifreiðum framleiddir á tímabilinu 7. maí 2012 til 24. mars 2014.
Nánar
19.9.2014

Auglýsingar um fimm ára ábyrgð á Toyota bílum

Neytendastofu barst kvörtun Toyota á Íslandi hf. þar sem kvartað var yfir auglýsingum Úranusar ehf., sem rekur Stóru bílasöluna. Meðal annars var kvartað yfir auglýsingum Úranusar um fimm ára ábyrgð. Toyota hafi fyrst íslenskra bifreiðafyrirtækja boðið fimm ára ábyrgð og greiði framleiðanda sérstaklega fyrir hana
Nánar
19.9.2014

Notkun á heitinu Rekstrarvörur

Neytendastofu barst kvörtun Rekstrarvara ehf. vegna notkunar Olís á heitinu Rekstrarvörur. Töldu Rekstrarvörur notkunina óheimila og brjóta gegn réttindum sínum þar sem félagið eigi skráð orðmerkið REKSTRARVÖRUR
Nánar
19.9.2014

Ákvörðun um samanburð Hringdu á síma- og internetþjónustu

Neytendastofu barst kvörtun frá Tal yfir samanburðarauglýsingum Hringdu þar sem borið var saman verð á síma- og internetþjónustu hjá Hringdu og Tal, Vodafone og Símanum.
Nánar
19.9.2014

Auðkennið Activity Group

Neytendastofu barst kvörtun frá Skálpa ehf. yfir skráningu og notkun Afþreyingarhópsins ehf. á auðkenninu Activity Group. Fyrirtækin eru keppinautar á sviði ferðaþjónustu.
Nánar
18.9.2014

Söluvörur illa verðmerktar í sundlaugum

Neytendastofa gerði könnun á ástandi verðmerkinga í sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu. Farið var í 16 sundlaugar og kannað hvort verðlisti yfir helstu þjónustuliði væri til staðar og einnig hvort söluvörur og veitingar væru verðmerktar.
Nánar
17.9.2014

Villandi afsláttamerkingar Sports Direct

Neytendastofu barst kvörtun frá Intersport yfir framkvæmd útsölu og verðmerkinga Sports Direct og hefur stofnunin nú lokið ákvörðun í málinu.
Nánar
16.9.2014

IKEA innkallar GUNGGUNG barnarólu vegna slysahættu

Mynd með frétt
IKEA hvetur þá viðskiptavini sem eiga GUNGGUNG barnarólu að taka hana tafarlaust úr notkun og skila henni í IKEA verslunina þar sem hún verður endurgreidd að fullu.
Nánar
15.9.2014

Áreiðanlegur listi – aukið traust á rafrænum skilríkjum á EES-svæðinu

Mynd með frétt
Neytendastofa hefur hefur nú lokið við innleiðingu á Áreiðanlegum lista (e. Trusted List) en það er forsenda þess að rafrænar undirskriftir frá Íslandi séu viðurkenndar og samþykktar á öllu Evrópska efnahagssvæðinu.
Nánar
11.9.2014

Söfn höfuðborgarsvæðisins

Neytendastofa fór á söfn höfuðborgarsvæðisins í júní sl. til að kanna hvort verðmerkingar væru í samræmi við lög og reglur. Könnuninni var svo fylgt eftir núna í ágúst með seinni heimsókn. Farið var á Árbæjarsafn og á Sögusafnið Grandagarði
Nánar
10.9.2014

Suzuki bílar hf innkalla Suzuki Swift

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Suzuki bílar hf. um innköllun á 85 Suzuki Swift bifreiðum af árgerðum 2014. Ástæða innköllunarinnar er sú að hemlarör geta farið utan í vélarfestingu
Nánar
9.9.2014

Verðmerkingarsektir staðfestar

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest þrjár verðmerkingarsektir Neytendastofu sem kærðar voru til nefndarinnar. Um er að ræða 50.000 kr. sekt sem Neytendastofa lagði á Fiski Gallerý fyrir skort á verðmerkingum í versluninni og tvær 50.000 kr. sektir sem Neytendastofa lagði á Cafe Kringlan og Blátt fyrir að magnupplýsingar drykkja væri ekki að finna í matseðli á veitingastöðunum Cafe Klassík og Cafe Blu
Nánar
5.9.2014

Réttindi flugfarþega vegna eldgoss

Neytendastofa vill benda flugfarþegum á að kynna sér réttindi sín vegna tafa og aflýsinga á flugi af völdum eldgossins. Ef flugi seinkar eða því er aflýst verður flugfélag að bjóða farþegum endurgjaldslaust
Nánar
3.9.2014

Norrænt átak gegn óréttmætum áskriftarsamningum á Netinu

Norrænir umboðsmenn sem jafnframt eru forstjórar neytendastofnana hafa ákveðið að taka höndum saman og vinna gegn óréttmætum áskriftarsamningum á Netinu. Á fundi sem fram fór í Kaupmannahöfn hafa forstjórarnir einnig ákveðið að auka alþjóðlegt samstarf til að vinna gegn þessum brotum gagnvart neytendum, segir í sameiginlegri fréttatilkynningu þeirra frá fundinum.
Nánar
2.9.2014

Sameiginleg aðgerð vegna „in-app“ kaupa

Neytendastofa tekur virkan þátt í nefnd innan Evrópska efnahagssvæðisins um neytendavernd. Eitt af viðfangsefnum nefndarinn voru svokölluð „in-app“ kaup en með þeim er átt við rafræn kaup innan tölvuforrits og þá helst tölvuleikja.
Nánar
1.9.2014

Eftirlit skilar árangri

Fulltrúar Neytendastofu fóru í fyrirtæki á Akranesi og Borgarnesi í júlí til að kanna hvort verðmerkingar væru í lagi. Í ágúst var könnuninni fylgt eftir með seinni heimsókn í 14 fyrirtæki sem Neytendastofa hafði áminnt.
Nánar
1.9.2014

Snilldarbörn innkalla hettupeysur.

Mynd með frétt
Neytendastofa vekur athygli á innköllun á barnafatnaði frá Snilldarbörnum. Um er að ræða tvær tegundir af hettupeysum.
Nánar
29.8.2014

Ítrekun - 145 heitir pottar enn í notkun

Mynd með frétt
Neytendastofa vill ítreka fyrir neytendum sem eiga uppblásna heita potta frá Mspa – Oriental Recreational að taka þá strax úr sambandi og skila til viðeigandi söluaðila. Enn er ekki búið að skila 145 heitum pottum en mikilvægt er að viðskiptavinir sem eiga slíka potta bregðist við hið fyrsta í ljósi hættunnar sem kann að stafa af þeim
Nánar
26.8.2014

BL ehf innkallar 69 Renault bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á Renault Clio IV bifreiðum af árgerðum 2013-2014. Ástæða innköllunarinnar er möguleg bilun í bremsuslöngu sem getur nuddast og gormafesting í bremsuborðum að aftan sem getur losnað.
Nánar
26.8.2014

BL ehf innkallar BMW

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á 223 BMW bifreiðum af gerðinni 3 lína (E46) árgerð 1998-2005. Ástæða innköllunarinnar er möguleg bilun í gashylki öryggisloftpúða farþegamegin sem valdið getur auknum þrýstingi á loftpúðann ef hann virkjast.
Nánar
25.8.2014

Ósamræmi milli hillu- og kassaverðs

Neytendastofa kannaði samræmi á hillu og kassaverði og verðmerkingar í matvöruverslunum, byggingavöruverslunum og bensínstöðvum á Akureyri. Í átta af 22 fyrirtækjum kom fram misræmi á milli hillu- og kassaverð. Mikilvægt er að neytendur fari vel yfir allar kassakvittanir.
Nánar
21.8.2014

Neytendastofa vekur athygli á innkölluðum örbylgjuofnum hjá ELKO

Mynd með frétt
Neytendastofa vekur athygli á innkölluðum örbylgjuofnum hjá ELKO. Örbylgjuofnarnir sem hér um ræðir voru seldir í verslunum ELKO undir vörumerkinu Hitachi, vörunúmer CJAL28 á árunum 2008 og 2009. Hér á landi hafa 19 örbylgjuofnar verið seldir.
Nánar
18.8.2014

Ófullnægjandi verðmerkingar á Akureyri

Neytendastofa athugaði í júlí ástand verðmerkinga hjá apótekum, bakaríum, hárgreiðslustofum og einnig efnalaug á Akureyri. Aðeins fimm fyrirtæki af 12 voru með allar verðmerkingar í lagi.
Nánar
15.8.2014

Sýningargluggar illa verðmerktir á Akureyri

Neytendastofa heimsótti 63 sérvöruverslanir á Akureyri í þeim tilgangi að athuga hvort verðmerkingar í verslunum og sýningargluggum væru í lagi. Athugasemdir voru gerðar við verðmerkingar í 21 verslun eða 39%. Einnig voru skoðaðar skargripir úr gulli og silfri til að athuga hvort að allar ábyrgðarmerkingar væru í lagi.
Nánar
14.8.2014

Byko innkallar heita potta

Mynd með frétt
Í kjölfar ábendingar frá Neytendastofu hefur Byko innkallað uppblásna heita potta af gerðinni Mspa – Oriental Recreational. Týpan sem Byko er að innkalla er B-140B, vörunúmer Byko: 88012360, og voru seldir árið 2010. Húsasmiðjan og Bauhaus hafa í vikunni einnig innkallað sambærilega
Nánar
14.8.2014

Bauhaus innkallar uppblásna heita potta

Í kjölfar ábendingar frá Neytendastofu hefur Bauhaus innkallað uppblásna heita potta af gerðinni Mspa – Oriental Recreational. Týpurnar sem Bauhaus innkallar eru Silver cloud B-110, Square pearl B-090 og Black pearl
Nánar
12.8.2014

