Fara yfir á efnisvæði

Mikill verðmunur milli apóteka höfuðborgarsvæðisins

23.01.2014

Núna í janúar fór fulltrúi Neytendastofu í 38 apótek á höfuðborgarsvæðinu til að athuga hvort verðmerkingar væru í samræmi við lög og reglur auk þess sem nokkrar vörur voru valdar af handahófi og gerð athugun á samræmingu milli hillu- og kassaverðs. 

Ástand verðmerkinga lausasölulyfja voru í flestum tilfellum í góðu lagi en hjá Austurbæjar apóteki, Borgar apóteki og Lyfjaveri Suðurlandsbraut vantaði verðmerkingar á bakvið afgreiðsluborð. Þegar röðin kemur að verðmerkingum í verslunarrýminu sjálfu þá snýst dæmið við og vantaði uppá verðmerkingar hjá 10 apótekum, Urðarapóteki Vínlandsleið, Lyfjaval Álftamýri, Lyfjaval Mjódd, Lyfjaval Hæðasmára, Árbæjarapóteki, Apótekinu Garðatorgi, Lyfju Lágmúla, Reykjavíkur apóteki Seljavegi,Borgar apóteki Borgartúni og Lyfjaveri Suðurlandsbraut. 

Stofnuninn gerði einnig verðkönnun á 10 lausasölulyfjum sem leiddi í ljós að gífurlegur munur er á milli hæsta og lægsta verðs hverju sinni. Garðsapótek var oftast með lægsta verðið eða í sex tilfellum af tíu. Hæsta verðið á einstökum lyfjum var oftast í Borgar apóteki eða í sjö tilfellum. Mismunurinn var mestur 565 kr en það var á Strepsils hálstöflum.

Niðurstöður verðkönnunar Neytendastofu voru eftirfarandi:

 

 Vara

 

 Lægsta verð

 

 Hæsta verð

 Mismunur

 Panodil töflur, 30 stk

380 kr í Garðsapóteki  

 550 kr   í Borgar apóteki 

 170 kr

 Paratabs töflur, 30 stk

 325 kr í Garðsapóteki

470 kr   í Austuræjarapóteki

 145 kr

Íbúfen, 400 mg, 30 stk

 430 kr   í Garðsapóteki

600 kr   í Borgar apóteki

170 kr

 Nicorett    fruit mint, 2mg, 30 stk

670 kr   í Apótekinu

 860 kr   í Borgar apóteki

190 kr

 Nicotinell fruit, 2mg, 24 stk

529 kr   í Lyfjaveri

795 kr   í Borgar apóteki

266 kr

Strepsils, sítrónu, 24 stk

 990 kr   í Garðsapótek

1555 kr   í Borgar apóteki

565 kr

 Asýran, 150 mg, 30 stk

 1230 kr í Garðsapóteki

 1790 kr   í Borgar apóteki

560 kr

 Pinex, 125 mg, 10 stk

338 kr   í Apótekinu

550 kr   í Borgar apóteki

212 kr

Pektólín

  550 kr í Lyfjaveri 

826 kr   í Lyf og heilsa 

276 kr

 Otrivin, venjulegt, f/börn

  740 kr í Garðsapóteki

 990 kr   í Borgar apóteki

  250 kr


Eins og sést er um töluverðan mun að ræða á milli apóteka og því nauðsynlegt að vörur séu vel verðmerktar svo neytendur geti verðsamanburð og tekið meðvitaða kaupákvörðun útfrá því.


Neytendastofa mun halda áfram að fylgja eftir sjálfsögðum rétti landsmanna og veita fyrirtækjum landsins nauðsynlegu aðhaldi sem skilar sér í formi góðrar og réttrar verðmerkingu vara. 
Við hvetjum neytendur til að vera ávallt vel á verði og koma ábendingum til stofnunarinnar með rafrænum hætti í gegnum rafræna Neytendastofu á slóðinni www.neytendastofa.is

 

TIL BAKA