Fara yfir á efnisvæði

Sölubann á gúmmíboltum með teygjuþræði úr gúmmí.

02.05.2003

Markaðsgæsludeild Löggildingarstofu hefur bannað frekari sölu hér á landi á gúmmíboltum með áföstum teygjanlegum gúmmíþræði með  hring á endanum, svokallaðir Yoyo boltar.  Sölubannið er sett með hliðsjón af ábendingu um hættueiginleika vörunnar og með hliðsjón af slysum sem orðið hafa á börnum bæði í Englandi og í Frakklandi.

Markaðsgæsludeild Löggildingarstofu hefur eftirlit með öryggi leikfanga hér á landi og er sölubann þetta tekið með hliðsjón af ákvæðum reglugerðar um öryggi leikfanga og hættulegra eftirlíkinga nr. 408/1994 sem og laga nr. 134/1995, um öryggi vöru og opinbera markaðsgæslu.

Mismunandi útfærslur eru til af þessu leikfangi en að grunni til er leikfangið eins og sýnt er á meðfylgjandi mynd.

Nánari upplýsingar veitir:
Markaðsgæsludeild Löggildingarstofu, Fjóla Guðjónsdóttir
í síma 510 1100

TIL BAKA