Innköllun á UV lömpum fyrir neglur

Neytendastofa vill vekja athygli á RAPEX tilkynningum vegna innköllun á UV lömpum fyrir neglur. Ástæða innköllunarinnar er vegna hættu á rafstraum.
Nánar
11.8.2014

Innköllun á uppblásnum heitum pottum í Húsasmiðjunni

Mynd með frétt
Á grundvelli ábendingar frá Neytendastofu hefur Húsasmiðjan innkallað uppblásna heita potta af gerðinni Mspa – Oriental Recreational Products (ORPC) B-110, B-091 og B-132.
Nánar
8.8.2014

Neytendastofa sektar Bauhaus

Neytendastofa hefur lagt 500.0000 kr. stjórnvaldssekt á Bauhaus þar sem fyrirtækið auglýsti lækkað verð á tilteknum vörum án þess að um raunverulega verðlækkun hafi verið að ræða.
Nánar
7.8.2014

Hyundai á Íslandi innkallar Santa Fe

Neytendastofa hefur fengið farsæla lausn með samkomulagi við Hyundai um að umboðið taki að sér viðgerð í tilefni af innköllun 214 bifreiða. Neytendastofu bárust ábendingar um vélarbilun á Hyundai Santa Fe árgerð 2005. Í kjölfar ábendinganna hefur Hyundai á Íslandi innkallað framangreindar bifreiðar.
Nánar
6.8.2014

Heitið „Keflavik Airport Car Rental“

Isavia ohf. kvartaði til Neytendastofu yfir notkun Húsbílaleigunnar á heitinu „Keflavik Airport Car Rental“. Taldi Isavia notkunina brjóta gegn vörumerkjaréttindum sínum og fela í sér óréttmæta viðskiptahætti þar sem Isavia eigi vörumerkin KEFLAVÍKURFLUGVÖLLUR, KEFLAVÍK AIRPORT og KEFLAVÍK INTERNATIONAL AIRPORT
Nánar
5.8.2014

Neytendastofa sektar Nettó

Neytendastofa hefur lagt 750.000 kr. stjórnvaldssekt á Samkaup hf. rekstraraðila Nettó vegna tilboðs á bókum. Fyrir jól kynnti Nettó ýmsar bækur á tilboðsverði. Neytendastofa fór fram á að fyrirtækið sannaði að bækurnar hafi verið seldar á því verði sem auglýst var sem fyrra verð eins og reglur um útsölur gera kröfu um.
Nánar
4.8.2014

Auglýsingar og kynningarefni Orkunnar

Olís og Atlantsolía kvörtuðu til Neytendastofu yfir auglýsingum og kynningarefni Orkunnar þar sem fram kemur að Orkan bjóði ávallt upp á lægsta eldsneytisverðið eða ódýrasta eldsneytið. Fram kemur í kvörtununum að þegar tillit sé tekið til eldsneytismarkaðarins í heild, m.a. margvíslegra afslátta- og punktakerfa
Nánar
1.8.2014

Auglýsingar Skeljungs hf. „ókeypis þjónusta“

Olís kvartaði til Neytendastofu yfir auglýsingum Skeljungs hf. sem varða ókeypis þjónustu á bensínstöðvum Shell. Auglýsingarnar voru birtar um nokkurt skeið í strætisvagnaskýlum á höfuðborgarsvæðinu og víðar.
Nánar
31.7.2014

BL ehf. innkallar 428 Nissan bifreiðar

Mynd með frétt
BL ehf. mun eins fljótt og auðið er innkalla, með bréfi, á alla skráða eigendur 428 Nissan bíla af gerðunum Almera, Navara, X-Trail, Patrol og Terrano af árgerðum 2000 - 2003.
Nánar
30.7.2014

Auglýsingar Símans um stærsta farsímanetið villandi

Vodafone kvartaði til Neytendastofu vegna auglýsingaherferðar Símans sem bar yfirskriftina „Segjum sögur“en í henni komu fram fullyrðingar um að Síminn væri með stærsta farsímanet landsins. Vodafone taldi að auglýsingarnar væru villandi þar sem engar sönnur hafi verið færðar á fullyrðingunni.
Nánar
29.7.2014

Auglýsingar mbl.is brot á lögum

365 miðlar kvörtuðu til Neytendastofu yfir auglýsingum Árvakurs þar sem fram komu fullyrðingar um vinsældir vefsins mbl.is
Nánar
29.7.2014

Neytendastofa sektar Drífu ehf.

Neytendastofa hefur lagt einna milljón króna stjórnvaldssekt á Drífu þar sem fyrirtækið virti að vettugi ákvörðun stofnunarinnar frá ágúst 2013. Með ákvörðuninni hafði Neytendastofa komist að þeirri niðurstöðu að merkingar Drífu á vörum frá ICEWEAR og NORWEAR teldust villandi fyrir neytendur.
Nánar
28.7.2014

BL ehf innkallar 177 Hyundai Sonata

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um innköllun á 57 Hyundai Sonata bifreiðum, framleiddir 1. mars 2005 til 21. janúar 2010.
Nánar
28.7.2014

Sumarlokanir kvörðunarþjónustu Neytendastofu

Kvörðunarþjónusta Neytendastofu verður lokuð í sumar frá 31. júlí til og með 8. ágúst vegna sumarleyfa starfsmanna.
Nánar
24.7.2014

Misjöfn söluþóknun fasteignasala

Neytendastofu vill benda neytendum á að athuga og bera saman kostnað sem þarf að greiða fasteingasölum við sölu íbúðarhúsnæðis en hann getur verið breytilegur milli fasteignasala.
Nánar
22.7.2014

Cintamani innkallar barnaföt

Neytendastofa vekur athygli á innköllun á barnafatnaði frá Cintamani. Ástæða innköllunarinnar er sú að bönd og reimar í fjórum barnaflíkum frá Cintamani
Nánar
21.7.2014

Smábatterí getur valdið mikilli hættu.

Neytendastofa hvetur fólk til að ganga úr skugga um að hlutir með litlum batteríum séu á öruggum stöðum. Smábatterí eru lítil batterí sem svipa til einnar krónu myntar. Þó svo að ekki fari mikið fyrir smábatteríum getur hættan af þeim verið mikil
Nánar
16.7.2014

Forpakkaðar vörur

Viðskiptahættir hafa breyst mikið á síðustu árum og nú er mun algengara að vörur sem keyptar eru séu forpakkaðar en ekki vigtaðar að kaupanda viðstöddum. Neytendastofa hefur því aukið eftirlit með forpökkuðum vörum í stað þess að fylgjast nær eingöngu með mælitækjunum við framleiðslu, búðarkassa eða kjötborð verslana.
Nánar
14.7.2014

Skartgripir úr eðalmálmum

Mynd með frétt
Allar vörur sem seldar eru á Íslandi eru úr eðalmálmum, þ.e. úr gulli, silfri, palladíum og platínu og eiga þeir allir að vera merktar með tvo ábyrgðastimpla. Annars vegar hreinleikastimpillinn sem segir til um þann hreinleika sem seljendur lofa við sölu á vörunni. Hins vegar Nafnastimpill segir til um hver sé framleiðandi eða innflytjandi vörunnar en hann ber ábyrgð á vörunni. Ef þessir stimplar eru ekki á vörunni þá hefur neytandinn ekkert í höndunum sem segir til um það hvað hann er að kaupa .
Nánar
10.7.2014

Ígló&Indí innkalla barnafatnað

Neytendastofa vekur athygli á innköllun á barnafatnaði frá Ígló&Indí. Ástæða innköllunarinnar er sú að bönd í tveimur barnaflíkum frá Ígló&Indí samræmast ekki lög nr. 134/1995, um öryggi vöru og opinbera markaðsgæslu og staðalinn ÍST EN 14682:2007 um öryggi barnafatnaðar.
Nánar
10.7.2014

Ástand vínmála ekki gott

Neytendastofa gerði víðtæka könnun á ástandi vínmála annað árið í röð. Vínmál eiga að vera löggild eins og sjússamælar og vínskammtarar eða sérmerkt glös. Farið var á 91 vínveitingastað og kom í ljós að almennt voru notuð rúmmálsmerkt vínmál við sölu á sterku áfengi en töluvert vantaði upp á að viðkomandi búnaður væri löggiltur
Nánar
8.7.2014

Vörur skoðaðar hjá Neytendastofu

Á síðasta ári voru gerðar skoðanir á grundvelli 2670 ábendinga. Algengustu ábendingar voru vegna almennrar vöru (s.s.kerti, bifreiðar, húsgögn, kveikjarar, fatnaðar) síðan leikfanga, barnavara og raffanga. Auk þess bárust 11 tilkynningar frá lögreglunni.
Nánar
7.7.2014

Sumarlokanir kvörðunarþjónustu Neytendastofu

Kvörðunarþjónusta Neytendastofu verður lokuð í sumar frá 14. júlí til og með 18. júlí og frá 31. júlí til og með 8. ágúst vegna sumarleyfa starfsmanna.
Nánar
6.7.2014

Hekla hf. innkallar Mitsubishi bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu hf um innköllun á Outlander II, Outlander III og ASX með samsetninguna 2,2 L DID vél og 6 þrepa sjálfskipting. Á Íslandi eru 15 bílar, af gerðinni Outlander III, sem falla undir þessa innköllun
Nánar
4.7.2014

Innkaup frá Kína – gætum að CE merkingum

Í tilefni af gildistöku á fríverslunarsamningi milli Íslands og Kína vill Neytendastofa benda neytendum og öðrum innflytjendum að gæta þess að vörur uppfylli allar kröfur íslenskra laga og reglugerða
Nánar
3.7.2014

Neytendastofa fór eftirlitsferð í söfn á höfuðborgarsvæðinu.

