Fara yfir á efnisvæði

Verðmerkingar í efnalaugum kannaðar

26.03.2014

Neytendastofa kannaði núna í mars hvort verðskrá hjá efnalaugum á höfuðborgarsvæðinu væru sýnileg. Fyrirtæki eiga að verðmerkja allar söluvörur sínar og að sama skapi eiga þjónustufyrirtæki alltaf að birta verðskrá með áberandi hætti á sölustaðnum. Farið var í 19 efnalaugar og kom í ljós að verðskrá var ekki sýnileg hjá þrem þeirra en það voru Efnalaugin Geysir, Þvottahúsið Faghreinsun og Fatahreinsun Kópavogs. Verðmerkingar annarra efnalauga voru í lagi.

Verðmerkingaeftirlit Neytendastofu er að miklu leyti byggt á ábendingum frá neytendum. Stofnunin hvetur neytendur því til að senda ábendingar um verslanir sem ekki fara að verðmerkingareglum. Það er hægt að gera með því að skrá sig inn á Mínar síður á vefsíðu www.neytendastofa.is.

TIL BAKA