Fara yfir á efnisvæði

Tilkynning frá Senu vegna leikfanga ryksugu.

14.12.2011

Fréttamynd

Neytendastofa vekur athygli á innköllun hjá Senu. Af öryggisástæðum vill fyrirtækið innkalla leikfanga ryksugu frá Happy People sem gengur fyrir batteríum. Varan er með vörunúmerið HP45139.   Ryksuga reyndist gölluð, en eftir litla notkun kom fram reykur úr leikfanginu og það eyðilagðist.  Eftir að fyrirtækið hafði ráðfært sig við Happy People kom í ljós að þetta er fyrsta dæmið þar sem þetta hefur komið upp. Enga að síður vill Sena vara við þessum tækjum og innkalla þau.

TIL BAKA