Þar sem nú fer í hönd mikill ferðamannatími ákvað stofnunin að skoða sérstaklega hvernig verðmerkingum væri háttað á söfnum á höfuðborgarsvæðinu. Á söfnum er gerð krafa um að verðskrá með aðgangseyri og annarri þjónustu, ef einhver er, sé birt í móttöku eða anddyri. Þá eiga allar söluvörur og veitingar að vera merktar með söluverði.
Nánar
30.6.2014

Vogir í verslunum

Mikilvægt er fyrir neytendur að geta treyst því að mælingar séu réttar og að löggilding mælitækja sé í gildi. Vogir sem vigta undir 100 kg og notaðar eru til að selja vörur til neytenda eiga að hafa sýnilegar upplýsingar um vigtunina.
Nánar
26.6.2014

Betri ryksugur með nýjum reglum.

Frá og með 1. september 2014 verður bannað á Evrópska efnahagssvæðinu að framleiðendum ryksuga ekki lengur heimilt að selja og dreifa orkufrekar heimilisryksugur. Frá þeim tíma eru leyfileg hámarks 1600W. Algengustu ryksugurnar eru 1800 W. Wött segja til um það hve mikil rafmagnsnotkun vélarinnar er í ryksugunni. Hafa þarf í huga að meiri orkunotkunin segir ekki til um það hversu góð ryksugan er
Nánar
25.6.2014

Grand Cherokee bifreiðar innkallaðar frá framleiðanda

Neytendastofa vill vekja athygli á Rapex tilkynningu vegna innköllunar á bifreiðunum Jeep, Grand Cherokee árgerðum 2002 og 2003 WK og WG body.
Nánar
24.6.2014

Medela innkallar sótthreinsitæki (e. electric steriliser)

Medela innkallar sótthreinsitæki (e. electric steriliser) með tegundarnúmerunum og greinarnúmerunum. Ástæða innköllunarinnar er vegna hættu á rafstraum.
Nánar
24.6.2014

Seinni heimsókn í ísbúðir og pósthús

Neytendastofa fór í ísbúðir og pósthús á höfuðborgarsvæðinu í maí sl. til að kanna hvort verðmerkingar væru í samræmi við lög og reglur.
Nánar
20.6.2014

Ástand verðmerkinga á Akranesi og Borgarnesi

Dagana 10. – 12. júní sl. voru verðmerkingar kannaðar í 38 fyrirtækjum á Akranesi og Borgarnesi. Af þessum 38 fyrirtækjum fengu átta þeirra fyrirmæli frá Neytendastofu um að bæta ástand verðmerkinga.
Nánar
20.6.2014

Samræmi milli hillu- og kassaverðs athugað

Dagana 10. – 12. júní sl. voru verðmerkingar kannaðar á Akranesi og Borgarnesi. Heimsótt var 21 fyrirtæki, apótek, byggingavöruverslanir, matvöruverslanir og bensínstöðvar.
Nánar
14.6.2014

Bönd í 17. júní blöðrum

Nú er þjóðhátíðardagurinn 17. júní skammt undan og hátíðarhöldin sem honum fylgja. Börnum er þessi dagur oft sérstakt tilhlökkunarefni enda jafnan ýmis skemmtun í boði til að gleðja þau. Svo þessi stund verði sem ánægjulegust er mikilvægt að hugað sé að öryggi barna.
Nánar
13.6.2014

Tilskipun um réttindi neytenda tekur gildi

Réttindi neytenda um alla Evrópu hafa verið styrkt með tilskipun um réttindi neytenda. Tilskipunin kveður á um réttindi neytenda hvar og hvenær sem þeir kaupa vöru eða þjónustu innan Evrópu, hvort sem er á netinu eða í verslunum. Lög sem innleiða tilskipunina í hverju og einu ríki innan EES taka gildi í dag en á Íslandi er innleiðingu þó ekki lokið. Sum af þeim réttindum sem tilskipunin færir neytendum eru nú þegar í gildi hér á landi en íslenskir neytendur þurfa að bíða lengur eftir því að njóta annarra réttinda sem tilskipunin felur þeim vegna viðskipta hér innanlands.
Nánar
11.6.2014

Eftirlit Neytendastofu skilar árangri

Í lok apríl sl. fór fulltrúi Neytendastofu á allar bensínstöðvar á höfuðborgarsvæðinu til að kanna hvort verðmerkingar væru í samræmi við lög og reglur. Könnuninni var svo fylgt eftir núna í lok maí með seinni heimsókn. Farið var á þær tíu bensínstöðvar sem stofnunin hafði gert athugasemdir við í fyrri ferð
Nánar
10.6.2014

Bílaumboðið Askja innkallar 72 Kia bíla

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá bílaumboðinu Askja ehf um innköllun á 72 KIA Sportage (SLe), framleiddir 7. október 2011 til 21. nóvember 2012. Ástæða innköllunarinnar er sú að í einhverjum bifreiðum getur verið að sætisbeltastrekkjari virki ekki við bílstjórasæti og reynist svo vera verður skipt um hann.
Nánar
6.6.2014

Smálánafyrirtæki sektuð fyrir of háan kostnað

Neytendastofa hefur eftirlit með því að lánssamningar vegna neytendalána séu í lagi. Hluti af eftirlitinu er að fara yfir hvort allar nauðsynlegar upplýsingar komi fram í samningum og hvort árlega hlutfallstölu kostnaðar (ÁHK) sé rétt reiknuð. Lánveitendur eiga í lánssamningi að veita neytendum bæði skýrar upplýsingar um kostnað sem fylgir
Nánar
5.6.2014

Markaðssetning Bauhaus á Garðkrafti

Neytendastofu barst kvörtun frá Fóðurblöndunni yfir markaðssetningu Bauhaus á áburðinum Garðkrafti sem kynntur sé í verslun fyrirtækisins með vörumerkinu „Blákorn“ sem sé skráð eign Fóðurblöndunnar. Slík markaðssetning geti valdið ruglingi.
Nánar
4.6.2014

Mínar síður liggja niðri

Af óviðráðanlegum ástæðum hefur flutningur Rafrænnar Neytendastofu til nýs hýsingaaðila dregist.
Nánar
4.6.2014

Heitið Eignamat

Neytendastofu barst kvörtun frá eiganda lénsins eignamat.is vegna notkunar fyrirtækisins Eignamats ehf. á heitinu. Kvartandi og Eignamat ehf. séu í samkeppni þar sem báðir aðilar fáist við mat á eignum. Kvartandi hafi átt og notað lénið frá árinu 2007 en Eignamat ehf. hafi verið skráð fyrirtæki frá árinu 2009
Nánar
3.6.2014

Markaðssetning Sparnaðar bönnuð

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun um markaðssetningu Sparnaðar á viðbótarlífeyristryggingu í tilefni kvörtunar Allianz. Í samanburðarauglýsingu sem Sparnaður notaðist við í símasölu og hafði í einhverjum tilvikum sent neytendum í tölvupósti var borin saman viðbótarlífeyristrygging sem þýsku tryggingafélögin Bayern og Allianz bjóða hér á landi.
Nánar
28.5.2014

Vaxtagreiðsluþak óverðtryggðra húsnæðislána Íslandsbanka

Neytendastofu hefur tekið ákvörðun um að ekki sé ástæða til aðgerða í tilefni kvörtunar Hagsmunasamtaka heimilanna. Stofnuninni barst kvörtun frá Hagsmunasamtökunum yfir markaðssetningu Íslandsbanka á þjónustu sem bankinn kallar „Vaxtagreiðsluþak óverðtryggðra húsnæðislána“.
Nánar
28.5.2014

BL ehf innkallar 57 Hyundai

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um innköllun á 57 Hyundai IX-35 bifreiðum, framleiddir 17. október 2011 til 8. júní 2012
Nánar
27.5.2014

Verðmerkingar í pósthúsum kannaðar

Neytendastofa gerði könnun á ástandi verðmerkinga í pósthúsum á höfuðborgarsvæðinu. Farið var í 10 pósthús og kannað hvort verðlisti yfir helstu þjónustuliði væri til staðar og hvort söluvara væri verðmerkt. Verðlisti var á öllum stöðum en gerð var athugasemd við tvö pósthús, Póstinn Stórhöfða og Póstinn Dalvegi þar sem vantaði
Nánar
23.5.2014

66° Norður innkallar barnafatnað

Mynd með frétt
Neytendastofa vekur athygli á innköllun á barnafatnaði frá 66° Norður.
Nánar
22.5.2014

Ákvörðun Neytendastofu felld úr gildi

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur felld úr gildi ákvörðun Neytendastofu nr. 24/2013.
Nánar
22.5.2014

Verðmerkingar í ísbúðum kannaðar

Dagana 14. – 16. maí sl. gerði Neytendastofa könnun á ástandi verðmerkinga í 19 ísbúðum á höfuðborgarsvæðinu.
Nánar
20.5.2014

Alþjóðlegi mælifræðidagurinn 2014

Ár hvert halda mælifræðistofnanir upp á 20. maí því að þann dag árið 1875 var metrasamþykktin undirrituð
Nánar
19.5.2014

Innköllun á Canon PowerShot SX50 myndavélum

Mynd með frétt
Neytendastofu barst tilkynning frá Nýherja hf., umboðsaðila Canon á Íslandi, þess efnis að skipta þarf um svokallaðan sjónglugga (viewfinder) á fáeinum Canon myndavélum af gerðinni PowerShot SX50 HS, framleiddar á tímabilinu 1. september og 15. nóvember 2013, með raðnúmer sem byrja á „69“,“70“ eða „71“ og eru með 1 sem sjötta tölustaf í raðnúmerinu.
Nánar
16.5.2014

Bensínstöðvar höfuðborgarsvæðisins kannaðar

Mynd með frétt
Neytendastofa kannaði verðmerkingar hjá 72 bensínstöðvum á höfuðborgarsvæðinu núna í maí sl. Athugað var hvort verðmerkingar á vörum inni í verslun og á bensíndælu væru í samræmi við lög og reglur. Einnig voru tíu vörur teknar af handahófi og samræmið athugað á milli hillu- og kassaverðs.
Nánar
15.5.2014

FESA fundur maí 2014

Mynd með frétt
FESA (Forum of European Supervisory Authorities for Electronic Signatures) fundur var haldinn á Íslandi 7. og 8. maí.
Nánar
6.5.2014

Áfrýjunarnefnd staðfestir stjórnvaldssekt

Neytendastofa lagði stjórnvaldssekt á eiganda Buy.is fyrir ósanngjörn ummæli gagnvart iStore og eiganda hennar. Ummælin voru talin ómálefnaleg og til þess fallin að kasta rýrð á iStore og hafa þannig áhrif á ákvörðun neytenda um að hafa viðskipti. Um var að ræða endurtekið brot og taldi Neytendastofa því rétt að leggja 150.000 kr.
Nánar
5.5.2014

Toyota á Íslandi innkallar Yaris

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um innköllun á 1480 Yaris bifreiðum vegna bilunnar í festingu í mælaborði fyrir stýrissúlu. Um er að ræða bifreiðar framleiddar á tímabilinu 2005 til 2009.
Nánar
5.5.2014

Innköllun á Dyson AM04 og AM05 hiturum

Mynd með frétt
Dyson innkallar Dyson Hot og Dyson Hot+Cool (AM04 and AM05) hitara. Þetta á við um alla liti af ofangreindum hiturum. Þetta á ekki við Dyson’s Air Multiplier kæliviftur (AM01, AM02, AM03, AM06, AM07 og AM08). Ástæðan er sú að skammhlaup hefur orðið og kviknað hefur í fjórum hiturum
Nánar
25.4.2014

RAPEX – Tíu ár af bættu öryggi í Evrópu

Í ár fagnar Rapex tíu ára sögu af velgengni þar sem öll aðildarríki EES hafa unnið saman að auknu öryggi neytenda í Evrópu. Tíu ára afmæli Rapex er vitnisburður um sífellt vaxandi mikilvægi eftirlitsstjórnvalda í hverju landi og samstarfs þeirra við önnur eftirlitsstjórnvöld innan EES til þess að tryggja öruggi neytenda á markaði.
Nánar
23.4.2014

Seinni heimsókn Neytendastofu í efnalaugar

Í mars sl. heimsótti fulltrúi Neytendastofu efnalaugar höfuðborgarsvæðisins í þeim tilgangi að athuga hvort verðskrár yfir alla framboðna þjónustu væru í samræmi við lög og reglu.
Nánar
23.4.2014

Innköllun á krullujárni frá Lee Stafford

Mynd með frétt
Neytendastofa vill vekja athygli á innköllun á krullujárni frá Lee Stafford
Nánar
23.4.2014

Auðkennið Atmo og lénið atmo.is

Neytendastofu barst kvörtun frá Atmo ehf. yfir notkun Andrúm ehf. á auðkenninu Atmó og skráningu á léninu atmo.is.
Nánar
22.4.2014

Tölvutek sektað vegna tilboðsbæklings

Neytendastofa hefur lagt 500.000 kr. stjórnvaldssekt á Tölvutek ehf. fyrir brot á útsölureglum.
Nánar
16.4.2014

Verslunin Rúm Gott sektuð fyrir ófullnægjandi verðmerkingar

Neytendastofa hefur sektað verslunina Rúm Gott í kjölfar könnunar stofnunarinnar á ástandi verðmerkinga í húsgagnaverslunum. Starfsmaður Neytendastofu kannaði verðmerkingar í húsgagnaverslunum á höfuðborgarsvæðinu þar sem gerðar voru athugasemdir við verðmerkingar hjá Rúm Gott
Nánar
16.4.2014

Toyota á Íslandi innkallar Hilux og Rav4

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um innköllun á 31 Rav4 og 737 Hilux bifreiðum vegna bilunnar í leiðslu fyrir öryggispúða í stýri. Um er að ræða bifreiðar framleiddar á tímabilinu 2006 til 2007.
Nánar
16.4.2014

Auðkennið Kvosin

Neytendastofu barst kvörtun frá versluninni Kvosin yfir notkun Kvosin Downtown Hotel á auðkenninu Kvosin. Taldi félagið notkunina ólögmæta þar sem fyrirtækið hafi rekið Verslunina Kvosina og Café Kvosina síðan árið 2009, sem þekkist undir nafninu Kvosin í daglegu tali.
Nánar
15.4.2014

Hagkaup innkallar barnaföt

Mynd með frétt
Neytendastofa vill vekja athygli á innköllun á barnaflíkum frá Hagkaup. Ástæða innköllunarinnar er sú að bönd í flíkunum eru of löng og geta valdið hættu á slysum. Hagkaup er að innkalla tvær flíkur lillabláar buxur af gerðinni Kids up og úlpu í grænum felulitum af gerðinni Rebus.
Nánar
14.4.2014

Samevrópskt átak á sviði ferðaþjónustu

Neytendastofa tekur reglulega þátt í samræmdum skoðunum á vefsíðum sem selja neytendum vörur eða þjónustu á Evrópska efnahagssvæðinu. Þessar skoðanir eru gerðar til þess að kanna brot á neytendalöggjöf og koma málum í betra horf. Sumarið 2013 voru athugaðar í heildina 552 vefsíður sem selja flugför og hótelgistingu. Á Íslandi voru skoðaðar 10 vefsíður: vefsíður Flugfélags Íslands, Flugfélagsins Ernis, Icelandair og Wow air og vefsíður Central hotels, Grand hótel, Hilton, Hótel Edda, Hótel Rangá og Icelandair hotel.
Nánar
14.4.2014

Seinni eftirlitsferð Neytendastofu á Suðurnesi

Neytendastofa gerði könnun í mars sl. á ástandi verðmerkinga hjá 86 fyrirtækjum á Suðurnesjum. Þessari könnun var svo fylgt eftir núna í byrjun apríl og skoðað ástand hjá þeim verslunum sem stofnunin hafði gert athugasemdir við eftir fyrri heimsókn.
Nánar
11.4.2014

Snuddubönd

Á undanförnum árum hefur framboð snuddubanda hér á landi aukist töluvert. Einhver hluti þeirra er búinn til í heimahúsum, ýmist saumuð úr efni, hekluð, prjónuð eða föndruð á annan hátt, t.d. með perlum. Mikilvægt er að snuddubönd þjóni þeim tilgangi sem þeim er ætlað og að þau séu örugg. Foreldrar hafa jafnan í nógu að snúast og vilja vera viss um að þeir hlutir sem þeir afhenda börnum sínum geti ekki valdið þeim skaða.
Nánar
10.4.2014

Toyota á Íslandi innkallar Yaris og Urban Cruiser

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um innköllun á 121 Yaris og Urban Cruiser bifreiðum vegna bilunnar í sætissleða. Um er að ræða bifreiðar framleiddar á tímabilinu 2005 til 2010.
Nánar
9.4.2014

Neytendastofa kannar þyngd páskaeggja

Mynd með frétt
Neytendastofa kannaði í byrjun apríl þyngd páskaeggja hjá Nóa Síríus, Freyju og sælgætisgerðinni Góu – Lindu.Farið var í verksmiðjur framleiðenda þar sem eggin voru vigtuð á staðnum
Nánar
8.4.2014

Neytendastofa sektar 21 matvöruverslun

Neytendastofa hefur sektað sex rekstraraðila matvöruverslana fyrir að fara ekki að fyrirmælum stofnunarinnar um að bæta verðmerkingar. Voru verslanirnar sektaðar um samtals 5.750.000 kr.
Nánar
7.4.2014

Ellingsen innkallar reiðhjól

Mynd með frétt
Neytendastofu barst tilkynning frá Ellingsen ehf. um innköllun á Merida S-presso 100 reiðhjólum, dömu og herra hjól
Nánar
4.4.2014

Ákvæði í skilmálum smartshop.is brot á lögum

Neytendastofu barst kvörtun frá Neytendasamtökunum vegna skilmála á vefversluninni smartshop.is. Kvörtunin snéri að því að skilmálar vefverslunarinnar væru ekki í samræmi við lög.
Nánar
31.3.2014

Áfrýjunarnefnd staðfestir verðmerkingarsekt á Nordic Store

Neytendastofa lagði 50.000 kr. stjórnvaldssekt á Nordic Store fyrir að laga ekki verðmerkingar í versluninni eftir fyrirmæli Neytendastofu. Við skoðun á verðmerkingum gerði Neytendastofa athugasemdir við merkingar á vörum í sýningarglugga.
Nánar
28.3.2014

Kæru Hagsmunasamtaka heimilanna vísað frá áfrýjunarnefnd

Neytendastofa tók ákvörðun þann 15. ágúst 2013 um að Landsbankinn hafi brotið gegn lögum um neytendalán með því að tilgreina ekki árlega hlutfallstölu kostnaðar (ÁHK) í niðurstöðum lánareiknivélar á heimasíðu sinni. Var Landsbankanum bannað að birta niðurstöður lánaútreikninga án þess að ÁHK kæmi fram
Nánar
28.3.2014

