Fara yfir á efnisvæði

Markaðseftirlitsáætlun 2014

17.01.2014

Neytendastofu er í lögum nr. 134/1995, um öryggi vöru og opinbera markaðsgæslu, falið að vinna að heildarskipulagningu opinberrar markaðsgæslu í samvinnu við önnur eftirlitsstjórnvöld. 

Í reglum um samstarf á sviði vöruöryggis er kveðið á um að ár hvert skuli aðildarríki á EES svæðinu senda til framkvæmdastjórnar ESB yfirlit um fyrirhugað eftirlit með vörum á því ári sem í hönd fer. Tilgangur þessa er að auka gagnsæi varðandi aðgerðir og störf stjórnvalda á öllu EES svæðinu á sviði eftirlits með vörum. Neytendastofa hefur frá árinu 2010 tekið saman slíka áætlanir en ESB hefur nýlega ákveðið að þær skuli einnig birtar opinberlega. 

Markaðseftirlitsáætlun Íslands fyrir árið 2014 (National Market Surveillance Plan - NMSP 2014) má nálgast hér.

TIL BAKA