Fara yfir á efnisvæði

Verðmerkingar í líkamsræktarstöðvum

13.01.2014

Verðmerkingar í líkamsræktarstöðvum

 

Í byrjun janúar fór fulltrúi Neytendastofu í 29 líkamsræktarstöðvar á höfuðborgarsvæðinu til að athuga hvort að verðmerkingar væri í lagi. Skoðað var hvort að verðlisti yfir þjónustu líkamsræktarstöðvanna væri sýnilegur og hvort veitingar og aðrar söluvörur væru verðmerktar. Þegar Neytendastofa gerði könnun árið 2009 voru 38% stöðvana með verðmerkingar í lagi, í könnun árið 2011 var hlutfallið 70% og nú í ár voru allar líkamsræktarstöðvarnar með merkingarnar í lagi. Þessar niðurstöður sýna að reglulegt verðmerkingareftirlitið skilar góðum árangri.

Neytendastofa heldur áfram að fylgja eftir sjálfsögðum rétti landsmanna og veita fyrirtækjum landsins nauðsynlegt aðhald sem skilar sér í formi góðrar og réttrar verðmerkingu vara.

TIL BAKA