Hagkaup innkallar gallaðar púslmottur úr frauðplasti
Neytendastofu hefur borist tilkynning um að Hagkaup hvetji viðskiptavini sína að taka úr umferð og skila tafarlaust púslmottum úr frauðplasti fyrir 3ja ára og yngri. sem seld hefur verið undir vöruheitinu Disney Princess
Ástæða innköllunarinnar er sú að mottan er talin hættuleg heilsu barna þar sem í henni hefur fundist efnið Acetophenone sem talið er að myndast hafi í framleiðsluferlinu og sem m.a. getur valdið ertingu í augum.
Neytendastofa beinir þeim tilmælum til neytenda að fjarlægja mottuna frá börnum þannig að þeim stafi ekki frekar hætta af leikfanginu.
Í tilkynningu Hagkaupa segir að nauðsynlegt er að taka þessar púslmottur strax úr umferð og skila þeim tafarlaust til þjónustuborðs í næstu verslun Hagkaups gegn fullri endurgreiðslu eða farga þeim með öruggum hætti. Strikamerki á umræddri púslmottu er 6 8755422373 6. (sbr. Disney Princess mynd (Mat No 22373),