Löggildingarstofa viðurkennir öryggisstjórnun Járnblendifélagsins
Þann 24.júní sl. gaf Löggildingarstofa út formlega viðurkenningu á öryggisstjórnun Íslenska járnblendifélagsins hf. Fyrirtækið hefur starfað eftir öryggisstjórnunarkerfi í nokkur ár. Það hefur verið skoðað af faggiltri skoðunarstofu eftir skilgreindum verklagsreglum Löggildingarstofu en þó án þess að fyrirtækið hafi lokið viðurkenningarferli að fullu fyrr en nú.
Ábyrgðarmaður öryggisstjórnunarkerfisins er Adolf Ásgrímsson.
Verksmiðjan er fjórða iðjuverið til þess að hljóta viðurkenningu Löggildingarstofu, en hin eru ÍSAL, Sementsverksmiðjan og verksmiðja SR-mjöl í Helguvík. Öllum iðjuverum með háspennt raforkuvirki er skylt að koma sér viðurkenndu öryggisstjórnunarkerfi, en nú vinna fjölmörg iðjuver að innleiðingu slíks kerfis.