Fara yfir á efnisvæði

Ákvörðun um auðkennið Litla flugan staðfest

22.01.2014

Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu með ákvörðun nr. 9/2013 að ekki væri ástæða til aðgerða vegna notkunar Litlu flugunnar textílverkstæðis ehf. á auðkenninu Litla flugan. 

Í niðurstöðum úrskurðarins segir að það sé mat áfrýjunarnefndar að ekki verði fallist á að auðkennið Litla flugan sé einungis lýsandi fyrir starfsemi Litlu flugunnar textílverkstæðis og skorti sérkenni. Með vísan til ákvörðunar Neytendastofu féllst áfrýjunarnefndin á að auðkennið Litla flugan fæli í sér nægilegt sérkenni til að njóta verndar. 

Áfrýjunarnefndin féllst jafnframt á þá niðurstöðu Neytendastofu að fyrirtækin teljist ekki keppinautar, starfi ekki á sama markaði og gera megi ráð fyrir að markhópar þeirra séu talsvert ólíkir. Ekkert í gögnum málsins benti til þess að neytendur hafi ruglast á fyrirtækjunum eða að líklegt sé að hætta verði á ruglingi. 

Ákvörðun Neytendastofu var því staðfest. 

Úrskurð í máli nr. 3/2013 má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA