Fara yfir á efnisvæði

Könnun Neytendastofu á þyngd forpakkninga.

30.09.2013

Neytendastofa gerði könnu á þyngd forpakkninga frá 17 framleiðendum. Framkvæmd var úrtaksvigtun, þar sem skoðað var hvort raunveruleg þyngd vöru væri í samræmi við uppgefna þyngd á umbúðum. Skoðaðar voru 24 ólíkar vörutegundir og má þar nefna: kæfu, skinku, pepperoni, osta,  gos, bökunarvörur, brauð, salat og pylsur.

Allar þær vörutegundir, sem skoðaðar voru að undanskilinni einni ostategunda, voru í lagi. Í kjölfar könnunarinnar var ákveðið að skoða betur forpakkaða osta.

Neytendastofa hefur undanfarið fylgst með framleiðslu á mygluostum. Almennt eru ostarnir forpakkaðir og einingin seld sem ákveðinn þyngd. Ætlunin er að fylgjast áfram með þessum vöruflokki og verða niðurstöður úr væntanlegri könnun birtar hér innan tíðar.

Neytendastofa mun áfram fylgjast með þyngd forpakkninga með úrtaksvigtunum í verslunum og hjá framleiðendum. Ábendingar frá neytendum varðandi þyngd forpakkninga eru vel þegnar en hægt er m.a. að koma ábendingum til Neytendastofu með því að nota ábendingarkerfi  sem er að finna á heimasíðu Neytendastofu.

TIL BAKA