Tilteknar fullyrðingar á heimasíðu og í auglýsingum Thor Ice bannaðar
Optimar Ísland kvartaði yfir meintum röngum og villandi fullyrðingum í auglýsingum Thor Ice auk óréttmætra samanburðarauglýsinga. Voru fullyrðingarnar nákvæmlega tilgreindar í allmörgum liðum.
Thor Ice hafnaði því að auglýsingarnar og upplýsingar á heimasíðu félagsins vörðuðu við lög og vísaði jafnframt til þess að ýmsum fullyrðinganna hafi verið breytt og sumar teknar út af heimasíðu.
Að mati Neytendastofu voru sumar fullyrðingarnar sem kvartað var yfir ósannaðar og til þess fallnar að hafa áhrif á eftirspurn þeirra vara sem Thor Ice hefur til sölu. Þá fólu aðrar fullyrðingar í sér óbeinan samanburð við keppinauta og því til þess fallnar að vera villandi. Fullyrðingarnar voru nánar tilgreindar af Neytendastofu og Thor Ice bannað að birta þær.
Ákvörðun Neytendastofu nr. 6/2014 má lesa í heild sinni hér.