Fara yfir á efnisvæði

Námskeið í maí

26.05.2009

Námskeiðum til löggildingar vigtarmanna og til endurlöggildingar vigtarmanna voru haldin dagana 4. - 6. maí annars vegar og hins vegar 11. maí síðast liðinn. Á löggildingarnámskeiðið, sem er 3 daga, mættu 13 en sérstaklega góð mæting var á eins dags endurmenntunarnámskeiðið eða 28.

Þátttakendur koma víðsvegar af landinu og úr ýmsum atvinnugreinum en mest frá fiskiðnaðinum og frá höfnum landsins.

Grunnur námskeiðanna byggir á að fara yfir lög og reglugerðir á vegum Neytendastofu m.a. um mælingar, mæligrunna, vogir, einingar, vigtarmenn, löggildingu voga, eftirlit með löggildingum voga, merkingu löggiltra voga og hæfi vigtarmanna. Á vegum Fiskistofu er m.a. farið yfir lög og reglugerðir um stjórnun fiskveiða, umgengni um nytjastofan sjávar, veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og fiskveiðar utan lögsögu Íslands
  
Leiðbeinendur starfa m.a. hjá Neytendastofu og Fiskistofu. Námskeiðin eru haldin í húsnæði Neytendastofu í Borgartúni 21. Þau eru haldin þrisvar á ári og verða næstu námskeið haldin í október 2009. 
Á heimasíðu Neytendastofu er hægt að fá nánari upplýsingar um inntökuskilyrði á námskeiðin.

Nýlega tók Neytendastofa í notkun nýtt vigtarmannakerfi til hagræðis fyrir bæði væntanlega vigtarmenn og Neytendastofu. Helstu einingar kerfisins, sem snúa að vigtarmönnum, eru skráningarhluti svo að umsækjendur um löggildingu geti skráð sig rafrænt, listi yfir alla vigtarmenn á Íslandi með slík réttindi, sjá listann hér og vigtarmannagátt. Fyrir alla þá vigtarmenn, sem skráðu persónuleg eða vinnutengd netföng á námskeiðunum í maí.  Hefur nú verið stofnaður aðgangur að vigtarmannagáttinni með því að senda þeim notandanafn og lykilorð.
Innskráningarsíðuna má líka kalla fram með því að smella á Rafræn Neytendastofa á forsíðu vefsíðu hennar. Í vigtarmannagáttinni munu lög og reglugerðir frá Neytendastofu og Fiskistofu er varða vigtarmenn birtast eða vera aðgengileg. Einnig geta vigtarmenn geymt þar eigin skjöl.

Helstu einingar kerfisins, sem snúa auk þess að Neytendastofu, eru gagnagrunnur til að halda utan um hvert námskeið, m.a. skil umsækjenda um tilskilin vottorð, greiðslu námskeiðskostnaðar, prentun hóplista og prentun skírteina.

TIL BAKA