Fara yfir á efnisvæði

Toyota innkallar bifreiðar

17.02.2014

FréttamyndNeytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um innköllun á 42 Toyota Prius bifreiðum framleiddar á árunum 2009-2014.   
Ástæða innköllunarinnar er sú að uppfæra þarf hugbúnað í háspennuhluta hybridkerfisins. Yfirálag á IGB
transistor í háspennustýringunni getur skemmt transistorinn, Ef
transistorinn bilar kvikna viðvörunarljós í mælaborði og í versta falli
getur bíllinn stoppað.
Viðkomandi bifreiðareigendur munu fá sent bréf vegna þessarar innköllunar.   

TIL BAKA