Fara yfir á efnisvæði

Neytendastofa sektar fimm smávöruverslanir á höfuðborgarsvæðinu

30.12.2013

Neytendastofa hefur sektað fimm smávöruverslanir á höfuðborgarsvæðinu í kjölfar könnunar stofnunarinnar á ástandi verðmerkinga. Í öllum tilfellum er um að ræða sektir vegna ófullnægjandi verðmerkinga í búðargluggum.

Í júní, júlí og ágúst 2013 gerðu starfsmenn Neytendastofu skoðun á ástandi verðmerkinga hjá smávöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu. Skoðaðar voru m.a. ástand verðmerkinga hjá verslunum í Austurveri, Firðinum, Glæsibæ, Kringlunni, Mjódd, Suðurveri, Smáralind, og í miðbæ Reykjavíkur. Þær verslanir sem stofnunin gerði athugasemdir við fengu þau fyrirmæli að lagfæra verðmerkingar sínar svo ekki þyrfti að koma til frekari aðgerða af hálfu stofnunarinnar.

Skoðununum var fylgt eftir í september 2013 þar sem í ljós kom að fimm smávöruverslanir höfðu ekki gert fullnægjandi lagfæringar á verðmerkingum sínum. Því hefur Neytendastofa nú lagt 50.000 kr. stjórnvaldssekt á verslanirnar Couture á Laugarvegi, Mýrina í Kringlunni, Nordic Store á Lækjargötu, Púkann 101 á Laugarvegi og Rammagerðina í Hafnarstræti.

Ákvarnirnar eru nr. 40/2013, 41/2013, 42/201343/2013 og 44/2013

TIL BAKA