Notkun á nafninu Pizzafabrikkan og léninu pizzafabrikkan.is bönnuð
Notkun á nafninu Pizzafabrikkan og léninu pizzafabrikkan.is bönnuð
Nautafélagið kvartaði yfir notkun á vörumerkinu Fabrikkan í nafninu Pizzafabrikkan og skráningu lénsins pizzafabrikkan.is. Í erindinu segir að Nautafélagið sé eigandi vörumerkisins Fabrikkan sem sé þekkt vörumerki á Íslandi. Notkun nafnsins sé frumleg fyrir veitingarekstur sem styrki sérkenni vörumerkisins. Notkun á nafninu
Pizzafabrikkan sé til þess fallin að gefa villandi upplýsingar um eignarrétt og ábyrgð atvinnurekanda.Eftir að Neytendastofa athugaði málið þá telur hún ljóst að hætta sé á ruglingi milli aðila þar sem aðilar starfi á sama markaði, hafi svipaðan tilgang og séu því keppinautar. Fyrir lá að Einkaleyfastofa hefur hafnað skráningu á orðmerkisins Pizzafabrikkan vegna ruglingshættu við vörumerki Nautafélagsins. Orðið Fabrikka sé töluvert sérkennandi og orðið ekki lýsandi fyrir hvoruga starfsemina. Því bannaði Neytendastofa notkun á auðkenninu Pizzafabrikkan og léninu pizzafabrikkan.is.
Ákvörðun Neytendastofu nr. 7/2014 má lesa í heild sinni hér.