Ákvæði í skilmálum curvy.is brot á lögum

Neytendastofu barst kvörtun frá Neytendasamtökunum yfir skilmálum á vefverslun Curvy. Kvörtunin snéri að því að skilmálar vefverslunarinnar væru ekki í samræmi við lög.
Nánar
27.3.2014

Lénið hatidir.is

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun um að grípa ekki til aðgerða vegna lénsins hatidir.is.
Nánar
27.3.2014

Neytendastofa sektar Húsasmiðjuna fyrir verðmerkingar

Neytendastofa hefur lagt 350.000 kr. stjórnvaldssekt á Húsasmiðjuna fyrir brot á verðmerkingareglum.
Nánar
26.3.2014

Verðmerkingar í efnalaugum kannaðar

Neytendastofa kannaði núna í mars hvort verðskrá hjá efnalaugum á höfuðborgarsvæðinu væru sýnileg. Farið var í 19 efnalaugar og kom í ljós að verðskrá var ekki sýnileg hjá þrem þeirra en það voru
Nánar
24.3.2014

Neytendastofa bannar Skífunni fyrirframgreiðslur án þess að tilgreina endanlegt verð

Neytendastofa hefur bannað Skífunni að taka við fyrirframgreiðslum frá neytendum upp í vörur án þess að endanlegs verðs sé getið. Taldi stofnunin að með háttseminni væri brotið gegn lögum og fyrirmælum Neytendastofu.
Nánar
21.3.2014

Verðmerkingareftirlit á Suðurnesjum

Neytendastofa kannaði verðmerkingar á Suðurnesjum, farið var í Garðinn, Grindavík, Sandgerði, Reykjanesbæ og Vogana. Heimsótt voru 67 fyrirtæki, sérverslanir, bakarí, hársnyrtistofur, söfn, snyrtistofur, ritfangaverslanir, fiskbúðir, veitingahús og pósthús.
Nánar
20.3.2014

Ekki alltaf sama verð á hillu og kassa

Neytendastofa kannaði ástand verðmerkingar í Grindavík, Garðinum, Sandgerði, Reykjanesbæ og Vogunum. Farið var í 19 fyrirtæki , matvöruverslanir, byggingavöruverslanir og bensínstöðvar. Könnunin leiddi í ljós að 36% verslana voru ekki með verðmerkingar í lagi og 31% verslana með ósamræmi á milli hillu- og kassaverðs. Bæði var um að ræða lægra verð og hærra verð á kassa. Mesti munur á vöru var um 400 kr en lægsti 1kr.
Nánar
20.3.2014

IKEA innkallar barnahimnasængur

Mynd með frétt
Neytendastofa vekur athygli á innköllun IKEA á barnahimnasængur vegna mögulegrar slysahættu. Í tilkynningu IKEA kemur fram að viðskiptavinir sem eiga IKEA himnasængur sem ætlaðar eru til notkunar með barnarúmum/vöggum, eru beðnir um að hætta notkun þeirra yfir rúmum hvítvoðunga og ungra barna. Himnasænginni má skila í IKEA versluninni og fá endurgreitt.
Nánar
19.3.2014

Aðvörun til almennings um sýndarfé (e. virtual currencies)

Í tilefni af fréttum af fyrirhugaðri úthlutun sýndarfjár til Íslendinga (Auroracoin) vara íslensk stjórnvöld við hugsanlegri áhættu tengdri kaupum, varðveislu á eða viðskiptum með slíkt sýndarfé. Sýndarfé má lýsa sem tilbúnum stafrænum skiptimiðli (e. medium of exchange).
Nánar
19.3.2014

Lög um neytendalán og fjármálalæsi

Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu
Enginn kemst hjá því að sýsla með eigin fjármál. Allir þurfa að geta haft yfirsýn yfir tekjur sínar og útgjöld og getu til þess að greina án vandræða hver þeirra eigin fjárhagsgeta er. Neytendur verða oft að taka lán þegar kemur að langtímafjárfestingum t.d. kaup á eigin húsnæði. Við þær aðstæður er mikilvægt að neytendur skoði vel þá valkosti sem þeir hafa á lánamarkaði og beri saman heildarlántökukostnað sem mismunandi lánveitendur bjóða.
Nánar
14.3.2014

Alþjóðadagur neytenda 15. mars

Þann 15. mars 1962 lagði John F. Kennedy, fyrstur þjóðarleiðtoga, fram tillögur á þjóðþingi Bandaríkjanna um grunnréttindi neytenda:
Nánar
13.3.2014

Icelandic Water Holdings hf fær vottun til e-merkingar

Mynd með frétt
Neytendastofa veitti fyrirtækinu Icelandic Water Holding hf nú í lok febrúar vottun til e-merkingar. Vottunin gildir fyrir framleiðslulínu fyrirtækisins á íslensktu vatni sem það selur víða um heim undir heitinu Ícelandic Glacial
Nánar
13.3.2014

Bernhard innkallar Honda

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bernhard ehf. um innköllun á Honda bifreiðum af gerðinni CR-V diesel. Um er að ræða einungis 5 bifreiðar árgerð 2013.
Nánar
12.3.2014

BabySam innkallar Scandia Basic barnavagna

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynningar frá versluninni BabySam um innköllun á barnavögnum af gerðinni Scandia Basic, seldir á tímabilinu 2008-2013.
Nánar
10.3.2014

Alþjóðleg fjármálalæsisvika 2014

Neytendastofa tekur þátt í fjölbreyttri dagskrá í tilefni alþjóðlegu fjármálalæsisvikunnar sem vekur börn og ungmenni til vitundar um fjármál.
Nánar
6.3.2014

Seinni heimsókn í húsgagnaverslanir á höfuðborgarsvæðinu

Í janúar sl. kannaði fulltrúi Neytendastofu hvort verðmerkingar í húsgagnaverslunum á höfuðborgarsvæðinu væru í samræmi við lög og reglur um verðmerkingar.
Nánar
4.3.2014

HEKLA innkallar 21 Volkswagen Caddy bifreiða

Mynd með frétt
HEKLA innkallar 21 Volkswagen Caddy bifreiðar, sem framleiddir voru frá nóvember 2003 til janúar 2013
Nánar
28.2.2014

Íslandsbanki braut gegn upplýsingaskyldu um neytendalán

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun um að Íslandsbanki hafi brotið gegn ákvæðum eldri laga um neytendalán við upplýsingagjöf á verðtryggðu húsnæðisveðláni.
Nánar
25.2.2014

Innköllun á FOX göfflum/dempurum

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynningar frá versluninni Hjólasprettur um innköllun á Fox dempurum af gerðinni 32 og 34 Evolution Series, framleiddir milli 1. mars 2012 og 30. nóvember 2012.
Nánar
24.2.2014

Tilteknar fullyrðingar á heimasíðu og í auglýsingum Thor Ice bannaðar

Mynd með frétt
Optimar Ísland kvartaði yfir meintum röngum og villandi fullyrðingum í auglýsingum Thor Ice auk óréttmætra samanburðarauglýsinga.
Nánar
20.2.2014

Seinni eftirlitsferð Neytendastofu í apótek

Í janúar sl. fór fulltrúi Neytendastofu í apótek á höfuðborgarsvæðinu til að kanna hvort verðmerkingar væru í samræmi við lög og reglur.
Nánar
19.2.2014

Notkun á nafninu Pizzafabrikkan og léninu pizzafabrikkan.is bönnuð

Nautafélagið kvartaði yfir notkun á vörumerkinu Fabrikkan í nafninu Pizzafabrikkan og skráningu lénsins pizzafabrikkan.is
Nánar
17.2.2014

Toyota innkallar bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um innköllun á 42 Toyota Prius bifreiðum framleiddar á árunum 2009-2014.   
Nánar
12.2.2014

Ákvörðun Neytendastofu staðfest að hluta

Neytendastofa fjallaði um auglýsingar Griffils og Eymundsson í ákvörðun sinni nr. 20/2013 og komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til aðgerða af hálfu stofnunarinnar.
Nánar
12.2.2014

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Neytendastofa lagði 250.000 kr. stjórnvaldssekt á Lyfju með ákvörðun nr. 16/2013 fyrir að birta auglýsingar sem stofnunin hafði lagt bann við.
Nánar
11.2.2014

Verðmerkingar í húsgagnaverslunum

Neytendastofa kannaði ástand verðmerkinga í húsgagnaverslunum höfuðborgarsvæðisins dagana 27. janúar – 4. febrúar sl. Farið var í 29 verslanir og skoðað hvort húsgögn og smávara væru merkt sem skyldi.
Nánar
7.2.2014

Neytendastofa sektar bakarí og fiskbúðir fyrir ófullnægjandi verðmerkingar

Neytendastofa hefur sektað þrjú bakarí og tvær fiskbúðir í kjölfar könnunar stofnunarinnar á ástandi verðmerkinga.
Nánar
31.1.2014

Meiri neytendavernd: Aukið öryggi lækningatækja, s.s. PIP-púðar o.fl.

Neytendastofa telur ástæðu til þess að vekja athygli á nýlegum aðgerðum framkvæmdastjórnar ESB sem munu auka öryggi neytenda varðandi lækningatæki.
Nánar
24.1.2014

Toyota innkallar bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um innköllun á 5 Toyota Corolla bifreiðum framleiddar árið 2013.   
Nánar
24.1.2014

Innköllun á Philips Café Gourmet kaffivélum.

