Fara yfir á efnisvæði

Sérvöruverslanir sektaðar vegna verðmerkinga

09.04.2010

Eins og fram kom í frétt Neytendastofu í febrúar s.l. hefur verðmerkingaeftirlit Neytendastofu gert könnun á ástandi verðmerkinga hjá sérvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu. Margar af þeim verslunum sem gerðar voru athugasemdir við bættu merkingar sínar en nokkrar þeirra fóru ekki að tilmælum stofnunarinnar og því hefur hún nú sektað þær fyrir slakar verðmerkingar.

Sérvöruverslunum ber skylda til að verðmerkja allar söluvörur sínar þ.m.t. í búðargluggum.
Voru verslanirnar BabySam, Levi´s og Joe Boxer í Smáralind, Andersen & Lauth og 3 smárar á Laugavegi og Anas í Hafnarfirði með óverðmerktar söluvörur í sýningargluggum eða þeim ábótavant.

Verslununum var öllum gefinn kostur á að koma verðmerkingum sínum í lag en þar sem þær fóru ekki að tilmælum Neytendastofu hefur stofnunin lagt á þær sektir að fjárhæð 50.000 kr.

Ákvarðanirnar má lesa hér

TIL BAKA