Fara yfir á efnisvæði

Misræmi í verðmerkingum á sölustað

Allar vörur í verslunum eiga að vera skýrt verðmerktar sbr. ákvæði laga nr. 57/2005 um eftirlit með viðskiptaháttum og markssetningu og ákvæði reglna nr. 536/2011, um verðmerkingar og einingarverð við sölu á vörum og reglna nr. 537/2011, um verðupplýsingar við sölu á þjónustu.

Verslunum ber að merkja vörur og þjónustu með endanlegu verði og það verð á að vera rétt. Almenna reglan er því sú að verslanir skulu selja vöru og þjónustu á því verði sem verðmerkt er líka þó um mistök sé að ræða. Þetta gildir þó ekki ef sjá má, eða það ætti að sjást, að um mistök sé að ræða. Þá gildir þetta heldur ekki ef röng verðmerking er ekki sök fyrirtækisins heldur hafi t.d. annar viðskiptavinur breytt verðmerkingu eða fært vöru til. Þetta byggir á því að neytendur velja vöruna á grundvelli verðmerkingarinnar en ekki á grundvelli verðs í afgreiðslukassa enda hafa neytendur engin tök á því að sjá verð fyrr en komið er að því að greiða vöruna.

Dæmi um úrskurð áfrýjunarnefndar neytendamála vegna mistaka í verðmerkingu:

•   Úrskurður nr. 12A/2009 í máli nr. 11/2009 Kæra Icelandair á ákvörðun Neytendastofu frá 7. október 2009

TIL BAKA