Norrænt samstarf í neytendamálum
07.10.2005
Skýrslan rannsakar upplýsingaþörf neytenda í Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð vegna þjónustu á nokkrum mörkuðum. Í skýrslunni eru þrír markaðir skoðaðir, þ.e. heilsugæsla og læknar, tannlæknar og dagvistun barna á forskólaaldri. Niðurstöður byggja á svörun 800 einstaklinga frá hverju hinna fimm Norðurlanda. Í viðauka er að finna spurningarnar á íslensku.
Í skýrslunni er fjallað um að börn og unglingar verða í auknum mæli, og sífellt yngri, að neytendum. Kaupþrýstingur á börn og foreldra þeirra eykst stöðugt með öflugum markaðssóknum fyrirtækja. Opinberar stofnanir leggja áherslu á hversu viðkvæm börn og unglingar eru en viðskiptalífið telur þau hæf til þátttöku á markaðnum.
Skýrslan greinir frá því hvernig norræn fyrirtæki vinna úr kvörtunum neytenda en fyrirtæki í Danmörku og Svíþjóð voru valin sem dæmi. Fjallað er um hvort og hvernig fyrirtæki beita kvartanastjórnunarkerfum til að leysa mál og hvort þau hafi fjárhagslegan ávinning af slíkum kerfum. Aftast í skýrslunni er að finna íslenskan útdrátt.
Neytendastofa vekur athygli á að Norræna ráðherranefndin í neytendamálum gefur á hverju ári út fjölda skýrslna um neytendamál. Skýrslurnar eru afrakstur norrænna vinnuhópa um hin ýmsu neytendamál. Sem dæmi um nýjar skýrslur má nefna:
The Nordic model for consumer and customer satisfaction – Policy report
Skýrslan greinir frá þróun nýs verkfæris til þess að mæla ánægju neytenda og viðskiptavina á mismunandi mörkuðum og í mismunandi löndum. Niðurstöður sýna ánægju neytenda á átta völdum mörkuðum.Welfare and Health Services in the Nordic Countries – Consumer Choices
Skýrslan rannsakar upplýsingaþörf neytenda í Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð vegna þjónustu á nokkrum mörkuðum. Í skýrslunni eru þrír markaðir skoðaðir, þ.e. heilsugæsla og læknar, tannlæknar og dagvistun barna á forskólaaldri. Niðurstöður byggja á svörun 800 einstaklinga frá hverju hinna fimm Norðurlanda. Í viðauka er að finna spurningarnar á íslensku.
Kommersielt press mot barn og unge i Norden – Foreldre og barn i en kommersiell oppvekst
Í skýrslunni er fjallað um að börn og unglingar verða í auknum mæli, og sífellt yngri, að neytendum. Kaupþrýstingur á börn og foreldra þeirra eykst stöðugt með öflugum markaðssóknum fyrirtækja. Opinberar stofnanir leggja áherslu á hversu viðkvæm börn og unglingar eru en viðskiptalífið telur þau hæf til þátttöku á markaðnum.
Virksomhedernes klagebehandling i Danmark og Sverige
Skýrslan greinir frá því hvernig norræn fyrirtæki vinna úr kvörtunum neytenda en fyrirtæki í Danmörku og Svíþjóð voru valin sem dæmi. Fjallað er um hvort og hvernig fyrirtæki beita kvartanastjórnunarkerfum til að leysa mál og hvort þau hafi fjárhagslegan ávinning af slíkum kerfum. Aftast í skýrslunni er að finna íslenskan útdrátt.