Fara yfir á efnisvæði

Eftirfylgni eftirlits á Árborgarsvæðinu og í Hveragerði

26.09.2013

Þann 5. September sl. fóru fulltrúar Neytendastofu í eftirfylgni hjá fyrirtækjum á Árborgarsvæðinu og í Hveragerði. Farið var í 10 fyrirtæki, 2 matvöruverslanir, 2 sérvöruverslanir og 6 veitingastaði.

Sérvöruverslanirnar Barón á Selfossi og Lyf og heilsa í Hveragerði höfðu haft tilmæli Neytendastofu að leiðarljósi enda var ekki gerð nein athugasemd í seinni heimsókninni. Farið var í  matvöruverslanirnar Krónuna og Nettó á Selfossi. Merkingum var enn ábótavant hjá báðum verslunum sem  höfðu enn ekki lagað verðmerkingar sínar. Í bæði Krónunni og Nettó var ósamræmi á 4 vörum af þeim 50 sem skoðaðar voru auk þess voru óverðmerktar vörur víða um verslanirnar. Neytendastofa mun taka til meðferðar mál gagnvart verslununum þar sem tekin verður ákvörðun um hvort lagðar verði  á þær sektir fyrir brotin.

6 veitingastaðir Fjöruborðið á Stokkseyri, Rauðahúsið Eyrarbakka, Varmá Hveragerði, Menam Selfossi, Kaktus Selfossi og Riverside restaurant Selfossi voru skoðaðir og athugað var hvort matseðill væri við inngang og hvort magnupplýsingar væru gefnar upp á drykkjum á matseðli. Fjöruborðið var eini veitingastaðurinn sem hafði bætt sig og kemur nú því til álita hvort lagðar verði sektir á hina 5 staðina.

Neytendastofa hyggst halda verðmerkingareftirliti sínu áfram og kanna verðmerkingar á öðrum svæðum á landinu. Ábendingum vegna rangra eða ófullnægjandi verðmerkinga má koma til Neytendastofa í gegnum rafræna Neytendastofu á vefslóðinni rafraen.neytendastofa.is.

TIL BAKA