Fara yfir á efnisvæði

Seinni eftirlitsferð Neytendastofu í apótek

20.02.2014

Í janúar sl. fór fulltrúi Neytendastofu í apótek á höfuðborgarsvæðinu til að kanna hvort verðmerkingar væru í samræmi við lög og reglur. Könnuninni var svo fylgt eftir núna í febrúar með seinni heimsókn. Farið var í þau 11 apótek sem stofnunin hafði gert athugasemdir við í fyrri ferð. Skoðað var hvort verðmerkt væri á bak við afgreiðsluborð og í verslununum sjálfum. Einnig var borið saman hillu- og kassaverð á fimm hlutum sem valdir voru af handahófi. 

Öll 11 apótekin höfðu haft fyrirmæli Neytendastofu að leiðarljósi og bætt verðmerkingar sínar.

Við hvetjum neytendur til að vera ávallt vel á verði og koma ábendingum til stofnunarinnar með rafrænum hætti í gegnum rafræna Neytendastofu á slóðinni  http://www.neytendastofa.is/


TIL BAKA