Fara yfir á efnisvæði

BL ehf. innkallar Hyundai bifreiðar

06.01.2014

FréttamyndNeytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á 768 Hyundai bifreiðum framleiddar á tímabilinu 2006 til 2011.  Um er að ræða I30 framleidda frá janúar 2007 til september 2011, Tucson frameidda á árinu 2006 frá mars til október og á árið 2009 frá mars til september og IX35 framleidda á tímabilinu janúrar 2010 til september 2011. 
Ástæða innköllunarinnar er að bilun hefur komið fram í bremsuljósrofa bifreiðanna. Kviknar þá gaumljós í mælaborði (ABS, ESB). Birting bremsuljósa getur seinkað í fáum tilfellum koma ekki bremsuljós. Ekki hefur orðið vart við truflanir í akstri bíls en það hefur gerst að bíll fari ekki í gang. Eins hefur hraðastillir (Cruise Control) hætt að virka. 
Skipta þarf um bremsuljósarofa bifreiðanna. Viðkomandi bifreiðareigendur munu fá sent bréf vegna þessarar innköllunar. 

TIL BAKA