Mynd með frétt
Philips hefur orðið vart við öryggisvandamál sem gæti haft áhrif á Philips Café Courmet kaffivélar sem framleiddar voru frá mars 2012 til júní 2013.
Nánar
23.1.2014

Mikill verðmunur milli apóteka höfuðborgarsvæðisins

Núna í janúar fór fulltrúi Neytendastofu í 38 apótek á höfuðborgarsvæðinu til að athuga hvort verðmerkingar væru í samræmi við lög og reglur auk þess sem nokkrar vörur voru valdar af handahófi og gerð athugun á samræmingu milli hillu- og kassaverðs.
Nánar
22.1.2014

Ákvörðun um auðkennið Litla flugan staðfest

Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu með ákvörðun nr. 9/2013 að ekki væri ástæða til aðgerða vegna notkunar Litlu flugunnar textílverkstæðis ehf. á auðkenninu Litla flugan.
Nánar
22.1.2014

Ákvörðun um auðkennið Atvinnueign staðfest

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest ákvörðun Neytendastofu nr. 6/2013 um auðkennið Atvinnueignir og lénið atvinnueignir.is.
Nánar
17.1.2014

Markaðseftirlitsáætlun 2014

Neytendastofu er í lögum nr. 134/1995, um öryggi vöru og opinbera markaðsgæslu, falið að vinna að heildarskipulagningu opinberrar markaðsgæslu í samvinnu við önnur eftirlitsstjórnvöld.
Nánar
13.1.2014

Verðmerkingar í líkamsræktarstöðvum

Í byrjun janúar fór fulltrúi Neytendastofu í 29 líkamsræktarstöðvar á höfuðborgarsvæðinu til að athuga hvort að verðmerkingar væri í lagi
Nánar
13.1.2014

Viðvörun vegna hengingarhættu í barnagæslutæki

Mynd með frétt
Neytendastofa vekur athygli á tilkynningu á heimasíðu VL heildverslunar ehf. vegna hengingarhættu sem skapast getur vegna snúru á tækinu Angelcare sem nemur hljóð og hreyfingar í rúmi hjá ungbörnum.
Nánar
8.1.2014

Hugsanleg eldhætta í Bosch, Siemens uppþvottavélum.

Neytendastofa vill vekja athygli á tilkynningu um hugsanlega eldhættu í Bosch, Siemens uppþvottavélum. Fram kemur að í örfáum uppþvottavélum getur rafmagnsíhlutur ofhitnað og valdið hugsanlegri eldhættu. Um er að ræða uppþvottavélar sem framleiddar voru á árunum 1999 til 2005.
Nánar
7.1.2014

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Í júlí 2012 tók Neytendastofa ákvörðun um að ekki væri ástæða til aðgerða vegna auglýsinga Byko um allsherjar verðlækkun félagsins. Múrbúðin kærði ákvörðunina til áfrýjunarnefndar neytendamála sem nú hefur staðfest hana.
Nánar
6.1.2014

Útsölur og tilboð

Mynd með frétt
Nú þegar útsölur eru að byrja vill Neytendastofa vekja athygli á nokkrum atriðum sem verslanir verða að gæta að.
Nánar
6.1.2014

BL ehf. innkallar Hyundai bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á 768 Hyundai bifreiðum.
Nánar
3.1.2014

Leyfi þarf til endursölu á rafsígarettum með nikótíni

Af gefnu tilefni vilja Lyfjastofnun, Neytendastofa og Tollstjóri benda á að innflutningur á rafsígarettum með nikótíni til endursölu er óheimill sé markaðsleyfi skv. lyfjalögum, nr. 93/1994, ekki fyrir hendi.
Nánar
30.12.2013

Gleðilega hátíð

Starfsfólk Neytendastofu óskar öllum landsmönnum gleðilegrar hátíðar. Um leið viljum við vekja athygli á að lokað verður á gamlársdag. Hægt er að senda ábendingar í gegn um mínar síður á heimasíðu Neytendastofu.
Nánar
30.12.2013

Sölubann á mjúkdýr

Neytendastofa hefur lagt sölubann á ,,lunda mjúkdýrʻʻ (stór og lítill), ,,kind mjúkdýrʻʻ og ,,selkópʻʻ frá framleiðandanum Happy day á grundvelli ábendingar sem stofnuninni barst. Eftir að Neytendastofa lagði tímabundið sölubann á vöruna
Nánar
30.12.2013

Sölubann á óöruggt leikfang

Neytendastofa hefur lagt sölubann á leikfang á vagn frá Made by Grandma í kjölfar tímabundins sölubanns sem lagt var á vöruna á grundvelli ábendingar sem stofnuninni barst. Eftir að Neytendastofa lagði tímabundið sölubann á vöruna bárust stofnuninni engin gögn sem sýndu fram á öryggi vörunnar. Á leikfangið vantaði CE merkingu
Nánar
30.12.2013

Neytendastofa hefur lagt sölubann á ,,ljóshærð dúkka Annaʻʻ

Neytendastofa hefur lagt sölubann á ,,ljóshærð dúkka Annaʻʻ frá framleiðandanum Drífa ehf. á grundvelli ábendingar sem stofnuninni barst. Eftir að Neytendastofa lagði tímabundið sölubann á vöruna bárust stofnuninni engin gögn sem sýndu fram á öryggi vörunnar. Á leikfangið vantaði CE merkingu.
Nánar
30.12.2013

Neytendastofa sektar fimm smávöruverslanir á höfuðborgarsvæðinu

Neytendastofa hefur sektað fimm smávöruverslanir á höfuðborgarsvæðinu í kjölfar könnunar stofnunarinnar á ástandi verðmerkinga. Í öllum tilfellum er um að ræða sektir vegna ófullnægjandi verðmerkinga í búðargluggum. Í júní, júlí og ágúst 2013 gerðu starfsmenn Neytendastofu skoðun á ástandi verðmerkinga hjá smávöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu. Skoðaðar voru m.a. ástand verðmerkinga hjá verslunum í Austurveri, Firðinum, Glæsibæ, Kringlunni, Mjódd, Suðurveri, Smáralind, og í miðbæ Reykjavíkur. Þær verslanir sem stofnunin gerði athugasemdir við fengu þau fyrirmæli að lagfæra verðmerkingar sínar svo ekki þyrfti að koma til frekari aðgerða af hálfu stofnunarinnar.
Nánar
30.12.2013

Neytendastofa sektar sjö veitingahús á höfuðborgarsvæðinu

Neytendastofa nú lagt 50.000 kr. stjórnvaldssekt á eftirfarandi veitingahús: Austurlandahraðlestina í Lækjargötu, Cafe Bleu í Kringlunni, Kaffi Klassík í Kringlunni, Pisa á Lækjargötu, Scandinavian Smørrebrød og Brasserie á Laugarvergi, Sjávargrillið á Skólavörðustíg og Tapashúsið á Ægisgarði.
Nánar
18.12.2013

Neytendastofa í árlegu jólaseríuátaki

Mynd með frétt
Á síðastliðnum vikum fór Neytendastofa í árlegt jólaseríuátak. Farið var í verslanir á höfuðborgarsvæðinu og kannað hvort að réttar varúðarmerkingar væru á íslensku. Nokkuð var um að fullnægjandi varúðarmerkingar vantaði. Neytendastofa veitti þeim verslunum þar sem fullnægjandi varúðarmerkingar vantaði tækifæri til þess að koma viðunandi merkingum í lag áður en til
Nánar
18.12.2013

Bann við afhendingu endurskinsmerkja Strætó BS

Mynd með frétt
Neytendastofa hefur sett bann við afhendingu endurskinsmerkja sem Strætó bs. hefur verið að afhenda og dreifa. Bannið er sett í kjölfar tímabundins sölubanns sem Neytendastofa setti á, á grundvelli ábendingar sem stofnuninni barst.
Nánar
18.12.2013

Neytendastofa sektar tvö veitingahús á Selfossi

Neytendastofa kannaði ástand verðmerkinga hjá veitingahúsum í Árborg í júlí sl. Veitingahúsunum var öllum gefinn kostur á að koma verðmerkingum sínum í lag. Flest veitingahúsin sem gerðar voru athugasemdir við höfðu bætt merkingar sínar. Veitingahúsin Menam og Riverside Resturant höfðu ekki farið að fyrirmælum
Nánar
18.12.2013

Tilkynning varðandi IKEA veggljós

Mynd með frétt
Neytendastofa vekur athygli á tilkynningu frá IKEA vegna vegna veggljósa. Í tilkynningunni kemur fram að IKEA hvetur alla viðskiptavini sem eiga IKEA SMILA veggljós, eða önnur veggljós með snúru, til að ganga tafarlaust úr skugga
Nánar
6.12.2013

Seinni eftirlitsferð Neytendastofu í bakarí

Neytendastofa gerði könnun á ástandi verðmerkinga hjá 49 bakaríum á höfuðborgarsvæðinu í september sl. í kjölfar margra ábendinga frá neytendum. Skoðaði starfsmaður sérstaklega verðmerkingar í borði og í kælum. Niðurstaða könnunarinnar var að verðmerkingum var ábótavant hjá 16 bakaríum.
Nánar
4.12.2013

Hekla innkallar Volkswagen

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu hf um innköllun á fimm Amarok 2,0 L TDI bifreiðum árgerð 2011-2013.
Nánar
2.12.2013

Ákvörðun Neytendastofu um auðkennið ICE LAGOON staðfest

Með úrskurði áfrýjunarnefndar neytendamála var staðfest ákvörðun Neytendastofu um að ekki væri ástæða til að banna Must Visit Iceland ehf. notkun á vörumerkinu og auðkenninu ICE LAGOON.
Nánar
29.11.2013

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest þá ákvörðun Neytendastofu að Byko hafi ekki brotið gegn lögum með því að nota orðin „harðparket“ og „plankaparket“ en ekki „plastparket“ í auglýsingum fyrir gólfefni úr plasti.
Nánar
29.11.2013

