Fara yfir á efnisvæði

BabySam innkallar Scandia Basic barnavagna

12.03.2014

Fréttamynd

Neytendastofu hefur borist tilkynningar frá versluninni BabySam um innköllun á barnavögnum af gerðinni Scandia Basic, seldir á tímabilinu 2008-2013.

Ástæða innköllunarinnar er hætta á að barn geti klemmt sig þegar skermurinn er lagður saman og skaðað fingur. Á heimasíðu BabySam kemur fram að hægt sé að fá skerminum skipt út hjá BabySam eftir 15. mars nk.

Neytendastofa vill biðja þá sem eiga slíka vagna að snúa sér til BabySam varðandi frekari upplýsinga.

Sjá nánari upplýsingar frá BabySam hér 

TIL BAKA