Fara yfir á efnisvæði

Alþjóðadagur neytenda 15. mars

14.03.2014

Þann 15. mars 1962 lagði John F. Kennedy, fyrstur þjóðarleiðtoga, fram tillögur á þjóðþingi Bandaríkjanna um grunnréttindi neytenda:

        • Réttur til öryggis 
        • Réttur til upplýsinga 
        • Réttur til að geta valið 
        • Réttur til að fá áheyrn hjá stjórnvöldum

“Neytendur erum við öll samkvæmt skilgreiningu. Þeir eru stærsti hópurinn í hagkerfinu og nánast allar fjárhagslegar ákvarðanir sem opinberir aðilar eða einkafyrirtæki taka hafa áhrif á neytendur. Tveir þriðju hlutar af veltu hagkerfisins stafar frá neytendum. Hins vegar eru þeir eini mikilvægi hópurinn í hagkerfinu sem er ekki skipulagður nægilega vel og sjónarmið hans fá ekki áheyrn”

Sameinuðu Þjóðirnar samþykktu árið 1985 grunnreglur um viðmið á sviði neytendaverndar og bættu fjórum grunnréttindum við yfirlýsingu J.F.Kennedys:

        • Réttur til að geta uppfyllt grunnþarfir 
        • Réttur til að fá réttlæti fullnægt og leyst úr ágreiningsmálum 
        • Réttur til neytendafræðslu 
        • Réttur til heilbrigðis

Neytendastofa telur mikilvægt að neytendur og stjórnvöld hér á landi gæti vel að hagsmunum og 8 grunnréttindum neytenda á sviði neytendaverndar og eftirlits með réttindum þeirra.

 Á alþjóðadegi neytenda 15. mars 2014 leggja alþjóðsamtök neytenda áherslu á að stjórnvöld bæti réttindi neytenda í viðskiptum við fjarskiptafyrirtæki og tryggi réttindi þeirra gagnvart símafyrirtækjum. Árið 2013 er áætlað að 6,8 milljarðar manna noti farsíma. Árið 2011 var þessi tala 6 milljarðar og árið 2010 var hún 5,4 milljarðar. Þrátt fyrir þetta eru margvísleg vandamál sem neytendur upplifa vegna notkunar á farsímum og viðskiptum með þá. Yfirlýsingu samtakanna um það efni má lesa hér.

http://www.consumersinternational.org/our-work/wcrd/wcrd-2014/

TIL BAKA