Ákvörðun um auðkennið Atvinnueign staðfest
22.01.2014
Í niðurstöðum úrskurðarins segir að áfrýjunarnefndin telji að orðið atvinnueign nógu sérkennandi til þess að geta notið verndar. Auðkennin atvinnueign og atvinnueignir séu mjög lík auk þess sem fyrirtækin séu í sömu starfsemi og beini þjónustu sinni að sama markhópi.
Notkun Leiguumsjónar ehf. á auðkenninu Atvinnueignir sé til þess fallið að valda verulegum ruglingi við Atvinnueignir ehf. og því sé staðfest ákvörðun Neytendastofu um að banna Leiguumsjón ehf. notkun þess.
Úrskurð í máli nr. 1/2013 má lesa í heild sinn hér.