Fara yfir á efnisvæði

Alþjóðlegi mælifræðidagurinn

18.05.2013

Mælifræðidagurinn 20. maí er til að minnast undirritunar metrasamþykktarinnar árið 1875. Þessi samþykkt leggur grunninn að samræmdri alþjóðamælifræði.

Þemað, sem valið var fyrir 2013, er Mælingar daglegs lífs. Á venjulegum degi er undravert hve oft mælingar koma við sögu, hvort sem litið er á klukkuna, keypt er í matinn eða eitthvað annað, fyllt er á tank farartækis eða farið er í blóðþrýstings athugun svo dæmi séu tekin.

Þessar og ótal margar aðrar aðgerðir daglegs lífs krefjast einhvers konar mælinga. Nákvæmar mælingar eru nú teknar sem sjálfsagður hlutur. Fæstir gera sér grein fyrir því að baki liggur alþjóðleg samvinna sérfræðinga í mælifræði, vísindi mælinganna, sem tryggir að það gangi. Allir reiða sig á að þessi samvinna skili sínu og geri það vel.

Sjá nánar fréttatilkynningu BIPM, OIML og Neytendastofu hér.

TIL BAKA