Fara yfir á efnisvæði

Neytendastofa sektar tvö veitingahús á Selfossi

18.12.2013

Neytendastofa kannaði ástand verðmerkinga hjá veitingahúsum í Árborg í júlí sl.  Veitingahúsunum var öllum gefinn kostur á að koma verðmerkingum sínum í lag. Flest veitingahúsin sem gerðar voru athugasemdir við höfðu bætt merkingar sínar. Veitingahúsin Menam og Riverside Resturant  höfðu ekki farið að fyrirmælum Neytendastofu þegar stofnunin framkvæmdi síðari skoðun á ástandi verðmerkinga í september sl. Því hefur Neytendastofa nú sektað þau fyrir ófullnægjandi verðmerkingar.  Neytendastofa hefur lagt á hvort veitingahúsið fyrir sig stjórnvaldssekt að fjárhæð 50.000 kr.

Veitingahúsið Menam hafði ekki matseðil við inngöngudyr staðarins og Riverside Resturant tilgreindi ekki magnstærðir drykkjarfanga í verðlista. Veitingahúsum ber að hafa matseðil við inngöngudyr og að tilgreina magnstærðir drykkjarfanga í verðlista.

Ákvarðanirnar eru nr. 30/2013 og 34/2013. 

TIL BAKA