Betri réttindi neytenda við kaup á pakkaferðum

Í tillögu að nýrri tilskipun sem framkvæmdastjórn ESB hefur lagt fram er nú lagt til að auka verulega neytendavernd með því að gera kröfu um að ferðasali verði að bera ábyrgð gagnvart neytendum þegar þau setja saman eigin ferð á vefsíðu þeirra með því að panta t..d flug og hótel eða sérsníða sinn eigin ferðapakka á Netinu. Þessi breyting þýðir að mati ESB að 120 milljónir manna á EES svæðinu fá nú vernd sem gildandi reglur um alferðir,
Nánar
21.11.2013

Seinni eftirlitsferð Neytendastofu í matvöruverslanir

Neytendastofa gerði könnun í sumar á ástandi verðmerkinga hjá 78 matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu. Þessari könnun var svo fylgt eftir í október sl. og skoðað ástand verðmerkinga hjá þeim verslunum sem stofnunin hafði gert athugasemdir við eftir fyrri heimasóknina.
Nánar
20.11.2013

Forstjóri Neytendastofu kjörinn í stjórn Prosafe

Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu
Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu var kjörinn í aðalstjórn Prosafe á aðalfundi samtakanna 13. nóvember 2013. Prosafe eru samtök stjórnvalda á Evrópska efnahagssvæðinu sem starfa að eftirliti með öryggi vöru sem er framleidd eða flutt inn á EES svæðið. Á vegum Prosafe eru veittir styrkir til
Nánar
19.11.2013

Seinni eftirlitsferð á Neytendastofu í veitingahús

Í lok september fylgdu starfsmenn Neytendastofu eftir með könnun á 14 veitingahúsum sem stofnunin hafði gert athugasemdir við verðmerkingar hjá í fyrri skoðun. Skoðað var hvort matseðill væri við inngöngudyr og
Nánar
15.11.2013

Orkubú Vestfjarða fær vottað innra eftirlit með varmaorkumælum

Mynd með frétt
Orkubú Vestfjarða hefur hlotið viðurkenningu Neytendastofu á innra eftirlitskerfi með varmaorkumælum og er fyrsta dreifiveitan sem hlýtur slíka viðurkenningu. Áður hafði Orkubúið verið fyrst til að hljóta viðurkenningu á innra eftirliti með rafmagnsmælum.
Nánar
14.11.2013

Seinni heimsókn Neytendastofu í fiskbúðir

Í september sl. fóru fulltrúar Neytendastofu í fiskbúðir á höfuðborgarsvæðinu til að kanna hvort verðmerkingar væru í samræmi við lög og reglur. Því var svo fylgt eftir í október sl. með seinni heimsókn í þær fjórar fiskbúðir
Nánar
14.11.2013

BL ehf. innkallar Hyundai bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á Hyundai I30. Um er að ræða 262 bifreiðar framleiddar á árunum 2007-2011, sjá nánar hér fyrir neðan.
Nánar
13.11.2013

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest þá ákvörðun að banna Gentle Giants að merkja miðasöluhús fyrirtækisins með orðunum „THE TICKET CENTER“.
Nánar
13.11.2013

Ákvörðun Neytendastofu felld úr gildi

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur fellt úr gildi þá ákvörðun Neytendastofu að ekki sé ástæða til aðgerða í tilefni auglýsinga Olíuverzlunar Íslands hf. (Olís) um að fyrirtækið styrki verkefnið Opinn skógur.
Nánar
11.11.2013

Tímabundið sölubann á vörur unnar úr eðalmálmum

Starfsmenn Neytendastofu fóru í skartgripaverslanir á höfuðborgarsvæðinu til þess að kanna hvort vörur unnar úr eðalmálmum væru með lögbundna ábyrgðastimpla.
Nánar
6.11.2013

Óverðmerktar vörur í bakaríum

Neytendastofa gerði könnun á ástandi verðmerkinga í 49 bakaríum á höfuðborgarsvæðinu. Athugað var hvort verðmerkingar væru í lagi í borði, gos- og mjólkurkælum.
Nánar
5.11.2013

Markaðssetning Álfaborgar á flotefni í lagi

Neytendastofu barst kvörtunar frá Múrbúðinni vegna markaðssetningu Álfaborgar á flotefninu Codex FM 50 Turbo.
Nánar
31.10.2013

Kynningarbæklingur um neytendalán

Mynd með frétt
Neytendastofa hefur eftirlit með nýjum lögum um neytendalán þar sem réttindi neytenda eru bætt og meiri skyldur lagðar á lánveitendur en áður hefur verið gert.
Nánar
31.10.2013

Athugun Neytendastofu á vefsíðum sem selja rafrænar vörur

Neytendastofa tók þátt árið 2012 í samræmdri skoðun á vefsíðum sem selja leiki, tónlist, rafbækur og kvikmyndir sem neytandinn hleður niður af netinu. Nú, ári frá því að skoðunin fór fram, hefur upplýsingum á 116 vefsíðum verið breytt í kjölfar stjórnvaldsaðgerða viðkomandi ríkis. Enn er unnið að stjórnvaldsaðgerðum til að
Nánar
29.10.2013

Auglýsing Tæknivara „sími sem skilur þig“ bönnuð

Neytendastofu barst kvörtun frá Skakkaturninum sem flytur inn vörur frá vörumerkinu Apple, vegna auglýsingar Tæknivara sem bar yfirskriftina „sími sem skilur þig“. Í auglýsingunni var auglýstur Samsung Galaxy S4 farsími.
Nánar
29.10.2013

Auglýsing Nýherja ekki talin villandi

Prentvörur lögðu fram kvörtun vegna auglýsingar Nýherja um þjónustu að nafni Tölvuský með yfirskriftinni „Vertu með ALT undir CTRL“. Töldu Prentvörur fullyrðinguna ósannaða og til þess fallna að vera villandi fyrir
Nánar
28.10.2013

Óverðmerktar verslanir í miðbæ Reykjavíkur

Í september sl. fóru fulltrúar Neytendastofu í seinni eftirlitsferð í sérverslanir í miðbæ Reykjavíkur. Farið var í þær 17 verslanir sem höfðu fengið áminningu frá Neytendastofu vegna síðustu eftirlitsferðar sem farin var á tímabilinu 12. – 22 ágúst sl. Neytendastofa gerði athugasemdir við að fimm verslanir höfðu ekki komið verðmerkingum í viðunandi horf, en það voru Rammagerðin, Púkinn 101, Kassetta, Couture og Nordic store. Í öllum tilfellum voru gerðar athugasemdir við skort á sýnilegum verðmerkingum í sýningargluggum. Tekin verður ákvörðun í framhaldinu hvort beita skuli verslanirnar sektarákvæðum fyrir að virða að vettugi tilmæli og ábendingar Neytendastofu um úrbót á ástandi verðmerkinga. Ef neytendur hafa ábendingar sem varða verðmerkingar er hægt að senda þær inn í gegnum heimasíðu Neytendastofu, www. neytendastofa.is.
Nánar
25.10.2013

Ummæli fyrirsvarsmanns IPhone.is í lagi

Friðjón Björgvin Gunnarsson, fyrirsvarsmaður netverslunarinnar Buy.is lagði fram kvörtun vegna umfjöllunar Sigurðar Þórs Helgasonar, fyrirsvarsmanns iPhone.is, um Friðjón á spjallþræði á netinu. Með spjallþræðinum vakti Sigurður athygli á ýmsum atriðum sem tengdust
Nánar
25.10.2013

Neytendastofa sektar eiganda Buy.is

Neytendastofu barst kvörtun frá iStore yfir ummælum Buy.is á Facebook síðu Buy.is þar sem borið var saman verð á vöru sem seld er í báðum verslunum og því meðal annars haldið fram að iStore væri „okurbúlla“. Við meðferð málsins baðst Buy.is afsökunar á ummælunum
Nánar
24.10.2013

Tímabundið bann við afhendingu endurskinsmerkja Strætó BS

Mynd með frétt
Neytendastofa hefur lagt tímabundið bann við afhendingu endurskinsmerkja sem Strætó BS hefur verið að dreifa. Bannið er sett í kjölfar ábendingar sem Neytendastofu barst um að Strætó BS væri að dreifa endurskinsmerkjum sem ekki væru í lagi.
Nánar
23.10.2013

Tímabundið sölubann á leikföng framlengt

Neytendastofa hefur tekið þá ákvörðun að framlengja hið tímabundna sölubann um fjórar vikur og veita frekari frest til þess að skila inn gögnum til stofnunarinnar. Rétt er að taka sérstaklega fram að sölubannið á ekki aðeins við um þær vörur sem seldar eru í þessum verslunum heldur tekur bannið til allra verslana
Nánar
23.10.2013

Aflétting sölubanns hjá Húsasmiðjunni

Þann 7. október síðastliðinn lagði Neytendastofa tímabundið sölubann á hitateppi í verslun á höfuðborgarsvæðinu þar sem íslenskar leiðbeiningar vantaði á það, sbr. frétt Neytendastofu frá 9. október 2013, en lög og reglur settar samkvæmt þeim gera ráð fyrir því
Nánar
18.10.2013

Ástand verðmerkinga og voga í fiskbúðum ekki gott

Í september síðastliðinn fóru fulltrúar Neytendastofu í 14 fiskbúðir á höfuðborgarsvæðinu til að athuga hvort verðmerkingar væru í samræmi við lög og reglur. Einnig voru löggildingar á vogum skoðaðar. En vogir sem notaðar eru til að ákvarða verð á vöru eiga að mæla rétt og vera löggiltar.
Nánar
15.10.2013

Skylda til að auglýsa árlega hlutfallstölu kostnaðar

Endurskoðuð lög um neytendalán taka gildi 1. nóvember 2013. Í gilandi lögum um neytendalán sem og í ákvæðum hinna nýju laga er kveðið á um að þegar auglýst eru lán til neytenda þá er ávallt skylt að geta um árlega hlutfallstölu kostnaðar (ÁHK). Í árlegri hlutafallstölu kostnaðar
Nánar
14.10.2013

