Fara yfir á efnisvæði

IKEA innkallar barnahimnasængur

20.03.2014

FréttamyndNeytendastofa vekur athygli á innköllun IKEA á barnahimnasængur vegna mögulegrar slysahættu.
Í tilkynningu IKEA kemur fram að viðskiptavinir sem eiga IKEA himnasængur sem ætlaðar eru til notkunar með barnarúmum/vöggum, eru beðnir um að hætta notkun þeirra yfir rúmum hvítvoðunga og ungra barna. Himnasænginni má skila í IKEA versluninni og fá endurgreitt.

Himnasængurnar sem um ræðir eru: LEGENDARISK, MINNEN, BARNSLIG BOLL, MINNEN Brodyr, HIMMEL, FABLER, TISSLA og KLÄMMIG.

IKEA hefur staðfest mögulega slysahættu tengda þessari vöru. Engin alvarleg slys hafa verið tilkynnt en IKEA hefur fengið tilkynningar um að börn hafi flækst í himnasænginni þegar netið er dregið inn í rúmið/vögguna og það hafi flækst um háls ungbarna.

Himnasængurnar sem um ræðir hafa verið seldar á öllum IKEA mörkuðum frá árinu 1996.

Kemur fram í tilkynningunni að IKEA biðst velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda, en öryggi er ávallt efst á forgangslista fyrirtækisins.

Nánari upplýsingar má fá á www.IKEA.is eða í þjónustuveri í síma 520 2500. 
 

TIL BAKA