Fara yfir á efnisvæði

Samnorræn athugun á Facebook

04.10.2010

Norrænir neytendur verja sífellt meira af sínum tíma í netheimum þar með talið samskiptasíðum eins og fésbók. Þessar síðar eru uppfullir af auglýsingum. Norrænar neytendastofur hafa ákveðið að skoða og leggja mat á markaðssetningu sem fram fer í netsamfélaginu. Að því loknu er gert ráð fyrir að þær komi sér saman um hvaða meginreglum skuli fylgt við markaðssetningu þar. 

Þetta var ákveðið á sameiginlegum fundi norrænna neytendastofnanna sem fram fór í Osló 27.-28. september s.l.

Á fundinum lýstu stofnanirnar yfir að þær myndu í fyrstu vilja fá betra heildaryfirlit yfir hvaða tegundir auglýsinga eru notaðar innan mismunandi netsamfélaga. Í framhaldi af því munu stjórnvöldin leggja mat á hvort að slíkar auglýsingar séu í samræmi við lög og reglur sem gilda um markaðssetningu sem fram fer rafrænt á Netinu. 

Óumbeðnar auglýsingar (SPAM) þegar birtar eru fréttir
Það eru margar ólíkar tegundir af auglýsingum notaðar í netheimum.  Þannig má til dæmis á Facebook finna venjulegar auglýsingar allt s.s. borða og svo auglýsingar með beinni markaðssetningu sem skjótast fram þegar viðkomandi er að uppfæra fréttir. 

Rafrænar auglýsingar með tölvupósti og SMS gera kröfu um að aflað sé samþykkis fyrirfram frá móttakendum. Þessa kröfu verður einnig að gera til margskonar markaðssetningu sem fram fer í gegnum Facebook og önnur netsamfélög. Norrænar neytendastofnanir vilja kanna nánar hvaða mörk skuli gilda í þessu efni með hliðsjón af gildandi lögum um auglýsingar og neytendavernd.

Facebook og börnin
Neytendastofnanirnar vilja auk þess skoða sérstaklega þau vandamál sem snerta öll börn sem eru á Facebook eða í öðrum samfélögum í netheimum. Í lögum eru settar strangari reglur þegar um er að ræða auglýsingar sem eiga að höfða til barna og þessar lagareglur taka einnig til auglýsinga sem gerðar eru í netheimum.

Notkun persónuupplýsinga
Mjög algengt er að auglýsingar á Netinu séu sérsniðnar og gerðar til þess að höfða sérstaklega til þátttakenda í netsamfélaginu eða viðkomandi einstaklings og hans áhugamála. Í þessu sambandi vakna ýmsar spurningar um hvort notkun persónuupplýsinga sé innan ramma laganna.

Af þeirri ástæðu telja norrænar neytendastofnanir mikilvægt að farið sé yfir þau mál með stjórnvöldum á sviði persónuverndar í hverju landi fyrir sig.

TIL BAKA