Fara yfir á efnisvæði

Markaðseftirlit með vöru - eftirlitsáætlanir 2012

14.03.2012

Á undanförnum árum hefur verið lögð aukin áhersla á að aðildarríki á EES svæðinu auki eftirlit með því að einungis séu settar á markað öruggar vörur. Skylt er samkvæmt EES reglum að fylgjast með því af hálfu stjórnvalda hvort vörur sem settar eru á markað séu án áhættu fyrir neytendur. Um marga vöruflokka gilda sérstök lög og ef sérstök hætta getur fylgt vöru þá hafa verið settir samevrópskir staðlar sem eiga að tryggja öryggi framleiðsluvöru. Í þeim tilvikum ber framleiðendum og dreifingaraðilum að staðfesta öryggi vörunnar með áfestingu CE merkisins. Í þeim tilvikum að engin sérlög eða samevrópskir staðlar hafi verið samþykktir um framleiðsluna þá er það ávallt á ábyrgð framleiðenda og dreifingaraðila að tryggja öryggi framleiðsluvöru þannig að hún sé án hættu fyrir líf, heilsu, öryggi neytenda eða valdi ekki skaða á umhverfinu. EES ríkin hafa samþykkt markaðseftirlitsáætlanir með vörum sem hafa nú verið birtar á vefsetri ESB.

Markaðseftirlitsáætlanir 2012 má sjá hér.

TIL BAKA