Fara yfir á efnisvæði

Tvær af hverjum fimm efnalaugum í ólagi

19.08.2010

Undir lok júlí kannaði Neytendastofa hvort verðskrár lægju frammi hjá 20 efnalaugum á höfuðborgarsvæðinu. Átta efnalaugar fylgdu ekki verðmerkingareglum.  Voru það efnalaugin Katla, efnalaugin Snögg, efnalaugin Drífa, efnalaugin Hraði, efnalaugin Björg við Háaleitisbraut og Álfabakka, efnalaugin Fönn og efnalaugin Kjóll og hvítt. Verðmerkingar annarra efnalauga voru í lagi.

Sömu reglur gilda um efnalaugar og aðra aðila sem veita þjónustu svosem hárgreiðslustofur, dekkjaverkstæði o.fl. Í þeim kemur fram að skýr og áberandi verðskrá yfir alla þjónustu eigi að vera til staðar þar sem þjónustan er veitt.

Neytendastofa heldur úti verðmerkingaeftirliti allan ársins hring en einnig er tekið við ábendingum í gegnum rafræna Neytendastofu.

TIL BAKA