Auglýsing Hringdu og ummæli í blaðagrein bönnuð

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun um auglýsingu Hringdu og blaðagrein sem skrifuð var af framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Ákvörðunin er tekin í tilefni kvörtunar frá Símanum.
Nánar
10.10.2013

BL ehf. innkallar Nissan bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á 430 Nissan bifreiðum, Qashgai (J10) og X-trail (T31). Um er að ræða bifreiðar framleiddar á árinu 2006 (nóv) til 2013 (apríl). Ástæða innköllunarinnar er sú að skemmd getur komið upp í
Nánar
4.10.2013

BL ehf. innkallar Nissan bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á 564 bifreiðum af tegundinni Qashgai J10 (framleidda 1. des, 2006 - 15. maí 2012) og X-Trail T31 (framleidda 29. nóv, 2006- 11. okt. 2011). Ástæða innköllunar er sú að á slæmum vegum getur reim CVT-skiptingar snuðað með þeim afleiðingum að það getur orðið vart við titring og/eða grip missi í drifhjólum. Ef ökutæki er ekið áfram í þessu ástandi getur sú staða komið upp að bilannaljós (MIL) komi upp með
Nánar
2.10.2013

Sölubann á snuð með ljósi

Mynd með frétt
Neytendastofu barst ábending um snuð sem hafði brotnað í munni barns þegar það féll fram fyrir sig með þeim afleiðingum að barnið hlaut skurð í efri góm. Neytendastofa óskaði eftir gögnum sem sýndu fram á að snuðið væri í lagi. Engin gögn
Nánar
1.10.2013

Seinni heimsókn Neytendastofu í Smáralind

Farið var í þau sex fyrirtæki 66 Norður, Joe boxer, Smash, Tal , Cintamani og Dorothy Perkins sem fengið höfðu bréf frá Neytendastofu til að athuga hvort verslunareigendur hefðu farið að tilmælum um úrbætur. Cintamani var eina verslunin sem enn
Nánar
30.9.2013

Könnun Neytendastofu á þyngd forpakkninga.

Neytendastofa gerði könnu á þyngd forpakkninga frá 17 framleiðendum. Framkvæmd var úrtaksvigtun, þar sem skoðað var hvort raunveruleg þyngd vöru væri í samræmi við uppgefna þyngd á umbúðum. Skoðaðar voru 24 ólíkar vörutegundir og má þar nefna: kæfu, skinku, pepperoni, osta, gos, bökunarvörur, brauð, salat og pylsur.
Nánar
27.9.2013

BL ehf. innkallar Land Rover bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á Land Rover bifreiðum, Freelander og Evogue. Um er að ræða 25 bifreiðar árgerð 2012-2014. Ástæða innköllunarinnar er sú að í fáum tilfellum hefur orðið vart við leka á hráolíu frá Spíssa-bakflæði(um 4% bifreiðanna).
Nánar
26.9.2013

Haustnámskeið vigtarmanna

Almennt vigtarmannanámskeið verður haldið 7. - 9. október 2013. Námskeiðið hefst mánudaginn 7. október kl. 9:30 að Borgartúni 21, 105 Reykjavík. Aðilar sem fengið hafa bráðabirgðalöggildingu í sumar eru með réttindi
Nánar
26.9.2013

Eftirfylgni eftirlits á Árborgarsvæðinu og í Hveragerði

Þann 5. September sl. fóru fulltrúar Neytendastofu í eftirfylgni hjá fyrirtækjum á Árborgarsvæðinu og í Hveragerði. Farið var í 10 fyrirtæki, 2 matvöruverslanir, 2 sérvöruverslanir og 6 veitingastaði.
Nánar
25.9.2013

Verðmerkingar í miðbæ Reykjavíkur

Mynd með frétt
Verslunareigendur eru skyldugir til að hafa verðmerkingar skýrar og vel sýnilegar bæði inni í verslun og í sýningargluggum. Dagana 12. – 22 ágúst sl. fóru fulltrúar Neytendastofu í eftirlitsferð í sérverslanir í miðbæ Reykjavíkur. Farið var í 119 verslanir og skoðað hvort verðmerkingar inni í verslunum sem og í sýningargluggum væru sýnilegar. Verðmerkingar voru ekki í lagi í 17 verslunum. Það voru verslanirnar Álafoss, Calvi, Cintamani, Couture, Dr.
Nánar
23.9.2013

Tímabundið sölubann á leikföng

Starfsmenn Neytendastofu fóru í sex minjagripaverslanir í miðbæ Reykjavíkur vegna ábendingar um að til sölu væru leikföng sem væru ekki í lagi. Alls voru skoðuð 22 leikföng í umræddum búðum og af þeim voru aðeins tvær vörur eða 9% í lagi. Í umræddum búðum var sett tímabundið sölubann á alls 11 vörur en á hinar níu voru gerðar athugasemdir, þar sem farið var fram á afhendingu gagna, en ekki sett á tímabundið sölubann að svo stöddu.
Nánar
20.9.2013

Auglýsingar Griffils og Eymundsonar í lagi

Neytendastofu barst kvörtun frá Egilsson ehf., sem rekur A4, um fullyrðingu Griffils um „lang, langflest[a] titla á einum stað !!!“ sem birtist á heimasíðu Griffils og fullyrðingar um stærsta skiptibókamarkað landsins sem kemur fram í lesinni sjónvarpsauglýsingu
Nánar
19.9.2013

Firmaheitið istore bannað

Neytendastofa hefur bannað eiganda netverslunarinnar Buy.is notkun á firmaheitinu istore ehf. Buy.is og aðrar netverslanir sem sami aðili rekur eru í samkeppni við verslunina iStore.
Nánar
18.9.2013

Verðmerkingar í Kringlunni

Í byrjun júlí heimsóttu fulltrúar Neytendastofu 108 sérvöruverslanir Kringlunnar í þeim tilgangi að athuga hvort verðmerkingar í verslun og sýningargluggum væri í samræmi við lög og reglur. Reyndust 10 verslanir ekki vera með verðmerkingarnar í lagi. Í byrjun september var athugað hvort verslanirnar
Nánar
9.9.2013

Eftirlit með vogum í matvöruverslunum

Mynd með frétt
Neytendastofa hefur skoðað undanfarið ástand löggildingar voga í matvöruverslunum. Þar er átt við vogir sem notaðar eru til að vigta vörur og verðleggja þær. Löggilda á vogir sem notaðar eru til verðlagningar í verslunum á tveggja ára fresti. Við löggildingu á vogum er sannreynt að vogin sé að vigta rétt.
Nánar
4.9.2013

Toyota innkallar Lexus bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um að innkalla þurfi 121 bifreiðar af gerðinni Lexus RX400h
Nánar
30.8.2013

Er endurskinsmerkið þitt í lagi?

Neytendastofa vill koma því á framfæri að neytendur athugi vel hvort að allar upplýsingar og merkingar séu til staðar á endurskinsmerkjum áður en þau er notuð. Það hefur komið of oft fyrir að merki séu seld eða gefin sem endurskinsmerki en eru það í raun ekki. Það er oft ekki hægt að sjá mun á endurskinsmerki sem er í lagi og öðru merki sem lítur eins út, með sama lit, form og
Nánar
26.8.2013

Innköllun á UVEX reiðhjálmum

Mynd með frétt
Neytendastofa vekur athygli á innköllun á UVEX reiðhjálmum af gerðinni Exxential (áður Uvision) sem seldir hafa verið hjá Lífland frá árinu 2010. Framleiðandinn, UVEX er auk þess að innkalla tvær
Nánar
23.8.2013

Verðmerkingar í Smáralind almennt til fyrirmyndar

Fulltrúar Neytendastofu gerðu könnun á verðmerkingum hjá sérverslunum í Smáralind. Farið var í 69 verslanir með margskonar rekstur. Skoðað var hvort verðmerkingar í sýningargluggum væru í lagi þar sem við átti, einnig var athugað hvort verðmerkingar voru í lagi inni í verslununum.
Nánar
22.8.2013

Ástand verðmerkinga á Árborgarsvæðinu og í Hveragerði

Í júlí sl. fóru fulltrúar Neytendastofu í Árborg og Hveragerði og gerði könnun hjá 23 fyrirtækjum. Farið var á 11 veitingastaði , fimm matvöruverslanir, tvær byggingavöruverslanir og fimm sérvöruverslanir. Skoðaðar voru verðmerkingar, vogir, magnupplýsingar drykkja og vínmál.
Nánar
16.8.2013

Villandi merkingar á vörum frá ICEWEAR og NORWEAR

Neytendastofa hefur bannað Drífu ehf. notkun á merkingum á vörum frá ICEWEAR og NORWEAR án þess að fram komi hvaðan vörurnar séu upprunnar.
Nánar
15.8.2013

IKEA innkallar barnarúm

Mynd með frétt
Neytendastofa vekur athygli á innköllun IKEA á KRITTER eða SNIGLAR barnarúmum vegna slysahættu. Í tilkynningu IKEA kemur fram að viðskiptavinir eru beðnir um að skoða dagsetningarstimpilinn á miðanum sem festur er annað hvort á
Nánar
15.8.2013

Neytendastofa kannar veitingahús á höfuðborgarsvæðinu

Í júlí sl. fóru fulltrúar Neytendastofu á 97 veitingastaði á höfuðborgarsvæðinu í þeim tilgangi að athuga hvort farið væri eftir reglum um verðmerkingar. Skoðað var hvort matseðill með verðupplýsingum væri við inngöngudyr og hvort magnupplýsingar drykkja kæmu fram.