Fara yfir á efnisvæði

Hekla ehf. innkallar Volkswagen 5T

27.02.2012

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá bílaumboðinu Hekla ehf. um að innkallaðar hafi verið 3 bifreiðar. Um er að ræða bifreiðar af gerðinni Vokswagen 5T framleiddar á bilinu 2004 til 2006. Ástæða innköllunar er sá möguleiki að þétting á raflögn fyrir stjórnbox kæliviftu sé ábótavant. Ef bilun verður, getur það leitt til þess að kælivifta bílsins heldur áfram að ganga eftir að drepið hefur verið á bílnum, með þeim afleiðingum að rafgeymir tæmist og í versta tilfelli getur eldur orðið laus í bifreiðinni.

Umboðið hefur sent hlutaðeigandi bifreiðareigendum bréf.

TIL BAKA