Fara yfir á efnisvæði

Ákvæði í skilmálum curvy.is brot á lögum

28.03.2014

Neytendastofu barst kvörtun frá Neytendasamtökunum yfir skilmálum á vefverslun Curvy.
Kvörtunin snéri að því að skilmálar vefverslunarinnar væru ekki í samræmi við lög.

Þegar neytendur kaupa vöru á netinu eiga þeir alltaf 14 daga rétt til að hætta við kaupin og falla frá samningi. Neytendur sem nýta sér þennan rétt sinn eiga að fá vöruna endurgreidda að fullu. Samkvæmt skilmálum Curvy gátu neytendur ekki fengið endurgreitt ef þeir hættu við kaup heldur stóð þeim einungis til boða að fá inneign.

Neytendastofa hefur því tekið ákvörðun um að Curvy eigi að breyta skilmálum sínum og að upplýsa neytendur um skilarétt sinn. Verði það ekki gert innan tveggja vikna má búast við að tekin verði ákvörðun um sektir.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér. 

TIL BAKA