Fara yfir á efnisvæði

GRACO Innkallar barnakerru í Bandaríkjunum

26.10.2010

Vegna innkallana á barnakerrum frá Graco Quattro Tour TM og MetroLite TM í Bandaríkjunum vill Neytendastofa koma eftirfarandi á framfæri:

Innköllun á Graco barnakerrunum nær til ákveðinna módel númera.

Ástæða innköllunarinnar er slysahætta á börnum, ef þau eru ekki fest rétt í ólar sem eru á kerrunni sér í lagi börn yngri en 12 mánaða. Sjá nánar af hverju hætta stafar af og hvernig það á að lagfæra það á Metro Lite barnakerrunum og Quattro Tour barnakerrunum
Tilkynnt hefur verið um fjögur dauðsföll á börnum í Bandaríkjunum og sex slys á börnum vegna þessa.

Þær barnakerrur sem innköllunin nær til hafa ekki verið seldar á Íslandi en þær kunna að hafa borist eftir öðrum leiðum.

Neytendastofa hvetur eigendur barnakerra af umræddri gerð til að hætta strax notkun og hafa samband við Graco á vefsíðunni til að fá sendan viðeigandi búnað til að lagfæra kerruna eða hringja í síma (877) 828-4046.

 Ennfremur vill  Neytendastofa hvetja forráðamenn til að tryggja öryggi barna með því að festa þau ávallt í ólar í kerrum og barnavögnum.

 

TIL BAKA