Fara yfir á efnisvæði

Neytendastofa í árlegu jólaseríuátaki

18.12.2013

Fréttamynd

Á síðastliðnum vikum fór Neytendastofa í árlegt jólaseríuátak. Farið var í verslanir á höfuðborgarsvæðinu og kannað hvort að réttar varúðarmerkingar væru á íslensku. Nokkuð var um að fullnægjandi varúðarmerkingar vantaði. Neytendastofa veitti þeim verslunum þar sem fullnægjandi varúðarmerkingar vantaði tækifæri til þess að koma viðunandi merkingum í lag áður en til tímabundins sölubanns gæti komið. Þegar farið var í síðari heimsóknir í þær verslanir þar sem fullnægjandi varúðarmerkingar vantaði voru þær komnar í lag. Kom því ekki til þess að Neytendastofa þyrfti að leggja á tímabundið sölubann á jólaseríur þetta árið.

Nánari upplýsingar um þær varúðarmerkingar sem eiga að vera fyrir hendi má nálgast hér.

TIL BAKA