Fara yfir á efnisvæði

Löggildingareftirlit voga

29.07.2011

Neytendastofa fór á 58 staði (matvöruverslanir, pósthús, fiskbúðir og framleiðendur) á höfuðborgarsvæðinu þar sem vigtun fór fram til að skoða vogirnar. En vogir sem eru notaðar til að ákvarða verð eiga að mæla rétt og vera löggiltar.  Reyndust 18 starfsstöðvar ekki vera með löggildingu í lagi (31%).   Af 14 matvöruverslunum sem voru skoðaðar reyndist löggildingin ekki vera gild á tveim stöðum. Farið var í 11 pósthús og voru allar vogir sem voru skoðaðar með gilda löggildingu. Ástand voga í fiskbúðum var ekki gott, sex búðir af 14 voru ekki með vogirnar í lagi. Verst kom könnunin út hjá matvælaframleiðendum en 10 framleiðendur  af 19, voru ekki með löggildingu  á vogunum í lagi.

Brugðist var vel við tilmælum um löggildingu voga og engum viðurlögum var beitt.

Ábendingum vegna útrunna löggildingu voga eða eldsneytisdæla má koma til Neytendastofu í gegnum heimasíðuna.

Réttar mælingar eru allra hagur

TIL BAKA