Fara yfir á efnisvæði

Leyfi þarf til endursölu á rafsígarettum með nikótíni

03.01.2014

Af gefnu tilefni vilja Lyfjastofnun, Neytendastofa og Tollstjóri benda á að innflutningur á rafsígarettum með nikótíni til endursölu er óheimill sé markaðsleyfi skv. lyfjalögum, nr. 93/1994, ekki fyrir hendi.

Rafsígarettur sem innihalda nikótín falla undir skilgreiningu á lyfi skv. 2. tölul. 1. mgr. 5. gr. lyfjalaga nr. 93/1994 og þurfa markaðsleyfi frá Lyfjastofnun. Innflutningur og dreifing lyfja án markaðsleyfis er brot á lyfjalögum. Tekið skal fram að ekki hefur verið gefið út markaðsleyfi fyrir rafsígarettur með nikótíni hérlendis. Ef markaðsleyfi er ekki til staðar eru rafsígarettur sem innihalda nikótín stöðvaðar í tolli, sbr. 130. gr. tollalaga nr. 88/2005. CE-merking vörunnar hefur hér engin áhrif, því ekki er hægt að CE-merkja lyf. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðum Neytendastofu og Lyfjastofnunar.

TIL BAKA