Fara yfir á efnisvæði

Viðskiptahættir félags íslenskra aflraunamanna ekki í lagi

17.04.2012

Neytendastofu barst kvörtun IFSA, félags íslenskra kraftamanna vegna viðskiptahátta Félags íslenskra aflraunamanna og forsvarsmanns þess félags. Taldi IFSA að FÍA og forsvarsmaður félagsins hafi hótað viðskiptamönnum IFSA málssókn í þeim tilgangi að fá þá til að láta af samstarfi við IFSA.

Stofnunin taldi að yfirlýsingar FÍA og forsvarsmanns félagsins við viðskiptamenn IFSA hafi verið brot á lögum nr. 57/2005 um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Í ákvörðun stofnunarinnar kemur fram að með lögunum sé ekki komið í veg fyrir að fyrirtæki tjái sig um viðskiptahætti keppinauta en í lögunum séu þó settar ákveðnar skorður við því að slíkt sé gert með ósanngjörnum hætti eða þannig að vegið sé að keppinauti. Taldi stofnunin að yfirlýsingar FÍA og forsvarsmanns hafi verið rangar og hótanir um málshöfðanir hafi verið til þess fallnar að hafa áhrif á viðskiptamenn IFSA í þeim tilgangi að fá til að láta af viðskiptum.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA