Raftækjaverslanir almennt vel verðmerktar
Starfsmenn Neytendastofu fóru í 14 raftækjaverslanir á höfuðborgarsvæðinu og gerðu könnun á ástandi verðmerkinga. Verðmerkingar í verslununum voru almennt góðar. Þó voru gerðar athugasemdir við að töluvert væru um óverðmerktar vörur í verslunum Elko á Granda og í Skeifunni.
Samhliða skoðun á verðmerkingum voru skoðaðar orkumerkingar á tækjum í verslunum. Orkumerkingar segja meðal annars til um árlega orkunotkun tækisins, hljóðstyrk hennar og fleira. Gerðar voru athugasemdir við orkumerkingar á fleiri stöðum en verðmerkingar en nánar verður greint frá þeim hluta skoðunarinnar síðar.
Neytendastofa hvetur neytendur til að vera vel á verði og koma ábendingum til stofnunarinnar með rafrænum hætti í gegnum Mínar síður Neytendastofu.